56 færslur fundust merktar „vinnumarkaðsmál“

Hvernig má nýta helming mannauðs með skilvirkari hætti?
Á hverjum vinnu­stað eru unnin ýmis verk sem ekki leiða til fram­gangs í starfi. Guð­rún John­sen, lektor við CBS, fjallar um svokölluð „vinnu­staða­hús­verk“ en þau lenda í meira mæli á konum en körl­um.
9. janúar 2023
Mun færri ungar konur búa með foreldrum sínum en ungir karlar.
Ekki færri ungmenni í foreldrahúsum frá upphafi mælinga
Frá því að Hagstofa Íslands byrjaði að mæla hve margir á aldrinum 18-24 ára búa með foreldrum sínum hefur hlutfallið aldrei verið lægra en það var árið 2021. Töluverður munur er á milli ungra karla og kvenna í þessum efnum.
4. janúar 2023
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
4. desember 2022
Helgi Þór Ingason
Yfirmaður minn – vitvélin?
2. desember 2022
Samninganefnd Eflingar afhenti Samtökum atvinnulífsins í dag kröfugerð sína fyrir komandi kjaraviðræður.
Efling gerir kröfu á Samtök atvinnulífsins um 167 þúsund króna hækkanir á öll laun til 2025
Samninganefnd Eflingar vill að öll mánaðarlaun hækki um 167 þúsund krónur í áföngum, í samningum sem byggi á forskrift Lífskjarasamningsins og verði í gildi til ársins 2025. Kröfugerð stéttarfélagsins fyrir komandi kjaraviðræður hefur verið birt.
31. október 2022
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður LÍV og Vilhjálmur Birgisson er formaður SGS.
Verslunarmenn og Starfsgreinasambandið ætla saman í kjaraviðræðurnar
Landssamband íslenzkra verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands ætla að „taka höndum saman“ í viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Hátt í 90 þúsund manns á almennum vinnumarkaði eru innan landssambandanna tveggja.
26. október 2022
Ólöf Helga Adolfsdóttir var fyrrverandi trúnaðarmaður hlaðmanna á Reykjavíkurflugvelli er henni var sagt upp, að mati Félagsdóms.
Ólöf Helga taldist ekki hafa umboð sem trúnaðarmaður – Uppsögnin ekki ólögleg
Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Icelandair hafi ekki brotið gegn lögum með því að segja Ólöfu Helgu Adolfsdóttur upp störfum sem hlaðmanni á Reykjavíkurflugvelli.
25. október 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
29. september 2022
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Ragnar Þór ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Alþýðusambands Íslands
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tilkynnti starfsfólki félagsins á fundi í morgun að hann ætli að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins, sem fram fer dagana 10.-12. október.
15. september 2022
Kristján Þórður Snæbjarnarson
Kristján Þórður gefur ekki kost á sér í forsetaembættið
Starfandi forseti ASÍ hyggst ekki gefa kost á sér til þess að leiða sambandið á þingi ASÍ í október. Hann ætlar að einbeita sér að verkefnum Rafiðnaðarsambands Íslands, þar sem hann gegnir formennsku.
5. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Atvinnulausir þurfi ekki lengur að treysta á jólagjöf frá ríkisstjórninni
Með fyrirhuguðum breytingum á lögum um atvinnuleysistryggingar verður það ekki lengur háð ákvörðun ríkisstjórnar hvort atvinnuleitendur fái desemberuppbót. Réttur atvinnuleitenda til desemberuppbótar verður tryggður í lögum, ef frumvarpið fæst samþykkt.
26. ágúst 2022
Svigrúm til launahækkana sé „takmarkað“ eða jafnvel „á þrotum“
Tveir hagfræðingar sem Þjóðhagsráð fékk til þess að leggja mat á stöðu mála á vinnumarkaði núna í aðdraganda kjarasamningalotu segja að lítið svigrúm sé til launahækkana, ef það eigi að vera mögulegt að verja kaupmátt landsmanna.
5. ágúst 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Leiðréttum launaskekkjuna
8. júní 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra lagði frumvarp sitt til nýrra starfskjaralaga fram í byrjun apríl.
ASÍ og SA á öndverðum meiði um lykilatriði í starfskjaralagafrumvarpi
Forseti ASÍ segir að munnlegt samkomulag hennar við ráðherra um að leggja ekki fram frumvarp til starfskjaralaga óbreytt hafi verið virt að vettugi. ASÍ leggst nú gegn ákvæði um févíti vegna launaþjófnaðar en SA segir að því skuli ekki breyta.
3. júní 2022
Vilhjálmur Birgisson var nýlega kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins og er einnig formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vilhjálmur kallar uppsagnirnar hjá Eflingu „mistök“ sem hægt hefði verið að komast hjá
Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins kallar hópuppsögnina hjá Eflingu „mistök“ í pistli sem hann ritar á vef Verkalýðsfélags Akraness í dag.
20. apríl 2022
Auglýsa fjölda starfa hjá Eflingu
Vilt þú taka þátt í að byggja upp metnaðarfyllsta stéttarfélag landsins? Á þessum orðum hefst auglýsing Eflingar í Fréttablaðinu í dag þar sem óskað er eftir fólki til starfa sem „brennur fyrir þjónustu og samvinnu við félagsfólk“.
16. apríl 2022
Agnieszka Ewa Ziólkowska, starfandi formaður Eflingar, býður sig fram til stjórnar Eflingar á A-listanum, sem Ólöf Helga Adolfsdóttir leiðir.
Agnieszka segir að Sólveig Anna muni einangra Eflingu verði hún formaður á ný
Starfandi formaður Eflingar, sem bauð fram með Sólveigu Önnu Jónsdóttur árið 2018, segir að Sólveig sé ekki rétta manneskjan til að leiða stéttarfélagið áfram og að hún sé orðin „málsvari sundrungar“.
8. febrúar 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson.
Sólveig og Viðar telja sótt að sér með ósannindum í vinnustaðaúttekt hjá Eflingu
Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Eflingar, fengu ófagra umsögn í vinnustaðaúttekt hjá stéttarfélaginu. Viðar hafnar ásökunum um kvenfyrirlitningu og einelti, sem á hann eru bornar.
3. febrúar 2022
Ólöf Helga formannsefni A-lista uppstillingarnefndar Eflingar – Guðmundur leggur fram eigin lista
„Það er ekki þú? Við erum bara þrjú hérna og ég get sagt að það er ekki ég. Þannig að það ert bara þú, Ólöf Helga.“ Uppljóstrað var í Rauða borðinu, þætti Gunnars Smára Egilssonar, hvert formannsefni uppstillingarnefndar Eflingar er.
12. janúar 2022
Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands.
Forseti ASÍ segist hafa fengið nafnlaus bréf með hjálparbeiðnum frá starfsfólki Play
Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir í pistli í dag að henni hafi undanfarnar vikur og mánuði borist nafnlaus bréf frá starfsmönnum Play, sem óttist afleiðingar af því að koma fram undir nafni, með ábendingum um slæman aðbúnað.
1. október 2021
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
16. september 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
30. júlí 2021
Katrín Baldursdóttir
Getur þú hjálpað mér?
13. júlí 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
19. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
18. apríl 2021
Drífa Snædal forseti ASÍ gerir miklar athugasemdir við samráðsleysi stjórnvalda í málinu.
Telur stjórnvöld vera að „smygla“ inn óræddum breytingum í lífeyrismálum
Nýtt frumvarp um breytingar á lífeyrismálum frá fjármálaráðherra hefur fallið í grýttan jarðveg hjá verkalýðshreyfingunni. Forseti ASÍ segir að svo virðist sem búið sé að smygla inn í það óásættanlegum hlutum sem aldrei hafi verið ræddir.
12. apríl 2021
Katrín Jakobsdóttir og Ásmundur Einar Daðason kynntu átakið á blaðamannafundi í dag.
Vilja skapa allt að 7.000 tímabundin störf með 4,5-5 milljarða aðgerðum
Nýtt atvinnuátak ríkisstjórnarinnar útvíkkar ráðningarstyrkina sem hafa verið til staðar til að mæta afleiðingum heimsfaraldursins. Áhersla er lögð á að skapa hvata fyrir fyrirtæki til að ráða fólk sem hefur verið lengi án atvinnu.
12. mars 2021
Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar.
Greiðslur úr Ábyrgðarsjóði virðast ólöglegar
Vinnumálastofnun segir að greiðslur til fjögurra fyrrverandi starfsmanna Manna í vinnu virðist ekki hafa verið í samræmi við lög.
10. mars 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar telur þetta óvænta vendingu.
Efling fer ekki lengra með málið gegn Eldum rétt og Mönnum í vinnu
Stéttarfélagið Efling hyggst ekki styðja framhald dómsmála á hendur Eldum rétt og starfsmannaleigunni Mönnum í vinnu. Ábyrgðarsjóður launa hefur fallist á að greiða vangreidd laun fjögurra rúmenskra félagsmanna Eflingar.
10. mars 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
25. febrúar 2021
Kröfum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu og Eldum rétt vísað frá dómi
Kröfum fjögurra erlendra starfsmanna gagnvart starfsmannaleigunni Menn í vinnu og notendafyrirtækinu Eldum rétt um vangreidd laun og miskabætur var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stjórnendur starfsmannaleigunnar fá greiddan málskostnað.
24. febrúar 2021
Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að viðkvæmar upplýsingar sem þessar þurfi að berast á réttan hátt, frá réttum aðilum.
Vinnumálastofnun hættir að segja frá hópuppsögnum fyrir mánaðamót
Í lok nóvember sagði Vinnumálastofnun frá hópuppsögn hjá fjármálafyrirtæki, þremur dögum áður en starfsfólki var sagt upp. Verklagi verður breytt. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir rétt að viðkvæmar upplýsingar berist fólki á réttan hátt.
21. desember 2020
Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.
Tæplega 21 þúsund manns eru án atvinnu á Íslandi
Almennt atvinnuleysi mældist 10,6 prósent í nóvember. Til viðbótar er 1,4 prósent vinnuaflsins á hlutabótaleiðinni. Heildaratvinnuleysi mældist því 12 prósent. Ein af hverjum fjórum konum á Suðurnesjum er án vinnu eða í skertu starfshlutfalli.
11. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
4. desember 2020
Sérstakir styrkir fyrir mæður sem þurfa að dvelja fjarri heimili fyrir fæðingu
Ríkisstjórnin samþykkti í dag nýtt frumvarp um fæðingar- og foreldraorlof. Áfram er lagt til að hvort foreldri fái sjálfstæðan sex mánaða rétt til orlofs. Foreldrum fjærst fæðingarþjónustu verður bætt upp að þurfa að dvelja utan heimilis fyrir fæðingu.
17. nóvember 2020
Starfsmannaleigur á Íslandi: Frá Kárahnjúkum að Bræðraborgarstíg
Þegar Kárahnjúkavirkjun var byggð voru í fyrsta sinn hundruð starfsmanna hér á landi á vegum starfsmannaleigna. Ljótar sögur þaðan urðu kveikjan að sérstakri löggjöf um þetta form ráðninga. Enn eru þó áhyggjur af réttindum og aðbúnaði starfsmanna.
15. nóvember 2020
Stefán Ólafsson
Kreppan eykur ójöfnuð
17. október 2020
Almennt atvinnuleysi á Íslandi var 9 prósent í lok septembermánaðar. Mynd úr safni.
Á fjórða þúsund manns hafa verið meira en heilt ár í atvinnuleit
Atvinnuleysi á Íslandi var 9 prósent í lok september – og þá er ekki horft til hlutabótaleiðarinnar. Fjöldi þeirra sem hafa verið lengi á atvinnuleysisskrá eykst í þessu ástandi. Atvinnustaðan er hlutfallslega langþyngst á Suðurnesjum.
14. október 2020
Mjög skiptar skoðanir eru á nýju frumvarpi um fæðingar- og foreldraorlof, ef marka má umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda.
Framsækið skref sem vekur heimsathygli eða forræðishyggja aftan úr fornöld?
Alls bárust 253 umsagnir um drög að frumvarpi til nýrra fæðingarorlofslaga. Landlæknisembættið telur vinnumarkaðsáherslur of fyrirferðamiklar, en fræðafólk við HÍ telur að samþykkt frumvarpsins væri framfaraskref sem myndi vekja alþjóðaathygli.
9. október 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
28. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
25. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Þjóð föst í viðjum vanans
Framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins finnst ekki ganga nógu hratt að færa ýmsar stórar skipulagsheildir í samfélaginu til nútímahorfs. Íslendingum hafi heilt yfir mistekist að ná fram hagkvæmni í því sem verið er að gera.
11. september 2020
Neitar að horfa á vinnumarkaðinn sem stríðsvöll
Kjarninn hitti bæði fulltrúa atvinnulífs og launafólks og fékk sýn þeirra á stöðu mála, í upphafi hausts. Sá þriðji sem rætt er við er Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
5. september 2020
Afleiðingar atvinnuleysisins þurfa að vera með í reikningsdæminu
Íslands er í alvarlegri efnahagskreppu. Taka þarf afleiðingar langtímaatvinnuleysis fjölda fólks með inn í jöfnuna þegar verið er vega og meta efnahagsleg áhrif sóttvarnaaðgerða, segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
29. ágúst 2020
Merki Kóps stéttarfélags.
Alþýðusambandið varar við nýju stéttarfélagi
Forseti ASÍ segir nýtt stéttarfélag, sem ber heitið Kópur og hefur einkum verið markaðssett til Pólverja sem búa hér á landi, hafi ekki nein tengsl við ASÍ. Varað er við því að launafólk afsali sér réttindum með því að ganga í félagið.
25. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Vísa fólki á félagsmálayfirvöld eða lánastofnanir
Vinnumálastofnun gefur sér allt að átta vikur til þess að afgreiða umsóknir um atvinnuleysisbætur, sem getur valdið þeim sem ekki eiga sparifé til framfærslu vandræðum. Fólki er bent á að leita til lánastofnana eða félagsmálayfirvalda til að brúa bilið.
21. ágúst 2020
ASÍ vill sjá hlutabótaleiðina framlengda fram á næsta sumar
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands telur að rétt væri að framlengja hlutabótaleiðina fram á næsta sumar, í ljósi óvissunnar á vinnumarkaði. Miðstjórnin leggur einnig til að atvinnuleysistryggingatímabilið verði lengt í þrjú ár að nýju.
20. ágúst 2020
Guðrún Johnsen hagfræðingur og efnahagsráðgjafi VR á fundinum í dag.
„Hvort sem okkur líkar betur eða verr“ er ríkissjóður aðalleikarinn
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir að ríkissjóður þurfi að auka skuldir hratt og greiða þær hægt niður, til þess að takast á við hagræn áhrif veirufaraldursins. Hún segir nauðsynlegt að allir í samfélaginu finni að tekið sé tillit til þeirra hagsmuna.
20. ágúst 2020
Sextíu og eitt fyrirtæki hefur óskað eftir að endurgreiða hlutabætur
Reiknað er með því með því að heildarendurgreiðslur frá fyrirtækjum vegna hlutabótaleiðarinnar muni nema 306 milljónum þegar allt verður saman talið. Kostnaður við hlutabótaleiðina hefur numið 18 milljörðum króna til þessa.
19. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
8. ágúst 2020
Icelandair hefur nú náð samningum við flugstéttirnar þrjár, flugmenn, flugvirkja og flugfreyjur og -þjóna.
Flugfreyjur samþykktu nýjan samning með miklum meirihluta
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair með 83,5 prósentum greiddra atkvæða, en rafrænni kosningu lauk kl. 12 á hádegi og hafði staðið yfir frá því á miðvikudag. Samningurinn er í gildi til fimm ára.
27. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ fer fram á viðræður við stjórnvöld um brostnar forsendur lífskjarasamninga
Í ályktun miðstjórnar Alþýðusambands Íslands er farið fram á viðræður við stjórnvöld um brostnar forsendur lífskjarasamninganna. Miðstjórnin segir stjórnvöld ekki hafa staðið við sinn hluta þeirra.
24. júní 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
31. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
28. maí 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Þrettán fyrirtæki voru með yfir 150 starfsmenn á hlutabótaleiðinni í apríl
Um 73 prósent allra fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleið stjórnvalda í apríl voru einungis með einn til þrjá starfsmenn í skertu starfshlutfalli, en þrettán fyrirtæki voru hvert um sig með yfir 150 starfsmenn á hlutabótaleiðinni.
19. maí 2020
Frá Seljalandsfossi. Þrjátíu og sjö prósent allra starfsmanna sem nýttu hlutabótaúrræð stjórnvalda í apríl starfa í ferðaþjónustu.
Atvinnuleysi á meðal erlendra ríkisborgara er komið upp í 16 prósent
Atvinnuleysi á meðal erlendra ríkisborgara hér á landi er komið upp í um 16 prósent. Þá eru ótaldir þeir erlendu ríkisborgarar sem verið hafa í minnkuðu starfshlutfalli undanfarið, en þeir eru á níunda þúsund.
18. maí 2020