Mold metin að verðleikum sínum

Fjöldi útskriftarverka er til sýnis í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu um þessar mundir. Nemandi í vöruhönnun sýndi Kjarnanum verk sitt og útskýrði hvað námið fæli í sér.

Emilía Björg Sigurðardóttir og lokaverkefni hennar í vöruhönnun
Emilía Björg Sigurðardóttir og lokaverkefni hennar í vöruhönnun
Auglýsing

„Þetta er rosa­lega krefj­andi nám. Mér fannst fyrsta árið erf­iðast, því þá er maður að finna út til hvers er ætl­ast af manni,“ segir Emil­ía Björg Sig­urð­ar­dótt­ir, útskrift­ar­nemi í vöru­hönnun frá Lista­há­skóla Íslands. Hún getur ekki sagt annað en að hún hafi verið mjög ánægð í nám­inu. Hún seg­ist hafa farið í námið vegna þess að hún hafi alltaf verið að hugsa um hvernig hægt væri að blanda saman sköp­un­ar­gáfu og spurn­ingum sem herja á hana um til­vist hluta.

Að ganga inn á sýn­ingu vöru­hönn­un­ar­nema í bóka­safni Lista­safns Reykja­víkur er eins og að ganga inn á rann­sókn­ar­stofu en alls útskrif­ast sjö nem­endur með B.A.-­próf í fag­inu frá Lhí í vor. Nem­endur höfðu fullt frelsi til að velja efni eða þema útskrift­ar­verka sinna. Emilía segir að verkin hjá þeim hafi þró­ast í svip­aða átt, það er að vekja upp spurn­ingar meðal fólks í sam­fé­lag­inu um end­ur­vinnslu efna. 

Emilía segir að útskrift­ar­hóp­ur­inn hafi verið mjög sam­rýndur í gegnum árin. Þau unnu sem hópur að verk­efn­inu Willow Project, sem fór einnig í bóka­út­gáfu fyrir stuttu, og hún segir að það hafi gengið mjög vel. „Okkur hlýtur að líka vel við hvort ann­að, ann­ars værum við ekki vinir nún­a,“ segir hún og hlær. „Þetta er eins og systk­ina­hóp­ur. Við erum alltaf upp í skóla sam­an, borðum saman og við deilum öllu sem við eig­um.“ Hún segir að það verði jafn­vel erfitt að útskrif­ast og kveðja hóp­inn. 

Auglýsing

Hvað er vöru­hönn­un?

Emilía segir að mörg svör séu í raun­inni við þeirri spurn­ingu og þau byggi á því hver sé spurð­ur. Vöru­hönnun hefur þró­ast hratt síð­ustu ár og þurft í raun að end­ur­skil­greina sig í takt við tím­ann. Í nám­inu erum við búin að vera að rýna í ferla sem eru nú þegar til stað­ar. Læra af þeim og jafn­vel koma með til­lögur að end­ur­hönn­un, nýta afgangs­efni og pæla í hvernig hlutir eru gerð­ir. Við skoðum efni og hugs­um: af hverju þetta efni og hvaðan kom það? Og við veltum stöðugt fyrir okkur í hvaða sam­hengi sé verið að hanna.

Þannig að við erum alltaf að hugsa um hvernig ferlið byrjar og hvernig það end­ar. Hvaða efni þú not­ar, hvaðan það kemur og hvernig það muni enda? Þetta er alltaf að fara að vera ein­hvers konar hringrás,“ segir hún. Emilía bætir við að kenn­ar­arnir leyfi þeim að draga sínar eigin álykt­anir af þeim upp­lýs­ingum sem þau fái og vinna úr þeim á eigin for­send­um. 

Flestir nem­endur að vinna með end­ur­vinnslu á efnum

Útskrift­ar­nem­end­urnir í vöru­hönnun eru flestir að vinna með end­ur­vinnslu en Emilía segir að það hafi ein­fald­lega legið í loft­inu. Þau spyrja spurn­inga eins og: Af hverju erum við með þessa þrá­hyggju að hafa allt hvítt? Af hverju reynum við ekki að setja mat­ar­af­ganga í hringrás til að skila nær­ingu til jarð­ar­inn­ar? Af hverju verður þetta ekki hluti af okkar hringrás? Með því á hún við að fólk ætti að skila því sem það tekur frá jörð­inni, því þá sé það ekki að eyði­leggja hana og pumpa hana fulla af eit­ur­efn­um. 

Emilía segir að þemað á sýn­ing­unni hafi ver­ið wunderkamm­er. „Það eru sýn­ing­ar­kassar sem not­aðir eru til að miðla þekk­ingu og eru í raun upp­spretta safna. Þetta þema hjálp­aði okkur að skapa nánd með sýn­ing­ar­gestum og miðla upp­lýs­ingum til þeirra á von­andi per­sónu­legan hátt. Við erum í bóka­safns­rým­inu og vildum því sýna hvað bækur eru stór hluti af rann­sókn­ar­ferli okk­ar. Við förum til­baka og finnum gamla þekk­ing­ar­hætti sem sam­fé­lagið hefur jafn­vel gleymt og blöndum því saman við það sem við finnum og lærum í nútíma­sam­fé­lag­i,“ bætir hún við. 

Hringrás efna­skipta

Í lýs­ingu á útskrift­ar­verk­efni Emilíu kemur fram að sam­band manns­ins við svörð jarð­ar­innar sé ósjálf­bært sam­band. Moldin sé lít­ils metin í nútíma­sam­fé­lagi þótt hún sé und­ir­staða lífs­ins. Með því að skapa hringrás efna­skipta sem fram­leiðir vökva með moltu­gerð úr úrgangi mat­ar­iðn­aðar getum við skilað nær­ing­ar­efnum til mold­ar­inn­ar. 

Vöruhönnun - Hluti af útskriftarverki Emilíu„Nafnið Elixir var upp­haf­lega notað um goð­sagna­kenndan vökva sem veitti eilíft líf og gat breytt efnum í gull. Með því að nefna úrgangs­vökvann þessu nafni er verið að skír­skota til þessa: að skapa verð­mæti úr úrgangi og benda á hversu ein­falt er að skila nær­ingu til jarð­ar­innar og um leið að draga úr notkun á ólíf­rænum áburði eða skor­dýra­eitri sem rýrir mold­ina. Með þess­ari hringrás er moldin metin að verð­leikum sín­um.“

Mik­ill áhugi fyrir útskrift­ar­sýn­ingum

Sýn­ing­unni í Hafn­ar­hús­inu hefur verið mjög vel tek­ið, að mati Emilíu enda margir nem­endur að kynna sín verk. Á opnun sýn­ing­ar­innar komu í kringum 2.500 manns en 80 nem­endur sýndu verk sín þar. Hún telur að fólk hafi áhuga á að sjá sýn­ingar af þessu tagi en hún hefur staðið yfir í tvær vik­ur. Síð­asti dagur sýn­ing­ar­innar í Hafn­ar­hús­inu er sunnu­dag­ur­inn 8. maí en sjá má lista yfir útskrift­ar­verk á heima­síðu Lhí

Ilmur Dögg Gísla­dótt­ir, kynn­ing­ar- og verk­efna­stjóri Lista­há­skóla Íslands, segir að fjöldi útskrift­ar­verka og sýn­inga hafi staðið yfir í apríl og maí. Og þrátt fyrir að sýn­ing­unni í Hafn­ar­hús­inu sé að ljúka núna þá séu margir við­burðir í viku hverri. Nem­enda­hóp­ur­inn hafi verið mjög fjöl­breyttur og sam­an­stæði af lista­mönnum úr öllum geirum lista­heims­ins. 

Einnig voru sýn­ingar í Gerð­ar­safni í Kópa­vogi en þar komu nem­endur hvaðanæva úr heim­in­um. Sýn­ingin hefur verið fram­lengd vegna góðrar við­töku eins og kemur fram á heima­síðu Gerð­ar­safns

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None