Auglýsing

Ísland stóð á ákveðnum núll­punkti 7. októ­ber 2008. Allir sem voru nógu gamlir til að geta talið á sér tærnar muna nákvæm­lega hvar þeir voru þegar for­sæt­is­ráð­herra bað guð að blessa Ísland. Eft­irá að hyggja var öllum ljóst í hvað stefndi löngu áður en til kast­anna kom. Eðl­is­lægir svart­sýn­is­menn hálf­part­inn fögn­uðu þessum löngu tíma­bæru enda­lokum upp­sveifl­unn­ar. Tími mót­lætis var loks­ins kom­inn aft­ur. Það er eins og íslensk þjóð­ar­sál kunni betur við sig með vind­inn í fang­ið; hrímað skegg og haus­inn í bringu­hæð upp í vind­inn. Sól­ar­strend­ur, sandalar og sangríur eru fyrir aum­ingja.

Það er langt liðið frá 7. októ­ber 2008. Börnin átján sem fædd­ust þennan örlaga­ríka dag eru í öðrum bekk og hafa, eins og for­sæt­is­ráð­herra benti á í helg­ar­spjall­þætti í útvarpi fyrir miss­eri eða svo, aldrei kallað „flat­skjá“ annað en sjón­varp. Þrátt fyrir það heyr­ast enn raddir um að hér geti allt farið á hlið­ina að nýju. Það versta við það er að ég er að mörgu leyti til­bú­inn að trúa því. Ég tek smá kipp í hvert sinn sem ég les frétt sem spáir heimsendi með hæg­ari hag­vexti í Kína og, ólíkt öllum elds­neyt­is­háðu sam­löndum mín­um, fagna ekki sífellt lækk­andi olíu­verði af ótta við að það sé í raun ein­hvers­konar alheims­hita­mælir á heilsu­far heims­hag­kerf­is­ins. Að skjólið sem við búum við sé í raun­inni svika­logn sem endar með trampólínum fjúk­andi út um allt.

Auglýsing

Ótt­inn er því ekki eins og í hefð­bund­inni hryll­ings­mynd, þar sem aðal­per­sónan ótt­ast hnífa­morð­ingja af holdi og blóði í öllum illa lýstum her­bergj­um, heldur miklu frekar kosmískur ótti í anda H.P. Lovecraft, nema við hag­kerfi frekar en hálf­guð­legar ver­ur. Hag­kerfi eru eitt­hvað sem einn lít­ill ég hef ekk­ert um að segja.

Þrátt fyrir það verður ótt­inn óraun­veru­legri með hverju árinu því hag­tölur benda sterk­lega til þess að hér sé allt á réttri leið - sem gerir ótt­ann bara enn raun­veru­legri. Rétt eins og á árunum fyrir hið svo­kall­aða hrun, þegar allt lék í lyndi, hrönn­uð­ust óveð­urs­skýin upp. Og svo virð­ist sem þau ættu að gera það aftur núna, er það ekki?

Í fljótu bragði virð­ist svo ekki vera. Kaup- og veit­inga­menn segja margir jóla­ver­tíð­ina hafa verið þá eðli­leg­ustu í langan tíma og að stemn­ingin sé ekki eins og var fyrir dóms­dag heldur ein­hvern­veg­inn eðli­legri - þar sem fólk versli ekki í þeim til­gangi einum að vera hund­rað­þús­und­kalli flott­ari en náung­inn heldur af því það hefur raun­veru­lega tök á því. Helsta sókn Íslands er ekki í ofur­skuld­settum banka­geira heldur ferða­mennsku. Jafn­vel þótt heims­hag­kerfið fái kvef er ekki lík­legt að sú rúma milljón ferða­manna sem kemur hingað á hverju ári muni hverfa. Eins og Grein­ing­ar­deild Arion banka benti á í fyrra eru helstu dæmin um hrun í ferða­mennsku sam­fara hruns illra heims­velda (les. Sov­ét­ríkj­anna) eða sökum gríð­ar­legs póli­tísks óstöð­ug­leika og stríðs­á­stands eins og varð á Balkanskaga. Hvor­ugt virð­ist lík­legt á Íslandi. Vinnu­afl skortir víða og verð­bólga er hverf­andi.

Þrátt fyrir það kemst ég ekki hjá því að stíga var­lega til jarð­ar. Frekar en að spila rúl­lettu við íslenska hag­kerf­ið, leikur sem allir tapa, og taka verð­tryggt hús­næð­is­lán á tímum engrar verð­bólgu tek ég ekki annað í mál en óverð­tryggt líf­eyr­is­sjóðs­lán með sjö pró­sent vöxt­um. Þrátt fyrir allt ættum við að hafa fyrir löngu séð að „for­sendu­brest­ur“ getur ekki orðið á verð­tryggðum lán­um, því við vitum að verð­bólga getur farið upp í hið óend­an­lega, og því verður engin „leið­rétt­ing“ eftir næsta hrun. Hæfi­legur vara­sjóður og sér­eign­ar­sparn­aður eru hlutir sem fylla mig und­ar­legri vellíðan og vit­neskja um það að rík­is­sjóður sé hægt en örugg­lega að greiða niður skuldir sínar gerir mig spennt­ari en ég kæri mig um að við­ur­kenna. Fyrir það eiga stjórn­völd lof skil­ið. Í fram­hjá­hlaupi er rétt að draga fram að rík­is­sjóður greiðir yfir 70 millj­arða - 70.000.000.000 króna - í vexti á hverju ári, miklu meira en ríkið leggur í rekstur Land­spít­al­ans ár hvert. Lækkun þessa til­gangs­lausa kostn­aðar ætti að vera öllum keppi­kefli.

Þó svo að sem stendur virð­ist fátt benda til að end­ur­koma hruns­ins sé í vændum er ekk­ert sem segir að það sé ekki rétt að hafa hug­ann við að allt gæti farið á versta veg. Ekki kaupa nýjan Range Rover fyrir hrein­rækt­aða púðlu­hund­inn þinn, ekki skuld­setja þig upp að auga­steinum til að end­ur­nýja eld­húsið og láttu einn sum­ar­bú­stað í Gríms­nes­inu duga. Því jafn­vel þótt ekki komi til koll­steypu á allra næstu árum er aldrei verra að hafa vaðið fyrir neðan sig.

Jafn­vel við þær aðstæður sem nú eru uppi, þar sem fátt bendir annað en upp, eru alltaf ein­hverjir sem spá und­an­tekn­inga­laust óför­um. Ein­hverjir þeirra kunna að hafa rétt fyrir sér. Ein­hver þarna úti kann að hafa séð fyrir hvernig ólýs­an­lega flóknar fléttur og séð fyrir hvenær og hvernig Nýja Ísland mætir Nýja Nýja Íslandi. Hér verður aftur hrun og #Hér­Varð­Hrun kemst loks­ins á flug aft­ur. En þangað til þessi snill­ingur stígur fram með sann­anir fyrir gríð­ar­legri skort­sölu sem hann hefur lagt grund­völl­inn að á til­teknum tíma­punkti í kjöl­far þessa hruns sem hann spáir ætla ég, af hæfi­legri var­kárni, að leyfa mér að trúa að við getum búið við síg­andi lukku, alla­vega í nokkur ár í við­bót. Að hafa áhyggjur er nefni­lega jafn­lík­legt til árang­urs og að tyggja tyggjó er til að leysa flókin stærð­fræði­dæm.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None