Vilja breiðfylkingu gegn tilraunum Samherja til að grafa undan samfélagssáttmálanum

Íslandsdeild Transparency International segir að fyrirtæki og einstaklingar sem sanna vilja sakleysi sitt stundi ekki ofsóknir gagnvart þeim sem rannsaka og upplýsa um meintar misgjörðir. Það geri Samherji hins vegar.

Atli Þór Fanndal er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International.
Atli Þór Fanndal er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International.
Auglýsing

Íslands­deild Tran­sparency International, sam­taka sem berj­ast gegn spill­ingu, hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu þar sem kallað er eftir því að að spornað verði við fram­gangi Sam­herja, undir fram­kvæmda­stjórn Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, sem opin­ber­ast hafi almenn­ingi enn frekar í umfjöllun Kjarn­ans og Stund­ar­innar um hina svoköll­uðu „skæru­liða­deild“ Sam­herja á und­an­förnum dög­um. 

Sam­tök­in, sem eru á meðal þeirra sem „skæru­liða­deild­in“ safn­aði upp­lýs­ingum um og vildi beita sér gegn, kalla eftir „breið­fylk­ingu almenn­ings, félaga­sam­taka, stétt­ar­fé­laga, sam­taka upp­ljóstr­ara, fræða­sam­fé­lags, stjórn­mál­anna og allra þeirra sem vett­lingi geta valdið gegn til­raunum fyr­ir­tæk­is­ins og „skæru­liða“ til að grafa undan sam­fé­lags­sátt­mál­anum og gildum þeim er hann byggir á. Það er okkar allra að standa vörð um lýð­ræð­ið, sam­fé­lagið og tján­ing­ar­frelsið, hvert á sínu sér­svið­i.“

Í yfir­lýs­ing­unni segir að Sam­herji hafi á engum tíma­punkti sýnt vilja til umbóta eftir að Namib­íu­mál fyr­ir­tæk­is­ins, þar sem grunur er um mútu­greiðsl­ur, skatta­snið­göngu og pen­inga­þvætti, kom upp heldur þvert á móti varið fé og vinnu­stundum í að grafa undan eft­ir­lits­stofn­un­um, blaða­mönnum og þar með sam­fé­lag­inu öllu. Skýrsla norsku lög­manns­stof­unnar Wik­borg Rein, sem Sam­herji lét vinna um málið og lof­aði að birta, hefur enn ekki verið birt opin­ber­lega rúmu ári eftir að hún var til­búin og reglum um stjórn­ar­hætti og reglu­vörslu sem fyr­ir­tækið til­kynnti um mitt ár 2020 hefur ekki verið fylgt eft­ir.

Segja að Björgólfur verði að víkja

Íslands­deildin segir að fyr­ir­tæki og ein­stak­lingar sem sanna vilja sak­leysi sitt stundi ekki ofsóknir gagn­vart þeim sem rann­saka og upp­lýsa um meintar mis­gjörð­ir. „Fyr­ir­tæki sem hafa ekk­ert að fela stunda ekki árásir á fólk sem berst fyrir bættu sam­fé­lagi og almanna­heill. Fyr­ir­tæki sem eru með­vituð um almanna­hag þurfa ekki „skæru­liða­deild“ sem lætur sig dreyma um að „st­inga, snúa og strá svo salti í sárið““.

Auglýsing
Stjórnmálamenn og sér­stak­lega stjórn­ar­liðar geti ekki lengur komið sér undan því að takast á við hið póli­tíska og kerf­is­læga umhverfi sem umber svona fram­göngu árum sam­an. Annað hvort eru þeir með almenn­ingi í bar­átt­unni gegn spill­ingu eða á móti með þögn, með­virkn­i,  aðgerð­ar­leysi og seina­gangi við að koma upp nútíma­legum spill­ing­ar­vörnum milli stjórn­sýslu og við­skipta­lífs. „Stjórn­málin geta ekki lengur litið und­an.“

Í febr­úar síð­ast­liðnum var greint frá því að Björgólfur Jóhanns­son væri hættur sem annar for­stjóri Sam­herja, en hann tók við því starfi í kjöl­far þess að Namib­íu­málið var opin­ber­að. Sam­hliða var Björgólfur kjör­inn for­maður hlít­ing­ar­nefndar Sam­herja en sú nefnd hefur yfir­um­sjón með reglu­vörslu og stjórn­ar­háttum innan sam­stæðu Sam­herja. Björgólfur átti að stjórna skrán­ingu og form­legri inn­leið­ingu slíkra reglna ásamt öðrum ráð­gjafa­störfum fyrir Sam­herja eftir því sem til­efni verður til.

Íslands­deild Tran­sparency International segir að Björgólfur sé ekki fær um for­mennsku í þeirri nefnd, en fyrir liggur að hann var í beinum sam­skiptum við hina svoköll­uðu „skæru­liða­deild“ og hafði vit­neskju um að minnsta kosti hluta þess sem hún gerði. Í yfir­lýs­ingu deild­ar­innar segir að ef hlít­ing­ar­nefndin eigi að hafa hlut­verk umfram það að vera neð­an­máls­lína í frétta­til­kynn­ingu liggur í augum uppi að nefndin verði kölluð saman til að und­ir­búa opin­bera birt­ingu á umfangi og eðli aðgerða fyr­ir­tæk­is­ins und­an­farin ár í bar­átt­unni gegn upp­ljóstr­unum og rann­sóknum á starf­semi Sam­herja er varða þau mál sem fjallað hefur verið um. „Aug­ljóst er eftir upp­ljóstr­anir und­an­far­inna daga að Björgólfur er ekki fær um for­mennsku nefnd­ar­innar eigi störf hennar á annað borð að vera trú­verð­ug.“

Íslands­deildin kallar einnig eftir því að öll stétt­ar­fé­lög í land­inu for­dæmi til­raunir Sam­herja til að hafa áhrif á for­manns­kjör í Blaða­manna­fé­lagi Íslands, sem Kjarn­inn opin­ber­aði á laug­ar­dag.

Vildu safna upp­lýs­ingum um stjórn deild­ar­innar

Í umfjöllun Kjarn­ans sem birt­ist í gær var greint frá því að Íslands­deild Tran­sparency International hafi sent frá sér til­kynn­ingu í síð­asta mán­uði vegna fram­gangs Sam­herja í tengslum við frétta­flutn­ing og eft­ir­lits með starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Þar stóð meðal ann­ars: „Fyr­ir­tækið hefur fjár­magnað áróð­urs­þætti til birt­inga, fjár­magnað bóka­skrif í áróð­ur­stil­gangi og haldið úti for­dæma­lausu túlk­un­ar­stríði á sög­unni. Jafn­vel á nefnd­ar­fundum Alþingis hafa full­trúar fyr­ir­tæk­is­ins sýnt af sér hegðun sem engum er sæm­andi. Í Namib­íu­mál­inu hefur fyr­ir­tækið brugð­ist við með sams­konar hætti og raunar gefið í. Full­trúar fyr­ir­tæk­is­ins hafa ógnað og njósnað um ein­stak­linga sem fjallað hafa um mál­ið, kostað áróð­urs­mynd­bönd til almenn­ings þar sem hreinum og klárum ósann­indum er haldið fram og ítrekað hafa verið leið­rétt. Fram­ganga fyr­ir­tæk­is­ins getur ekki talist innan eðli­legra marka.“

Í umfjöllun Kjarn­ans kom fram að Páll Stein­gríms­son, skip­stjóri hjá Sam­herja, hefði spurt félaga sína í sam­skipta­miðla­hópnum „PR Namibi­a“, Þor­björn Þórð­ar­son, ráð­gjafa Sam­herja í almanna­tengsl­um, og Örnu Bryn­dísi McClure, yfir­lög­fræð­ing Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar,  í kjöl­far þess að til­kynn­ingin birt­ist hverjir væru í for­svari fyrir Íslands­deild sam­tak­anna Tran­sparency International. Honum var bent á að spyrja: „þmb [Þor­stein Má Bald­vins­son] út í þetta fólk. Hann veit allt um ansi mörg þeirra[...]og Jónas út í guðr­unu [Johnsen, for­mann stjórnar Tran­sparency International á Ísland­i]. Hann þekkir eitt­hvað út í hennar for­sög­u“. Umræddur Jónas er Sig­ur­geirs­son og rekur Almenna bóka­fé­lagið sem gaf meðal ann­ars út bók­ina Gjald­eyr­is­eft­ir­litið – vald án eft­ir­lits?, þar sem fjallað var með afar nei­kvæðum hætti um rann­sókn Seðla­banka Íslands á Sam­herja sem hófst árið 2012. Sam­herji keypti stórt upp­lag af bók­inni og gaf starfs­fólki sínu í jóla­gjöf. Jónas var upp­lýs­inga­full­trúi Kaup­þings fyrir banka­hrun og er giftur Rósu Guð­bjarts­dótt­ur, bæj­ar­stjóra í Hafn­ar­firði og odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins þar. Guð­rún Johnsen, sem er doktor í hag­fræði, vann meðal ann­ars að gerð skýrslu Rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is, skrif­aði bók um íslenska banka­hrun­ið, sat í stjórn Arion banka í átta ár, hefur starfað sem efna­hags­ráð­gjafi VR og starfað í aka­demíu í rúm 20 ár.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent