52 færslur fundust merktar „noregur“

Tromsø í Norður-Noregi.
Rafmagnsverð í hæstu hæðum í Noregi
Orkan kostar sífellt fleiri krónur og aura hjá nágrönnum okkar í Noregi. Fyrst urðu Sunnlendingar illa úti en nú hefur orkukrísan náð norður í land. Beðið er eftir blæstri svo vindorkuverin skili sínu.
29. nóvember 2022
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
30. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
28. september 2022
Noregur er annar mesti framleiðandi raforku í heiminum á hvern íbúa á eftir Íslandi.
Hitastigið á Gardermoen lækkað – Framkvæmdastjóri Sþ vill viðskiptahindranir á Rússa úr vegi
Hitastigið á alþjóðaflugvellinum í Ósló hefur verið lækkað til að spara rafmagn. Noregur er annar stærsti raforkuframleiðandi heims, á eftir Íslandi, miðað við höfðatölu. Matvælaskortur gæti verið í uppsiglingu, segir framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
23. september 2022
Mun lægra er í uppistöðulónum á stórum svæðum í Noregi en yfirleitt er á þessum árstíma.
Steypibaðið getur kostað Norðmenn þúsundkall
Rafmagnsreikningurinn syðst í Noregi hefur hækkað gríðarlega á skömmum tíma. Orkukrísan sem hrjáir meginland Evrópu hefur haft áhrif en aðrar skýringar er einnig að finna.
30. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
9. ágúst 2022
Átta myllur eru í vindorkuverinu á Haramseyju. Þær sjást víða að.
Kæra vindorkufyrirtæki vegna dauða hafarna
Vindmyllurnar limlesta og valda dauða fjölda fugla, segja samtök íbúa á norskri eyju, íbúa sem töpuðu baráttunni við vindmyllurnar en hafa nú kært orkufyrirtækið.
24. júlí 2022
Vindmyllugarðar munu þekja um eitt prósent af norsku hafsvæði eftir um 20 ár, alls um 1.500 vindmyllur, samkvæmt áætlun stjórnvalda. Þessi vindmyllugarður á myndinni er við strendur Belgíu.
Ætla að næstum tvöfalda raforkuframleiðslu Noregs með vindmyllum úti á sjó
Stjórn Verkamannaflokksins og Miðflokksins í Noregi kynnti í dag áform um stórtæka uppbyggingu vindorkuvera á hafi úti. Uppsett afl 1.500 vindmylla á að geta orðið 30 gígavött, sem er um tífalt samanlagt afl allra virkjana á Íslandi, árið 2040.
11. maí 2022
Stór hluti tekjuaukningar norska útflutningsgeirans er tilkominn vegna hækkana í orkuverði.
Norðmenn hagnast á stríði og orkukrísu
Hrávöruverð hefur hækkað hratt á síðustu mánuðum, meðal annars vegna stríðsins í Úkraínu og orkukrísunni sem því hefur fylgt. Norðmenn hafa hagnast mikið á þessum hækkunum, en nýtt met var sett í virði olíu-, gas-, og álútflutnings frá landinu í mars.
21. apríl 2022
Margir virðast á því máli á að mældar sviptingar í afstöðu Íslendinga til ESB-aðildar megi rekja til hernaðarbrölts Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í Úkraínu.
Öfugt við Íslendinga mælist lítill ESB-hugur í Norðmönnum
Í fyrsta sinn síðan árið 2009 mælist nú meiri stuðningur við aðild að Evrópusambandinu en andstaða, samkvæmt nýlegri könnun. Í Noregi er hið sama alls ekki uppi á teningnum.
14. mars 2022
Úlfur sem drepinn var í Noregi um síðustu helgi.
Umdeildar úlfaveiðar í Noregi heimilaðar
Innan við hundrað úlfar eru staðbundnir í Noregi og flestir þeirra eru innan friðlands. Stjórnvöld vilja halda stofninum niðri og hafa heimilað veiðar á 26 dýrum í ár.
19. febrúar 2022
SAS gengur í gegnum erfiða tíma þessa stundina.
Faraldurinn reynist norrænum flugfélögum erfiður
Hlutabréfaverð í skandinavísku flugfélögunum SAS og Flyr hafa lækkað töluvert á síðustu vikum og er hið fyrrnefnda sagt stefna í fjárhagslega endurskipulagningu. Norwegian, sem var á barmi gjaldþrots í fyrra, hefur hins vegar hækkað í virði.
18. febrúar 2022
Hege Haukeland Liadal, fyrrum þingmaður norska Verkamannaflokksins, við dómsuppkvaðninguna í morgun.
Fyrrum þingmaður í fangelsi í Noregi vegna fjárdráttar
Þingrétturinn í Osló dæmdi fyrrum þingmann norska Verkamannaflokksins í sjö mánaða fangelsi í dag, þar sem upp komst að hún hafði falsað reikninga til að fá endurgreiddan ferðakostnað frá þinginu.
28. janúar 2022
Trygve Slagsvold Vedum, fjármálaráðherra Noregs.
Rafmagnsverð hefur tvöfaldast í Noregi
Orkuskorturinn í Evrópu og lítil úrkoma hefur bitnað þungt á norskum heimilum, sem borga nú tvöfalt meira fyrir rafmagn en þau hafa venjulega gert á þessum árstíma. Stjórnvöld hafa brugðist við verðhækkununum með stórfelldum niðurgreiðslum.
15. nóvember 2021
Yfirhagfræðingur Nordea-bankans sér fram á rólegri tíma á norska húsnæðismarkaðnum.
„Partýið búið“ á norskum húsnæðismarkaði eftir vaxtahækkanir
Eftir mikinn hita á húsnæðismarkaði í Noregi frá byrjun heimsfaraldursins eru nú komin upp merki um að toppnum hafi verið náð í verðhækkunum eftir að stýrivextir voru hækkaðir þar í landi í haust.
3. nóvember 2021
Stórt gat fannst á sjókví  Midt-Norsk Havbruk AS við eyjuna Dolma í lok ágúst. Í henni voru um 140 þúsund laxar. Talið er að um 39 þúsund þeirra hafi synt út.
Tugþúsundir eldislaxa sluppu og leita upp í ár á stóru svæði
Þeir eru stórskaðaðir af laxalús og leita af þeim sökum í ferskvatn til að lina sársaukann. Yfirvöld hafa gefið út fordæmalausa heimild til veiða allra sem vettlingi geta valdið eftir að um 40 þúsund eldislaxar sluppu úr sjókví í Þrændalögum.
15. október 2021
34 mínútur skelfingar
„Ég heyrði konu hrópa. Þetta eru verstu öskur sem ég hef heyrt á ævi minni.” Lýsingar sjónarvotta af því þegar Dani á fertugsaldri fór um gamla bæinn í Kongsberg vopnaður boga, örvum, hnífi og jafnvel fleiri drápstækjum, eru hrollvekjandi.
14. október 2021
Miklar frosthörkur í Evrópu í fyrravetur leiddu meðal annars til að snjóþungt var í Madríd, höfuðborg Spánar.
Evrópulönd niðurgreiða orku í kjölfar verðhækkana á gasi
Verð á gasi til húshitunar hefur hækkað töluvert í Evrópu á síðustu mánuðum. Til þess að bregðast við þessum hækkunum hafa ríkisstjórnir Ítalíu, Spánar, Frakklands og Bretlands ákveðið að niðurgreiða orkuútgjöld heimila í stórum stíl.
21. september 2021
Jonas Gahr Støre og Erna Solberg í kappræðum á sjónvarpsstöðinni TV2 fyrr í vikunni.
Búist við erfiðri stjórnarmyndun í Noregi
Jonas Gahr Støre, formaður norska verkamannaflokksins, gæti fengið stjórnarmyndunarumboð í kjölfar þingkosninga þar í landi í næstu viku. Hins vegar er útlit fyrir að stjórnarmyndunin sjálf muni reynast honum erfið.
11. september 2021
Norðmenn sitja á töluvert mikið af auðæfum vegna norska olíusjóðsins.
Hver Norðmaður á 30 milljónir í norska olíusjóðnum
Norski olíusjóðurinn óx um tæp tíu prósent á fyrri helmingi ársins. Sjóðurinn á tæpt prósent af öllum hlutabréfum heims og gæti gefið hverjum Norðmanni um 30 milljónir íslenskra króna.
22. ágúst 2021
Longyearbyen á Svalbarða í Noregi.
Mögulegt þorskastríð í vændum á milli Noregs og ESB
Fiskveiðiskip frá ESB sem veiða við strendur Svalbarða gætu átt í hættu á að verða kyrsett þar á næstu vikum. Aðstoðarutanríkisráðherra Noregs segir sambandið ekki hafa neinn lagalegan grundvöll fyrir að veiða í norskri lögsögu.
12. ágúst 2021
Fjöldi rafskúta hefur aukist umtalsvert í Osló og öðrum evrópskum borgum á síðustu árum
Þrengt að rafskútuleigum í Ósló
Fjöldi rafskúta í Ósló er rúmlega fjórum sinnum meiri á höfðatölu heldur en í Reykjavík. Nú ætla borgaryfirvöld í norsku höfuðborginni hins vegar að draga verulega úr þessum fjölda og rukka leigurnar fyrir umsýslukostnað af farartækjunum.
3. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
1. ágúst 2021
Odd Emil Ingebrigtsen er sjávarútvegsráðherra Noregs.
Ekki ljóst hvort kaup Samherja á útgerð í Noregi verði skoðuð á grundvelli nýrra reglna
Sjávarútvegsráðherra Noregs segir Kjarnanum að ekki sé búið að ákveða hvort nýjar reglur sem hann setti norsku Fiskistofunni um umsvif útlendinga í norskum sjávarútvegi verði látnar gilda afturvirkt — og þá um kaup dótturfélags Samherja í Eskøy.
27. maí 2021
Tölvuteiknuð mynd af vindorkuvirkjuninni á Harams-fjalli.
„Þeir eru að eyðileggja eyjuna okkar“
Deilum um byggingu átta 150 metra háa vindmylla á norskri eyju er ekki lokið þó að andstæðingar vindorkuversins hafi tapað enn einu dómsmálinu. Þeir segja ekki í boði að gefast upp. Deilurnar hafa klofið fámennt samfélagið.
25. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
9. maí 2021
Það er kyrrlátt og fagurt um að litast í Gran.
Hið undarlega mál á norska sveitabænum
Mál sem kom upp í sveitarfélaginu Gran í Noregi í vikunni veldur yfirvöldum miklum áhyggjum. „Martröð,“ segir yfirlæknirinn en fólk sem umgekkst karl er lést úr COVID-19 neitar að aðstoða við smitrakningu. Það segist ekki trúa því að kórónuveiran sé til.
9. apríl 2021
Hjukrunarfræðingur sinnir COVID-veikum sjúklingi á spítala í Ósló.
Norðmenn fikra sig út úr svartnættinu
Flestar tölur um faraldurinn hafa síðasta mánuðinn verið á uppleið í Noregi. Smitfjöldi. Innlagnir á sjúkrahús. Innlagnir á gjörgæslu. Eftir dumbungslegar vikur hvað þetta varðar er loks farið að birta eilítið til. Pestin mun þó líklega geisa til maíloka.
25. mars 2021
Ålesund í Noregi
Spá 9 prósenta hækkun fasteignaverðs í Noregi
Líkt og á Íslandi hefur fasteignaverð hækkað hratt á síðustu mánuðum, að öllum líkindum vegna mikilla vaxtalækkana og aukins sparnaðar. Hagstofa Noregs spáir áframhaldandi hækkun fasteignaverðs í ár, þrátt fyrir að vextir gætu hækkað aftur.
15. mars 2021
Hið breska afbrigði kórónuveirunnar hefur valdið usla í Evrópu og ennfrekari ferðatakmarkanir verið settar á.
Suðurafríska afbrigðið ekki enn greinst á Íslandi – Norðmenn óttast það meira en það breska
Íslensk sóttvarnayfirvöld vita ekki til þess að hið svokallaða suðurafríska afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nokkur tilfelli hins breska afbrigðis hafa greinst á landamærunum og eitt smit af því hefur greinst innanlands.
6. janúar 2021
Bent Høie, heilbrigðisráðherra Noregs
Norsk stjórnvöld segja það ekki hægt að semja út fyrir bóluefnasamning ESB
Þau lönd sem hafa ákveðið að taka þátt í samvinnuverkefni Evrópusambandsins um kaup á bóluefnum geta ekki samið beint við bóluefnaframleiðendur, samkvæmt heilbrigðisráðherra Noregs.
5. janúar 2021
Húsin sem jörðin gleypti
Jöklar, höf, ár og önnur náttúrunnar öfl hafa í þúsundir ára mótað hið stórkostlega landslag Noregs. Fegurð stafar frá djúpum fjörðum í fjallasölum og skógi vöxnum holtum og hæðum en þar leynist einnig hætta.
4. janúar 2021
Raunveruleg ástæða þess að norskur stórbanki sagði upp viðskiptum við Samherja
Norska efnahagsbrotadeildin rannsakar hvort DNB bankinn hafi tekið þátt í glæpsamlegu athæfi með því að tilkynna ekki millifærslur Samherjafélags til félags í Dúbaí til fjármálaeftirlits sem grunsamlegar millifærslur.
13. desember 2020
DNB gæti fengið 5,7 milljarða króna sekt vegna slakra varna gegn peningaþvætti
Stærsti banki Noregs, sem er grunaður um að hafa hjálpað Samherja að koma fjármunum sínum í skattaskjól, gæti þurft að greiða 5,7 milljarða íslenskra króna í sekt fyrir að halda ekki uppi nógu góðum vörnum gegn peningaþvætti.
7. desember 2020
Rannsókn á mögulegu broti norska bankans DNB tengdum Samherja-málinu hefur verið vísað til saksóknaraembættisins í Ósló.
Rannsakaði fyrrverandi dótturfélag Samherja í starfi sínu fyrir PwC
Æðsti yfirmaður efnahagbrotadeildar norsku lögreglunnar segist vanhæfur til að skoða möguleg peningaþvættisbrot DNB, af því að hann var áður ráðinn til að rannsaka starfsemi fyrrverandi dótturfélags Samherja, fyrir nýja eigendur þess.
3. nóvember 2020
Scandinavian Star hér við bryggju í Lysekil í Svíþjóð. Þangað var skipið dregið brennandi
Enn ein rannsóknin á brunanum í Scandinavian Star
Danskir þingmenn krefjast nú nýrrar rannsóknar á brunanum í farþega- og bílaferjunni Scandinavian Star árið 1990. Nýlega komu í ljós alvarlegar brotalamir varðandi rannsókn eldsvoðans sem kostaði 159 mannslíf.
18. október 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
29. september 2020
Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, og Per Bolund, viðskipta- og húsnæðismálaráðherra, á kynningu frumvarpsins í morgun.
Norðurlöndin dæla peningum til að berjast gegn kórónukreppunni
Ríkisstjórnir Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs hafa tilkynnt miklar útgjaldaaukningar til að berjast gegn efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar á síðustu vikum.
21. september 2020
Anne-Elisa­beth Hagen og eiginmaður hennar Tom Hagen.
Er Tom Hagen úlfur í sauðargæru?
Í ágúst í fyrra fékk fyrrverandi félagi í dönsku mótorhjólagengi beiðni um að aðstoða norska auðmanninn Tom Hagen við leit að konu sinni. Daninn telur útilokað að „atvinnumenn“ hafi rænt eiginkonu Hagens sem sjálfur liggur undir grun.
10. maí 2020
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.
Fyrsta dauðsfallið í Noregi af völdum COVID-19
Forsætisráðherra Noregs hefur greint frá fyrsta dauðsfallinu í landinu vegna nýju kórónuveirunnar. Um er að ræða aldraða manneskju sem hafði undirliggjandi sjúkdóma.
13. mars 2020
Frá hernaðaræfingu Bandaríkjamanna í Þýskalandi fyrr í sumar.
Tvöfalt fleiri bandarískir hermenn í Noregi
Bandarískum hermönnum í Noregi mun stórfjölga í ár, en fjölgunin eykur á spennu milli Noregs og Rússlands í varnarmálum.
15. ágúst 2018
Per Sandberg, fráfarandi sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norskur ráðherra segir af sér
Sjávarútvegsráðherra Noregs mun segja af sér seinna í dag eftir að hafa mætt gagnrýni vegna ótilkynntrar Íransferðar fyrr í sumar.
13. ágúst 2018
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs
Norska ríkið selur SAS
Norska ríkið seldi allan sinn hlut í flugfélaginu SAS fyrr í dag, en hlutabréf félagsins lækkuðu um 3% í kjölfarið.
27. júní 2018
36 rússnesk herskip hjá norskri lögsögu án vitundar Norðmanna
Yfir stendur stærsta heræfing rússneska sjóhersins í áratug við Noregsstrendur, en rússneski herinn gerði Norðmönnum ekki viðvart.
13. júní 2018
Ríkisstjórn Ernu Solberg heldur velli
Verkmannaflokkurinn í Noregi fékk sína verstu útkomu í þingkosningum í sextán ár.
12. september 2017
Annað hvort Jonas Gahr Støre og Erna Solberg eru talin langlíklegust til að verða forsætisráðherrar eftir kosningarnar.
Þingkosningar í Noregi – hvað gerist þegar olían klárast?
Umræðan um hvort eigi að opna fyrir olíuleit á hafsvæðum í kringum Lofotoen- og Vesterålen-eyjaklasana fyrir utan strönd Norður-Noregs hefur orðið að ágreiningsmáli í kosningabaráttunni. Umræðan hefur leitt til spurninga um hagkerfi og orkuframtíð Noregs.
3. september 2017
Helene Fritzon (vinstri) er sænski ráðherra innflytjendamála. Sylvi Listhaug (hægri) er norski ráðherra sama málaflokks.
Svíar ósáttir með norskan ráðherra innflytjendamála
Norski innflytjendaráðherrann er í heimsókn í Svíþjóð til að kanna hvað hafi farið úrskeiðis í innflytjendamálum. Sænski ráðherrann segir kollega sinn bulla og vill ekki taka þátt í kosningabaráttunni í Noregi.
29. ágúst 2017
Kjell Inge Røkke er einn rikasti maður Noregs.
Røkke ætlar að gefa megnið af eignum sínum
Norski milljarðarmæringurinn er einn af ríkustu mönnum Norðurlanda.
2. maí 2017
Norsk samkeppnisyfirvöld höfnuðu kaupum Eimskips á norsku fyrirtæki
Samkeppnisyfirlitið í Noregi hefur hafnað kaupum Eimskips á norska flutningafyrirtækinu Nor Lines. Þau hefðu haft hamlandi áhrif á markaðinn. Mikil vonbrigði segir forstjóri Eimskips.
3. apríl 2017
Fyrstu tölurnar komnar fram sem sýna fækkun Íslendinga í Noregi
Nýjar tölur norsku hagstofunnar sýna að Íslendingum er byrjað að fækka í Noregi, í fyrsta skipti frá hruni.
27. febrúar 2017
Havila færir niður virði skipaflotans um 21 milljarð króna
17. febrúar 2016