Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið og Bankasýslan búin að fá drög að Íslandsbankaskýrslunni
Þeir aðilar sem báru ábyrgð á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, fjármála- og efnahagsráðuneytið og Bankasýsla ríkisins, munu hafa tækifæri til að skila inn umsögn um skýrslu Ríkisendurskoðunar um bankasöluna fram í miðja næstu viku.
Kjarninn 13. október 2022
Ólafur Ragnar Grímsson á viðburðinum sem fram fór í Hörpu á þriðjudag.
Ólafur Ragnar sagður hafa mært hugmyndir Xi Jinping um stjórnarfar
Á forsíðu dagblaðsins China Daily í dag segir að Ólafur Ragnar Grímsson hafi mært hugmyndir forseta Kína um stjórnarfar, á viðburði sem haldinn var í Hörpu fyrr í vikunni í tilefni af útgáfu bókar eftir Xi Jinping á íslensku.
Kjarninn 13. október 2022
Gróf þrívíddarteikning af húsinu sem fyrirhugað er að byggja á lóðinni.
Stallað stórhýsi í Borgartúni má verða með allt að 100 íbúðum
Á bak við Hótel Cabin í Borgartúni verður heimilt að koma fyrir allt að 100 íbúðum, samkvæmt skipulagstillögu sem yfirvöld í borginni hafa samþykkt. Húsið lækkar um eina hæð frá eldra skipulagi, en íbúar í nágrenninu telja það þó margir verða of hátt.
Kjarninn 13. október 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði fjármála- og efnahagsráðherra hvar ystu mörk Sjálfstæðisflokksins í skattahækkunum liggja.
„Aftur ver fjármálaráðherra Íslands titilinn um dýrustu bjórkrús í Evrópu“
Áfengisgjald og dýrasta bjórkrús í Evrópu voru til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Viðreisnar spurði fjármála- og efnahagsráðherra hvar ystu mörk Sjálfstæðisflokksins í skattahækkunum liggja.
Kjarninn 12. október 2022
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
SA telja eina meginforsendu fjárlaga í uppnámi verði Íslandsbanki ekki seldur
Í umsögn Samtaka atvinnulífsins um fjárlagafrumvarpið er varað við þeirri skuldaaukningu sem sé fyrirliggjandi á næsta ári ef ríkið selur ekki 42,5 prósent hlut sinn í Íslandsbanka. Ef ekki verði að sölu bankans sé „ein meginforsenda fjárlaga í uppnámi.“
Kjarninn 12. október 2022
45. þing ASÍ fer fram á Hótel Nordica. Tillaga þess efnis að þinginu verði frestað um sex mánuði verður mögulega lögð fram á þinginu í dag.
Þingi ASÍ frestað um sex mánuði
Eftir viðburðarríkan gærdag á 45. þingi ASÍ hefur tillaga breiðs hóps þingfulltrúa þess efnis að fresta þinginu um sex mánuði verið samþykkt.
Kjarninn 12. október 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.
Vilja breyta lögum til að bæta stöðu kvára og stálpa – Afi verður foreldri foreldris
Þingmenn Pírata og einn þingmaður Viðreisnar vilja breyta lögum þannig að kynskráning hafi ekki áhrif á hvers konar foreldrisnöfn fólk má velja sér. Þau vilja líka að kynhlutlaust fólk geti fengið gjaldfrjálst aukavegabréf.
Kjarninn 12. október 2022
Tölvuteikning af nýja Landsbankahúsinu við Austurhöfn, eins og fyrirséð er að það muni líta út.
Landsbankinn telur „ótímabært“ að fjalla um væntan heildarkostnað nýrra höfuðstöðva
Landsbankinn telur ekki tímabært að fjalla á ný um væntan heildarkostnað við byggingu stuðlabergsskreyttu höfuðstöðvanna sem bankinn er nú að byggja við Austurhöfn. Ríkið er búið að kaupa hluta hússins á um 6.000 milljónir króna.
Kjarninn 12. október 2022
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Segist hafa fengið alvarlegar hótanir og að hatrið hafi sigrað hann í dag
Ragnar Þór Ingólfsson segist hafa ákveðið að draga forsetaframboð sitt til baka yfir kaffibolla með konunni sinni í morgun. Hann finni fyrir létti og óskar þeim sem beittu sér gegn honum velfarnaðar.
Kjarninn 11. október 2022
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór dregur framboð sitt til baka
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur hætt við framboð sitt til forseta Alþýðusambands Íslands.
Kjarninn 11. október 2022
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.
Skorar á dómsmálaráðherra að tala skýrt og segja satt
Þingmaður Pírata segir það grafalvarlegt mál að dómsmálaráðherra taki undir orðræðu sem er til þess fallin að auka jaðarsetningu fólks sem þegar tilheyrir minnihlutahópi.
Kjarninn 11. október 2022
Frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í vor. Í forgrunni ræðast við þær Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Heiða Björg Hilmisdóttir, sem er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Reykjavík segir tugi milljarða vanta inn í fjármögnun ríkisins á verkefnum sveitarfélaga
Í umsögn Reykjavíkurborgar um fjárlagafrumvarp næsta árs er dregið saman að borgin telji sig eiga inni yfir 19 milljarða hjá ríkinu vegna vanfjármögnunar verkefna sem hún sinnir. Þar spilar málaflokkur fatlaðs fólks stærsta rullu.
Kjarninn 11. október 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Hvergi“ í stjórnkerfinu rætt um að taka orku frá stóriðju til orkuskipta
Þingmaður Viðreisnar spurði formann Sjálfstæðisflokksins að því á þingi í gær hvort það væri „heppilegt“ að ríkisstjórnarflokkar töluðu „í austur og vestur“ um öflun orku og ráðstöfun hennar.
Kjarninn 11. október 2022
Franskar kartöflur njóta tollverndar á Íslandi þrátt fyrir að enginn innlendur aðili framleiði þær. Fyrir vikið kosta þær miklu meira úti í búð en þær þyrftu að kosta.
Leggur fram frumvarp um að afnema tolla á innflutningi á frönskum kartöflum
Þrátt fyrir að enginn innlendur framleiðandi framleiði franskar kartöflur lengur er 76 prósent tollur á innflutning þeirra. Ráðherrar hafa kastað málinu á milli sín en nú er komið fram frumvarp um að afnema þennan toll.
Kjarninn 10. október 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins.
Framsóknarflokkurinn „mjög opinn“ fyrir því að Landsbankinn verði samfélagsbanki
Samkvæmt umræðum á Alþingi í dag eru tveir af þremur stjórnarflokkum alveg sammála um að Landsbankinn eigi áfram að verða í eigu íslenska ríkisins. Bæði Vinstri græn og Framsókn vilja skoða að bankinn verði samfélagsbanki.
Kjarninn 10. október 2022
Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala.
Landspítalinn segir þörf á tæpum 2,2 milljörðum í viðbót vegna leyfisskyldra lyfja
Landspítalinn segir að áætlanir í fjárlagafrumvarpi um að setja 11,95 milljarða í leyfisskyld lyf dugi ekki til, tæplega 2,2 milljarða þurfi til viðbótar. Annars sé hætt við að ekki verði hægt að taka ný leyfisskyld lyf í notkun árið 2023.
Kjarninn 10. október 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir og Gunnar Smári Egilsson.
Töluðu um að drepa Sólveigu Önnu og Gunnar Smára
Mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa verið að undirbúa hryðjuverk töluðu um að myrða formann Eflingar og formann framkvæmdastjóra Sósíalistaflokks Íslands.
Kjarninn 10. október 2022
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor.
„Illskiljanlegt“ að ekki sé búið að koma innlendri greiðslumiðlun á fót
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir að í ljósi þess að bent hafi verið á það fyrir þremur árum síðan að atlaga að fjarskiptastrengjum gæti valdið rofi í greiðslumiðlun innanlands sé „illskiljanlegt“ að ekki sé búið að koma á fót innlendri greiðslulausn.
Kjarninn 10. október 2022
Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa lækkaði um 86 milljarða á hálfu ári
Virði þeirra hlutabréfa sem veðsett eru fyrir lánum hefur lækkað um 29,4 prósent síðan í lok mars. Um er að ræða langskörpustu lækkun á sex mánaða tímabili frá því að hlutabréfamarkaðurinn var endurreistur eftir hrun.
Kjarninn 10. október 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Segja niðurskurð á framlögum færa fagsjóði listgreina á sama stað og þeir voru 2014
Bandalag íslenskra listamanna vill að starfslaun listamanna verði hækkuð, að niðurskurður í framlögum til Kvikmyndasjóðs verði dreginn til baka, að „andlitslaust“ skúffufé ráðuneytis verði útskýrt og að fé verði eyrnarmerkt Þjóðaróperu.
Kjarninn 9. október 2022
Frú Ragnheiður er á meðal skaðaminnkandi verkefna sem Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir. Rauði krossinn fagnar því að aftur sé verið að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu á kaupum og vörslu neysluskammta.
Vandi vímuefnanotenda verði meðhöndlaður í heilbrigðiskerfinu fremur en dómskerfinu
Rauði krossinn styður þær breytingar sem lagðar eru fram í frumvarpi til laga um afglæpavæðingu neysluskammta og segir lagasetninguna styðja við uppsetningu og þróun skaðaminnkandi þjónustu. Þetta er í fjórða sinn sem slíkt frumvarp er lagt fram.
Kjarninn 8. október 2022
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem allir þingmenn VG sem ekki eru ráðherrar standa að baki.
Þingmenn VG vilja að hluthafar reikni sér laun fyrir að sjá um fjárfestingar eigin félaga
Fimm þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram lagafrumvarp sem miðar að því að eigendum félaga sem halda utan um fjárfestingareignir, t.d. fasteignir og hlutabréf, verði gert skylt að greiða sér laun fyrir þá umsýslu.
Kjarninn 8. október 2022
Á undraskömmum tíma hafa rafhlaupahjól, svokallaðar rafskútur, orðið vinsæll ferðamáti. Í umsögn frá Hopp segir að 11 þúsund ferðir hafi verið eknar á deilirafskútum fyrirtækisins á hverjum degi að meðaltali í septembermánuði.
Efast um gildi aldurstakmarks og þungra refsinga við ölvun á rafskútum
Rafhlaupahjólaleigan Hopp og yfirlæknir á bráðamótttöku Landspítala eru sammála um að ekki sé ástæða til að kveða á um allt að tveggja ára refsingar við því að aka rafskútu undir áhrifum áfengis, eins og lagt er til í drögum að breyttum umferðarlögum.
Kjarninn 7. október 2022
Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Fjöldi verkefna á borði stofnunarinnar hefur aukist mikið á undanförnum árum.
Persónuvernd verði ekki skylt að rannsaka allar kvartanir sem berast
Dómsmálaráðuneytið hefur lagt fram frumvarpsdrög sem miða meðal annars að því að draga úr álagi á Persónuvernd. Stofnuninni er í dag gert að kveða upp úrskurð um hverja einustu kvörtun sem til hennar berst.
Kjarninn 7. október 2022
Ólöf Helga Adolfsdóttir
Ólöf Helga býður sig fram til forseta ASÍ gegn Ragnari Þór
Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur tilkynnt um framboð sitt til forseta Alþýðusambands Íslands. Hún vill leggja sitt að mörkum til að hreyfingin þjóni öllu félagsfólki, óháð pólitískum skoðunum þess.
Kjarninn 7. október 2022
Vegir á Suðurlandi uppfylla á löngum köflum ekki nútíma hönnunarviðmið.
Vikurflutningar myndu slíta vegum á við milljón fólksbíla á dag
Vegagerðin telur að sú aukning á þungaumferð sem fylgja mun áformuðu vikurnámi á Mýrdalssandi hefði mikil áhrif á niðurbrot vega og flýta þyrfti viðhaldsaðgerðum, endurbyggingu vega og framkvæmdum. Viðbótarkostnaður ríkisins myndi hlaupa á milljörðum.
Kjarninn 7. október 2022
Lög sem heim­ila skatt­frá­drátt allt að 350 þús­und krónum á ári vegna gjafa og fram­laga til félaga sem skráð eru á almanna­heilla­skrá Skatts­ins tóku gildi í nóvember í fyrra. Síðan þá hafa 403 félög verið samþykkt.
Yfir 20 þúsund einstaklingar nýttu sér skattafrádrátt vegna almannaheillaskrár
403 félög eru á almannaheillaskrá Skattsins í ár, 186 fleiri en í fyrra. Yfir 20 þúsund einstaklingar nýttu sér skattafrádrátt vegna greiðslna til félaga á almannaheillaskrá á síðasta ári og nema þær á bilinu 130 til 192 milljónum króna.
Kjarninn 7. október 2022
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
Kjarninn 6. október 2022
Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus í stjórnmálafræði.
„Íslendingar eiga langt í land“ með jöfnuð atkvæðavægis eftir búsetu
Frumvarp sem formaður Viðreisnar mælti fyrir á þingi í september myndi eyða misvægi atkvæða milli bæði flokka og kjördæma, eins og kostur er. Ólafur Þ. Harðarson telur að þingið ætti að samþykkja breytingarnar.
Kjarninn 6. október 2022
Hallarekstur SÁÁ stefnir í 450 milljónir
Færri innlagnir, færri meðferðir við ópíóðafíkn og sumarlokanir verður staðan hjá SÁÁ á næsta ári miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Samtökin áætla að rekstrargrunnur samtakanna verði vanfjármagnaður um 450 milljónir króna á næsta ári.
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Kim Kardashian er gangandi auglýsing fyrir allt milli himins og jarðar. Líka rafmynt.
Kim Kardashian borgar sig út úr auglýsingarklandri
Þegar Kim Kardashian sagði fylgjendum sínum á Instagram að það væri sniðugt að fjárfesta með rafmynt braut hún lög og reglur.
Kjarninn 3. október 2022
Sjálfstæðismenn geta verið ánægðir með upptaktinn í fylgi flokksins en Vinstri græn hafa tapað flokka mest það sem af er kjörtímabili. Framsókn hefur ekki yfir miklu að brosa enda hefur fylgi flokksins fallið skarpt.
Sjálfstæðisflokkur mælist nánast í kjörfylgi og Samfylkingin mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst stærri á þessu kjörtímabili en Framsókn ekki mælst minni. Samfylkingin mælist nú næst stærsti flokkurinn og er sá flokkur sem hefur bætt mestu við sig. Píratar eru einnig með mun meira fylgi en fyrir ári.
Kjarninn 3. október 2022
Mynd frá sænsku strandgæslunni sýnir hversu stór hvert og eitt gat á leiðslunni er. Uppstreymið raskaði sjó á um kílómetra svæði.
Fjöldi herskipa við gaslekana – Svæðið skilgreint sem „glæpavettvangur“
Þótt gas flæði ekki lengur út úr gasleiðslum Nord Stream 1 og 2 er enn gas í þeim. Á vettvang streymir nú fjöldi herskipa frá nokkrum ríkjum. Rússar gætu talið sig eiga rétt á að koma að rannsókninni þar sem atvikið átti sér stað á alþjóðlegu hafsvæði.
Kjarninn 3. október 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytinga á lögum um stöðuveitingar.
Óheimilt verði að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi
Þingmaður Samfylkingar fer fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stöðuveitingar þar sem ráðherra verður óheimilt að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi. Einnig er lagt til að takmarka heimildir ráðherra til stöðuveitinga án auglýsingar.
Kjarninn 3. október 2022
Karl Englandskonungur hafði áhuga á að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í Egyptalandi í næsta mánuði. Liz Truss forsætisráðherra finnst það ekki svo góð hugmynd.
Truss vill ekki að Karl konungur sæki COP27
Umhverfismál hafa löngum verið Karli konungi hugleikin. Hann mun hins vegar ekki sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í næsta mánuði þar sem Lis Truzz forsætisráðherra ráðlagði honum að fara ekki.
Kjarninn 3. október 2022
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Segir Jón Baldvin „haga sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni“
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi „mjög erfitt með að horfast í augu við að flottir karlar misbeiti valdi sínu gagnvart ungum konum og körlum.“ Það þurfi hins vegar að horfast í augu við að þeir geri það.
Kjarninn 3. október 2022
Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir meira byggingarmagni en hið eldra.
Líkja fyrirhugaðri nýbyggingu í Mosfellsbæ við vegginn mikla í Game of Thrones
Íbúar við götuna Bjarkarholt í miðbæ Mosfellsbæjar gera sumir verulegar athugasemdir við breytingar sem stendur til að gera á deiliskipulagi uppbyggingarreits í næsta nágrenni heimilis þeirra.
Kjarninn 2. október 2022
Frá 2009 hefur embættismaður verið fluttur til í annað embætti, án þess að starfið sem um ræðir sé auglýst.
Fimmtungur embættisskipana frá 2009 án auglýsingar
Á síðustu tólf árum hefur embættismaður 67 sinnum verið fluttur í annað embætti án auglýsingar, samkvæmt samantekt forsætisráðuneytisins yfir flutning embættismanna milli embætta frá 2009 til 2022.
Kjarninn 2. október 2022
Maria Witteman og kollegar að störfum í skógum Rúanda.
Regnskógar gætu illa ráðið við loftslagsbreytingar
Það getur verið heitt og rakt í regnskógunum en þeir þola þó ekki langvarandi hátt hitastig og þurrka. Þannig gætu loftslagsbreytingar haft áhrif á hina náttúrulegu kolefnisbindingu þeirra.
Kjarninn 1. október 2022
Jina Amini, 22 ára Kúrdi, lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar í síðasta mánuði. Mótmæli hafa staðið yfir í Íran, og víðar, frá því að hún lést.
Kona, líf, frelsi
Mannréttindasamtök segja að minnsta kosti 83 látna í mótmælum í Íran. Yfirvöld segja töluna mun lægri, 41 í mesta lagi. Þingmaður Pírata hvetur fólk til að segja nafn konunnar sem kom mómæltunum af stað: Jina Amini.
Kjarninn 1. október 2022
Tækninni á sviði snjallgreiðslna fleygir fram og Íslendingar hafa tileinkað sér það hratt að nota síma og önnur snjalltæki til þess að greiða fyrir verslun og þjónustu.
Plastkort enn mest notaða greiðslulausnin en snjallgreiðslur sækja á
Í hópi þess þorra fólks sem greiðir fyrir vörur eða þjónustu einu sinni í viku að lágmarki eru nú hátt í fjörutíu prósent byrjuð að nota snjalltæki af einhverju tagi til þess að inna greiðslur að hendi, að jafnaði. Vægi reiðufjár minnkar sífellt.
Kjarninn 1. október 2022
Líffræðileg fjölbreytni er grunnþáttur í viðhaldi vistkerfa í sjó, á landi, í vatni og lofti.
Landeigendur fái meiri hvata til endurheimtar vistkerfa
Loftslagsbreytingar, mengun, ágengar tegundir, eyðing búsvæða og bein nýting mannsins eru helstu áskoranir varðandi hnignun líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi. Neysla er t.d. drifkraftur framleiðslu sem oft leiðir til ósjálfbærrar nýtingar auðlinda.
Kjarninn 1. október 2022
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022