684 ára ráðgáta um svarta dauða leyst – tennur úr fyrstu fórnarlömbum lykillinn

Í áratugi hafa vísindamenn reynt að komast að því hvar hin mjög svo mannskæða pest, svarti dauði, átti uppruna sinn. Nýjar rannsóknir benda til að faraldurinn hafi sprungið út árið 1338 á svæði sem Kirgistan er nú að finna.

DNA-rannsóknir voru notaðar til að svipta hulunni af því hvar og hvenær svarti dauði kom til sögunnar.
DNA-rannsóknir voru notaðar til að svipta hulunni af því hvar og hvenær svarti dauði kom til sögunnar.
Auglýsing

For­móðir bakt­ería sem vitað er að ollu pest­inni svarta dauða á 14. öld fannst nýverið við DNA-­grein­ingu í tönn úr mann­eskjum sem höfðu lát­ist árið 1338 og verið jarð­aðar í graf­reit á svæði sem nú til­heyrir land­inu Kirgist­an. Vís­inda­menn­irnir sem fram­kvæmdu rann­sókn­ina telja að nú hafi upp­runi far­ald­urs sem átti eftir að fella millj­ónir manna verið stað­fest­ur. Þar með sé 684 ára gömul ráð­gáta loks leyst.

Svarti dauði var óhugn­an­legur sjúk­dómur sem barst með ógn­ar­hraða á þess tíma mæli­kvarða um alla Evr­ópu, Asíu, norð­ur­hluta Afr­íku og víðar á fjórt­ándu öld. Lík­lega hefur hann borist með versl­un­ar­leiðum milli land­svæða. Svo mann­skæður var far­ald­ur­inn að hann setti sam­fé­lög víða í mikið upp­nám. Ótti greip eðli­lega um sig.

Auglýsing

Í ára­tugi hafa vís­inda­menn reynt að ráða gát­una um upp­runa hans og ýmsar til­gátur verið settar fram. Nú telur hópur vís­inda­manna, sem birta nið­ur­stöður sínar í grein í vís­inda­tíma­rit­inu Nat­ure, sig hafa kom­ist eins nálægt lausn­inni og hægt er í augna­blik­inu.

Með DNA-­rann­sókn á tönn tókst þeim að finna bakt­eríu sem er náskyld öðrum sem á eftir komu og stað­fest er að ollu sjúk­dómnum nokkrum árum síð­ar.

„Við höfum fundið upp­runann í tíma og rúmi sem er í raun mjög merki­leg­t,“ hefur breska blaðið Guar­dian eftir Johannes Krause, pró­fessor við Max Planck-­stofn­una í Leipzig. Stofn­unin sér­hæfir sig í þró­un­ar­fræði og mann­fræði­rann­sókn­um. Bakt­er­ían sem fannst er ekki aðeins for­móðir afbrigða sem vitað er að ollu svarta dauða heldur einnig móðir afbrigða margra bakt­ería sem enn finn­ast á jörð­inni.

Dalur í Kirgistan undir Tian Shan-fjöllunum í nágrenni staðarins þar sem grafreitirnir eru. Mynd: Wikipedia

Vís­inda­teymið kom fyrst saman er Philip Slavin, sagn­fræð­ingur við Háskól­ann í Stir­l­ing, hafði upp­götvað skyndi­legt og mikið mann­fall á síð­ari hluta fjórða ára­tugs 14. aldar með rann­sóknum á graf­reitum í nágrenni stöðu­vatns­ins Issyk-Kul á svæði sem nú til­heyrir Kirgist­an. Í görð­unum voru hund­ruð leg­steina á gröfum fólks sem lát­ist höfðu á ára­bil­inu 1248-1345. Það sem Slavin upp­götv­aði var að mjög margir sem grafnir voru i görð­unum höfðu lát­ist á aðeins tveimur árum; 1338-1339. Á sumum stein­unum stóð að dán­ar­or­sök hafi verið „mawtānā”, sem er forn­sýr­lenskt orð yfir drep­sótt.

Frek­ari rann­sókn Slavin leiddi svo í ljós að um þrjá­tíu beina­grindur hefðu verið grafnar upp á níunda ára­tug átj­ándu ald­ar. Slavin og sam­starfs­menn hans köf­uðu ofan í dag­bækur þeirra sem stóðu að upp­greftrinum og komust að því hvar lík­ams­leif­arnar væri að finna. Þegar það lá fyrir tóku aðrir vís­inda­menn við kefl­inu og hófu að gera DNA-­rann­sókn­ir. Í því teymi voru m.a. Krause og Maria Spyrou, pró­fessor við Tübin­gen-há­skóla í Þýska­landi.

Rann­sök­uðu lík­ams­leifar sjö eint­sak­linga

Krause, María og félagar gerðu rann­sóknir á tönnum úr sjö mann­eskjum sem höfðu verið grafnir í görð­unum við vatn­ið. Þeim tókst að ein­angra bakt­eríu sem veldur eitla­bólgu (kýla­veiki) úr þremur þess­ara ein­stak­linga. Sú bakt­ería var greind og eins og fyrr segir komust vís­inda­menn­irnir að því að hún væri for­móðir bakt­ería sem ollu svarta dauða í Evr­ópu átta árum síð­ar.

Teymið komst enn­fremur að því að nán­asti „ætt­ingi“ þess­arar bakt­eríu væri að finna í nag­dýrum á þessu sama svæði. Fólk getur enn þann dag í dag sýkst af eitla­bólgu en þar sem hrein­læti er mun betra nú en fyrir nokkrum öldum og færri eru í miklu og tíðu nábýli við rottur hefur það komið í veg fyrir að bakt­er­ían nái að stökk­breyt­ast í mönnum og valda skæðum far­öldrum líkt og hún gerði áður fyrr.

„Það sem við fundum í tengslum við graf­reit­inn var for­móðir nokk­urra afbrigða [sem ollu svarta dauða] og þess vegna er þetta eins og stóri hvellur plág­unn­ar,“ sagði pró­fess­or­inn Krause á blaða­manna­fundi þar sem nið­ur­stöð­urnar voru kynnt­ar.

Auglýsing

Far­sóttin sem síðar var kölluð svarti dauði (á lat­ínu mors nigra) gekk yfir Evr­ópu um miðja 14. öld og er áætlað að um einn fjórði til þrír fjórðu hlutar íbúa álf­unnar hafi lát­ist. Þessi til­tekni far­aldur pest­ar­innar barst ekki til Íslands, senni­lega vegna þess að þeir sem höfðu sýkst í Nor­egi, þaðan sem mest var siglt til lands­ins á þeim tíma, hafa dáið í hafi áður en þeir náðu til Íslands, segir í ítar­legri grein á Vís­inda­vefnum um svarta dauða. Síðan féllu sam­göngur fljótt niður vegna þess að þeir Norð­menn sem lifðu eftir hafa haft meira en nóg að sýsla heima fyr­ir. Að sögn ann­áls sigldi ekk­ert skip til Íslands árið 1350.

Eftir að þessi far­aldur gekk yfir var pestin land­læg víða í Evr­ópu, og minni háttar far­aldrar gengu næstu ald­irnar allt fram á 18. öld, stundum á nokk­urra ára­tuga fresti. Tveir slíkir far­aldrar náðu til Íslands, sá fyrri gekk hér á árunum 1402–04, sá síð­ari 1494–95.

Svartidauði herjaði á Evrópu töluvert áður en sjúkdómurinn barst til Íslands. Myndin er af sjúklingum með svartadauða, frá árinu 1411.Mynd: Af Vísindavefnum

„Um smit­leiðir pest­ar­innar höfðu menn lengi þá skoðun að hún liði yfir landið eins og þoku­móða, og voru til sögur um hvernig fólk hefði séð hana nálg­ast úr fjar­ska,“ stendur á Vís­inda­vefn­um. En um alda­mótin 1900 kom upp afar mann­skæð kýla­pest í Kína og Ind­landi, svo mann­skæð að fljótt var giskað á að þarna væri á ferð sami sjúk­dómur og hafði verið kall­aður svarti dauði.

Lengi voru smit­leið­irnar mikil ráð­gáta, en eftir nokk­urra ára rann­sóknir kom í ljós að hann smit­að­ist ekki beint frá manni til manns heldur á milli manna með flóm sem lifðu aðal­lega á rott­um. „Þegar rott­urnar drápust úr pest­inni leit­uðu flærnar á menn til að seðja hungur sitt og smit­uðu þá í leið­inn­i,“ segir á Vís­inda­vefn­um.

Lungna­pest?

Skömmu síðar kom svo í ljós að sami sjúk­dómur gat líka gengið frá manni til manns sem lungna­pest og var þá ennþá mann­skæð­ari, drap nán­ast alla sem veikt­ust. „En engu er lík­ara en að vís­inda­heim­ur­inn hafi verið svo stoltur af ráðn­ingu sinni á smit­leið kýla­pest­ar­innar að haldið var dauða­haldi í að þannig hlyti mið­alda­plágan í Evr­ópu að hafa smit­ast.“

En síð­ustu ára­tugi hefur þeirri skoðun vaxið fylgi í Evr­ópu að svarti dauði hafi frá upp­hafi gengið sem lungna­pest um álf­una.

Um fyrri far­ald­ur­inn, sem gekk yfir Ísland í upp­hafi fimmt­ándu ald­ar, segir á Vís­inda­vefnum að erfitt sé að áætla mann­fallið þar sem eng­inn viti hve margir Íslend­ingar voru á þessum tím­um. En ef gert er ráð fyrir að þeir hafi verið um 50.000 fyrir pest­ina, eins og þeir voru þegar fyrsta mann­talið var tekið 1703, hafa mögu­lega um 25.000 manns fall­ið.

Í síð­ari far­aldr­inum við lok fimmt­ándu aldar eru líka til heim­ildir um að helm­ingur fólks í land­inu hafi týnt lífi vegna pest­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent