83 færslur fundust merktar „bankar“

Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
5. október 2022
Höfuðstöðvar DNB í Osló, Noregi.
Mikill hagnaður hjá norsku bönkunum í fyrra
Líkt og íslensku bankarnir skiluðu norskir bankar miklum hagnaði af starfsemi sinni í fyrra. Búist er við áframhaldandi hagnaði samhliða hærri vöxtum.
15. febrúar 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Vill selja hluta Íslandsbanka til hæfra fjárfesta
Fjármálaráðherra segir allt benda til þess að ásættanleg skilyrði séu fyrir frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka miðað við núverandi markaðsaðstæður. Samkvæmt Bankasýslu ríkisins ætti næsti söluáfanginn að vera í útboði til hæfra fjárfesta.
11. febrúar 2022
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki hagnaðist um 28,6 milljarða og borgar 1,6 milljarð í bónusa
Hluthafa Arion banka fá yfir 58 milljarða króna í arðgreiðslur eða vegna endurkaupa hlutabréfa frá byrjun síðasta árs. Starfsmenn fá vænan bónus og kaupréttir þeirra tryggja þeim tvöföldun á fjárfestingu sinni að óbreyttu.
9. febrúar 2022
Áhuginn á að festa vexti íbúðalána eykst
Seðlabankastjóri mælti nýlega með því að fólk myndi festa vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum. Bankarnir hafa undanfarið orðið varir við aukinn áhuga almennings á því að festa vextina.
8. júlí 2021
Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakana.
Neytendasamtökin boða dómsmál gegn öllum stóru bönkunum
Í fyrrahaust fóru Neytendasamtökin fram á að Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn breyttu skilmálum allra lána á breytilegum vöxtum sem þeir hafa veitt íslenskum heimilum. Bankarnir neituðu og nú ætla samtökin að fara með með málin fyrir dóm.
19. maí 2021
Þegar hlutabréfaverðið í Arion banka fór að rísa þá seldu erlendu eigendurnir sig niður
Hlutabréfaverð í Arion banka hefur hækkað um 58 prósent frá því í haust og fyrir liggja áform um að tappa tugi milljarða króna af eigin fé af bankanum. Á sama tíma eru nær allir erlendir eigendur bankans að minnka stöðu sína í honum. Hratt.
6. mars 2021
Bankar lána nánast einvörðungu í steypu
Viðskiptabankarnir lána lítið til atvinnulífsins um þessar mundir, og ný útlán eru að mestu til fasteignafélaga. Þorri nýrra útlána eru til heimila landsins með veði í íbúð eða húsi. Vart er lánað lengur á Íslandi nema í steypu.
24. febrúar 2021
Paul Richard Horner, Renier Lemmens, Liv Fiksdahl, Herdís Dröfn Fjeldsted (varaformaður), Brynjólfur Bjarnason (formaður), Steinunn Kristín Þórðardóttir og Gunnar Sturluson skipa stjórn Arion banka.
Arion banki væntir þess að skila hluthöfum sínum meira en 50 milljörðum á næstu árum
Til stendur að greiða hluthöfum Arion banka út 18 milljarða króna í ár. Stjórn bankans áskilur sér rétt til að greiða enn meira út þegar líður á árið. Áform eru uppi um að skila hluthöfum tugum milljarða króna á næstu árum.
11. febrúar 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki hagnaðist um 12,5 milljarða og ætlar að skila 18 milljörðum til hluthafa
Eiginfjárgrunnur Arion banka jókst um 28 milljarða króna á síðasta ári þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveiru. Bankinn náði að vera yfir markmiði sínu um arðsemi eigin fjár á síðasta ársfjórðungi.
10. febrúar 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion ekki með stefnu um innra eftirlit
Arion banki fékk athugasemd frá Fjármálaeftirlitinu fyrir að hafa ekki mótað heildstæða stefnu um innra eftirlit bankans.
8. febrúar 2021
Íslensk fjárfestingafélög keyptu fyrir milljarða í Arion banka í síðustu viku
Erlendir vogunarsjóðir hafa verið að minnka hlut sinn í Arion banka hratt síðustu mánuði. Íslenskir lífeyrissjóðir hafa keypt stærstan hluta af þeim bréfum sem þeir hafa losað um og aðrir fagfjárfestar hafa líka bætt við sig.
4. febrúar 2021
Ingimundur Bergmann
Vangaveltur um eignarhald banka
29. janúar 2021
Indriði H. Þorláksson
Að selja banka eða ekki – það er efinn
29. janúar 2021
Umfram eigið fé Íslandsbanka er tæplega 58 milljarðar króna
Kannað verður hvort það sé hagkvæmt að greiða út það eigið fé sem Íslandsbanki á umfram kröfur Fjármálaeftirlitsins áður en að bankinn verður seldur. Það er rétt tæplega þriðjungur af öllu eigin fé bankans, sem er alls 182,6 milljarðar króna.
20. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
18. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
15. janúar 2021
Stefán Ólafsson
Nú er rétti tíminn til að eiga bankana áfram
11. janúar 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Bankarnir lána fyrirtækjum landsins nánast ekkert í miðjum heimsfaraldri
Íslenskir bankar eru fullir af peningum. Þeir peningar eru ekki lánaðir út til fyrirtækja. Bankarnir segja að það sé einfaldlega ekki eftirspurn eftir lánunum.
24. desember 2020
Seðlabankinn telur Landsbankann, Íslandsbanka og Arion banka alla vera kerfislega mikilvæga.
Starfsfólki fækkar ört í fjármálakerfinu
Rúmlega þriðjungi færri unnu í fjármálafyrirtækjum í sumar, miðað við árið á undan. Hagræðing þriggja stærstu bankanna hefur skilað sér í hærri arðsemi, þrátt fyrir að þrengt hafi verið að rekstri þeirra á undanförnum mánuðum.
24. september 2020
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt
Tæknifyrirtæki orðin verðmætari en bankar í Evrópu
Lánaafskriftir og vaxtalækkanir samhliða aukinni eftirpurn eftir tæknilausnum hafa leitt til þess að markaðsvirði evrópskra tæknifyrirtækja er meira en hjá bönkum í álfunni.
22. september 2020
Bankarnir skiluðu misgóðum uppgjörum í vikunni.
3,4 milljörðum minna í bankaskatt á fyrri hluta árs miðað við sama tíma í fyrra
Stóru viðskiptabankarnir þrír skiluðu allir árshlutauppgjörum sínum í vikunni. Vegna kórónuveirufaraldurs var lækkun bankaskatts flýtt og er hann nú 0,145 prósent. Breytinguna má glöggt sjá í árshlutareikningum bankanna.
1. ágúst 2020
„Jákvæður viðsnúningur“ hjá Arion en COVID-óvissa framundan
Arion banki hagnaðist um 4,95 milljarða króna á síðasta ársfjórðungi og var arðsemi eiginfjár 10,5 prósent á fjórðungnum, sem bankastjórinn segir sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að eiginfjárstaðan sé langt umfram kröfur eftirlitsaðila.
29. júlí 2020
Arion banki, Íslandsbanki, Kvika og Landsbankinn hafa heimild til að veita brúarlán.
Enn hafa engin brúarlán verið veitt
Þann 12. maí hafði Seðlabankinn undirritað samninga við bankana fjóra um veitingu brúarlána. Lánin eru ætluð smáum og meðalstórum fyrirtækjum sem orðið hafa fyrir tímabundnum rekstrarvanda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.
19. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
31. maí 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
19. febrúar 2020
Laun bankastjóranna á bilinu 3,6 til 4,7 milljónir króna á mánuði
Bankastjórar ríkisbankanna tveggja eru með mánaðarlaun sem eru í kringum fjórar milljónir króna á mánuði. Bankastjóri Arion banka er með enn hærri laun og aðstoðarbankastjórinn hans toppar alla æðstu stjórnendurna.
14. febrúar 2020
Allir þurfa helst að eiga heima einhversstaðar. Og flestir þurfa að taka lán til þess að geta keypt sér heimili.
Ár óverðtryggðu lánanna
Íslendingar eru að sækja meira í óverðtryggð lán en nokkru sinni áður, samhliða vaxtalækkun Seðlabanka Íslands. Hratt lækkandi verðbólga gerir það þó að verkum að verðtryggðu lánin er enn í mörgum tilfellum hagstæðari.
25. janúar 2020
Varnir Kviku gegn peningaþvætti í lagi árið 2017 en í ólagi árið 2019
Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt tvær athuganir á peningaþvættisvörnum Kviku banka frá árinu 2017. Í þeirri fyrri var niðurstaðan að bankinn hefði staðist prófið. Í þeirri nýju féll hann á því.
23. desember 2019
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.
TM ætlar að verða banki
Tryggingafélagið TM ætlar sér að skora stóru bankanna þrjá á hólm með því að hefja bankarekstur. Ekki verður stefnt að því að stofna alhliða banka heldur finna syllu á markaðnum.
11. desember 2019
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Vill endurskoða áform um að skrá Íslandsbanka beint á markað
Bjarni Benediktsson segir að það sé ekki hægt að fullyrða að Íslandsbanki verði seldur á þessu kjörtímabili. Hann vill endurskoða áform um að skrá Íslandsbanka beint á markað og selja ríkið smátt og smátt niður. Það þurfi að skoða aðra möguleika.
20. nóvember 2019
Kevin Stanford og Karen Millen
Opið bréf til Ármanns Þorvaldssonar
11. nóvember 2019
Fyrrverandi Kaupþingsmaður til Doha Bank í Katar
Guðni Stilholt Aðalsteinsson hefur tekið við framkvæmdastjórastöðu hjá banka í Miðausturlöndum.
9. nóvember 2019
Bjarni segir að bankaskatturinn þurfi að fara
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að bankaskatturinn þurfi að fara til að skapa eðlileg og samkeppnishæf skilyrði fyrir íslenska banka. Frumvarp hans gerir ráð fyrir að skatturinn lækki á næstu árum, en hverfi ekki.
30. október 2019
Líklegast er að eignarhlutur ríkisins í Íslandsbanka verði seldur fyrst, ef af sölu ríkisbankanna kemur.
Afnám bankaskatts myndi auka virði ríkisbanka um 70 milljarða
Bankasýsla ríkisins telur að lækkun bankaskatts niður í það hlutfall sem hann á að verða 2024 muni auka virði Íslandsbanka og Landsbanka um 44 milljarða. Ef skatturinn yrði afnumin að öllu leyti myndi virðið aukast um 70 milljarða.
30. október 2019
Byggingarfyrirtækjum fjölgað hratt á vanskilaskrá
Á síðastliðnu ári hefur byggingarfyrirtækjum á vanskilaskrá fjölgað um tíu prósent. Alls skulduðu byggingarfyrirtæki bönkum 168 milljarða króna í ágúst.
12. október 2019
Opinn fyrir því að selja banka til að fjármagna samgöngusáttmála
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að fleiri möguleikar séu til staðar til að afla 60 milljarða króna til samgönguframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu en að setja á veggjöld. Einn slíkur möguleiki er að selja ríkisbanka.
27. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
20. september 2019
Tveir framkvæmdastjórar hættir hjá Arion banka í vikunni
Enn ein breytingin er framundan á framkvæmdastjórn Arion banka. Nú hefur verið tilkynnt um að framkvæmdastjóri upplýsingasviðs muni láta af störfum í næstu viku.
12. september 2019
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Nýtt frumvarp um lækkun bankaskatts afgreitt í ríkisstjórn
Ríkisstjórn afgreiddi í gær frumvarp um að lækka bankaskatt úr 0,376 prósentum í 0,145 prósent á árunum 2021 til 2024. Áður hafði staðið til að hefja þá lækkun á næsta ári en samdráttur í efnahagslífinu frestaði því.
4. september 2019
Lagt til að selja að minnsta kosti 25 prósent í Íslandsbanka í útboði
Bankasýsla ríkisins segir tvær leiðir til að selja Íslandsbanka, annað hvort í gegnum hlutafjárútboð þar sem hann yrði seldur í minni bitum eða í gegnum uppboð þar sem kæmi til greina að selja hann í heilu lagi.
4. september 2019
Fasteignum fjármálafyrirtækja fækkað verulega
Eftir hrun eignuðust fjármálafyrirtæki, þar á meðal bankar, sparisjóðir og eignasöfn, mikinn fjölda fasteigna. Eftir árið 2012 hafa fasteignir í eigu fyrirtækjanna farið hratt fækkandi og eru nú samanlagt rúmlega 1400.
31. ágúst 2019
Foreldrar geta farið í greiðslumat með börnum sínum
Þrír óskyldir aðilar geta nú sótt saman um greiðslumat hjá Íslandsbanka, og í kjölfarið tekið lán. Lausnin á að hjálpa þeim sem eru að kaupa fyrstu íbúð sína.
26. ágúst 2019
Tilnefningarnefnd mælir með tveimur nýjum í stjórn Arion
Tveir nýir stjórnarmenn verða kjörnir í stjórn Arion banka á föstudag. Þrír sækjast eftir sætunum tveimur en tilnefningarnefnd bankans hefur mælt með tveimur þeirra.
7. ágúst 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
15. júní 2019
Apple Pay komið til landsins
Viðskiptavinir Arion banka og Landsbankans geta nú borgað fyrir vörur og þjónustu í verslunum og á netinu með Apple Pay, greiðslulausn bandaríska tölvufyrirtækisins Apple.
8. maí 2019
Kaupþing að selja tíu prósent hlut í Arion banka
Stærsti hluthafi Arion banka hefur ákveðið að selja um tíu prósenta hlut í bankanum. Virði hlutarins ætti að vera um 15 milljarðar króna.
2. apríl 2019
Arion banki var skráður á markað í fyrra.
Arion banki: Stöðvun WOW air hefur ekki „veruleg bein áhrif“ á afkomu
Arion banki er einn af stærri kröfuhöfum WOW air, sem tilkynnti í morgun að fyrirtækið hefði hætt starfsemi. Bankinn hefur þegar sent tilkynningu í Kauphöll vegna áhrifa sem stöðvun á rekstri WOW air hefur á afkomu hans.
28. mars 2019
Kristrún Tinna Gunnarsdóttir
Kristrún Tinna ráðin forstöðumaður hjá Íslandsbanka
Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður á skrifstofu bankastjóra Íslandsbanka. Kristrún Tinna sat nýverið í verkefnahóp fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið.
22. mars 2019
Formaður Bændasamtakanna til Arion banka
Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson hefur verið ráðinn svæðisstjóri Arion banka á Vesturlandi.
26. febrúar 2019
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, ásamt Friðriki Sophussyni, stjórnarformanni bankans, sem ritaði bréfið.
Íslandsbanki segist „mjög stórt fyrirtæki“ og telur laun bankastjóra síns ekki leiðandi
Stjórn Íslandsbanka telur að Birna Einarsdóttir, sem var með 5,3 milljónir króna í mánaðarlaun í fyrra, hafi staðið sig vel í starfi og að horft hafi verið til þess við launaákvörðun. Stjórn telur laun Birnu ekki vera leiðandi né í andstöðu við tilmæli.
19. febrúar 2019
Mikil óánægja hefur verið í samfélaginu vegna launahækkana bankastjóra Landsbankans.
Bankaráðið telur sig hafa sýnt varkárni og hófsemd með launahækkun bankastjóra
Bankaráð Landsbankans segist einfaldlega hafa fylgt eigendastefnu og starfskjarastefnu þegar það hækkaði laun bankastjóra bankans í 3,8 milljónir á mánuði. Þau hafi ekki verið samkeppnishæf og dregist langt aftur úr sambærilegum launum.
19. febrúar 2019
Ólafur Kristófersson
Er árið 2007 komið á ný?
18. febrúar 2019
Fyrir hrun skorti töluvert á það að starfsmenn fjármálafyrirtækja hefðu haft viðveru í háskólum landsins.
Menntun bankamanna hefur tekið stakkaskiptum frá hruni
Þegar íslensku bankarnir störfuðu út um allan heim og stærð þeirra var margföld landsframleiðsla voru einungis 8,8 prósent starfsmanna fjármálafyrirtækja með mastersgráðu. Í dag er hlutfall starfsmanna sem hafa lokið háskólanámi miklu hærra.
18. febrúar 2019
Fjórðungur bankastarfsmanna með yfir milljón á mánuði
Bankastarfsmenn leggja mesta áherslu á styttingu vinnuviku í yfirstandandi kjarasamningum. Meðaltal heildarlauna þeirra eru 838 þúsund krónur á mánuði. Hjá Eflingu er launahækkun langmikilvægasta baráttumálið, enda meðallaun þar 479 þúsund.
15. febrúar 2019
Handsprengjum sífellt kastað inn í kjaraviðræður
Lengi hefur blasað við að mjög viðkvæm staða væri uppi á vinnumarkaði. Vegna þess voru stjórnir ríkisfyrirtækja beðnar um að sýna hófsemi í launahækkunum forstjóra sinna þegar vald yfir þeim var fært aftur til þeirra.
15. febrúar 2019
Bjarni segist mjög óhress með launahækkanir
Bjarni Benediktsson ætlast til þess að stjórnir ríkisfyrirtækja beri skynbragð á það sem er að gerast í samfélaginu og segir ekki annað að sjá en að tilmæli um að sýna hófsemd í launahækkunum ríkisforstjóra hafi verið höfð að engu.
13. febrúar 2019
Bankasýslan og ráðherra kalla eftir upplýsingum um launamál ríkisbankastjóra
Bæði Bjarni Benediktsson og Bankasýsla ríkisins hafa krafið Landsbankann og Íslandsbanka um svör vegna launa bankastjóra þeirra með því að senda þeim bréf.
12. febrúar 2019
Bankar sem eru til fyrir þá sem vinna í þeim
None
11. febrúar 2019
Ásmundur Einar segir launahækkun bankastjóra „óþolandi“
Félags- og barnamálaráðherra segir að ef Bankasýsla ríkisins og bankaráð Landsbankans geti ekki sýnt það í verki að þeim sé treystandi til að stýra ríkisfyrirtækjum þurfi að grípa inn í með lagabreytingum.
11. febrúar 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Bannorðið: Samfélagsbanki
8. febrúar 2019
Hópur fólks mótmælti sölunni á hlut Landsbankans í Borgun á sínum tíma. Á meðal þess sem stjórnendur Landsbankans voru ásakaðir um var spilling.
Íslenska bankakerfið sagt dýrt, spillt og gráðugt
Íslendingar treysta ekki bankakerfinu vegna hrunsins, þeirrar græðgi sem þeir upplifa að viðgangist innan þess og óheiðarleika eða spillingu sem í því grasseri.
14. janúar 2019
Húsnæði Danske bank hjá Holmens Kanal í Kaupmannahöfn.
Ríkissaksóknari skoðar mál Danske bank
Mál Danske bank um meint peningaþvætti í Eistlandi er komið upp á borð ríkissaksóknara Danmerkur í efnahagsmálum.
7. ágúst 2018
Útlán frá íslensku bönkunum þremur auk annarra innlánsstofnanna hefur aukist hratt á síðustu tólf mánuðum.
Útlán bankanna ekki vaxið jafnhratt frá hruni
Bæði innlend og erlend útlán íslenska bankakerfisins uxu töluvert milli júnímánaða, en aukningin hefur ekki verið jafnmikil á ársgrundvelli frá hruni.
24. júlí 2018
Húsnæði Danske bank hjá Holmens Kanal í Kaupmannahöfn.
Danske bank ásakaður um peningaþvætti sem nemur 890 milljörðum
Meint peningaþvætti Danske bank er metið á um 890 milljarða íslenskra króna, en það er tvöfalt meira en áður var talið.
4. júlí 2018
Fá 187föld lágmarkslaun fyrir þrotavinnu
Þeir sem vinna við að sjá um eftirstandandi eignir föllnu bankanna Glitnis, Kaupþings og Landsbanka Íslands þiggja ofurlaun fyrir. Átta slíkir starfsmenn eru á meðal hæstu skattgreiðenda á landinu og þeir sem eru með hæstu launin fá 56 milljónir á mánuði.
1. júní 2018
Starfsfólk Arion banka mun fá hlutabréf í bankanum fyrir hundruð milljóna
Arion banki ætlar að gefa starfsfólki sínu hlutabréf í bankanum fyrir sex til sjö hundruð milljónir króna verði hann skráður á markað fyrir árslok. Ekkert liggur enn fyrir um hvenær eða hvort bankinn verður skráður á markað.
9. maí 2018
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín vill ekki að ríkið eigi allt fjármálakerfið
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í ræðu sinni á Viðskiptaþingi í dag ekki skynsamlegt fyrir ríkið að bera meginábyrgð á öllum helstu fjármálastofnunum landsins.
14. febrúar 2018
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
8 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka
Íslandsbanki hefur hagnast um 8 milljarða á fyrstu sex mánuði ársins. Horfur eru stöðugar hjá bankanum, en útlán hafa aukist og vanskil minnkað.
17. ágúst 2017
Bankarnir þrír gætu allir þurft að hagræða rekstri sínum.
Munu bankarnir verða fyrir „Costco-áhrifum“?
Mögulegt er að íslenskir bankar muni fá samkeppni erlendis frá á næstunni. Því gætu þeir þurft að hagræða rekstri sínum, líkt og smásöluverslanir gerðu í kjölfar komu Costco.
8. júlí 2017
Íslandsbanki verður að fullu einkavæddur, samkvæmt nýsamþykktri eignastefnu
Ríkið stefnir að því að selja Íslandsbanka
Fjármálaráðuneytið hefur samþykkt nýja eigendastefnu fjármálafyrirtækja, en hún felur í sér að selja allan eignarhlut sinn í Íslandsbanka.
4. júlí 2017
Swipp er danskt fjármálafyrirtæki sem býður upp á nýja tæknilausn í greiðslumiðlun.
Staða Swipp var alltaf ljós
Elsa Ágústsdóttir, markaðsstjóri Reiknistofu bankanna, segir stöðu Swipp alltaf hafa verið ljósa þegar samstarfið var undirritað, en fyrirtækið skráði sig í slitameðferð í fyrra.
26. júní 2017
Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna
Reiknistofa bankanna semur við félag sem var í slitameðferð
Danskt félag sem Reiknistofa bankanna hóf samstarf við fyrir helgi var skráð í slitameðferð í fyrra. Til stóð að þjónustan yrði sett í gang í haust.
26. júní 2017
Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna
Seinkun verkefnis gæti orðið kostnaðarsöm fyrir skattgreiðendur
Reiknisstofa bankanna lagðist í ársbyrjun 2015 í verkefni um endurnýjun grunnkerfa fyrir Íslandsbanka og Landsbankann. Verkefnið er ári á eftir áætlun, en ríkisbankarnir bera hlut af kostnaði vegna þess.
16. júní 2017
Starfshópur Fjármálaráðherra um aðskilnað á bankastarfsemi
Enn ein nefnd stofnuð um aðskilnað á bankastarfsemi
Starfshópur um kosti og galla aðskilnaðar viðskiptabanka-og fjárfestingabankastarfsemi kynnti niðurstöður sínar fyrr í dag. Annar starfshópur verður stofnaður til að leggja mat á niðurstöðurnar sem kemur út í haust.
13. júní 2017
Stjórnendur og sérfræðingar misstu vinnuna hjá Íslandsbanka
Það voru fyrst og fremst stjórnendur, millistjórnendur og sérfræðingar sem missa vinnuna hjá Íslandsbanka samhliða miklum skipulagsbreytingum.
23. maí 2017
Íslandsbanki fækkar um 20 starfsmenn
Breytt skipulag tekur gildi hjá Íslandsbanka í dag og samhliða því verður starfsmönnum fækkað um 20.
23. maí 2017
Fyrir hvern eru bankar?
19. apríl 2017
Stjórnendur Arion banka ræddu við lífeyrissjóði
Undirbúningur söluferils á Arion banka miðast við að sala fara fram í apríl.
14. febrúar 2017
Samkomulag um helstu skilmála sameiningar Kviku og Virðingar undirritað
19. desember 2016
Langstærsta óselda eign Kaupþings er 87 prósent hlutur í Arion banka.
Seðlabankinn seldi sex prósent hlut í Kaupþingi til vogunarsjóðs
8. nóvember 2016
46 sagt upp hjá Arion banka
28. september 2016
Bankasýslan auglýsir eftir nýjum stjórnarmönnum í Landsbankanum
19. mars 2016