Síminn stefnir Samkeppniseftirlitinu

Síminn vill að úrskurður áfrýjunarnefndarnefndar samkeppnismála verði felldur úr gildi. Samkvæmt honum var félaginu gert að greiða 200 milljónir króna í sekt fyrir að bjóða betri kjör við sölu á Enska boltanum til þeirra sem eru með Heimilispakka Símans.

Málið snýst um hvernig Síminn seldi aðgang að Enska boltanum. Manchester City sigraði í ensku úrvaldsdeildinni á síðustu leiktíð.
Málið snýst um hvernig Síminn seldi aðgang að Enska boltanum. Manchester City sigraði í ensku úrvaldsdeildinni á síðustu leiktíð.
Auglýsing

Sím­inn hefur ákveðið að stefna Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu til að fella úr gildi úrskurð áfrýj­un­ar­nefndar sam­keppn­is­mála frá því í jan­úar þess efnis að félagið hafi brotið gegn sátt með því að bjóða betri við­skipta­kjör við sölu á Enska bolt­anum til þeirra sem eru með Heim­il­i­s­pakka Sím­ans. 

Áfrýj­un­ar­nefndin stað­festi nið­ur­stöðu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um að brotið hafi verið gegn sátt­inni en lækk­aði sekt­ina sem lögð var á Sím­ann veru­lega, úr 500 í 200 millj­ónir króna. Í nið­ur­stöðu áfrýj­un­ar­nefnd­ar­innar sagði að það væri mat hennar að brot Sím­ans væri alvar­legt og að Sím­anum hafi ekki getað dulist að hátt­semin kynni að fara í bága við ákvæði 

Í stefnu Sím­ans, sem Kjarn­inn hefur undir höndum og er dag­sett 23. júní 2021, kemur fram að félagið telji nið­ur­stöðu áfrýj­un­ar­nefnd­ar­innar efn­is­lega ranga og vill að hún verði felld úr gildi. Félagið vill enn fremur fá þær 200 millj­ónir króna sem það hefur þegar greitt í stjórn­valds­sekt til baka með drátt­ar­vöxt­u­m. 

Ætlað brot gegn sátt frá 2015

For­saga máls­ins er sú að árið 2015 gerði Sím­inn sátt við Sam­keppn­is­eft­ir­litið um að tvinna ekki saman fjar­skipta­þjón­ustu og línu­legri sjón­varps­þjón­ust­u. Haustið 2018 vann Sím­inn svo útboð um sýn­ing­ar­rétt­inn á Enska bolt­anum árið 2018 til þriggja ára og hefur sýnt leiki hans frá því ágúst 2019. 

Í aðdrag­anda þess var stofnuð sér­stök sjón­varps­stöð, Sím­inn Sport, sem sýna átti leiki úr ensku úrvals­deild­inni. Stök áskrift að henni var seld á 4.500 krón­ur. Á sama tíma var hins vegar greint frá því að allir áskrif­endur að Sjón­­varpi Sím­ans Prem­i­um, sem voru þá þegar 35 til 40 þús­und, myndu fá aðgang að enska bolt­an­­um. Um leið var mán­að­­ar­verðið fyrir þá þjón­­ustu hækkað úr fimm þús­und krónum í sex þús­und krón­­ur.

Auglýsing
Sá sem hafði verið með sýn­ing­ar­rétt­inn á Enska bolt­anum áður, fjar­skipta- og fjöl­miðla­fyr­ir­tækið Sýn, kvart­aði til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins vegna þessa.

Rann­sókn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins leiddi í ljós að þorri við­skipta­vina Sím­ans, þ.e. nærri því 99 pró­sent þeirra sem keyptu Enska bolt­ann/Sím­ann Sport á kerfum fyr­ir­tæk­is­ins, hefðu keypt sjón­varps­efnið í heild­ar­þjón­ustu, þ.e. með Heim­il­i­s­pakk­anum og/eða Sjón­varpi Sím­ans Prem­ium í stað þess að kaupa þjón­ust­una eina og sér. Þannig hafi verð fyrir Sím­ann Sport/Enska bolt­ann aðeins verið 1.000 krónur á mán­uði þegar þjón­ustan var seld sem hluti af Heim­il­i­s­pakk­anum og Sjón­varpi Sím­ans Prem­i­um, en 4.500 krónur þegar hún var seld án þess að önnur þjón­usta væri keypt sam­hliða.

Nið­ur­staða Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins var því sú að verð­lagn­ing Sím­ans á Enska bolt­anum sem hluta af Heim­il­i­s­pakk­anum hafi lagt stein í götu keppi­nauta fyr­ir­tæk­is­ins og tak­markað mögu­leika þeirra til að laða til sín við­skipta­vini.

Því hefði Sím­inn brotið gegn sátt­inni sem gerð var 2015 með því að bjóða ólík við­­skipta­­kjör við sölu á Enska bolt­­anum á Sím­­anum Sport, eftir því hvort hann var boð­inn innan Heim­il­i­s­­pakka Sím­ans eða einn og sér í stakri áskrift.  

Vegna þessa ætti Sím­inn að greiða 500 milljón króna sekt í rík­is­sjóð.

Marg­hátt­aðar ástæður taldar til

Sím­inn skaut þeirri nið­ur­stöðu til áfrýj­un­ar­nefndar sam­keppn­is­mála sem stað­festi í byrjun árs nið­ur­stöðu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um að brotið hafi verið gegn sátt, en að eft­ir­litið þyrfti að rann­saka nánar stöðu Sím­ans á mark­aði að því er snerti þá hátt­semi sem í ákvörðun eft­ir­lits­ins var talin brjóta gegn sátt­inni frá 2015. Af þeim sökum var þeim þætti máls­ins vísað til nýrrar með­ferðar hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu.

Sím­inn taldi þetta sýna að áfrýj­un­ar­nefndin hefði fellt ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að hluta úr gildi. Í til­kynn­ingu sem félagið sendi til Kaup­hallar Íslands í kjöl­far nið­ur­stöðu áfrýj­un­ar­nefnd­ar­innar sagði: „Sím­inn fagnar því að stjórn­valds­sekt sú er Sím­anum var gert að greiða sé lækkuð umtals­vert. Það sýnir að hið meinta brot á skil­yrðum sem Sím­anum voru sett á fyrri árum var ekki með þeim hætti er Sam­keppn­is­eft­ir­litið úrskurð­aði um.“

Í stefnu félags­ins eru færðar fjöl­margar máls­á­stæður fyrir því að Sím­inn telji nið­ur­stöðu Sam­keppn­is­yf­ir­valda ekki halda. Í fyrsta lagi séu tugir þús­unda við­skipta­vina Sím­ans að kaupa sömu fjar­skipta­þjón­ustu og er inni­falin í Heim­il­i­s­pakk­anum án þess að kaupa jafn­framt Heim­il­i­s­pakk­ann eða þá sjón­varps­þjón­ustu sem sé inni­falin í hon­um. Í öðru lagi sé óum­deilt að um 13 þús­und heim­ili séu með aðgang að ensku úrvals­deild­inni í línu­legri dag­skrá án þess að vera með Heim­il­i­s­pakk­ann. Sá fjöldi nær yfir þá sem kaupa þjón­ust­una í gegnum Sím­ann sem staka þjón­ustu  eða í gegnum önnur fjar­skipta­fyr­ir­tæki, eins og t.d. Sýn. Í þriðja lagi sé gefi dreif­ing nýrra við­skipta­vina Sím­ans eftir að hann hóf sölu á aðgangi að Enska bolt­anum til kynna að verð­lagn­ing Heim­il­i­s­pakk­ans sé ekki slík að hún jafn­gildi skil­yrði við kaup á fjar­skipta­þjón­ustu sé jafn­framt keypt sjón­varps­þjón­usta. 

Í fjórða lagi telur Sím­inn að sú verð­lagn­ing sem liggi til grund­vallar Heim­il­i­s­pakk­anum geti ekki verið slík að við kaup á fjar­skipta­þjón­ustu sé það gert að skil­yrði að sjón­varps­þjón­usta fylgi með í kaup­un­um. Í fimmta lagi byggir Sím­inn á því að fella beri úrskurð áfrýj­un­ar­nefndar sam­keppn­is­mála úr gildi þar sem hún hafi brotið gegn rann­sókn­ar­reglu stjórn­sýslu­laga. Í sjötta lagi telur Sím­inn að með stjórn­valds­úr­lausn­unum sem um ræðir hafi verið brotið gegn jafn­ræð­is­reglu stjórn­sýslu­laga með svo alvar­legum hætti að óhjá­kvæmi­legt sé að fella þær úr gild­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent