58 færslur fundust merktar „fjarskipti“

Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Mánaðarlegir vextir af reiðufénu sem Síminn fékk fyrir Mílu eru 160 milljónir
Ákveðið var á fundi hluthafa Símans, sem tók hálftíma, að greiða hluthöfum félagsins út 30,5 milljarða króna. Stærsti eigandinn er sennilega búinn að fá allt sem hann greiddi upphaflega fyrir hlutinn til baka þrátt fyrir að eiga hann allan ennþá.
27. október 2022
Orri Hauksson
Ekki pláss til að koma öllu til skila
11. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
4. október 2022
Arion banki kominn með yfir tíu prósent hlut í Sýn – Átök um völd yfir félaginu framundan
Skömmu fyrir verslunarmannahelgi hófust umfangsmikil uppkaup á hlutabréfum í fjölmiðla- og fjarskiptafélaginu Sýn. Þau hafa haldið áfram í þessari viku og alls hafa vel á þriðja tug prósenta af hlutum í Sýn skipt um hendur á örfáum dögum.
3. ágúst 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
27. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
26. júní 2022
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.
Telur að Sýn geti selt innviði fyrir sex milljarða króna á þessu ári
Forstjóri Sýnar vill selja myndlyklakerfi félagsins og fastlínukerfi þess, sem sér um hluta af gagnaflutningum. Þeim sem leigja myndlykla af Sýn hefur fækkað um þriðjung á fjórum árum.
9. mars 2022
5G-væð­ingin hafin að fullu – Kortunum fjölgaði úr 119 í tólf þúsund á sex mánuðum
Fyrsti 5G sendirinn var tekinn í gagnið hérlendis árið 2019. Búist var við því að notkun á tækninni yrði nokkuð almenn hérlendis í fyrra, en af því varð ekki. Nú hefur það breyst hratt.
19. desember 2021
Neysla á afþreyingarefni hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum.
Ljósleiðaraáskriftir komnar yfir 100 þúsund en leiga á myndlyklum dregst áfram saman
Þeim sem horfa á sjónvarp í gegnum myndlykla sem leigðir eru af fjarskiptafyrirtækjum hefur fækkað með innkomu streymiveitna á íslenska markaðinn. Alls hefur þeim fækkað um nálægt 15 þúsund frá 2017.
18. desember 2021
Farsímaáskriftum farið að fjölga á ný og „tæki í tæki“ áskriftir margfaldast
Í fyrra fækkaði farsímaáskrifum á íslenska fjarskiptamarkaðnum í fyrsta sinn milli ára frá 1994. Þeim hefur fjölgað á ný í ár. Fjöldi svo­kall­aðra „tæki í tæki“ áskrifta hefur farið úr 54 þúsund í byrjun síðasta árs í um 300 þúsund nú.
17. desember 2021
Úlfar Þormóðsson
Vit eða strit
19. nóvember 2021
Oddný G. Harðardóttir
Innviðir sem varða þjóðaröryggi og almannahag
18. nóvember 2021
Kári Jónasson
Ríkið á skilyrðislaust að eiga alla innviði – líka dreifikerfi útvarps og sjónvarps
13. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
Tillaga að innviðafrumvarpi væntanleg í janúar
Búist er við því að tillögur að frumvarpi um rýni í fjárfestingar á mikilvægum innviðum vegna þjóðaröryggis verði tilbúnar í janúar á næsta ári. Sambærilegar lagabreytingar hafa átt sér stað í Noregi, Danmörku og Finnlandi á síðustu árum.
9. nóvember 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
23. október 2021
Sýn heldur áfram að tapa á meðan að Síminn greiddi út 8,5 milljarða króna til hluthafa
Tvö fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtæki eru skráð í Kauphöll Íslands. Annað þeirra hefur skilað tapi í átta af síðustu níu ársfjórðungum á meðan að hitt hefur hagnast um milljarða króna á sama tímabili.
3. september 2021
Málið snýst um hvernig Síminn seldi aðgang að Enska boltanum. Manchester City sigraði í ensku úrvaldsdeildinni á síðustu leiktíð.
Síminn stefnir Samkeppniseftirlitinu
Síminn vill að úrskurður áfrýjunarnefndarnefndar samkeppnismála verði felldur úr gildi. Samkvæmt honum var félaginu gert að greiða 200 milljónir króna í sekt fyrir að bjóða betri kjör við sölu á Enska boltanum til þeirra sem eru með Heimilispakka Símans.
26. júní 2021
Fjöldi farsímaáskrifta dróst saman á Íslandi í fyrsta sinn frá 1994
Síminn er með mesta markaðshlutdeild á íslenskum farsímamarkaði en Nova var eina fjarskiptafyrirtækið á meðal þeirra þriggja stóru sem fjölgaði áskrifendum milli ára. Litíl fyrirtæki á markaðnum, sem deila fjögur prósent hlutdeild, hafa aukið umsvif sín.
16. maí 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.
Sýn hefur skilað tapi á sjö af síðustu átta ársfjórðungum
Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn hefur tapað um 2,5 milljörðum króna frá byrjun árs 2019. Nær allar tekjustoðir félagsins lækkuðu milli ára. Félagið er að selja innviðaeignir fyrir háar fjárhæðir og ætlar að skila því fé til hluthafa.
13. maí 2021
Símar hafa skipt um hlutverk á undanförnum áratugum. Þeir eru nú tölvur í vasa notenda sem notaðar eru fyrir afþreyingu og fréttanotkun, en ekki bara tól til að taka við og hringja símtöl.
Íslendingar notuðu 50 prósent meira gagnamagn í fyrra en árið áður
Íslenskir notendur notuðu 337 sinnum meira gagnamagn á árinu 2020 á farsímaneti en þeir gerðu 2009 þrátt fyrir að ferðaþjónustan hafi skroppið verulega saman. Kórónuveirufaraldurinn jók því notkun landsmanna á snjalltækjum sínum umtalsvert.
11. maí 2021
Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Hluthafar Símans búnir að fá 8,5 milljarða króna greiðslu
Síminn hefur ráðið tvo banka til að kanna hvort félagið eigi að selja Mílu, félag utan um fjarskiptainnviði Símans. Markmiðið er að hámarka verðmæti eigna Símans fyrir hluthafa og að framtíðarþróun „verði hagfelld fyrir íslenskan almenning“.
29. apríl 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.
Sýn selur fjarskiptainnviði fyrir meira en sex milljarða króna
Erlendir fjárfestar hafa eignast fjarskiptainnviði hérlendis sem áður voru í eigu Sýnar. Áhugi er á að kaupa sömu innviði af hinum stóru fjarskiptafyrirtækjunum.
1. apríl 2021
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
27. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
25. febrúar 2021
Síminn hefur verið skráður á markað frá haustinu 2015. Orri Hauksson er forstjóri félagsins.
Til stendur að tappa 8,5 milljörðum króna af Símanum í ár og skila til hluthafa
Salan á Sensa og breyting á fjármagnsskipan hefur gert það að verkum að Síminn ætlar að greiða hluthöfum sínum hálfan milljarð króna í arð og kaupa eigin bréf af þeim fyrir átta milljarða króna á þessu ári.
22. febrúar 2021
Frá 18. janúar síðastliðnum hefur fréttatími Stöðvar 2 verið lokaður fyrir öðrum en áskrifendum.
Meira en helmingur áhorfenda hætti að horfa á fréttir Stöðvar 2 þegar þeim var lokað
Sýn segir að áhorfendum að áskriftarleiðum þeirra í sjónvarpi hafi fjölgað mikið og séu nú yfir 40 þúsund allt í allt. Ekki fást upplýsingar um hvernig sá fjöldi skiptist á mismunandi áskriftarleiðir né hversu margir hafi bæst við í janúar 2021.
31. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
26. janúar 2021
Enski boltinn er afar vinsælt sjónvarpsefni.
Sekt Símans fyrir brot á samkeppnissátt lækkuð úr 500 í 200 milljónir króna
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest að Síminn hafi brotið gegn sátt með því að bjóða betri viðskiptakjör við sölu á Enska boltanum til þeirra sem eru með Heimilispakka Símans.
13. janúar 2021
Fréttatíma Stöðvar 2 verður lokað fyrir öðrum en áskrifendum
Þeir sem eru ekki áskrifendur að Stöð 2, en hafa vanist þess síðustu áratugi að horfa á fréttir stöðvarinnar í opinni dagskrá, munu ekki lengur geta það frá og með næstu viku.
11. janúar 2021
Höfuðstöðvar Sýnar við Suðurlandsbraut.
Áfram tap á fjölmiðla- og farsímarekstri hjá Sýn og hlutabréf í félaginu féllu skarpt
Sýn hefur tapað 402 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Áform eru uppi um að selja farsímainnviði félagsins fyrir árslok fyrir sex milljarða króna, og leigja þá svo aftur.
5. nóvember 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
28. október 2020
Höfuðsöðvar Sýnar á Suðurlandsbraut
Sýn langt komið í sölu á farsímainnviðum
Sýn fetar í fótspor erlendra fjarskiptafyrirtækja og er langt komið með að selja og endurleigja óvirka farsímainnviði félagsins. Söluhagnaður fyrirtækisins gæti numið yfir sex milljörðum króna.
23. október 2020
Samdráttur í auglýsinga- og reikitekjum ráðandi í áframhaldandi tapi á rekstri Sýnar
Forstjóri Sýnar segir það fráleitt að takmarka aðgengi Íslendinga að besta 5G búnaðinum til þess að þóknast utanríkispólitík Donalds Trump. Þrátt fyrir mikinn taprekstur undanfarna ársfjórðunga sé það ætlun hans að skila fjármagni til hluthafa á næstunni.
27. ágúst 2020
Fjárfestingar Kínverja í Bretlandi gætu dregist saman í kjölfar Huawei banns
Búnaður Huawei á að vera með öllu horfinn úr 5G kerfinu í Bretlandi fyrir árslok 2027. Í vikunni tók Donald Trump heiðurinn fyrir ákvörðun Breta en bresk stjórnvöld segja öryggisástæður liggja að baki ákvörðuninni.
16. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
6. júlí 2020
Nú geta áhugamenn um enska boltann keypt aðgang að honum á eitt þúsund krónur.
Vodafone selur enska boltann á þúsund krónur á mánuði
Fjarskiptafyrirtækið Vodafone selur nú eina verðmætustu vöru helsta samkeppnisaðila síns, Símans, á eitt þúsund krónur á mánuði. Þetta telur fyrirtækið sig geta gert eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í síðasta mánuði um brot Símans.
9. júní 2020
Neysla á afþreyingarefni hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum.
Sífellt færri eru áskrifendur að sjónvarpsþjónustu sem notast við myndlykla
Þeim landsmönnum sem kaupa áskriftir að sjónvarpsþjónustu sem þarf að nota myndlykil til að miðlast hefur fækkað um tæplega tíu prósent á tveimur árum. Sýn hefur tapað tæplega fjórðungi áskrifenda á tveimur árum.
24. maí 2020
Síminn eykur við forskotið á farsímamarkaði hjá þjóð sem er óð í meira gagnamagn
Á áratug hefur gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti 225faldast. Síminn hefur á undanförnum árum endurheimt fyrsta sætið á listanum yfir það fjarskiptafyrirtæki sem er með flesta viðskiptavini í farsímaþjónustu, en mest gagnamagn flæðir um kerfi Nova.
23. maí 2020
Gylfi Sigurðsson er stærsta íslenska stjarnan í enska boltanum, sem Síminn keypti sýningarréttinn að í fyrra. Hann leikur með Everton.
Tekjur Símans af sjónvarpsþjónustu jukust um 818 milljónir í fyrra
Áhrif kaupanna á sýningarrétti enska boltans, og þeirra breytinga sem Síminn réðst í samhliða innleiðingu hans í sjónvarpsþjónustu sína, eru afar áberandi í uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár.
22. febrúar 2020
Kristín Þorsteinsdóttir.
Fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins vill í stjórn Sýnar
Á meðal þeirra sem vilja taka sæti í stjórn eins stærsta fjölmiðlafyrirtækis Íslands er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi stjórnarformaður VÍS.
19. febrúar 2020
Sýn er eitt stærsta fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki landsins.
Viðskiptavild Sýnar hefur lækkað um 2,5 milljarða vegna fjölmiðlanna sem voru keyptir
Sýn hefur fært niður viðskiptavild sína um 2,5 milljarða króna. Um er að ræða viðskiptavild sem skapaðist við kaup á fjölmiðlum frá 365 miðlum árið 2017.
5. febrúar 2020
Kínverjar hafa í hótunum við Þjóðverja
Ef Þjóðverjar útiloka kínverska fyrirtækið Huawei frá því að taka þátt í útboði vegna 5G háhraðanets í Þýskalandi gætu Kínverjar svarað með því að banna innflutning á þýskum vörum, t.d. bílum, til Kína.
22. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
15. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
14. desember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
21. nóvember 2019
Tekjur Sýnar dragast saman milli ára og tap var á þriðja ársfjórðungi
Sýn tapaði 71 milljón króna á þriðja ársfjórðungi. Þar skipti mestu að tekjur vegna fjölmiðlastarfsemi félagsins minnkuðu um 144 milljónir króna á milli ára.
6. nóvember 2019
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Auknar tekjur í sjónvarpsrekstri draga vagninn fyrir Símann - Hagnaður 897 milljónir
Góður tekjuvöxtur í sjónvarpsrekstri er lykilbreyta í uppgjöri Símans fyrir þriðja ársfjórðung, en áhrif af kaupum félagsins á sýningarrétti á enska boltanum eru nú að koma fram af meiri krafti.
29. október 2019
Enski boltinn er eitt vinsælasta sjónvarpsefni í heimi.
Sala á áskriftum að enska boltanum umfram væntingar
Hagnaður Símans dróst saman frá sama tímabili í fyrra en er samt samt jákvæður um 1,4 milljarða króna. Áhrif enska boltans á sjónvarpshluta starfseminnar vigta ekki að fullu inn í uppgjör félagsins fyrr en eftir yfirstandandi ársfjórðung.
28. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
20. ágúst 2019
Hlutur Stoða í Símanum kominn yfir tíu prósent
Fjárfestingafélagið Stoðir á nú 10,86 prósent í Símanum, er stærsti hluthafi TM og stærsti innlendi einkafjárfestirinn í Arion banka.
12. ágúst 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
16. júní 2019
Síminn aftur orðinn stærstur á farsímamarkaði
Eðli fjarskiptaþjónustu hefur breyst hratt á undanförnum árum. Áður fyrr snerist hún um að selja símtöl. Nú eru verð á farsímamarkaði hérlendis með þeim lægstu í heimi og arðsemin liggur í annarri þjónustu.
13. júní 2019
Starfslok stjórnenda Sýnar kostuðu 137 milljónir
Bókfærður söluhagnaður vegna sameiningar dótturfélags skilaði Sýn réttu megin við á fyrsta ársfjórðungi. Samdráttur var í tekjum hjá flestum tekjustoðum félagsins. Brottrekstur þorra framkvæmdarstjórnar félagsins var dýr.
15. maí 2019
Kaupin á fjölmiðlunum sem fóru alls ekki eins og lagt var upp með
Sýn birti ársreikning sinn í gær. Félagið ætlaði að auka rekstrarhagnað sinn umtalsvert með kaupum á ljósvakamiðlum 365 miðla í lok árs 2017. Niðurstaðan er allt önnur og nú hafa þrír stjórnendur verið látnir fara á stuttum tíma.
28. febrúar 2019
Andrés Ingi Jónsson spurði Steingrím J. Sigfússon um kostnað vegna farsíma og netttenginga.
Kostnaður Alþingis vegna farsíma og nettenginga hefur helmingast
Skrifstofa Alþingis leitaði síðast tilboða í farsímaþjónustu og nettengingar fyrir þann hluta starfsfólks sem hún greiðir slíkt fyrir árið 2013. Þá varð Síminn fyrir valinu.
28. september 2018
Nova og Vodafone bæði orðin stærri en Síminn á farsímamarkaði
Tvö af hverjum þremur símakortum Íslendinga eru nú 4G kort. Notkun Íslendinga á gagnamagni í gegnum farsímakerfið hefur rúmlega 1oofaldast frá árslokum 2009. Þrjú fyrirtæki skipta markaðnum bróðurlega á milli sín.
12. maí 2018
Orri Hauksson: Kerfisbundin og markviss skekkja fengið að viðgangast
Forstjóri Símans telur að mikil bjögun og skekkja einkenni stöðu á fjarskiptamarkaði, ekki síst vegna Gagnaveitu Reykjavíkur. Hann skrifaði forstjóra Póst- og fjarskiptastofnunar bréf vegna þessa á dögunum.
24. nóvember 2017