Viljayfirlýsing um kaup erlendra fjárfesta á Íslandsbanka gæti legið fyrir í febrúar

9954283464_0056325184_z-1.jpg
Auglýsing

Sala á hlut slita­stjórnar Glitnis á 95 pró­sent hlut sínum í Íslands­banka er langt kom­in, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Vonir standa til að hópur erlendra fjár­festa skrifi undir vilja­yf­ir­lýs­ingu um kaupin fyrir febr­ú­ar­lok. Um er að ræða hóp sem sam­anstendur meðal ann­ars af aðilum í Hong Kong sem eiga hlut í mörgum fjár­mála­fyr­ir­tækj­um.

Gangi áformin eftir mun slita­stjórn Glitnis fá erlendan gjald­eyri fyrir hlut sinn í bank­anum og inn­lendar eignir þrota­bús Glitnis lækka um það sem nemur kaup­verð­inu. Miðað við bók­fært virði á hlut Glitnis í Íslands­banka gæti það verið um 150 millj­arðar króna. Gangi áformin eftir gæti söl­unni á Ísland­banka lokið um mitt þetta ár. Áformin voru kynnt fyrir ráð­gjöfum stjórn­valda á fundi með þeim í des­em­ber síð­ast­liðn­um.

Steinunn Guðbjartsdóttir er formaður slitastjórnar Glitnis. Stein­unn Guð­bjarts­dóttir er for­maður slita­stjórnar Glitn­is.

Auglýsing

Kaupin yrðu enda bundin því að íslensk stjórn­völd myndu blessa þau. Auk þess þyrfti að semja um hvers kyns hömlur yrðu settar á arð­greiðslur bank­anna til erlendra eig­enda á meðan að fjár­magns­höft eru við lýði. Þá þarf að taka póli­tíska afstöðu til þess hvort vilji sé til að selja íslenskan banka til erlendra fjár­festa.

Stærstu kröfu­hafar Glitnis eru erlendir vog­un­ar- og fjár­fest­inga­sjóðir.

Skrán­ing í Osló kom líka til greina



Slita­stjórn Glitnis hefur unnið að því í langan tíma að reyna að selja Íslands­banka. Í lok árs 2012 bjó hún til hóp utan um verk­efnið sem gengur undir nafn­inu „Project Puffin“. Um miðjan jan­úar 2013 fór sá hópur í ferð um Osló, Stokk­hólm og Kaup­manna­höfn til að kanna áhuga fjár­festa á því að kaupa hlut í Íslands­banka ef hann yrði tví­skráð­ur, ann­ars vegnar á markað á Norð­ur­lönd­unum og hins vegar á Íslandi.

Fund­irnir stað­festu að Osló væri besti stað­ur­inn til að skrá bank­ann, en áður hafði Stokk­hólmur líka verið skoð­að­ur. Ástæður þessa voru fyrst og fremst þær að fjár­festar í Nor­egi eru taldir opn­ari fyrir óvenju­legum tæki­færum auk þess sem bankar þar í landi hafa mikla þekk­ingu á kjarna­at­vinnu­vegum Íslend­inga (sjáv­ar­út­vegi, orku og ferða­mennsku). Þeir atvinnu­vegir eru líka uppi­staðan í við­skipta­vina­neti Íslands­banka. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er ekki búið að slá tví­skrán­ingu út af borð­inu. Íslands­banki yrði þá skráður í kaup­höll­ina í Osló og íslensku kaup­höll­ina. Þorri hluta­bréfa í honum yrði seldur í gegnum kaup­höll­ina í Osló en 10 til 20 pró­sent hlutur yrði seldur í gegnum íslensku kaup­höll­ina.

Heim­ildir Kjarn­ans herma hins vegar að asíski fjár­festa­hóp­ur­inn sé það áhuga­samur um að kaupa Íslands­banka, að bein sala sé mun lík­legri en tví­skrán­ing eins og staðan er í dag. Bæst hefur í hóp fjár­fest­anna frá því í haust. Það er þó, líkt og áður sagði, alltaf bundið sam­þykki stjórn­valda.

Kaup­þing reynir að losna við Arion banka



Slita­stjórn Kaup­þings hefur líka unnið að því að losa um 87 pró­sent eign­ar­hlut sinn í Arion banka, enda er sá hlutur uppi­staðan í inn­lendum eignum þrota­bús Kaup­þings. Ef slita­stjórn­inni tæk­ist að losna við Arion banka, annað hvort í skiptum fyrir kröfur eða fyrir erlendan gjald­eyri, telur hún að ekk­ert sé því til fyr­ir­stöðu að ljúka nauða­samn­ingum við kröfu­hafa bús­ins. Búið á um 162 millj­arða í íslenskum krónum og þar af er eign­ar­hlut­ur­inn í Arion banka um 140 millj­arða króna virði. Afgang­ur­inn eru inn­stæður í reiðufé sem búið reiknar með að fari í að greiða íslenska rík­inu banka­skatt.

Jóhannes Rúnar Jóhannsson situr í slitastjórn Kaupþings. Jóhannes Rúnar Jóhanns­son situr í slita­stjórn Kaup­þings.

Ef hægt yrði að losna við Arion fyrir annað en íslenskar krónur telur slita­stjórnin ekk­ert í vegi fyrir því að nauða­samn­ing­ur­inn yrði klár­að­ur, enda myndi honum ekki fylgja neitt útflæði á krónum sem gæti ógnað greiðslu­jöfn­uði.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans lagði slita­stjórnin marg­vís­legar til­lögur um lausn á „Arion-­vanda­mál­inu“ fyrir ráð­gjafa stjórn­valda á fundi sem hald­inn var með þeim 9. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Ein þeirra hug­mynda var sú að Kaup­þing myndi afhenda Eign­ar­safni Seðla­banka Íslands (ESÍ) eign­ar­hlut sinn í Arion banka í skiptum fyrir þær sam­þykktu kröfur sem ESÍ á á búið. Þær eru metnar á um 35 millj­arða króna. Þannig myndi ESÍ eign­ast bank­ann með um 85 millj­arða króna afslætti frá bók­færðu virði hans. DV greindi fyrst frá þessu til­boði fyrr í jan­ú­ar­mán­uði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None