Sala á áskriftum að enska boltanum umfram væntingar

Hagnaður Símans dróst saman frá sama tímabili í fyrra en er samt samt jákvæður um 1,4 milljarða króna. Áhrif enska boltans á sjónvarpshluta starfseminnar vigta ekki að fullu inn í uppgjör félagsins fyrr en eftir yfirstandandi ársfjórðung.

Enski boltinn er eitt vinsælasta sjónvarpsefni í heimi.
Enski boltinn er eitt vinsælasta sjónvarpsefni í heimi.
Auglýsing

Sím­inn segir að sala að enska bolt­an­um, sem félagið keypti útsend­inga­rétt­inn að fyrir nýhafið tíma­bil sé umfram vænt­ing­ar.  Þetta kemur fram í fjár­festa­kynn­ingu vegna birt­ingar á upp­gjöri Sím­ans fyrir annan árs­fjórð­ung árs­ins 2019 sem var gert opin­bert í gær.

Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar er haft eftir Orra Hauks­syni, for­stjóra Sím­ans, að verðið á Sím­inn Sport, sem sýnir leiki úr ensku úrvalds­deild­inni, og Sjón­varps Sím­ans Prem­i­um, en allir áskrif­endur að þeirri leið voru gerðir að áskrif­endum að enska bolt­an­um, hafi með­vitað verið stillt í hóf, meðal ann­ars til að draga úr freist­ingu til ólög­legs streym­is. Áskrift­ar­gjaldið fyrir staka áskrift að Sím­inn Sport, sem er einnig dreift í gegnum kerfi ann­arra fjar­skipta­fyr­ir­tækja, er 4.500 krónur á mán­uði en áskrift­ar­gjaldið fyrir Sjón­varp Sím­ans Prem­ium var hækkað úr 5.000 í 6.000 krónur á mán­uði þegar enska bolt­anum var bætt inn í þann pakka. 

Auglýsing
„Tekjur af sjón­varps­þjón­ustu eru á góðri sigl­ingu. Breyt­ingar í fyrra­haust á verði, til hækk­unar í sjón­varps­þjón­ustu og til lækk­unar á inter­net þjón­ustu, skekkja sam­an­burð­inn á þessum til­teknu vörum milli ára. Keppi­kefli okkar er að fjölga við­skipta­vinum í Sjón­varpi Sím­ans Prem­ium og í Heim­il­i­pakka, en hvort tveggja tókst sem nemur nokkrum þús­undum heim­ila milli ára. Nú þegar enski bolt­inn er orð­inn hluti af Sjón­varpi Sím­ans Prem­ium von­umst við til að sú vara styrk­ist enn frekar í sessi[...]Við erum ekki komin á leið­ar­enda og þurfum að halda áfram og selja fleiri heim­ilum aðgang, en nú er yfir þriðj­ungur heim­ila lands­ins með lög­legt aðgengi að ensku úrvals­deild­inni á langtum hag­stæð­ara verði en áður.“ segir Orri í til­kynn­ing­unni.

Tekjur af sjón­varps­þjón­ustu aukast

Enski bolt­inn vigtar ekki inn í nýbirt upp­gjör Sím­ans, enda hófst hann ekki fyrr en í ágúst en upp­gjörs­tíma­bil­inu lauk í lok júní. Því má búast við að áhrif sölu af áskrift­ar­sölu vegna enska bolt­ans komi fyrst fram þegar upp­gjör fyrir þriðja árs­fjórð­ung árs­ins 2019 verður birt, en það upp­gjörs­tíma­bil gildir frá byrjun júlí og út sept­em­ber næst­kom­andi. Í fjár­festa­kynn­ingu sagði að salan á bæði Prem­ium pökkum og stökum áskriftum gangi vel og séu umfram vænt­ing­ar.

Sím­inn hefur ekki viljað gefa upp hvað félagið greiddi fyrir enska bolt­ann og sagt verðið vera trún­að­ar­mál. Í fjár­festa­kynn­ingu Sím­ans sem birt var í gær kemur þó fram að kostn­aður „við enska bolt­ann er sam­kvæmt vænt­ing­um“.

Tekjur Sím­ans af allri sjón­varps­þjón­ustu juk­ust umtals­vert milli ára. Tekjur vegna Prem­ium pakka juk­ust um 190 millj­ónir króna milli ára, eða 27 pró­sent, og við­skipta­vinum sem eru með þá þjón­ustu fjölg­aði um fimm þús­und. Alls voru tekjur Sím­ans vegna sjón­varps­þjón­ustu 2.631 millj­ónir króna á fyrri hluta árs­ins 2019 sem er 322 millj­ónum krónum meira en á sama tíma­bili í fyrra. Það er vöxtur upp á 13,9 pró­sent. Tekjur vegna sjón­varps­þjón­ustu eru nú 18,7 pró­sent af heild­ar­tekjum félags­ins en voru 14,5 pró­sent í fyrra.

Hagn­aður dregst saman

Allt í allt lækk­uðu rekstr­ar­tekjur Sím­ans á fyrri hluta árs­ins 2018 þegar borið er saman við sama tíma­bil í fyrra. Rekstr­ar­hagn­aður félags­ins var 175 millj­ónum krónum lægri á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2019 en hann var á sama tíma­bili 2018. Rekstr­ar­hagn­aður Sím­ans fyrir fjár­magns­kostn­að, skatta og afskriftir (EBIT­DA), þegar búið er að leið­rétta fyrir áhrifum af inn­leið­ingu nýrra end­ur­skoð­un­ar­staðla og breyttri fram­setn­ingu á sýn­ing­ar­rétti sjón­varps­efn­is, var nei­kvæður um 215 millj­ónir króna.

Auglýsing
Hagnaður félags­ins dróst saman um 327 millj­ónir króna á fyrri hluta árs­ins miðað við sama tíma­bil í fyrra og var 1.413 millj­ónir króna, en um 280 millj­ónir króna þegar búið var að taka til­lit til ofan­greindrar breyt­ingar á upp­gjörs­að­ferð.

Í fjár­festa­kynn­ingu Sím­ans kemur fram að tekjur vegna far­síma­þjón­ustu, gagna­flutn­inga og vöru­sölu hafi lækkað milli ára en að góður gangur í sjón­varps­þjón­ustu, upp­lýs­inga­tækni og „öðru“ vegi þar upp á mót­i. 

Sam­an­lögð lækkun far­síma­tekna af reiki og heild­sölu nam til að mynda um 200 millj­ónum króna á milli ára og breyt­ingar á verð­lagn­ingu í ágúst 2018 höfðu áhrif til lækk­unar á inter­net­tekjum en til hækk­unar á sjón­varps- og tal­síma­tekj­u­m. 

Sýn birtir í dag

Helst sam­keppn­is­að­ili Sím­ans, fjöl­miðla- og fjar­skipta­fé­lagið Sýn, mun birta sitt hálfs­árs­upp­gjör í dag. Félagið sendi út afkomu­við­vörun fyrir rúmri viku þar sem fram kom að tekjur fyrir árið 2019 vegna fjöl­miðla og fjar­­skipta hafi verið ofá­ætl­­aðar um tæpar 400 millj­­ónir króna í fyrri áætlun og að kostn­aður við útsend­ingar miðla van­á­ætl­­aður um 160 millj­­ónir króna. Til sam­an­burðar þá var árs­hagn­aður Sýnar í fyrra 473 millj­ónir króna, sem var 57 pró­sent lækkun frá árinu áður.

Sýn hélt áður á sýn­ing­ar­rétt­inum á enska bolt­anum og var hann eitt helsta flagg­skipið í vöru­fram­boði félags­ins þegar kom að íþrótta­af­þr­ey­ingu, sem miðla Sýnar hafa verið leið­andi í árum sam­an. 

Auglýsing
Í sam­runa­skrá vegna kaupa Sýnar á miðlum 365, sem var óvart birt á vef Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins með trún­að­ar­upp­lýs­ingum vorið 2017, kom fram að um þrjú þús­und áskrif­endur væru að Sport­pakka Stöðvar 2 og tæp­lega 1.400 manns með Risa­pakk­ann, sem inni­heldur einnig íþrótta­stöðv­arn­ar. Í grein­ingu Arion banka á Sýn, sem birt var í jan­úar síð­ast­liðn­um, var áætlað að um fimm þús­und við­skipta­vinir gætu farið frá félag­inu sam­hliða því að það missir enska bolt­ann. Út frá þeim for­sendum spáði grein­ingin fyrir um tekju­sam­drátt hjá Sýn á árinu 2020.

Fjar­skipta­hluti Sýnar selur vörur sínar undir merkjum Voda­fo­ne. Í árs­hluta­reikn­ingi Sím­ans kemur fram að Voda­fone hafi lagt fram kvörtun til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins vegna fyr­ir­komu­lags við sölu á útsend­ingum frá ensku úrvals­deild­inni og gert kröfu um heild­sölu­að­gang að Sím­inn Sport. Sam­keppn­is­eft­ir­litið birti frum­mat sitt í júlí og taldi að ákveðið fyr­ir­komu­lag gæti farið í bága við sam­kepp­inslög og afleiddar ákvarð­an­ir. Stofnun hafi þó und­ir­strikað að um frum­mat væri að ræða sem gæti breyst og kall­aði sam­hliða eftir frek­ari gögn­um. Í árs­hluta­reikn­ingnum segir að Sím­inn telji að „af­staða Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins sé í and­stöðu við fyrri fram­kvæmd og án stuðn­ings til við­hlít­andi gagna. Félagið er þeirrar skoð­unar að fyr­ir­komu­lag um sölu á þjón­ustu félags­ins sé fylli­lega í sam­ræmi við sam­keppn­is­lög.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent