Viðtal eða áróðursæfing?

Tennisstjarnan Peng Shuai segir í viðtali við L'Equipe að færsla þar sem hún sakar fyrrverandi varaforseta Kína um kynferðisofbeldi byggi á misskilningi. Kínverska ólympíunefndin hafði milligöngu um viðtalið, sem vekur upp fleiri spurningar en svör.

Viðtalið í L'Equipe er það fyrsta sem Peng Shuai veitir vestrænum miðli eftir að hún birti færslu á samfélagsmiðlinum Weibo þar sem hún sakar fyrrverandi varaforseta Kína um kynferðisofbeldi.
Viðtalið í L'Equipe er það fyrsta sem Peng Shuai veitir vestrænum miðli eftir að hún birti færslu á samfélagsmiðlinum Weibo þar sem hún sakar fyrrverandi varaforseta Kína um kynferðisofbeldi.
Auglýsing

Kín­verska tenn­is­stjarnan Peng Shuai segir að færsla hennar á sam­fé­lags­miðl­inum Weibo þar sem hún sakar fyrr­ver­andi vara­­for­­seta Kína um að hafa þvingað hana til kyn­maka byggja á „gríð­ar­legum mis­skiln­ing­i“. Í við­tali við franska fjöl­mið­il­inn L'Equipe seg­ist hún aldrei hafa haldið því fram að hún hafi orðið fyrir kyn­ferð­is­of­beldi.

Þetta er í fyrsta sinn sem Peng veitir fjöl­miðli utan Kína við­tal, að und­an­skildu dag­blaði í Singa­pore, frá því að færslan birt­ist í nóv­em­ber. Við­talið fór þó fram undir sér­stökum kring­um­stæðum og líkir frétta­rit­ari BBC í Kína við­tal­inu við áróð­ursæf­ingu, sem skilji eftir fleiri spurn­ingar en svör.

Auglýsing

Hvarf spor­laust en dró svo ásak­an­irnar til baka

Mál Peng er hið furðu­leg­asta. Í nóv­em­ber í fyrra birti hún ítar­­­lega 1.600 orða færslu á sam­­­fé­lags­mið­l­inum Weibo þar sem hún lýsti því hvernig Zhang Gaoli, fyrr­ver­andi vara­­for­­seti Kína, þving­aði hana til kyn­maka árið 2018.

­Færslan var fjar­lægð um tutt­ugu mín­útum eftir að hún birt­ist og ekk­ert heyrð­ist frá Peng sem virt­ist hafa horfið spor­­laust. Kín­versk yfir­­völd vildu ekk­ert tjá sig um málið en alþjóð­­legar tenn­is­­stjörnur líkt og Naomi Osaka, Ser­ena Willi­ams og Novak Djokovic kröfð­ust svara. Steve Simon, fam­­kvæmda­­stjóri Sam­­taka kvenna í tennis (WTA), lýsti yfir áhyggjum vegna máls­ins og sagð­ist ótt­­ast um öryggi Peng.

Skjáskot af færslu Peng á Weibo.

Um tveimur vikum eftir að færslan birt­ist á Weibo birti rík­­­is­­­fjöl­mið­ill­inn CGTN tölvu­­­póst sem Peng sendi Simon. Þar segir að hún sé örugg og að ásak­an­­­irnar sem birt­ust á Weibo séu ekki sann­­­ar. Fjórum dögum seinna, 21. nóv­­em­ber, birt­ust mynd­­skeið af Peng, ann­­ars vegar á veit­inga­­stað og hins vegar á tennis­­móti barna, en trú­verð­ug­­leiki þeirra var dreg­inn í efa, ekki síst þar sem þau voru birt af Hu Xijin, rit­­­stjóra Global Times, rík­­­is­rek­ins fjöl­mið­ils.

Í des­em­ber sagði Peng í við­tali við blaða­mann frá Singa­pore að hún hefði alltaf verið frjáls ferða sinna. „Af hverju ætti ein­hver að fylgj­­ast með mér?“ sagði hún í við­tal­inu.

For­maður kín­versku ólymp­íu­nefnd­ar­innar þýddi svör Peng

Fyrir við­talið við L'Equipe var þess kraf­ist að spurn­ingum yrði skilað inn fyr­ir­fram. Við­talið sjálft fór fram á vetr­ar­ólymp­íu­leik­unum sem standa yfir þessa dag­ana í Pek­ing og var full­trúi kín­versku Ólymp­íu­nefnd­ar­innar við­staddur og sá hann einnig um að þýða öll svör Peng.

Í við­tal­inu seg­ist Peng lifa eðli­legu lífi, nokkuð sem kín­versk stjórn­völd hafa full­yrt áður. Peng þakk­aði einnig öllum þeim sem hafa hugsað til hennar en sagð­ist á sama tíma ekki skilja hvaðan áhyggj­urnar koma. „Mig langar að vita: Af hverju allar þessar áhyggj­ur? Ég sagði aldrei að ein­hver hefði mis­notað mig kyn­ferð­is­lega,“ sagði hún í sam­tali við blaða­mann L'Equipe.

Peng þakkaði fyrir veittan stuðning síðustu mánuði en segist ekki átta sig alveg á um hvað áhyggjurnar snúist þar sem hún „lifi bara eðlilegu lífi“. Peng var meðal annars sýndur stuðningur á opna ástalska mótinu í tennis í síðasta mánuði. Mynd:EPA

Peng, sem er 36 ára, gaf einnig til kynna í við­tal­inu að tenn­is­ferli hennar væri brátt að ljúka. „Með til­liti til ald­urs míns, fjölda aðgerða og heims­far­ald­urs­ins sem hefur neytt mig til að hætta að spila svona lengi tel ég að það verði mjög erfitt fyrir mig að ná aftur lík­am­legum styrk,“ sagði Peng.

Varð­andi færsl­una á Weibo segir Peng að hún hafi valdið „gríð­ar­legum mis­skiln­ingi“ utan Kína. Sagð­ist hún hafa eytt færsl­unni sjálf af því að hana lang­aði til þess en útskýrði ekki frekar á hverju mis­skiln­ing­ur­inn var byggður að hennar mati.

Aðkoma kín­versku ólymp­íu­nefnd­ar­innar að við­tal­inu vekur sér­staka athygli þar sem for­maður henn­ar, Thomas Bach, var með þeim fyrstu full­yrti að Peng væri óhult eftir að færslan var fjar­lægð að Weibo en hann átti mynd­sím­tal við Peng í nóv­em­ber. Trú­verð­ug­leiki Bach og nefnd­ar­innar hefur verið dreg­inn í efa, ekki síst í aðdrag­anda vetr­ar­ólymp­íu­leik­anna og hefur nefndin verið sökuð um að hunsa mann­rétt­inda­brot af hálfu kín­verskra stjórn­valda.

Vilja ræða við Peng án aðkomu stjórn­valda

Sam­tök kvenna í tennis hafa barist fyrir því að fá upp­lýs­ingar um vel­ferð Peng frá því að færslan birt­ist og aflýstu til að mynda öllum fyr­ir­hug­uðum við­burðum og keppnum sam­tak­anna í Kína í mót­mæla­skyni.

Í yfir­lýs­ingu sem sam­tökin sendu frá sér í gær segir að við­talið í L'Equipe hafi ekki gert neitt til að draga úr efa­semdum sam­tak­anna um vel­ferð Peng. Steve Simon, fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna, hefur óskað eftir að sam­tökin fái að hitta Peng, í ein­rúmi, til að ræða stöðu henn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar