Vikan sem opinberaði að hér hefur ekkert breyst

Auglýsing

Í lið­inni viku átti hrunið sjö ára afmæli. Sjö ár liðin frá því að sturlun­ar­góð­ærið sprakk framan í neyslu­óða þjóð þjak­aða af með­virkni með raun­veru­leika­hvelli og til­heyr­andi skerð­ingu á lífs­gæð­um. Í huga margra átti hrunið að marka ákveðin vatna­skil. Það átti að vera minn­is­varði um sam­fé­lags­gerð spill­ing­ar, frænd­hygli, ójöfn­uðar og óhofs­græðgi sem íslenskt sam­fé­lag ætl­aði sér að útrýma.

Síð­asta vika var mikil frétta­vika. Frétta­miðlar voru bók­staf­lega í vand­ræðum með að segja almenni­lega frá öllu sem átti sér stað. Og mörg þeirra mála sem upp komu eru góður mæli­kvarði á hversu vel okkur hefur tek­ist að byggja upp betra íslenskt sam­fé­lag á und­an­förnum sjö árum.

Það er gott að vera pils­fald­ar­kap­ít­alisti

Á þriðju­dag var kynntur nýr veg­vísir ferða­þjón­ust­unnar á Íslandi. Kynn­ingin fór fram með við­höfn í Hörpu þar sem for­víg­is­menn Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar (SAF) og Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, sögðu meðal ann­ar­s að til­bún­ingur á nýrri stofn­un, Stjórn­stöðvar ferða­mála, væri svarið við þeim vaxta­verkjum sem Ísland stendur frammi fyrir vegna ótrú­legrar aukn­ingar á fjölda ferða­manna. Síðar kom í ljós að Stjórn­stöðin er reyndar ekki stofnun heldur ein­hvers­konar semí-­stofn­un, fjár­mögnuð til helm­inga af SAF og rík­inu. Áætl­aður árlegur kostn­aður er 140 millj­ónir króna.

Auglýsing

Ráð­gjafa­fyr­ir­tækið LC ráð­gjöf var fengið til að móta stefn­una í ferða­mál­um. Fyrir það greiddi ráðu­neytið 14,6 millj­ónir króna. LC ráð­gjöf er raunar upp­á­halds­ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki fleiri ráðu­neyta innan sitj­andi rík­is­stjórn­ar. Það hefur einnig unnið fyrir Lands­spít­al­ann og mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið að mjög ólíkum verk­efn­um. Sam­kvæmt frétta­flutn­ingi eru greiðslur til þessa fyr­ir­tækis á und­an­förnum árum farnar að nálg­ast 70 millj­ónir króna. Eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins er Guð­finna Bjarna­dótt­ir, fyrrum þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Eini starfs­maður þess utan Guð­finnu er eig­in­maður henn­ar.

Þunga­vigt­ar­menn eru mik­il­vægir

Þegar lúðr­arnir þögn­uðu í Hörpu fóru ansi margir að spá betur í því sem fyrir þá hafði verið bor­ið. Sér­stak­lega þá stað­reynd að þegar var búið að ráða fram­kvæmda­stjóra, Hörð Þór­halls­son, yfir hina nýju Stjórn­stöð ferða­mála. Starfið var ekki aug­lýst.

Ragn­heiður Elín sagði í Face­book-­færslu að frum­kvæðið að ráðn­ingu Harðar hefði komið frá SAF. Í svörum atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið kemur hins vegar skýrt fram að hann var ráð­inn af ráðu­neyt­inu. Samn­ingur Harðar er því við hið opin­bera, ekki SAF.

Ragn­heiður Elín rök­studdi einnig ráðn­ing­una með því að Hörður væri „þunga­vigt­ar­mað­ur“. Hann er svo mik­ill þunga­vigt­ar­maður að hann fær um tvær millj­ónir króna í laun á mán­uði fyrir að stýra hálf­-op­in­berri Stjórn­stöð ferða­mála. Það eru tölu­vert hærri laun en t.d. for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­inn­ar, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fær fyrir að stýra henni allri. Sig­mundur Davíð er nefni­lega með um 1,3 millj­ónir króna á mán­uði.

„Þunga­vigt“ er hug­lægt hug­tak þegar verið er að nota það í öðrum til­gangi en skil­grein­ingu á þyngd­ar­flokki í bar­daga­í­þrótt­um. Þótt nýi fram­kvæmda­stjór­inn hafi starfað í mörgum útlöndum fyrir hönd lyfja­geirans þá hefur hann enga reynslu af ferða­mál­um. Það er því mjög langt seilst að ætla honum „þunga­vigt“ í þeim fræð­um.

Það vakti athygli þegar Stundin birti mynd af nýja fram­kvæmda­stjór­anum þar sem hann snæðir kvöld­mat í góðum félags­skap árið 2013. Með honum í kvöld­matnum eru, sam­kvæmt mynda­texta, m.a. fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins og annar rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins. Og Stundin greindi einnig frá því að Hörður sé lands­fund­ar­full­trúi á kom­andi lands­fundi Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hörður hefur hins vegar komið því á fram­færi að það sé ekki rétt.

Það gerir fram­kvæmda­stjóra Stjórn­stöðv­ar­innar að sjálf­sögðu ekki van­hæfan til að gegna starfi sínu að þekkja menn sem tengj­ast stjórn­mál­um. Og vel getur verið að Hörður sé afar fær mað­ur. En það er tor­tyggi­legt þegar maður með enga reynslu af ferða­þjón­ustu er ráð­inn án aug­lýs­ingar af stjórn­mála­mönnum til að þiggja mjög há laun við stýra apparati sem er búið til af hinu opin­bera.

Fjár­hags­legt hæði virð­ist teygj­an­legt hug­tak

Næsta stóra mál á dag­skrá í vik­unni voru vand­ræði Ill­uga Gunn­ars­sonar, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra. Hann hefur verið í vand­ræðum frá því í vor vegna þess að Haukur Harð­ar­son, stjórn­ar­for­maður Orku Energy, leysti ráð­herr­ann úr fjár­hags­legri snöru með því að kaupa íbúð­ina hans og leigja honum það aft­ur. Ill­ugi hafði auk þess starfað við óskil­greinda ráð­gjöf hjá fyr­ir­tæk­inu og Stundin hafð­i ­greint frá því að Ill­ugi hefði fengið þriggja millj­óna króna í lán frá því. Þessi skýru fjár­hags­legu tengsl voru að valda Ill­uga vand­ræðum vegna þess að hann aðstoð­aði, sem ráð­herra rík­is­stjórnar Íslands, umræddan Hauk og fyr­ir­tæki hans við að opna við­skipta­legar dyr í Kína í opin­berri ferð þangað í mars 2015.

Í hugum ansi margra gerir fjár­hags­legt hæði Ill­uga hann van­hæfan til að sinna hurð­ar­opn­unum fyrir Hauk. Það er að minnsta kosti ekki hafið yfir allan vafa að fjár­hags­leg hjálp Hauks við Ill­uga hafi haft áhrif á lið­sinni ráð­herr­ans við fyr­ir­tækið Orku Energy. Og mán­uðum saman leit­uðu fjöl­miðlar svara við ýmsum spurn­ingum um mál­ið. Ill­ugi ákvað að reyna að þegja málið af sér.

Í lið­inni viku gat hann það ekki lengur og ákvað að fara í eitt blaða­við­tal við Frétta­blaðið til að svara öllum spurn­ingum hinna fjöl­miðl­anna sem höfðu leitað eftir svörum mán­uðum sam­an. Í því við­tali svar­aði hann reyndar fæstum þeirra spurn­inga sem vaknað höfðu í mál­inu heldur sagði ítrekað að ýmis­legt væri frá­leitt og bar á borð sína útgáfu af raun­veru­leik­an­um, þar sem ekk­ert við tengsl hans og Orku Energy var óeðli­legt.

Þetta her­bragð Ill­uga og ráð­gjafa hans gekk ekki betur en svo að hann var mættur aftur í við­tal við frétta­stofu 365 miðla síðar sama kvöld til að veifa launa­seðli sem sýndi að hann hefði ekki fengið lán hjá Orku Energy. Fyr­ir­tækið hafði hins vegar greitt honum þrjár millj­ónir króna í fyrir­fram­greidd laun. Illugi þurfti síðan að mæta í við­tal hjá RÚV, fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins sem heyrir undir ráðu­neyti hans, í dag til að útskýra að launin væru ekki fyr­ir­fram­greiðsla þótt það stæði á launa­seðl­in­um.

Það sem stóð helst uppúr hinum völdu við­tölum við Ill­uga var sú við­ur­kenn­ing hans á að Haukur væri einn af hans nán­ustu vinum. Sam­kvæmt stjórn­sýslu­lögum get­ur „­náin vin­átta“ valdið van­hæfi við stjórn­valds­á­kvörðun. Þótt Ill­ugi hafi ekki verið að taka stjórn­sýslu­á­kvörðun þá kann það samt sem áður að orka veru­lega tví­mælis að beita opin­beru valdi, þ.e. ráð­herra­emb­ætt­inu, fyrir náin vin sinn.

Græðgi virð­ist ennþá vera góð

Í vik­unn­i ­klárað­ist hluta­fjár­út­boð Sím­ans. Að því loknu kom í ljós að hópur stjórn­enda, vina­fjár­festa þeirra og vild­ar­við­skipta­vina Arion banka sem fengu að kaupa sam­tals tíu pró­sent hlut í Sím­anum á sjö vikna tíma­bili fyrir útboð, hefðu ávaxtað pund sitt um 720 millj­ónir króna. Það var Arion banki, sem er í þrettán pró­sent eigu rík­is­ins og að rest í eigu slita­bús í miðri nauða­samn­inga­gerð, sem ákvað að færa þessum hópi þessa ávöxt­un. Hvaðan umboð stjórn­enda bank­ans til þess kemur liggur ekki alveg fyr­ir.

Það var líka haldin kynn­ing í vik­unni sem sýndi að eig­endur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja hafa greitt sér um 50 millj­arða króna í arð frá árinu 2008. Í fyrra var metár þegar þeir gátu borgað sér 13,5 millj­arða króna í arð. Veiði­gjöld sem þeir greiða í sam­eig­in­lega sjóði hafa hins vegar hríð­lækkað frá því að núver­andi rík­is­stjórn tók við. Þau voru 9,7 millj­arðar króna árið 2013 en eru áætluð 5,3 millj­arðar króna í ár.

Svo var slatti af fyrrum banka­mönnum á Íslandi dæmdir í fang­elsi fyrir efna­hags­brot, sumir ekki í fyrsta sinn. Þeir eru allir mjög fúlir yfir því að hafa verið dæmdir til fang­els­is­vistar, eða í sumum til­fellum Cross­fit-æf­inga, og skipt­ast á að kæra til mann­rétt­inda­dóm­stóla og end­ur­upp­töku­nefndar milli þess sem þeir líkja sér við sak­born­inga í Geir­finns-­mál­inu. Á sama tíma gef­ur fyrrum seðla­banka­stjóri Banda­ríkj­anna út bók þar sem hann segir það reg­in­mi­s­tök að Banda­ríkja­menn hafi ekki sak­sótt fleiri stjórn­endur banka í kjöl­far hruns­ins. ­Skýr gögn bendi nefni­lega til aug­ljósra lög­brota.

Já, liðin vika var við­burð­ar­rík. Það er hægt að spegla sig í ansi mörgu sem í henni gerð­ist og spyrja sig hvort við höfum lært eitt­hvað af fyrri mis­tökum sem sam­fé­lag eða hvort að sama spill­ing­in, frænd­hygl­in, ójöfn­uð­ur­inn og græðgin sé enn til staðar líkt og var árið 2007?

Mín skoðun á því er að minnsta kosti skýr.

 

Breytt klukkan 13:12 12. októ­ber:

Í leið­ar­anum var vísað í frétt Stund­ar­innar þar sem sagði að Hörður Þór­halls­son væri lands­fund­ar­full­trúi á kom­andi lands­fundi Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hörður hefur komið því á fram­færi við Kjarn­ann að það frétt Stund­ar­innar þess efnis sé ekki rétt. Leið­ar­anum hefur verið breytt í sam­ræmi við þá ábend­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None