Vill ekki að Ísland missi af tækifærum sem Belti og braut skapi

Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, segir kínverska innviða- og fjárfestingaverkefnið Belti og braut geta skapað ný tækifæri í kínvers-íslenskri samvinnu og aukið verslun á milli landanna.

Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi.
Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi.
Auglýsing

Belti og braut getur þjónað sem nýr vett­vangur og veitt kín­versk-­ís­lenskri sam­vinnu ný tæki­færi og myndi þátt­taka Íslands styrkja tengsl á milli land­anna. Hún gæti jafn­framt aukið sam­vinnu í við­skipta­lífi og verslun á milli land­anna tveggja. Þetta segir Jin Zhi­ji­an, sendi­herra Kína á Íslandi, í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.  

Inn­viða- og fjár­vest­inga­verk­efnið Belti og braut (kínv. 一带一路, e. Belt and Road Ini­ti­ati­ve) er verk­efni sem ein­kennt hefur utan­rík­is­stefnu Kína frá árinu 2013 undir stjórn for­seta lands­ins, Xi Jin­p­ing. Með Belti og braut er vísað til hinnar fornu Silki­leiðar sem tengdi Kína við umheim­inn og vill Xi Jin­p­ing end­ur­vekja hana undir for­merkjum Beltis og braut­ar. Belti og braut – eða Silki­leið 21. ald­ar­innar – skipt­ist í stuttu máli í svo­kall­aðan silki­veg eða „belti“ á landi, til dæmis í formi lestar­teina og hrað­brauta. Hinn hlut­inn er silki­leið á sjó eða „braut“ – til dæmis í formi hafna sem þar að auki tengir Kína við umheim­inn. 

Auglýsing
Verkefnið er afar víð­feðmt og nær frá Kína til Evr­ópu og Aust­ur-Afr­íku, auk þess sem það nær til fjöl­margra Asíu­ríkja. Að minnsta kosti 68 ríki hafa skrifað undir þátt­töku í verk­efn­inu og saman mynda ríkin um 40 pró­sent lands­fram­leiðslu heims­ins. 

Segir íslensk stjórn­völd opin fyrir þátt­töku

Jin segir að íslensk stjórn­völd séu opin fyrir þátt­töku í Belti og braut og að með stuðn­ingi Beltis og braut­ar, AIIB og Silki­vegs­sjóðs­ins gætu Kína og Ísland unnið betur saman með því að byggja tengsla­net á sjó, lofti og á net­inu. Auk þess væri hægt að byggja upp inn­viði fyrir ferða­menn, koma á sigl­inga­leiðum um Silki­veg norð­ur­slóða, beinu flugi og 5G sam­skipta­kerfi.

­Ís­lensk stjórn­­völd hafa þó ekki mótað sér end­an­­lega afstöðu til verk­efn­is­ins, að því er fram kemur í svari utan­­­rík­­is­ráðu­­neyt­is­ins við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans. Í svar­inu segir að ráðu­­neytið hafi haft málið til skoð­unar í því augna­miði að greina hvað í fram­tak­inu felist og hvað aðild eða teng­ing við það gæti þýtt fyrir íslenska hags­mun­i.

Sendi­herr­ann segir að þátt­taka Íslands gæti aukið sam­vinnu í við­skipta­lífi og verslun á milli land­anna tveggja. Það sé vegna þess að hag­vöxtur í Kína er stór hluti heims­hag­kerf­is­ins og þurfi kín­verski mark­að­ur­inn nú að mæta auk­inni eft­ir­spurn á vörum, þar á meðal á vörum frá Ísland­i. 

„Með batn­andi lífs­kjörum kjósa fleiri og fleiri Kín­verjar að ferð­ast utan land­stein­anna. Ísland hefur hlotið auk­inn fjölda kín­verskra ferða­manna árlega sem hefur aukið þjón­ustu­við­skipti á Íslandi. Á sama tíma gæti Belti og braut stutt við frí­versl­un­ar­samn­ing land­anna okkar tveggja sem myndi efla vöxt tví­hliða við­skipta á vörum og þjón­ustu og sam­vinnu í net­verslun og auka tví­hliða fjár­fest­ing­ar,“ segir sendi­herr­ann.

Sex billjón Banda­ríkja­dala

Með Belti og braut er lögð áhersla á sam­eig­in­legan ávinn­ing Kína og þeirra ríkja sem taka þátt í Belti og braut, segir Jin. „Belti og braut ein­blínir á sam­hæfða stefnu, inn­viða­tengsl, óhindruð við­skipti, fjár­hags­lega sam­þætt­ingu og sterk­ari tengsl fólks. Verk­efnið leit­ast eftir opinni, grænni og hreinni þró­un,“ segir Jin. 

Sendi­herr­ann segir að verk­efnið hafi fengið mik­inn með­byr og stuðn­ing alþjóða­sam­fé­lags­ins. „Í dag hefur Kína skrifað undir sam­starfs­samn­inga á grund­velli Beltis og brautar við 127 ríki og 29 alþjóð­legar stofn­an­ir. Við­skipta­magn á milli Kína og landa sem eru hluti af Belti og braut er meira en sex billjón Banda­ríkja­dala og fjár­fest­ingar meira en 80 millj­arðar Banda­ríkja­dala.“

Raf­rænn Silki­vegur mögu­leiki

„Kína og Ísland geta einnig eflt sam­vinnu sína í fram­leiðslu á snjall­tækni, raf­rænum efna­hag og verndun hug­verka­rétt­inda, kannað nýja tækni, ný form og leiðir til við­skipta, ásamt því að styrkja sam­vinnu með stór gagna­sett, skýja­tækni og upp­bygg­ingu snjallra borga,“ segir Jin.

Ísland gæti fengið aukið aðgengi að fleiri mörk­uðum með þátt­töku í Belti og braut, sam­kvæmt sendi­herr­an­um. „Að því leyti getur háþróuð tækni Íslands í jarð­varma kom­ist á stærri vett­vang þegar hún er sam­einuð fjár­magni og mark­aði landa í Belti og braut,“ segir hann. 

Hver áhrif þátt­taka Íslands í verk­efn­inu yrðu á stjórn­mála­legt sam­band ríkj­anna tveggja telur Jin að þátt­taka Íslands í Belti og braut myndi vissu­lega vera tví­hliða sam­skiptum Kína og Íslands hag­stæð. Ríkin gætu þannig dýpkað sam­vinnu sína með aðstoð Beltis og braut­ar.

Varð­andi hverjar afleið­ing­arnar yrðu fyrir Ísland ef það kysi að taka ekki þátt í Belti og braut segir Jin: „Ég vona og trúi að íslensk stjórn­völd ákveði að taka þátt í Belti og braut í nákominni fram­tíð. Mig langar ekki að sjá Ísland missa af stórum tæki­færum sem Belti og braut skap­ar.“

Umdeilt fram­tak

Margir hafa þó gagn­rýnt verk­efnið og telja sumir að kín­versk stjórn­völd vilji nota það til þess að auka stjórn­mála­leg áhrif sín í heim­in­um. Banda­ríkin eru eflaust það ríki sem er opin­ber­lega hvað mest mót­fallið verk­efn­inu. Bæði vara­for­seti Banda­ríkj­anna, Mike Pence, og utan­rík­is­ráð­herra, Mike Pompeo, hafa gagn­rýnt fram­takið og sagt það varpa ríkjum í skulda­gildru. Gagn­rýnendur vísa einnig oft til aðstæðna Srí Lanka í því sam­hengi.

Í suð­ur­hluta Srí Lanka hafa kín­versk fyr­ir­tæki einka­leigu­rétt til 99 ára á höfn sem kölluð er Hamban­tota höfn­in. Það er vegna þess að stjórn­völd í Srí Lanka gátu ekki greitt skuld sína við kín­versku fyr­ir­tækin sem byggðu höfn­ina.

Banda­ríkja­menn hafa jafn­framt gagn­rýnt skil­mála sem ýmsar þjóðir hafa geng­ist við þar sem kín­versk rík­is­fyr­ir­tæki standi að bygg­ing­unni eða lán undir for­merkjum Beltis og brautar með það að skil­yrði að kaupa vörur frá kín­verskum fyr­ir­tækj­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent