Færslur eftir höfund:

Þórunn Elísabet Bogadóttir

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra.
Þingmenn skora á ráðherra að stöðva flutning hælisleitenda til Ítalíu og Grikklands
23. mars 2017
Átta handteknir vegna hryðjuverks í London
Búið er að handtaka átta einstaklinga í tengslum við hryðjuverkin í London í gær. Lögreglan telur þó að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki. Maðurinn var fæddur og uppalinn í Bretlandi, sagði forsætisráðherrann á þingi í morgun.
23. mars 2017
44% íslenskra heimila með áskrift að Netflix
Tæpur helmingur íslenskra heimila er með áskrift að efnisveitunni Netflix, samkvæmt nýrri könnun Gallup. Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði fer fram á að stjórnvöld jafni aðstöðu íslenskra efnisveita.
22. mars 2017
Samdráttur í byggingu íbúða í Reykjavík
Færri íbúðir eru í byggingu í Reykjavík nú en í september síðastliðnum, samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins. 3.255 íbúðir eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu öllu. Viðmið um fjölda nýrra íbúða næst ekki á þessu ári.
22. mars 2017
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á fyrsta ríkisráðsfundi sínum.
Skipting innanríkisráðuneytis kostar 120 milljónir á ári
Alþingi ræðir nú um varanlega skiptingu innanríkisráðuneytisins í tvö ráðuneyti. Flestir umsagnaraðilar styðja tillöguna, en minnihluti þingsins gagnrýnir kostnað og segir ástæðuna fyrst og fremst vöntun á ráðherrastólum.
21. mars 2017
Varði mánuðum með sjálfsmorðssprengjumönnum
Í nýjustu mynd sinni fylgist Pål Refsdal, norskur kvikmyndagerðarmaður, með ungum mönnum sem bíða þess að fórna lífi sínu í sjálfsmorðssprengjuárásum Al-Kaída í Sýrlandi. Kjarninn spjallaði við Refsdal um myndina Dugma - The Button.
21. mars 2017
„Algjörlega óviðunandi“ að vita ekki hverjir standa að baki kaupum í Arion
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur óskað eftir því við forstjóra Fjármálaeftirlitsins að upplýst verði um endanlega eigendur í Arion banka. Hann segir óviðunandi fyrir Íslendinga að vita ekki hverjir standi þarna á bak við.
20. mars 2017
Theresa May og Angela Merkel.
Útganga Bretlands úr ESB hefst formlega 29. mars
Theresa May mun virkja 50. grein Lissabonsáttmálans þann 29. mars næstkomandi, og þá geta formlegar samningaviðræður um útgöngu ríkisins úr ESB hafist. Þeim verður að ljúka á tveimur árum.
20. mars 2017
Fimm hugmyndir um gjaldtöku af ferðamönnum
Ýmislegt hefur verið rætt þegar kemur að því hvernig eigi að láta ferðamenn greiða fyrir dvöl sína hér á landi. Færra hefur verið gert.
19. mars 2017
Vilja funda vegna dóms Mannréttindadómstólsins
Fulltrúar minnihlutans vilja halda fund í allsherjar- og menntamálanefnd til að fara yfir nýjan dóm Mannréttindadómstóls Evrópu gegn íslenska ríkinu.
17. mars 2017
George Osborne.
Fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands ráðinn ritstjóri
George Osborne, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur verið ráðinn ritstjóri The Evening Standard. Hann ætlar að halda áfram á þingi.
17. mars 2017
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur kynnt frumvarp að breytingum á framkvæmdasjóðnum.
Ríkisstofnanir fá þriðjung úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða
Í síðustu úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fengu ríkið og stofnanir þess tæplega þriðjung úthlutunarfjár. Stjórnvöld ætla að breyta þessu svo að ríkisaðilar séu ekki að sækja peninga úr samkeppnissjóðum á vegum ríkisins.
16. mars 2017
United Silicon fær ekki frest til að stöðva mengun
Umhverfisstofnun segir að vegna umfangsmikilla og og endurtekinna rekstrarvandamála sé umfang eftirlits með verksmiðju United Silicon fordæmalaust. Fyrirtækið fær ekki frest til að bæta úr mengunarmálum.
16. mars 2017
Hæstiréttur braut gegn tjáningarfrelsi ritstjóra
Mannréttindadómstóll Evrópu segir íslenska ríkið hafa brotið gegn tíundu grein Mannréttindasáttmálans með dómi yfir Steingrími Sævarri Ólafssyni, fyrrverandi ritstjóra Pressunnar.
16. mars 2017
Theresa May og Nicola Sturgeon.
May að búa sig undir að hafna þjóðaratkvæðagreiðslu fram yfir Brexit
Theresa May er sögð vera að búa sig undir að neita kröfum skoskra stjórnvalda um að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota á næstu tveimur árum. Hún vill bíða fram yfir Brexit með slíkar atkvæðagreiðslur.
15. mars 2017
Lilja Björk tekin við Landsbankanum
Lilja Björk Einarsdóttir hóf í dag störf sem bankastjóri Landsbankans.
15. mars 2017
34,5% styðja ríkisstjórnina
Litlar breytingar eru á fylgi flokka milli kannana hjá MMR. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn, en VG sá næststærsti. Björt framtíð og Viðreisn njóta minnst fylgis flokka á Alþingi.
14. mars 2017
Ragnar Þór Ingólfsson nýr formaður VR
Ragnar Þór Ingólfsson bar sigurorð af Ólafíu B. Rafnsdóttur í formannskosningu VR.
14. mars 2017
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Gistináttaskatturinn fer beint í ríkissjóð
Samkvæmt frumvarpi ferðamálaráðherra mun framkvæmdasjóður ferðamannastaða ekki lengur vera fjármagnaður beint með hluta gistináttaskatts.
14. mars 2017
Sævar Freyr ráðinn bæjarstjóri Akraness
Sævar Freyr Þráinsson, sem lætur af störfum hjá 365, hefur verið ráðinn bæjarstjóri á Akranesi.
14. mars 2017
Nicola Sturgeon.
Skotar kjósi um sjálfstæði á ný á næstu tveimur árum
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, vill halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands veturinn 2018-2019. Hún mun leita samþykkis skoska þingsins í næstu viku.
13. mars 2017
Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra, og Sigmundur Davíð, þáverandi forsætisráðherra, kynntu áætlun um losun hafta með pompi og pragt í Hörpu árið 2015.
Sigmundur Davíð: „Stendur til að verðlauna hrægammana“
Fyrrverandi forsætisráðherra segir planið hafa gengið upp hjá vogunarsjóðum. Þeir hafi fengið nýjar kosningar, nýja ríkisstjórn, nýja stefnu og nýtt verð á aflandskrónur sínar.
12. mars 2017
Höftin afnumin – gerðu samkomulag við aflandskrónueigendur
Gert var samkomulag við aflandskrónueigendur samhliða því að höftin verða afnumin á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði.
12. mars 2017
Ótrúlegt ár Ed Sheeran
Ed Sheeran var nokkuð viss um að 2017 yrði hans ár, en hann hefur slegið hvert metið á fætur öðru með nýju plötunni sinni, Divide. Öll platan, 16 lög, er nú að finna á topp 20-listanum í Bretlandi.
11. mars 2017
Sveitarfélög megi rukka fyrir bílastæði á ferðamannastöðum
Aðeins má innheimta bílastæðagjöld í þéttbýli, samkvæmt núgildandi lögum. Stjórnvöld ætla að breyta þessu, og heimila bílastæðagjöld í dreifbýli, til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða. Gæti hafist í sumar.
10. mars 2017