Ráðherra segir óhjákvæmilegt að stefna að fullum aðskilnaði ríkis og kirkju

Ráðherra kirkjumála, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, segir að sjálfstæð kirkja, óháð ríkisvaldinu, samrýmist betur trú- og skoðanafrelsi en sérstaðan sem þjóðkirkjan njóti í íslenskri stjórnskipan. Rúmur þriðjungur þjóðar er ekki í þjóðkirkjunni.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra segir óhjá­kvæmi­legt að stefna í átt að fullum aðskiln­aði ríkis og þjóð­kirkju. Þetta kemur fram í grein sem hún skrifar í Morg­un­blaðið í dag

Þar segir Áslaug Arna að nýtt sam­komu­lag, sem und­ir­ritað var í sept­em­ber síð­ast­liðn­um, milli ríkis og þjóð­kirkj­unnar feli í sér að hún verði ekki lengur eins og hver önnur rík­is­stofn­un. „Hún mun fremur líkj­ast frjálsu trú­fé­lagi sem ber ábyrgð á eigin rekstri og fjár­hag. Þessar breyt­ingar eru til mik­illa bóta og óhjá­kvæmi­legt að stefna áfram á sömu braut í átt að fullum aðskiln­aði. Þangað til og þrátt fyrir sam­komu­lagið mun þjóð­kirkjan áfram njóta stuðn­ings og verndar íslenska rík­is­ins á grund­velli ákvæðis stjórn­ar­skrár­inn­ar.“

Áslaug Arna segir í grein­inni að sjálf­stæð kirkja óháð rík­is­vald­inu sam­rým­ist betur trú­frelsi og skoð­ana­frelsi en sér­staðan sem þjóð­kirkjan hefur notið í íslenskri stjórn­skip­an. „Í mínum huga er ekki spurn­ing um það að kirkjan getur vel sinnt öllum verk­efnum sínum og þar á meðal sálu­hjálp og marg­vís­legri félags­legri þjón­ustu óháð rík­inu. Ég er einnig þeirrar skoð­unar að margir muni fylgja kirkj­unni að málum þótt full­kom­inn aðskiln­aður verði á end­anum á milli hennar og rík­is­valds­ins.“

Lengi verið meiri­hluti fyrir aðskiln­aði

Sam­kvæmt Þjóð­ar­púlsi Gallup sem var birtur fyrir viku síðan er meiri­hluti Íslend­inga hlynntur aðskiln­aði ríkis og kirkju, eða rúm­­lega 55 pró­­sent, en það er svipað hlut­­fall og und­an­farin ár. Ríf­­lega fimmt­ungur er hvorki hlynntur né and­vígur aðskiln­aði ríkis og kirkju, og tæp­­lega fjórð­ungur er and­víg­­ur.

Auglýsing
Karlar eru hlynnt­­ari aðskiln­aði ríkis og kirkju en kon­­ur, og fólk er hlynnt­­ara aðskiln­aði eftir því sem það er yngra. Íbúar höf­uð­­borg­­ar­­svæð­is­ins eru hlynnt­­ari aðskiln­aði ríkis og kirkju en íbúar lands­­byggð­­ar­inn­­ar, og fólk er hlynnt­­ara aðskiln­aði eftir því sem það hefur meiri menntun að baki.

Munur er á við­horfi fólks eftir því hvað það kysi til Alþingis ef kosið yrði í dag. Þeir sem kysu Pírata eru lík­­­leg­­astir til að vera hlynntir aðskiln­aði ríkis og kirkju, en þeir sem kysu Fram­­sókn­­ar­­flokk­inn lík­­­leg­­astir til að vera and­víg­­ir. Á eftir þeim koma kjós­­endur Mið­­flokks­ins og Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins.

Í nið­­ur­­stöð­unum kemur fram að um þriðj­ungur Íslend­inga beri mikið traust til þjóð­­kirkj­unn­­ar. Það er svipað hlut­­fall og í fyrra en þá lækk­­aði það frá fyrri mæl­ing­­um. Nær þriðj­ungur ber hvorki mikið né lítið traust til þjóð­­kirkj­unnar og um þriðj­ungur ber lítið traust til henn­­ar.

Um 19 pró­­sent eru ánægð með störf Agn­­esar M. Sig­­urð­­ar­dótt­­ur, bisk­­ups Íslands.

Rúmur þriðj­ungur ekki í þjóð­kirkj­unni

Þeim sem eru skráðir í þjóð­­­kirkj­una hefur fækkað jafnt og þétt á und­an­­­förnum árum, þrátt fyrir að íbúum hafi fjölgað umtals­vert. Nú eru 231.684 ein­stak­l­ingar skráðir í þjóð­­­­kirkj­una en þeir voru 253.069 árið 2009 þegar fjöldin náði hæstu hæð­­­um. Alls eru um 64 pró­­­sent þeirra rúm­­­lega 360 þús­und manna sem búa á Íslandi því skráðir í þjóð­­­kirkj­una. Það þýðir að rúm­­­lega þriðj­ungur lands­­­manna er ekki skráður í hana, eða tæp­lega 129 þús­und manns.

Auglýsing
Þrátt fyrir að þeim sem skráðir eru í þjóð­­kirkj­una fækki með hverju ári þá hefur kostn­að­­ur­inn á hvern skráðan ein­stak­ling auk­ist á síð­­­ustu árum. ­Kostn­aður á hvern skráðan ein­stak­l­ing í þjóð­­kirkj­una nam 8.885 krónum á ein­stak­l­ing árið 1998 en 12.886 krónum árið 2017.

Nýtt sam­komu­lag und­ir­ritað

Þann 6. sept­­em­ber síð­­ast­lið­inn und­ir­­rit­uðu for­­sæt­is­ráð­herra, dóms­­mála­ráð­herra, fjár­­­mála­ráð­herra, og for­­seti kirkju­­þings, nýjan við­­bót­­ar­­samn­ing um end­­ur­­skoðun á kirkju­jarð­­ar­­sam­komu­lag­inu frá 1997 og samn­ingi um rekstr­­ar­­kostnað kirkj­unnar frá 1998. 

Þjóð­­kirkjan fær árlega fram­lög frá rík­­inu á grund­velli kirkju­jarða­­sam­komu­lags­ins sem og fram­lög sem renna til Kirkju­­mála­­sjóðs og Jöfn­un­­ar­­sjóðs sókna. Til við­­bótar fær þjóð­­kirkjan greidd sókn­­ar­­gjöld. 

Með nýja samn­ingnum er fyr­ir­komu­lag greiðslna til þjóð­­kirkj­unnar ein­faldað mjög. Nú fær ­kirkjan fastar greiðslur á hverju ári sem taka aðeins breyt­ingum á sömu almennu launa- og verð­lags­­for­­sendum sem liggja til­ grund­vall­ar í fjár­­lögum hvers árs. Greiðsl­urnar miða því ekki lengur við fjölda starfs­­­manna kirkj­unn­­­ar.  

­Jafn­­­framt mun kirkjan frá og með 1. jan­úar á næsta ári sjálf ann­­­ast alla launa­vinnslu, bók­hald og launa­greiðslur til starfs­­­manna sinna. Auk þess verða felld úr gildi sér­­­­­stök lög um ákveðna sjóði sem starfað hafa hingað til á vegum kirkj­unn­­­ar.

„Með þessu nýja sam­komu­lagi er stigið mjög stórt skref í þá átt að þjóð­­kirkjan verði fyrst og fremst trú­­fé­lag sem beri sjálft ábyrgð á eigin rekstri og fjár­­hag. Kirkjan nýtur enn stuðn­­ings íslenska rík­­is­ins líkt og kveðið er á um í stjórn­­­ar­­skrá lýð­veld­is­ins en fjar­lægist það mjög að vera rík­­is­­stofnun með þessum samn­ingi. Áfram munu lög um stöðu stjórn og starfs­hætti þjóð­­kirkj­unnar gera ráð fyrir ákveðnum tengslum á milli þjóð­­kirkj­unnar og rík­­is­ins,“ sagði í frétta­til­kynn­ingu á vef stjórn­­­ar­ráðs­ins vegna gerð samn­ings­ins.

End­­ur­­skoðun kirkju­jarð­­ar­­sam­komu­lags­ins

Þann 10. jan­úar 1997 samdi ríkið um að kirkjan léti af hendi kirkju­jarðir að frá­­­­­töldum prests­­­setrum og að and­virði seldra kirkju­jarða rynni í rík­­­is­­­sjóð. Á móti mundi rík­­­is­­­sjóður greiða laun bisk­­­ups Íslands, vígslu­bisk­­­upa, 138 starf­andi presta og pró­fasta kirkj­unnar og 18 starfs­­­manna Bisk­­­ups­­­stofu, annan rekstr­­­ar­­­kostnað prests­emb­ætta og Bisk­­­ups­­­stofu, náms­­­leyfi, fæð­ing­­­ar­or­lof, veik­indi og fleira. 

Auglýsing
Þetta sam­komu­lag er kallað kirkju­jarð­­ar­­sam­komu­lag­ið og á grunni þess er þjóð­­­­kirkjan á fjár­­­­lögum og fær umtals­verða fjár­­­­muni úr rík­­­­is­­­­sjóði. Frá árinu 1998 hafa greiðslur hins opin­bera vegna þessa verið á fimmta tug millj­­­arða króna. 

Með nýja við­­bót­­ar­­samn­ingnum hafa kirkjan og ríkið komið sér saman um nýja útfærslu á þessu sam­komu­lagi sem felur í sér veru­­lega ein­­földun á greiðslum vegna sam­komu­lags­ins. 

2,7 millj­­arðar ár ári vegna kirkju­jarð­­ar­­sam­komu­lags­ins

Í nýja samn­ingum skuld­bindur íslenska ríkið sig til þess greiða árlega gagn­greiðslu til þjóð­­kirkj­unnar að fjár­­hæð 2.374.700.000, miðað við gagn­gjaldið 2018. Greiðslan er nú óháð fjölda bisk­­upa, pró­fasta, presta og ann­­arra starfs­­manna þjóð­­kirkj­unn­­ar. 

Auk þess skuld­bindur ríkið sig til að greiða til þjóð­­kirkj­unnar 368.400.000, miðað við gagn­gjaldið 2018,  vegna samn­ings rík­­is­ins við þjóð­­kirkj­una frá 1998 um rekstr­ar­kostnað vegna prests­emb­ætta og pró­fasta, rekstr­­ar­­kostnað bisk­­ups­­stofu, fram­lag til Kristn­i­­sjóðs og sér­­fram­lög til þjóð­­kirkj­unn­­ar. Þessi fjár­hæð verð­bæt­ist líkt og árlega gagn­greiðsla hér fyrir ofan. 

Auk þess­­ara tveggja greiðslna vegna kirkju­jarð­­ar­­sam­komu­lags­ins mun ríkið greiða þjóð­­kirkj­unn­i 711.400.000 krónur á ári, miðað við verð­lag árs­ins 2018, í stað þeirra fram­laga sem runnið hafa til Kirkju­­mála­­sjóðs og Jöfn­un­­ar­­sjóðs ­sókna. Sú fjár­­hæð mun taka breyt­ingum í sam­ræmi við almennar launa- og verð­lags­­for­­sendur sem liggja til grund­vallar í fjár­­lögum hvers árs, með sama hætti og ofan­­greindar greiðsl­­ur.

Til við­­­bótar við þessi fram­lög greiðir ríkið sókn­­­ar­­­gjöld til trú­­­fé­laga, en þar er þjóð­­­kirkjan lang fyr­ir­­­ferða­­­mest enda eru tæp­­­lega tveir af hverjum þremur lands­­­mönnum í henni. Sókn­­­ar­­­gjöld næsta árs eru áætluð 2.567 millj­­­ónir króna og því má áætla að tæp­­lega 1,7 millj­­­arðar króna af þeirri upp­­­hæð renni til þjóð­­­kirkj­unn­­­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent