Vill hvorki vera þingmaður né ráðherra

Helgi Hrafn Gunnarsson vill ekki halda áfram á þingi og enn síður verða ráðherra. Hann ætlar samt að bjóða sig fram á næsta kjörtímabili til að sýna lágmarksmeðvirkni. Píratinn segir að vald sé viðbjóður og að núverandi ríkisstjórn sé arfaslök.

Helgi Hrafn Gunnarsson
Auglýsing

Helgi Hrafn Gunn­ars­son hefur verið þing­maður í tæp þrjú ár. Á þeim tíma hafa Píratað sjö­faldað fylgi sitt í skoð­ana­könn­unum og mælist flokk­ur­inn nú með yfir 40 pró­senta fylgi sem mundi skila þeim tæp­lega 30 þing­mönn­um. Það er því ekki ólík­legt að helstu bar­áttu­málin - lýð­ræð­isum­bætur og frum­varp stjórn­laga­ráðs, verði í for­gangi á næsta kjör­tíma­bil­i. 

Vald er við­bjóð­ur 

Að óbreyttu seg­ist Helgi Hrafn ætla að bjóða sig aftur fram á næsta kjör­tíma­bili, en gerir það þó ekki með bros á vör. 

„Mig langar ekki að bjóða mig fram aft­ur. En það verða allir svo reiðir við mig ef ég seg­ist ekki ætla að gera það svo ég verð að sýna lág­marks­með­virkni í því,” segir hann. „Og mig langar ekk­ert að verða ráð­herra. Ég vil ekki einu sinni verða óbreyttur þing­mað­ur, en auð­vitað snýst þetta um að ná fram okkar mark­mið­um. Ég er mjög feg­inn að hafa áttað mig á því áður en ég fór fram að maður þarf að setja allt lífið í þetta djobb. Maður þarf að vera reiðu­bú­inn ógeðs­legri umfjöll­un, að það sé logið upp á mann og að fólk sé leið­in­legt. Fram­boð þarf að nálg­ast með gríð­ar­lega mik­illi auð­mýkt gagn­vart líf­inu og þekkja mun­inn á því sem maður getur stjórnað og ekki. Svo kemur alltaf í ljós að fæstu getur maður stjórnað en maður getur alltaf brugð­ist rétt við. Það er í raun­inni eina valdið sem maður hefur í þessum póli­tíska raun­veru­leika og það er mik­il­vægt að vera með­vit­aður um það,” segir Helgi Hrafn. 

Auglýsing

Hann seg­ist hafa full­komna óbeit á völd­um, hvaðan sem þau kom­a. 

„Mér finnst fyr­ir­bærið vald svo við­ur­styggi­legt að ég vil helst ekki hafa það í mínu lífi. Vald er ógeð. Vald er við­bjóð­ur. En ef ég næ að eyða nokkrum árum, hvort sem þau eru fjögur eða átta, í að bæta þetta allt, þá skal ég alveg gera það,” segir hann. 

Vald er ógeð. Vald er við­bjóð­ur. En ef ég næ að eyða nokkrum árum, hvort sem þau eru fjögur eða átta, í að bæta þetta allt, þá skal ég alveg gera það.

Dauð­öf­undar Jón Þór

Jón Þór Ólafs­son var þriðji þing­maður Pírata á undan Ástu Guð­rúnu Helga­dótt­ur. Jón Þór gaf það út fljót­lega eftir að hann sett­ist á þing að hann mundi hætta eftir hálft kjör­tíma­bil - og stóð við það. Hann fór að vinna í gatna­við­gerðum og sem stöðu­mæla­vörð­ur. Birgitta Jóns­dóttir sagð­ist aðeins myndu sitja á þingi í tvö kjör­tíma­bil en virð­ist nú vera að snú­ast hug­ur. Helgi Hrafn vill ekki hafa skoðun á setu ann­arra þing­manna. 

Jón Þór Ólafsson á forsíðu Fréttablaðsins þegar hann hætti á þingi síðasta sumar. „Ég skil Jón Þór mjög vel og dauð­öf­unda hann að mörgu leyti. Þó að maður eigi ekki að vor­kenna sér of mikið þegar maður er í for­rétt­inda- og valda­stöðu, þá sakna ég þess að vera búinn í vinn­unni klukkan fimm. Þetta eru miklar tarn­ir, stundum brjálað álag stundum og svo ekk­ert. Og ég er ekk­ert svo viss um að það sé mjög hollt til lengd­ar, hvorki fyrir lík­ama né sál. Þú veist aldrei hvað er að fara að ger­ast, maður þarf alltaf að vera við­bú­inn hverju sem er og fyr­ir­sjá­an­leik­inn er lít­ill sem eng­inn. Það eina sem er víst er að við verðum áfram 5,1 pró­sent flokkur fram að næstu kosn­ing­um.”

Stór­fjöl­skyld­urnar komu Pírötum á þing

Eins og Helgi Hrafn bendir á mun­aði tæp­lega 200 atkvæðum í síð­ustu kosn­ingum að Píratar næðu á þing yfir höf­uð. Þing­flokk­ur­inn hlaut 5,1 pró­sent atkvæði og þrjá þing­menn. 

„Það mun­aði þarna um stór­fjöl­skyldur fram­bjóð­enda. Í næstu kosn­ing­um, ef við náum 10 pró­senta fylgi, er það samt stór­sigur og ákveðin lúx­us­staða að vera í,” segir Helgi Hrafn.

Píratar eru hins vegar ekki byrj­aðir að manna listana, en fjöld­inn allur af aðild­ar­fé­lögum flokks­ins birt­ast þessa dag­ana víðs­vegar um land­ið. „Þau spretta upp eins og gorkúlur núna. Að óbreyttu ákveða þau svo bara sína lista og það verða bara venju­leg próf­kjör eftir kjör­dæm­um, nema við notum örlítið aðra reikni­reglu en aðr­ir.”  Hann seg­ist engar áhyggjur hafa af því að listar Pírata fyllist af ónýtum þing­mönn­um. 

„Margir sem eru sagðir hafa slys­ast inn í gegn um Fram­sókn eru bara mjög fínir þing­menn. Þeir fá bara kannski ekk­ert að njóta sín vegna þess hvernig Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn virkar,” segir hann. Það sé hins vegar engin leið fær til að átta sig á hvernig fólk muni standa sig sem þing­menn. 

„Allir hæfi­leikar og kostir geta komið manni vel í starf­inu, að sama skapi og allir breysk­leikar og gallar geta skemmt fyr­ir. Allt sem er hluti af per­sónu manns hefur til­hneig­ingu til að skipta miklu meira máli í póli­tík heldur en í öðrum störf­um. Ef þú ert til dæmis ert pínu gleym­inn eða utan við þig, getur það haft gígantískar afleið­ingar því ákvarð­anir sem þú tekur eru svo mik­il­væg­ar,” segir hann.

Ráð­herrar snáfi af þing­inu

Píratar sam­þykktu á fjöl­mennum fundi í vik­unni að þeir fari ekki í rík­is­stjórn nema ráð­herrar séu utan þings. Helgi Hrafn fagnar því að þetta hafi verið sam­þykkt, enda eigi topp­ur­inn á lög­gjaf­anum „ekki að fá fram­kvæmda­valdið í kaup­bæt­i.” Það sé á skjön við þrí­skipt­ingu valds­ins. 

„Við gætum náð meiru af okkar stefnu­málum í gegn með því að vera til dæmis með inn­an­rík­is­ráð­herra, en ég fæ ekki betur séð að þær grund­vall­ar­breyt­ingar sem við viljum gera, séu ekki hlutir sem eru í höndum rík­is­stjórn­ar­innar heldur Alþing­is. Þeim mun mik­il­væg­ara er að ná að breyta því með þing­meiri­hluta, óháð rík­is­stjórn,” segir hann. 

Tveir gæjar uppí bústað í rík­is­stjórn­ar­leik 

Varð­andi mönnun næstu rík­is­stjórnar er fátt um svör hjá Helga Hrafn­i. 

„En það truflar mig mjög hvernig ráð­herrar og for­setar þings­ins eru vald­ir,” segir hann. „Eins og eftir síð­ustu kosn­ingar fóru bara tveir gæjar upp í sum­ar­bú­stað að ræða málin og ákváðu þar hver skildi vera for­seti Alþing­is. For­sæt­is­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra ákváðu bara hver átti að vera for­seti Alþing­is. Uppí bústað. Er þetta bara eðli­leg­t?“  

Hann seg­ist myndu láta sig hafa það að verða ráð­herra sjálfur ef það yrði mál­staðnum til bóta. 

„Mig langar ekki til þess. Mig langar ekki að vera á þingi og enn síður að vera ráð­herra,” segir hann. „En völdin hverfa ekki við það að maður hafi óbeit á þeim og þá er gott að þau séu nýtt sem best. Og ég skal hjálpa til við það í ein­hvern tíma upp að ein­hverju marki - þó að mig langi ekki til þess.“ 

RÚV-­málið ófor­svar­an­legur and­skoti og grímu­laus spill­ing  

Þó að Helgi Hrafn og sam­flokks­menn hans vilji losna við rík­is­stjórn­ina af þingi á næsta kjörtima­bili, þá situr hún nú sem fast­ast. Greint var frá því á Kjarn­anum í gær að ekk­ert frum­varp frá rík­is­stjórn­inni biði þess nú að vera tekið til umræðu á Alþingi. Rík­is­stjórnin hefur lagt fram 52 frum­vörp á yfir­stand­andi þingi sem eru færri frum­vörp en nokkur rík­is­stjórn síð­ustu tutt­ugu árin hefur verið búin að leggja fram á sama tíma.  

„Mér finnst rík­is­stjórnin mjög léleg. Þar er af ýmsu að taka, en það sem situr mest í mér er með­höndl­unin á ESB-­mál­inu. Að rík­is­stjórnin leyfi sér að lofa þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, eða tala þannig að allir skildu það svo að það ætti að vera þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla, en reyna svo að trukka þetta í gegn á meiri­hlut­an­um. Svo fór málið í nefnd, fjöl­menn mót­mæli og gríð­ar­leg und­ir­skrift­ar­söfn­un, og allt kall­aði á að það færi fram þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla, en síðan fer utan­rík­is­ráð­herra bara til Brussell með bréf því hann kemur mál­inu ekki í gegn um þing­ið. Hvað er að? Þetta er brjál­æði, algjört brjál­æði. Þetta er það hneyksl­an­leg­asta sem ég hef orðið vitni að og ég næ ekki hvernig þetta gat gerst og að það sé ekki allt brjálað yfir því. Nema það lýsir sér kannski í fylgiskönn­un­um.” 

Helgi Hrafn segir afskipti stjórn­mála­manna af starf­semi RÚV und­an­farin miss­eri ófor­svar­an­leg. 

„Það þykir mér vera grímu­laus spill­ing og ég er ekki enn að ná því hvernig Íslend­ingar eru að ná að sætta sig við þetta. Þetta er ófor­svar­an­legur and­skot­i.”

Það þykir mér vera grímu­laus spill­ing og ég er ekki enn að ná því hvernig Íslend­ingar eru að ná að sætta sig við þetta. Þetta er ófor­svar­an­legur and­skoti.

Ekki lengur nóg að henda pen­ingum í fólk 

Að mati Helga Hrafns láta stjórn­ar­liðar eins og tíma­bilið frá 2008 til 2013 hafi aldrei átt sér stað. Mun fleira hafi verið í gangi heldur en að vinstri rík­is­stjórn hafi verið við völd. 

„Ým­is­legt breytt­ist við hrunið og eft­ir­köstin. Fólk missti trúna á jakka­föt­in. Það var ekki lengur hægt að vera fínn og kunna flókin orð til að vera trú­verð­ug­ur,” segir hann. „Ef maður ber saman efna­hags­tölur frá sirka 2006 og til alda­móta við tölur dags­ins í dag, kemur í ljós að íslenskt efna­hags­kerfi hefur það bara hel­víti gott og skuld­setn­ing heim­ila er ekk­ert verri en hún var mjög lengi, en þá var ekki allt brjálað eins og núna. Ég held að það sé vegna þess að fyrir hrun leið fólki ekki illa yfir að vera með 800.000 krónur í yfir­drátt. Nú vill fólk ekki skulda og við­horfið er breytt. Það dugar ekki lengur að ausa pen­ingum og fal­legum orðum í almenn­ing til að hann verði til friðs. Skatta­lækk­an­ir, afnám tolla og leið­rétt­ingar virka ekki leng­ur. Það er ekki lengur nóg að vera í jakka­fötum og kunna fín orð. Fólk krefst þess að skilja hvað fólk er að segja, krefst þess að sjá gögn, og það vill ekki vera skuldugt upp fyrir haus til dauða­dags.”

Píratar vilja ekki styttra þing

Í vik­unni hafa verið fregnir af óein­ingu innan flokks­ins, sem hafa komið fram á Pírata­spjall­inu. Helgi Hrafn hefur lýst sam­skipt­unum eins og ofbeld­is­sam­bandi, en gefur þó ekki mikið fyrir ágrein­ing­inn. 

„Það hafa alltaf verið drama og leið­indi innan Pírata. En það þarf ekki sjálfsævi­sögu lít­illa, rót­tækra flokka til að koma auga á innra ósætti hjá stjórn­mála­flokk­um. Okkar ágrein­ingur er allur uppi á borð­inu og ég hef aldrei skilið af hverju við ættum að fela hann. Það er allt í lagi að menn séu ósam­mála svo lengi sem þeir séu ekki að drepa hvorn ann­an.” 

Þá sé sá mis­skiln­ingur í gangi að Píratar vilji styttra þing á næsta kjör­tíma­bili. Það er hins vegar Birgitta Jóns­dóttir sem er á þeirri skoð­un, en Helgi Hrafn und­ir­strikar að til­lagan hafi verið felld á aðal­fundi og að hann sé ekki sam­mála Birgittu í þessu máli.

„Það hafa alltaf verið drama og leiðindi innan Pírata,

Stoltur miðju­moð­ari

Píratar hafa verið gagn­rýndir fyrir skort á stefnu­mál­um. Helgi Hrafn segir flokk­inn þvert á móti hafa markað sér stefnu í öllum helstu mála­flokkum og nefnir þar vel­ferð­ar- og félags­mál, heil­brigð­is­mál, umhverf­is­mál, jafn­rétt­is­mál, varn­ar­mál, trú­mál, sam­keppn­is­mál og efna­hags­mál. Flokk­ur­inn stað­setur sig hvorki til vinstri né hægri. 

„Mér finnst til dæmis skrýtið að stjórn­mála­flokkur geti bara almennt verið með eða á móti skatta­lækk­un­um. Það hlýtur að fara eftir aðstæðum í sam­fé­lag­inu hverju sinni hvort það þyki æski­legt að hækka eða lækka skatta,” segir hann. „Núna er til dæmis bull­andi þensla og samt er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn að lækka skatta, sem maður ætti að gera þegar hægir á hag­kerf­inu. En  þurfum við alltaf að tryggja það að VG sé við stjórn þegar á að hækka skatta og Sjálf­stæð­is­flokkur við stjórn þegar á að lækka þá? Menn hafa kallað mig miðju­moð­ara, en það er líka bara tit­ill sem ég get borið með stolt­i.”

Hinn sér­lega hæst­virti ráð­herra Ólöf Nor­dal

Þó að Helgi Hrafn vildi helst hverfa af þingi eins og fyrr­ver­andi kollegi hans, Jón Þór, segir hann að stundum sé gaman í vinn­unni. Sér­stak­lega þegar fólk nær að vinna saman og ná fram árangri. 

„Eitt af því skemmti­leg­asta sem ég hef séð á þing­inu var þegar Ólöf Nor­dal, hinn sér­lega hæst­virti inn­an­rík­is­ráð­herra sem ég hef miklar mætur á, tók sig til og birti vald­beit­ing­ar­heim­ildir lög­regl­unn­ar. Bara vegna þess að við vorum að nöldra yfir því. Við þurftum ekki að kom­ast til valda og trukka þetta í gegn á ein­hverju meiri­hluta­brjál­æði. Þarna var bara rök­ræða, málið var skoð­að, ráð­herra komst að réttri nið­ur­stöðu og bara gerði þetta. Stjórn­mál eins og þau eiga að ver­a." 

Eins og áður segir er fylgi Pírata nú í hæstu hæðum og nú er bara að bíða og sjá hvort eitt­hvað af því fylgi hald­ist fram að næstu kosn­ing­um. 

„Við höfum sannað að afl sem berst fyrir lýð­ræð­isum­bótum og nýrri stjórn­ar­skrá getur haldið mjög háu fylgi í langan tíma. Það er gríð­ar­lega mik­il­vægt að það hafi ger­st, sér­stak­lega upp á von unga fólks­ins í fram­tíð­inni. Þetta tekur tíma og þetta er erfitt, en þetta er hægt. Við höfum sannað það.”

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None