Von bundin við samningaviðræður eftir að Pútín setti kjarnorkuvopn í viðbragðsstöðu

Samninganefnd úkraínskra stjórnvalda hefur samþykkt að funda með samninganefnd þeirrar rússnesku. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað hersveit sinni sem sér um kjarnavopn að vera í viðbragðsstöðu.

Úkraínu hefur tekist að veita rússneska hernum gott viðnám.
Úkraínu hefur tekist að veita rússneska hernum gott viðnám.
Auglýsing

Rúmir þrír sól­ar­hringar eru síðan Rúss­land hóf alls­herj­ar­inn­rás í Úkra­ínu. Enn hefur Rússum ekki tek­ist að ná valdi á neinum af helstu borgum Úkra­ínu, utan næst­stærstu borgar lands­ins, Kharkiv, um stund. Það varði þó ekki lengi og til­kynnti hér­aðs­stjóri Kharkiv að borgin væri komin aftur undir stjórn Úkra­ínu um hádeg­is­bil í dag. Það má því segja að Úkra­ínu hafi tek­ist ágæt­lega að veita nágranna sínum við­spyrnu þrátt fyrir að þeim hafi verið veitt tak­mörkuð aðstoð úr vestri, sér­stak­lega framan af. Boðað hefur verið til samn­inga­við­ræðna rúss­neskra og úkra­ínskra stjórn­valda á Pripyat-ána á landa­mærum Úkra­ínu og Hvíta-Rúss­lands.

Hvaða við­ur­lögum hefur verið beitt

Allar helstu rík­is­stjórnir Evr­ópu lýstu yfir stuðn­ingi við Úkra­ínu í orði dag­inn sem inn­rás Rúss­lands hóf­st, en hægar hefur gengið að ná sam­stöðu um þær aðgerðir sem alþjóða­sam­fé­lag­ið, og sér­stak­lega Atl­ants­hafs­banda­lagið og Evr­ópu­sam­band­ið, myndu beita gegn Rússum, sem brutu alþjóða­lög með inn­rás sinni. Það var loks í gær­kvöldi sem til­kynnt var að lokað yrði fyrir notkun helstu banka Rúss­lands á alþjóð­lega fjár­mála­kerf­inu SWIFT, sem nán­ast allar alþjóð­legar milli­færslur fara í gegnum og er von­ast til þess að það dragi veru­lega úr getu Rúss­lands til þess að halda hern­að­ar­að­gerðum af þess­ari stærð­argráðu áfram. Lengi vel voru það Þjóð­verjar sem stóðu í vegi fyrir þess­ari ákvörð­un, en Þýska­land reiðir sig veru­lega á jarð­gas frá Rúss­landi. Stefnu­breyt­ing varð hins vegar í gær­kvöldi þegar Þjóð­verjar sam­þykktu að lokað yrði á aðgang rúss­neskra banka að SWIFT-fjár­mála­kerf­inu, auk þess sem þeir skuld­bundu sig til þess að senda veru­legt magn her­gagna til Úkra­ínu.

Auglýsing

Aðrar aðgerðir sem gripið hefur verið til í til­raun til þess að draga úr sókn­ar­getu Rúss­lands fel­ast aðal­lega í ýmis konar við­skipta­þving­un­um, sem er sér­stak­lega beint gegn Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta og þeirra sem næst honum standa, en slíkt hefur raunar við­geng­ist síðan Rúss­land hernam Krím­skaga árið 2014. Þá hefur nokkur fjöldi landa þegar lokað loft­helgi sinni fyrir flug­vélum skráðum í Rúss­landi, þeirra á meðal Ísland, og er von á að sam­stillt átak Evr­ópu­sam­bands­ins í þeim efnum verði kynnt fyrr en síð­ar. Þá hefur Ísland, sam­stíga banda­lags­þjóðum sín­um, afnumið sér­staka ein­fald­ari með­ferð vega­bréfs­á­rit­ana fyrir rúss­neskra diplómata, við­skipta­fólk, þing­menn og full­trúa stjórn­valda.

Betur ef duga skal

Óljóst þykir hvort við­skipta­þving­anir dugi til þess að draga úr Pútín, sem mun hafa verið nokkuð ljóst að alþjóða­sam­fé­lagið myndi ekki bregð­ast vel við inn­rás hans í Úkra­ínu, og þykir ein­hverjum Vest­ur­veldin skilja Úkra­ínu eina eftir til að verja fram­gang Rúss­lands inn í Evr­ópu. Rúss­lands­for­seta virð­ist þó í öllu falli þykja þving­un­ar­að­gerðir hafa gengið nægi­lega langt, en hann fyr­ir­skip­aði fyrr í dag að kjarn­orku­vopn rúss­neska her­afl­ans yrðu sett í við­bragðs­stöðu. Er það nokkurn veg­inn í sam­ræmi við það sem hann hót­aði við upp­haf inn­rás­ar­inn­ar, þar sem hann sagði hvern þann sem myndi hafa hern­að­ar­leg afskipti af inn­rás hans mega búast við áður óséðum afleið­ing­um.

Segja má að ástandið vegna inn­rásar Rúss­lands í Úkra­ínu sé eld­fimt, en ljóst er að betur má ef duga skal að stöðva fram­för Rúss­lands. Von­ast er til þess að samn­inga­við­ræð­urnar sem loks eru komnar á dag­skrá, eftir að Úkra­ína neit­aði að þær færu fram í Hvíta-Rúss­landi, sem hefur aðstoðað Rúss­land í inn­rásinni, beri árangur og veiti svig­rúm til þess að draga megi úr spennustig­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar