Þjóðkirkjan vill hærri greiðslur úr ríkissjóði en meirihluti þjóðarinnar vill ekki Þjóðkirkju

17002186077_49aaeb459f_b.jpg
Auglýsing

Þjóð­kirkjan hafn­aði á föstu­dag beiðni inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins um áfram­hald­andi nið­ur­skurð. Hún vill að ríkið standi við hið svo­kall­aða krikju­jarða­sam­komu­lag sem gert var árið 1997. Í því sam­komu­lagi fólst að Þjóð­kirkjan afhenti rík­inu um 600 jarðir til eignar en á móti átti ríkið að greiða laun 138 presta og 18 starfs­manna Bisk­ups­stofu. Sam­kvæmt frétt á heima­síðu Þjóð­kirkj­unnar var land undir Garðabæ og fleiri jarðir sem stór hluti bæj­ar­fé­laga stendur nú á á meðal þeirra jarða sem afhentar voru. Síðar bætt­ist jörðin Þing­vellir við.

Frá banka­hruni hefur verið veittur afsláttur af þessu sam­komu­lagi og Þjóð­kirkjan áætlar að sá afsláttur nemi um 2,5 millj­örðum króna. Nú vill kirkjan ekki lengur veita afslátt og náist ekki sam­komu­lag milli inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og kirkj­unnar um fram­lögin mun málið fara fyrir gerð­ar­dóm.

Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra sagði í kvöld­fréttum RÚV í gær að hún von­ist eftir að sam­komu­lag náist. Leiða verði að leita til að mæta kröfum kirkj­unnar með ein­hverjum hætti.

Auglýsing

En hvað finnst almenn­ingi um fram­lag rík­is­sjóðs til Þjóð­kirkj­unn­ar? Myndi hann vilja ráð­stafa því fé með öðrum hætti?

Fær um fimm millj­arða á ári



Þjóð­kirkjan fær ansi veg­legt fram­lag úr rík­is­sjóði á hverju ári. Á fjár­lögum 2015 er gert ráð fyrir að hún fái 1,5 millj­arða króna úr sam­eig­in­legum sjóðum til að standa undir starf­semi sinni. Hún fær einnig 1,9 millj­arða króna í svokölluð sókn­ar­gjöld, sem skipt­ast á milli trú­fé­laga. Öll önnur trú­fé­lög á land­inu fá sam­tals 324 millj­ónir króna vegna slíkra gjalda.

Þá greiðir rík­is­sjóður 273 millj­ónir króna í Kirkju­mála­sjóð, 72 millj­ónir króna í Kristni­sjóð og 353 millj­ónir króna í Jöfn­un­ar­sjóð sókna. Rekstur kirkju­garða kostar loks skatt­greið­endur um einn millj­arð króna á ári. Sam­tals er því kostn­aður rík­is­sjóðs á þessu ári vegna Þjóð­kirkj­unnar og starf­semi hennar 5,1 millj­arður króna. Þó er vert að taka fram að hluti þess kostn­aðar sem fellur til vegna rekst­urs kirkju­garða myndi áfram falla á ríkið þótt kirkjan yrði aðskilin frá rík­is­bákn­inu.

Mest greiddi ríkið til Þjóð­kirkunnar á árunum 2008 og 2009, þegar fram­lög námu 5,4 millj­örðum króna hvort árið.

 

Mun fleiri vilja aðskilnað ríkis og kirkju

En vilja Íslend­ingar Þjóð­kirkju?

Í mars birti Við­skipta­ráð nið­ur­stöður könn­unar sem það lét gera á við­horfi almenn­ings til fjár­mögn­unar stofn­ana og emb­ætta á Íslandi. Þar kom meðal ann­ars fram að 55,6 pró­sent svar­enda töldu að ríkið eigi ýmist ekki eða að mjög litlu leyti að fjár­magna Þjóð­kirkj­una. 17 pró­sent sögðu að ríkið ættið að fjár­magna kirkj­una til helm­inga en 27,4 pró­sent töldu að Þjóð­kirkjan eigi að miklu eða öllu leyti að vera fjár­mögnuð af rík­is­sjóði. Mik­ill munur var á svörum eftir aldri. Yngra fólk var mun síður hlynnt rík­is­fjár­mögnun kirkj­unnar en þeir eldri. Þá var einnig veru­legur munur á svörum eftir stjórn­mála­skoð­un­um. Fram­sókn­ar­menn studdu rík­is­fjár­mögnun kirkj­unnar mest allra en flestir Píratar voru á móti henni.

Gallup hefur einnig kannað hug almenn­ings gagn­vart aðskiln­aði ríkis og kirkju árlega um nokkuð langt skeið. Árið 1996 voru 53 pró­sent fylgj­andi aðskiln­aði en 31 pró­sent voru á móti. Árið 2003 voru 59 pró­sent fylgj­andi aðskiln­aði en 29 pró­sent á móti. Árið 2009 voru 60 pró­sent hlynnt aðskiln­aði en 20 pró­sent á móti.  Árið 2012 voru 59 pró­sent hlynnt aðskiln­aði en um fimmt­ungur var á móti. Í lok árs 2014 hafði dregið úr fjölda þeirra sem ertu hlynntir aðskiln­aði, og hlut­fall þeirra komið niður í 51 pró­sent. Hins vegar voru ein­ungis um 30 pró­sent sem voru á móti aðskiln­aði. Því er enn mik­ill munur milli hópanna.

Það hefur líka einu sinni verið kosið um hlut­verk kirkj­unnar í íslenskri stjórn­skip­an. Í ráð­gef­andi þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um til­lögur stjórn­laga­ráðs um breyt­ingar á stjórn­ar­skrá sem fram fór í októ­ber 2012. Þar var ein spurn­ingin orðuð með eft­ir­far­andi hætti: „Vilt þú að í nýrri stjórn­ar­skrá verði ákvæði um Þjóð­kirkju á Ísland­i?“. Alls sögðu 51 pró­sent þeirra sem svör­uðu þess­ari spurn­ingu að þeir vildu slíkt ákvæði en 38 pró­sent sögðu nei. Þó er vert að taka fram að ein­ungis 24,6 pró­sent þeirra sem voru á kjör­skrá þennan októ­ber­dag 2012 svör­uðu henni ját­andi.

Stöð­ugur flótti úr Þjóð­kirkj­unni

Það fækkað jafnt og þétt í Þjóð­kirkj­unni. Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2015 gengu 1.357 fleiri úr henni en í hana. Alls skráðu 1.706 ein­stak­lingar sig úr Þjóð­kirkj­unni en 309 í hana. Sókn­ar­börnum Þjóð­kirkj­unnar fækk­aði um 3,2 pró­sent á árunum 2005 til 2014. Þeir voru 250.759 tals­ins í upp­hafi þess tíma­bils en 242.743 í lok árs í fyrra. Á sama tíma fjölg­aði Íslend­ingum um 35.523, en sú fjölgun skil­aði sér ekki neinni aukn­ingu á sókn­ar­börnum Þjóð­kirkj­unn­ar. Fækkun þeirra sem kjósa að vera í Þjóð­kirkj­unni hefur raunar verið mjög stöð­ugur um lengra skeið. Lengi vel var skipu­lag á Íslandi með þeim hætti að nýfædd börn voru ætið skráð í trú­fé­lag móð­ur. Það þurfti því sér­stak­lega að skrá sig úr trú­fé­lagi í stað þess að skrá sig inn í það. Lang­flestar mæður voru í Þjóð­kirkj­unni og því fjölg­aði sókn­ar­börnum hennar nán­ast til jafns við fædda Íslend­inga.

Nú er fyr­ir­komu­lagið hins vegar þannig að nýjum for­eldrum er gert að velja hvaða trú­fé­lagi þau vilja að börn þeirra til­heyri þegar nafn þeirra er skráð, eða hvort þau vilji að börnin standi utan trú­fé­lags, ef for­eldr­arnir eru ekki skráðir í sama trú­fé­lag og eru skráðir í sam­búð eða hjú­skap.

Árið 1992 voru 92,2 pró­sent lands­manna skráðir í Þjóð­kirkj­una. Um ald­ar­mótin var það hlut­fall komið niður í 89 pró­sent og í dag er það 73,8 pró­sent. Þeim íslensku rík­is­borg­urum sem kusu að standa utan Þjóð­kirkj­unnar voru 30.700 um síð­ustu ald­ar­mót. Í byrjun þessa árs voru þeir 86.357 tals­ins. Þeim hefur því fjölgað um rúm­lega 55 þús­und á 15 árum.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None