Í þá tíð… Villibarnið Viktor frá Aveyron

Fyrir rúmum 200 árum fannst drengur í skóglendi í Suður-Frakklandi. Hann hafði greinilega verið á eigin vegum frá fjögurra eða fimm ára aldri og var algerlega mállaus. Læknir einn reyndi að kenna honum að tala og lifa í samfélagi manna.

Viktor2310118
Auglýsing

Í gegnum ald­irnar hafa sögur farið af „villi­börn­um“, börnum sem hafa alist upp ein á báti í óbyggð­um, jafn­vel eftir að hafa verið alin upp af villi­dýr­um. Þjóð­sögur þessar hafa lagt grunn­inn að mörgum skáld­verk­um. Hver kann­ast til dæmis ekki við tví­burana Rómúlus og Remus,  Mó­glí úr sögum Kiplings eða Tarzan, sjálfan kon­ung apanna, sem sveifl­aði sér ljós­lif­andi af síðum Edgar Rice Burroughs (og síðar með milli­lend­ingu hjá Siglu­fjarð­ar­prent­smiðju) yfir í vit­und les­enda.

Villi­barnið sem hittir fólk og drekkur í sig menn­ingu og, tjah… mennsku, á met­tíma er þekkt minni í bók­menntum og teng­ist oft vanga­veltum um mann­legt eðli. Hvort mað­ur­inn, í sínu nátt­úru­lega ástandi, sé eins og hvert annað dýr, eins og má til dæmis lesa úr kenn­ingum Hobbes, eða hvort hann sé meira í lík­ingu við „göf­uga villi­mann­inn, sem er ófær um illsku og spillist þá fyrst þegar hann kemst í snert­ingu við nútíma­menn­ingu.

Eitt fyrsta dæmi þess að „villi­barn“ væri hand­samað og reynt að koma því til manns, í fyllstu merk­ingu þeirra orða, átti sér stað fyrir rúmum 200 árum síð­an. Það er sagan um Viktor frá Aveyron

Auglýsing

Villi­barnið hand­samað

Í Aveyron í Suð­ur­-Frakk­landi undir lok átj­ándu aldar hafði gengið saga um að villi­drengur hefð­ist við í skógum hér­aðs­ins. Árið 1797 var dreng­ur­inn hand­samaður af veiði­mönnum sem gripu hann niður úr tré, en hann flúði fljótt aftur úr vist hjá ekkju einni. Þremur árum síðar komst hann aftur í hendur fólks eftir að hann gaf sig sjálfur fram við fólk; senni­leg­ast um 12 ára gam­all, klæða­laus, ómálga og örum settur um allan lík­amann, sem benti til þess að hann hefði lengi verið á eigin vegum í nátt­úr­unni.

Drengurinn var fyrst um sinn afskrifaður sem þroskaskertur, en kennari hans og fóstri, Jean Marc Gaspard Itard, reyndi í sex ár að kenna honum að tala. Það gekk ekki sem skildi en rannsókn Itards markaði nokkur kaflaskil í kenningum um kennslu fatlaðra barna.Pilt­ur­inn var fyrstu mán­uð­ina í umsjá nátt­úru­fræð­ings­ins Pierre Jos­eph Bona­terre. Bona­terre þessi gerði ýmsar til­raunir með dreng­inn, meðal ann­ars leyfði hann honum að afklæð­ast og leika sér úti í snjónum án þess að hann léti kuld­ann nokkuð á sig fá, þvert á móti virt­ist hann kunna vel við sig þannig. Hann setti heldur ekk­ert fyrir sig að taka sjóð­heita kart­öflu út úr eld­stæði og stinga henni upp í sig. Hann brást ann­ars almennt illa við til­mælum og vildi til dæmis ekki láta baða sig, og átti til að taka æðisköst.

Ekk­ert var vitað um upp­runa drengs­ins, en eftir að aug­lýst hafði verið eftir mögu­legum aðstand­endum gáfu tveir menn sig fram, en synir þeirra beggja höfðu týnst í hinum róst­ur­sömu tímum í kjöl­far frönsku bylt­ing­ar­inn­ar. Hvor­ugur vildi gang­ast við hon­um.

Einnig gengu sögur um að hann væri óskil­get­inn sonur emb­ætt­is­manns í hér­að­inu, sem hafði verið bor­inn út sökum þess að hann var mál­laus.

Piltur var síðar fluttur á heyrn­leys­ingja­stofnun þar sem gerðar voru fleiri athug­anir á hon­um, undir áhrifum Upp­lýs­ing­ar­innar og fyrr­nefndrar hug­myndar um göf­uga villi­mann­inn. Hvað væri það sem gerði mann að mann­i?  

Lærifaðir kemur til sög­unnar

Dreng­ur­inn tók ekki neinum fram­förum á stofn­un­inni og eftir að fræði­menn við stofn­un­ina brast þol­in­mæði til að sinna honum voru flestir á því að hann væri þroska­heft­ur. Þá kom að ungur lækn­ir, Jean Marc Gaspard Itard sem hafði unnið við stofn­un­ina og tók pilt að sér. Hann tók hann heim og hóf að reyna að kenna honum tjá­skipti. Það var Itard sem gaf honum nafnið Vict­or, sig­ur­veg­ari.

Í bók sem Itard skrif­aði um ferlið segir að skyn­færi Vict­ors hafi verið mjög óþroskuð. Hann brást til að mynda lítt við hljóðum og lykt. Hann virt­ist bara heyra það sem hann vildi heyra. Hann brást til dæmis ekk­ert við þótt hleypt væri af byssu fyrir aftan hann, en spratt upp um leið og hann heyrði ein­hvern brjóta skel upp­á­halds­hnet­unnar sinn­ar. Augna­ráð Vict­ors var reik­andi og hann virt­ist ófær um að ein­beita sér að nokkru og hann gat ekki tjáð sig nema með stunum og hríni. „Ef hann hefur ein­hvern­tíma lært orð eða hafið mennt­un,“ reit Icard, „er allt slíkt horfið úr minni hans eftir ein­angr­un­ina.“

Itard ályktaði út frá útgang­inum á pilti að hann hlyti að hafa verið á ver­gangi í um sjö ár, en þar sem hann var með skammt kom­inn á þroska­braut­inni var Icard bjart­sýnn um að honum myndi takast að „mennta“ dreng­inn með fimm mark­mið í fyr­ir­rúmi, gera hann jákvæðan fyrir sam­fé­lagi manna umfram ein­ver­una í skóg­in­um, vekja skyn­færi hans með örvun, efla hug­mynda­heim hans þannig að hann finni í sér nýjar þrár og tengi við fleiri hluti í nærum­hverfi sínu, kenna honum að tala og loks að þjálfa huga hans til að ná mark­mið­um.



Victor brást að mörgu leyti vel við kennsl­unni sem hann hlaut hjá Itard. Smátt og smátt fór hann að skilja nokkurn veg­inn það sem við hann var sagt og hann fékkst líka til að vilja fara í bað. Victor varð hins vegar lítið ágengt í mál­þroska og á þeim sex árum sem hann dvaldi hjá Itard náði hann aðeins að læra eitt og eitt orð, til dæmis „lait“ (mjólk).

Helstu fram­far­irnar urðu senni­leg­ast í mann­legum sam­skiptum þar sem Victor sýndi meðal ann­ars merki um hlut­tekn­ingu með öðr­um.

Á enda­stöð

Eftir sex ár, þegar Victor var senni­lega um átján eða nítján ára gam­all var Itard viss um að vera kom­inn á enda­stöð. Þrátt fyrir að vera hvorki heyrn­ar­skertur né mál­laus var and­legt og sál­ar­legt atgerfi hans með þeim hætti. „Það yrði því til lít­ils að reyna að kenna honum að tala á hefð­bund­inn hátt, að láta hann end­ur­taka hljóð, þegar hann heyrði þau ekki í raun.“

Þrátt fyrir að hafa ekki náð til­ætl­uðum árangri með Vict­or, ollu rann­sóknir Itards tals­verðum straum­hvörfum og lögðu grunn­inn að menntun þroska­skertra ein­stak­linga.

Á síð­ari árum hafa margir fræði­menn reynt að greina ástand Vict­ors, sem þykir minna um margt á ein­hverfu, geð­klofa eða ann­ars konar geð­kvilla, sem gæti allt hafa verið ástæða þess að hann var yfir­gef­inn úti í skógi fimm ára gam­all.

Victor flutti inn til Madame Guér­in, ráðs­konu Itards, sem hafði gengið Vict­ori í móð­ur­stað.

Hann lést úr lungna­bólgu á heim­ili fóst­ur­móður sinnar árið 1928, senni­lega um fer­tugt, án þess að hafa tekið nokkrum fram­förum í þroska.

Leik­stjór­inn François Truffaut gerði tíma þeirra Vict­ors og Itards skil í mynd sinni, L'En­fant Sauvage (Villi­barn­ið), sem kom út árið 1970.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...