Þegar frekjuhundarnir gelta til að ná sínu fram

Auglýsing

Föstu­dag­inn 23. jan­úar skap­að­ist ­at­hygl­is­vert ástand á Íslandi. Kvöldið áður hafði maður sem hafði misst fyr­ir­tækið sitt í hendur banka, Víglundur Þor­steins­son, sent frá sér gögn til þing­manna og fjöl­miðla sem hann sagði sýna fram á að stjórn­mála­menn, emb­ætt­is­menn og eft­ir­lits­að­ilar hafi af óbil­girni framið stór­felld lög­brot og beitt blekk­ingum til að hafa 300-400 millj­arða króna af íslenskum heim­ilum og fyr­ir­tækj­um. Þetta fé hafi þess í stað runnið til kröfu­hafa.

Rök­stuðn­ingur Víg­lundar var sá að bráða­birgða­mat Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á eignum sem fluttar voru úr þrota­búum föllnu bank­anna ætti að vera end­an­legur úrskurður um virði þeirra.

Mál­flutn­ingur Víg­lundar er vel þekkt­ur, enda var þetta í þriðja sinn sem hann steig fram og bar hann á borð.

Auglýsing

Hann er hins vegar tóm steypa, líkt og áður hefur verið rak­ið.

Ástand skap­ast



Þennan morgun mátti hins vegar ætla að stór­frétt hafi verið opin­beruð. Morg­un­blaðið birti frétt á for­síðu, og stóra úttekt inni í blað­inu, um ásak­anir Víg­lundar undir fyr­ir­sögn­inni „Stór­felld svik og blekk­ing­ar“. Tekið var undir ásak­an­irnar í rit­stjórn­ar­skrif­um.

Ísland í Bít­ið, morg­un­þáttur Bylgj­unn­ar, kall­aði til Sig­urð G. Guð­jóns­son lög­mann eldsnemma morg­uns til að fara yfir mál­ið. Í aðdrag­anda við­tals­ins var aldrei tekið fram að Sig­urður hefði starfað sem lög­maður Víg­lundar né að hann hafi komið fram með honum á blaða­manna­fundi sem hald­inn var árið 2013, þegar Víglundur lagði fyrst fram ásak­anir sín­ar. Í við­tal­inu fór Sig­urður G. mik­inn og sagði að bankar og hin svo­kall­aða nor­ræna vel­ferð­ar­stjórn hafi fram­kvæmt svik eða blekk­ingar gagn­vart almenn­ingi og haft af honum stór­fé. Hann tók undir allar ásak­anir Víg­lund­ar. Stjórn­endur þátt­ar­ins supu hveljur yfir þessu.

Það var samt eins og að í gang hafi farið ein­hver vél sem hafði það mark­mið að fram­leiða umfjöllun um ásak­anir Víglundar.

Skömmu síðar hringdu þeir í Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra. Annar þátt­ar­stjórn­and­inn spurði hvað for­sæt­is­ráð­herra segði við „ja, ég veit ekki hvort það eigi að kalla ásak­anir eða stað­reynd­ir...“, og átti þar við mál­flutn­ing Víg­lund­ar.

Sig­mundur Davíð sagði ásak­an­irnar býsna slá­andi og að þær þyrfti að rann­saka. Hug­mynd hans um leið­rétt­ingu verð­tryggðra lána, sem end­aði með 80 millj­arða króna „Leið­rétt­ingu“ á kostnað skatt­greið­enda, hafi átt rætur sínar að rekja í þeim eign­ar­til­færslum sem Víglundur var að fetta fingur út í. „Það er verið að gefa kröfu­höfum pen­ing­ana. Það er eitt­hvað sem er ekki hægt að horfa fram­hjá,“ sagði for­sæt­is­ráð­herr­ann. Aðspurður hvort það hafi verið ráð­herra og opin­berir starfs­menn sem hafi gert þetta svar­aði Sig­mundur Dav­íð: „Já, það er það sem maður les út úr þessu.“

Sögu­legur atburður á sér sam­hliða stað



Þennan sama morgun og nán­ast á sama tíma og Víg­lund­ar­bolt­anum var ýtt í gang átti sér stað sögu­legur atburður í íslenskri stjórn­mála­sögu. Umboðs­maður Alþingis var að taka Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, fyrrum inn­an­rík­is­ráð­herra, póli­tískt af lífi fyrir vald­níðslu.

Augu flestra fjöl­miðla voru eðli­lega á þeim miklu tíð­ind­um, enda lá ljóst fyrir öllum sem til þekktu að ásak­anir Víg­lundar voru ein­fald­lega end­ur­tekn­ing á því sem hann hafði áður haldið fram, og ávallt verið hrak­ið.

Það var samt eins og að í gang hafi farið ein­hver vél sem hafði það mark­mið að fram­leiða umfjöllun um ásak­anir Víg­lund­ar. Stór hópur fólks fór að þrýsta á fjöl­miðla, með sím­töl­um, tölvu­póst­send­ingum og síð­ast en ekki síst á sam­fé­lags­miðl­um. Þar var til að mynda lok­aður fjöl­miðla­spjall­vefur á Face­book, sem í eru yfir 4000 þús­und manns, und­ir­lagður af hópi fólks sem taldi frétta­birt­ingar fjöl­miðla af ásök­unum Víg­lund­ar, og þeir sem upp­fylltu ekki kröfur þessa fólks um ein­hliða frétta­flutn­ing voru vændir um að vera mál­gögn ein­hverra.

Það er þekkt og ákaf­lega hvim­leið aðferð í íslenskri umræðu­hefð að ásaka þá sem þú ert ekki sam­mála um að ganga erinda ein­hverra sérhagsmuna.

Vakt­stjóri á einni stærstu frétta­stofu lands­ins sagði mér að sím­talaflaum­ur­inn sem þangað barst til að þrýsta á umfjöllun um mál Víg­lundar eigi sér vart for­dæmi.

Frétt um ásak­anir Víg­lundar var síðan fyrsta frétt í frétta­tíma Stöðvar 2 um kvöld­ið. Frétt um álit umboðs­manns Alþingis á fram­ferði Hönnu Birnu var númer tvö.

Það sem fjöl­miðlar eiga að gera



Ég hef skrifað um end­ur­skipu­lagn­ingu banka­kerf­is­ins frá því að hún hófst. Ég og sam­starfs­menn mínir þekkjum það ferli mjög vel og töldum það ábyrgð­ar­hluta að upp­lýsa les­endur um hversu illa und­ir­byggðar ásak­anir Víg­lundar væru. Það er enda hlut­verk fjöl­miðla að upp­lýsa, greina og segja sann­leik­ann, ekki að bera á borð illa studdar rök­semdir sem stað­reynd­ir.

Frétta­flutn­ingur okkar af mál­inu fór fyrir brjóstið á Sig­urði G. Guð­jóns­syni. Hann skrif­aði pistil á Press­una þar sem hann ásak­aði okkur um að ganga erinda þeirra stjórn­mála­manna sem tóku ákvarð­anir um end­ur­skipu­lagn­ingu banka­kerf­is­ins. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Sig­urður G. hef­ur, án þess  að geta rök­stutt mál sitt, ásakað Kjarn­ann um að ganga erinda ein­hverra. Hann gerði slíkt hið sama í fyrra­sum­ar, en ásak­aði okkur þá um að vera „út­gáfu á vegum emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara, svona eins og Tíund þá sem skatt­ur­inn gefur út meðal ann­ars til að segja frá eigin afrek­um“. Hann nefndi engin dæmi.

En kall­aði síðan eftir mál­efna­legri umræðu.

Stað­reyndir þarf að rök­styðja með dæmum



Það er þekkt og ákaf­lega hvim­leið aðferð í íslenskri umræðu­hefð að ásaka þá sem þú ert ekki sam­mála um að ganga erinda ein­hverra sér­hags­muna. Slíkt þarf hins vegar að rök­styðja með dæm­um. Ann­ars er gagn­rýnin mark­laus.

Til dæmis væri hægt að segja að Sig­urður G. eig­i hags­muni undir því að taka undir ásak­anir Víg­lundar þar sem hann er, eða var alla vega, lög­maður hans. Eða að Sig­urður G. eig­i hags­muni undir í því að draga úr trú­verð­ug­leika fjöl­mið­ils sem fjalli um hrun­mál vegna þess að skjól­stæð­ingar hans eru sak­born­ingar í slíkum mál­u­m eða vegna þess að hann var sjálfur í stjórn eins bank­ans sem hrundi svo eft­ir­minni­lega.

Það væri hægt að benda á að Sig­urður G. er að gæta hags­muna Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar í rift­un­ar­máli sem þrotabú Fons hefur höfðað á hendur hon­um, en Sig­urður G. var stjórn­ar­for­maður Fons áður en það félag fór á haus­inn. Sá skjól­stæð­ingur Sig­urðar G. er sak­born­ingur í máli sem sér­stakur sak­sókn­ari er með í áfrýj­un­ar­ferli fyrir Hæsta­rétti og hefur tekið opin­ber­lega undir mál­flutn­ing Víg­lundar Þor­steins­sonar um að nýju bank­arnir hafi skrifað upp dauða­lista og hirt fyr­ir­tæki af sóma­fólki eins og þeim tveim. Skjól­stæð­ing­ur­inn, Jón Ásgeir, er líka maki stærsta eig­anda þess fjöl­miðla­fyr­ir­tækis sem fjall­aði lang­mest, og gagn­rýn­is­lít­ið,  um ásak­anir Víg­lund­ar.

Þetta eru stað­reyndir og hags­mun­irnir raun­veru­leg­ir. Hver og einn verður síðan að draga sínar álykt­anir út frá þeim.

End­ur­teknar jarð­ar­farir



En horfum nú mál­efna­lega á ásak­anir Víg­lund­ar.

Fjár­mála­eft­ir­litið jarð­aði þær. Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem var fengin af stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd til að fara yfir þær, hafn­aði öllum ásök­unum Víg­lundar um svik, lög­brot og blekk­ingar og sagði það hafa „hvorki verið ólög­mætt né óskyn­sam­legt að slita­búin fengju yfir­gnæf­andi hlut í Arion banka og Íslands­banka, enda ekki óeðli­legt þar sem verið var að færa yfir skuldir og eignir gömlu bank­anna í þá nýju.“

Þótt órök­studdar og rangar ásak­anir eins og þær sem Sig­urður G. Guð­jóns­son hefur til­einkað sér að bera á torg séu hvim­leiðar þá munu þær ekki stjórna því hvernig við vinnum vinn­una okkar.

Hag­fræð­ing­ur­inn Haf­steinn Gunnar Hauks­son birti grein í Hjálmum, tíma­riti hag­fræði­nema, nýverið þar sem hann sýnir fram á að bæði Arion banki og Lands­bank­inn hafi tapað á virð­is­breyt­ingum lána­safna sinna á árunum 2009 til 2013. Íslands­banki hafi einn íslenskra banka hagn­ast á þeim. Sam­tals nemur hagn­aður bank­anna þriggja vegna virð­is­breyt­ingu lána­safna 15 millj­örðum króna, eða um fimm pró­sent af öllum hagn­aði þeirra á þessu tíma­bili. Það er ansi langt frá þeim 300 til 400 millj­örðum króna sem Víglund­ur, Sig­urður G. og for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­innar hafa haldið fram að hafi verið hafnir af þjóð­inni vegna þessa.

Þess utan hafa stjórn­mála­menn, emb­ætt­is­menn og ráð­gjafar sem komu að end­ur­skipu­lagn­ingu banka­kerf­is­ins hrakið ásak­an­irnar. Það hafa þeir gert með rökum og stað­reynd­um.

Manna­læti frekju­hunda



Það er ákveðnum hópi eðl­is­lægt að setja alla umræðu í ein­hver hags­muna­hólf. Hann virð­ist ekki geta með­tekið að til sé fólk sem setji fram skoð­anir eða fjöl­miðlar sem vinni fréttir án þess að bak­við þær liggi ein­hverjir sér­hags­mun­ir. Þeim sem einu sinni hafa bitið í sig þessa kalda­stríðs­veru­leika­sýn er erfitt að snúa.

Þótt órök­studdar og rangar ásak­anir eins og þær sem Sig­urður G. Guð­jóns­son hefur til­einkað sér að bera á torg séu hvim­leiðar þá munu þær ekki stjórna því hvernig við vinnum vinn­una okk­ar. Fjöl­miðlar segja fréttir og trún­aður þeirra liggur við les­end­ur.

Ef Kjarn­inn, eða aðrir fjöl­miðl­ar, færi að láta manna­læti í frekju­hundum stýra því hvort þeir segi sann­leik­ann og vinni vinn­una sína, eða beri fyrir les­endur sína steypu án þess að reyna einu sinni að greina hana, þá værum við fyrst komin á villi­göt­ur.

Og inn á slíkar ætlum við ekki að rata.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None