200 færslur fundust merktar „sjávarútvegur“

Tíu stærstu útgerðirnar halda á 56 prósent af öllum kvóta
Fjórar blokkir eru orðnar ráðandi í íslenskum sjávarútvegi. Þær hverfast í kringum Samherja, Brim, Kaupfélag Skagfirðinga og Ísfélagið. Samanlagt halda þessar blokkir á 58,6 prósent af öllum kvóta.
6. janúar 2023
Guðbjörg Matthíasdóttir er stærsti eigandi Ísfélags Vestmannaeyja og verður stærsti eigandi sameinaðs fyrirtækis.
Rammi sameinaður Ísfélaginu og til stendur að skrá nýju risaútgerðina á hlutabréfamarkað
Samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi heldur áfram. Sameinað Ísfélag verður á meðal fjögurra til fimm stærstu útgerðarfyrirtækja á landinu og til stendur að skrá það á markað. Guðbjörg Matthíasdóttir og fjölskylda verða langstærstu eigendurnir.
30. desember 2022
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson.
Baldvin Þorsteinsson eignast erlenda útgerð Samherja sem metin er á 55 milljarða króna
Sonur Þorsteins Más Baldvinssonar hefur keypt hollenskt dótturfélag Samherja Holding sem heldur utan um erlenda útgerðarstarfsemi Samherjasamstæðunnar. Áður hafði hann, ásamt systur sinni og frændsyskinum, eignast Samherja á Íslandi.
29. desember 2022
Hagnaður í sjávarútvegi var 89 milljarðar króna í fyrra.
Hagnaður sjávarútvegs þrefaldaðist milli ára en afkoma tæknifyrirtækja breyttist lítið
Tekjur íslenska viðskiptahagkerfisins, án fjármálastarfsemi og lyfjaframleiðslu, jukust um 18 prósent í fyrra og langt umfram verðbólgu, sem var 5,1 prósent. Það er þriðja mestu aukningu á tekjum hagkerfisins síðan árið 2002.
19. desember 2022
Guðrún Hafsteinsdóttir er formaður efnahags- og viðskiptanefndar og mun mæla fyrir nefndaráliti meirihluta hennar.
Fallið frá því að hækka gjöld á sjókvíaeldi um mörg hundruð milljónir á ári
Til stóð að auka gjaldtöku á þau fyrirtæki sem stunda sjókvíaeldi á Íslandi strax á næsta ári. Þegar gjaldtakan yrði að fullu komin til áhrifa átti hún að skila 800 milljónum á ári í nýjar tekjur. SFS mótmælti hækkuninni og nú hefur verið hætt við hana.
13. desember 2022
Guðbjörg Matthíasdóttir, er stærsti einstaki eigandi Þórsmerkur og Árvakurs ásamt börnum sínum. Hún settist í stjórn félaganna fyrir skemmstu.
Prentsmiðjan og skuldir Árvakurs við hana færðar úr útgáfufélagi Morgunblaðsins
Í lok september var ákveðið að færa prentsmiðjuna Landsprent út úr Árvakri og til móðurfélagsins Þórsmerkur. Með fylgdu skuldir Árvakurs við tengdan aðila, Landsprent, upp á 721 milljón króna. Hlutafé í móðurfélaginu var aukið um 400 milljónir króna.
9. desember 2022
Þorsteinn Már Baldvinsson, er forstjóri bæði Samherja hf. og Samherja Holding.
Samherji Holding segist ekki líða mútugreiðslur, fyrirgreiðslur og ávinning í skiptum fyrir óeðlileg áhrif
Í nýbirtum ársreikningi Samherja Holding kemur fram að samstæðan telji mikilvægt að unnið sé að heilindum og að hún líði ekki spillingu af neinu tagi. Samherji Holding og starfsmenn samstæðunnar eru til rannsóknar á Íslandi og í Namibíu.
6. desember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
30. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
28. nóvember 2022
Svandís leggur fram frumvarp sem hækkar veiðigjöld um 2,5 milljarða á næsta ári
Í apríl í fyrra var samþykkt frumvarp um flýtifyrningar. Tilgangur þess var að til að hvetja til fjárfestinga á tímum kórónuveirufaraldurs. Afleiðingarnar urðu meðal annars þær að veiðigjöld næsta árs verða að óbreyttu 2,5 milljörðum krónum lægri.
23. nóvember 2022
Gunnar Alexander Ólafsson
Verbúðablús – Upp úr skotgröfunum!
28. október 2022
Hagnaður sjávarútvegs jókst um 36 milljarða milli ára en opinber gjöld jukust um 4,9 milljarða
Frá 2009 og út síðasta ár hefur hagnaður sjávarútvegarins fyrir greiðslu opinberra gjalda verið 752 milljarðar króna. Af þessum hagnaði hefur tæplega 71 prósent setið eftir hjá útgerðum landsins en rétt um 29 prósent farið í opinber gjöld.
26. október 2022
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji ekki lengur á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki
Frá 2012 hefur Samherji, eitt stærsta fyrirtæki landsins, og tengd félög verið á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki. Það var gagnrýnt þar sem Samherji er til rannsóknar vegna mútubrota. Skilyrði voru þrengd í ár og Samherji náði ekki inn.
20. október 2022
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um tíma­bind­ingu veiði­heim­ilda til 20 ára.
Viðskiptaráð segir að íslenska þjóðin geti ekki átt fiskveiðiheimildir
Að mati Viðskiptaráðs teljast aflaheimildir, sem ráðstafað hefur verið til útgerða án endurgjalds, til eignaréttinda. Það telur skilyrði fyrir þjóðnýtingu þeirra, með vísan til almannahagsmuna, vera umdeilanlega.
18. október 2022
Sú mikla hækkun sem varð á bréfum í Síldarvinnslunni og Brimi í september í fyrra má rekja til stóraukins loðnukvóta. Fyrirséð er að sá kvóti mun dragast umtalsvert saman í ár, miðað við fyrirliggjandi veiðiráðgjöf.
Stórir lífeyrissjóðir keypt fyrir milljarða í skráðum útgerðum á tveimur mánuðum
Lífeyrissjóðir eru hægt og rólega að styrkja stöður sínar í eigendahópi þeirra tveggja útgerðarfélaga sem skráð eru á markað. Gildi hefur keypt hluti í Síldarvinnslunni fyrir yfir tvo milljarða á tveimur mánuðum.
10. október 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og skrifar undir athugasemd samtakanna sem send hefur verið til nefndar Alþingis.
SFS leggst gegn hækkunum á fiskeldisgjaldi og eru ósátt með að hafa ekki verið spurð um álit
Hagsmunasamtök sjávarútvegs eru ósátt með að matvælaráðherra hafi ekki haft samráð við sig áður en hún kynnti hækkun gjalda á sjókvíaeldi. Búist er við því að hækkunin skili um 800 milljónum meira á ári í ríkissjóð þegar aðlögun að gjaldtökunni er lokið.
7. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Tekjur vegna fiskeldisgjalda aukast um mörg hundruð milljónir vegna breytinga á lögum
Þegar frumvarp var lagt fram um að leggja gjald á þá sem stunda sjókvíaeldi á Íslandi átti gjaldtakan að taka mið af almanaksárinu. Því var breytt í meðförum nefndar með þeim afleiðingum að gjaldið lækkaði. Nú á að snúa þeirri ákvörðun.
22. september 2022
Trollnet, fiskilínu og áldósir eru dæmi um rusl sem finna má á hafsbotni við Ísland.
Manngert rusl mun safnast í miklu magni á hafsbotni við Ísland ef ekkert breytist
Myndir af hafsbotni við Ísland veita dýrmæta sýn á ástandið á hafsbotni. 92 prósent rusls sem þar finnst er plast og magnið er allt að fjórum sinnum meira en á hafsbotni við Noreg, samkvæmt nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar.
19. september 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi vill skoða þrepaskiptan fjármagnstekjuskatt
Formaður Framsóknarflokksins telur að þrepaskiptur fjármagnstekjuskattur geti lagst af meiri þunga á til dæmis stórútgerðir og banka sem hagnast umfram það sem geti talist sanngjarnt og eðlilegt.
19. september 2022
Ruslaeyjan í norðurhluta Kyrrahafsins, sem staðsett er á milli Hawaii og Kaliforníu, er stærsta plasteyjan, eða plastfláki, sem flýtur um heimshöfin.
Iðnvædd sjávarútvegsríki bera ábyrgð á ruslaeyjunni í Kyrrahafi
Meirihluta af tugþúsundum tonna af plasti sem mynda „ruslaeyjuna“ á Kyrrahafinu má rekja til sjávarútvegs fimm iðnríkja. Rannsakendur segja tímabært að viðurkenna að plastmengun á hafi sé hnattrænt vandamál en ekki bundið við fátæk sjávarútvegsríki.
10. september 2022
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Högnuðust samtals um 16,5 milljarða eftir að þau greiddu 4,4 milljarða í veiðigjöld og skatta
Útgerðarfélög að öllu leyti í eigu Samherja og Síldarvinnslan, sem Samherji á þriðjung í, greiddu um fimmtung þess sem var til skiptanna úr rekstrinum til ríkisins í formi veiðigjalda en afgangurinn rann til hluthafa.
9. september 2022
Landvinnsla Samherja á Dalvík.
Samherji Ísland hagnaðist um fjóra milljarða eftir að hafa greitt 470 milljónir í veiðigjöld
Útgerðarfélag í eigu Samherjasamstæðunnar, sem heldur á rúmlega átta prósentum af öllum úthlutuðum kvóta, hagnaðist um rúman milljarð króna á kvótaleigu í fyrra. Veiðigjöldin sem félagið greiddi náðu ekki að vera helmingur þeirrar upphæðar.
7. september 2022
Virði útgerðarfélaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað hefur aukist gríðarlega frá því í september í fyrra.
Lífeyrissjóðir bæta við sig í útgerðarfélögum – Kaupverðið á Vísi hækkað um 4,5 milljarða
Virði skráðra félaga í Kauphöll Íslands dróst saman að nýju í ágúst eftir að hafa hækkað í júlí. Stórir lífeyrissjóðir eru að bæta við sig hlutum í skráðum sjávarútvegsfélögum, en virði þeirra hefur aukist gríðarlega á tæpu ári.
7. september 2022
Pétur Pálsson, forstjóri Vísis.
Eru ekki að selja Vísi til Samherja, heldur til Síldarvinnslunnar
Forstjóri Vísis segir að gagnrýni á sölu útgerðarinnar til Síldarvinnslunnar ekki hafa komið sér á óvart. Hann skilji þó ekki að salan skuli vera forsenda umræðu um hækkun gjalda á sjávarútvegsfyrirtæki.
29. ágúst 2022
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Brim hagnaðist um 6,9 milljarða króna á fyrri helmingi ársins
Eigið fé Brims var 58,6 milljarðar króna um mitt þetta ár og markaðsvirði útgerðarrisans er nú um 189 milljarðar króna. Það hefur hækkað um 84 prósent frá því í september í fyrra. Í millitíðinni var úthlutað stærsta loðnukvóta í tvo áratugi.
25. ágúst 2022
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti kaupin á Vísi
Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa rokið upp á síðustu vikum. Sá hlutur sem systkinin úr Grindavík sem eiga Vísi í dag munu fá fyrir að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,7 milljarða króna í virði á rúmum mánuði.
19. ágúst 2022
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
15. ágúst 2022
Eggert Þór Kristófersson.
Eggert kominn með nýtt forstjórastarf tæpum tveimur vikum eftir að hann hætti hjá Festi
Fyrrverandi forstjóri Festi hefur verið ráðinn til að stýra stóru landeldisfyrirtæki á Suðurlandi sem er í þriðjungseigu Stoða. Hann fékk fimmtánföld mánaðarlaun greidd út við starfslok hjá Festi.
13. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
10. ágúst 2022
Þórólfur Matthíasson
Þórólfur segir kæru annars endurskoðanda Vísis gegn sér vera tilraun til þöggunar
Hagfræðiprófessor og annar endurskoðandi útgerðarfyrirtækisins Vísis hafa staðið í ritdeilu undanfarnar vikur vegna þess hvernig aflaheimildir eru bókfærðar. Prófessorinn segir kæru endurskoðandans til siðanefndar vera tilraun til þöggunar.
4. ágúst 2022
Vísir er með stóra hlutdeild í úthlutuðum þorskkvóta.
Kvóti Vísis var bókfærður á 13,4 milljarða í lok síðasta árs – Þungur gjalddagi lána á næsta ári
Í síðasta mánuði var tilkynnt um kaup Síldarvinnslunnar á útgerðinni Vísi á 31 milljarð króna. Kaupverðið virðist hátt miðað við að hagnað Vísis í fyrra og virði skipa og vinnslu. Það sem verið var að kaupa eru þó fyrst og fremst kvóti.
3. ágúst 2022
Guðbjörg Matthíasdóttir er stærsti eigandi Ísfélags Vestmannaeyja.
Hagnaður Ísfélagsins næstum þrefaldaðist og eigendurnir fengu 1,9 milljarða króna í arð
Eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, sem er að uppistöðu í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og barna hennar, átti eigið fé upp á 40,8 milljarða króna um síðustu áramót. Fjölskyldan er umsvifamikil í fjárfestingum í rekstri ótengdum sjávarútvegi.
30. júlí 2022
Kjartan Páll Sveinsson
Fjórar góðar ástæður til að styrkja strandveiðikerfið
25. júlí 2022
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar. Samherji er langstærsti einstaki eigandi hennar.
Enn engin ákvörðun tekin um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Samkeppnisyfirvöld þurfa að samþykkja kaup Síldarvinnslunnar á Vísi. Eftirlitið hefur þegar birt frummat um að Samherji og tengdir aðilar séu mögulega með yfirráð yfir útgerðarrisanum. Samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi er að aukast hratt.
16. júlí 2022
Útgerðin er að vinna, þjóðin er að tapa
None
13. júlí 2022
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, hringir bjöllunni þegar Síldarvinnslan var skráð á markað í maí í fyrra.
Markaðsvirði Síldarvinnslunnar jókst um tólf milljarða króna á einum degi
Virði hlutar Samherja, stærsta eiganda Síldarvinnslunnar, í félaginu hækkaði um næstum fjóra milljarða króna í dag. Þau hlutabréf í Síldarvinnslunni sem systkinin í Vísi fá hækkuðu um einn milljarð króna.
11. júlí 2022
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar.
Síldarvinnslan kaupir Vísi á 31 milljarð – Fara sennilega yfir löglegt kvótaþak
Systkinin sem eiga Vísi munu hvert og eitt verða milljarðamæringar ef kaup Síldarvinnslunnar á útgerðinni verða samþykkt. Samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi eykst enn frekar og Samherji og mögulega tengdir aðilar verða með um fjórðung kvótans.
10. júlí 2022
Meta að ekkert hafi farið úrskeiðis við mælingar á loðnu þrátt fyrir að kvótinn hafi ekki allur veiðst
Hafrannsóknarstofnun mælti með að risakvóta af loðnu yrði úthlutað í fyrrahaust. Ráðgjöfin var síðar lækkuð en samt tókst ekki að veiða nema 76 prósent. Virði skráðra útgerða hækkaði gríðarlega í aðdraganda þess að tilkynnt var um ráðgjöfina.
9. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Komið er að skuldadögum
7. júní 2022
27 manna samráðsnefnd og fjórir starfshópar eiga að leggja til breytingar á sjávarútvegskerfinu
Matvælaráðherra segir að í sjávarútvegi ríki djúpstæð tilfinning meðal almennings um óréttlæti sem stafi af samþjöppun veiðiheimilda og að ágóðanum af sameiginlegri auðlind sé ekki skipt á réttlátan hátt.
31. maí 2022
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
„Í sjávarútvegi ríkir djúpstæð tilfinning meðal almennings um óréttlæti“
Svandís Svavarsdóttir telur samþjöppun veiðiheimilda á fárra hendur – tíu fyrirtæki halda á 67 prósent af úthlutuðum kvóta – og að ágóðanum af sameiginlegri auðlind sé ekki skipt á réttlátan hátt sé ástæða þess að almenningur upplifi óréttlæti.
30. maí 2022
Klemens Hjartar, meðeigandi hjá McKinsey & Co, flutti erindi á ársfundi SFS sem vakti umtal og athygli.
„Forkastanlegt“ að núll konur séu í 19 manna stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
Klemens Hjartar, meðeigandi hjá McKinsey & Co, sagði á ársfundi SFS að kynjahallinn í stjórn sjávarútvegs myndi koma í bakið á greininni. Hann sagði líka að taka þyrfti ósættið um eignarhaldið „mjög alvarlega“. Framkvæmdastjóri SFS tók undir gagnrýnina.
9. maí 2022
Þröstur Ólafsson
Útgerðarauður og hagkerfið
30. mars 2022
Virði útgerða sem skráðar eru á markað hefur aukist um 142 milljarða á tíu mánuðum
Eignarhlutur þeirra fámennu hópa sem eiga um eða yfir helmingshlut í Síldarvinnslunni og Brim hefur samanlagt hækkað um næstum 80 milljarða frá því í maí í fyrra. Stærstu hluti þeirra verðmæta hefur runnið til Samherja og Guðmundur Kristjánssonar.
17. mars 2022
Heildaraflaverðmæti íslenskra útgerða var 162 milljarðar í fyrra og hefur aldrei verið meira
Árin sem kórónuveirufaraldurinn herjaði á heiminn hafa verið tvö af þeim best í sögu íslensks sjávarútvegs. Virði þess afla sem útgerðir hafa veitt hefur vaxið ár frá ári og aukinn loðnukvóti mun nær örugglega gera 2022 að mjög góðu ári líka.
12. mars 2022
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar.
Með 5,6 milljónir á mánuði og á hlut í Síldarvinnslunni sem er metinn á um milljarð
Laun Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar, hækkuðu um 18,5 prósent í fyrra. Eitt prósent hlutur félags sem hann á 60 prósent á móti tveimur öðrum í er metinn á um 1,6 milljarð króna. Þeir borguðu 32 milljónir fyrir hlutinn.
11. mars 2022
Gunnþór Ingvarsson er forstjóri Síldarvinnslunnar. Hann sést hér hringja inn fyrstu viðskipti með bréf í félaginu eftir skráningu á markað í maí í fyrra.
Síldarvinnslan hagnaðist um 11,1 milljarða króna en borgaði 531 milljón króna í veiðigjald
Eigið fé Síldarvinnslunnar var 55 milljarðar króna um síðustu áramót og markaðsvirði félagsins er 153 milljarðar króna. Til stendur að greiða hluthöfum út 3,4 milljarða króna í arð en stærstu eigendurnir eru Samherji og Kjálkanes.
10. mars 2022
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Brim hagnaðist um ellefu milljarða króna en greiddi um 900 milljónir króna í veiðigjöld
Stærsta útgerðarfyrirtækið sem skráð er í Kauphöll greiddi um átta prósent af hagnaði sínum í veiðigjöld á síðasta ári og rúmlega fimmtung þeirrar upphæðar sem til stendur að greiða hluthöfum sínum í arð vegna ársins 2021.
7. mars 2022
Örn Bárður Jónsson
Máttur skáldskapar og menningar
15. febrúar 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Verbúðin er saga tímans sem var og er
3. febrúar 2022
Verbúðin Ísland
None
12. janúar 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Skattkröfur namibískra stjórnvalda á hendur Samherja Holding um þrír milljarðar króna
Í nýbirtum ársreikningi Samherja Holding kemur fram að yfirvöld í Namibíu hafi stofnað til nokkurra skatta- og annarra lögfræðilegra krafna á hendur samstæðunni.
7. janúar 2022
Sjávarútvegur og fiskeldið stóðust áskoranir ársins 2021
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gerir upp árið sem er að líða.
25. desember 2021
Félag Þorsteins Más og Helgu á 61,7 milljarða króna í hreinum eignum
Eignarhaldsfélag sem heldur utan um hlut forstjóra Samherja og fyrrverandi eiginkonu hans í Samherja Holding á að uppistöðu tvær eignir: hlutinn í áðurnefndu félagi og lán upp á 33,5 milljarða króna sem þau veittu börnum sínum.
10. desember 2021
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Guðmundur í Brimi keypti þrjú þúsund bækur til að gefa í grunn- og leikskóla landsins
Útgáfufélag sem er meðal annars í eigu viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og eiginkonu hans gefur út bækur sem Brim hefur ákveðið að færa öllum leik- og grunnskólum á Íslandi.
9. desember 2021
Ráðuneytið spurði hagsmunasamtök og komst að þeirri niðurstöðu að brottkast væri „óverulegt“
Kjarninn greindi frá því í morgun að drónaeftirlit Fiskistofu með brottkasti, sem hófst í byrjun árs, skilaði því að brottkastsmálum fjölgaði úr um tíu á ári í 120. Sjávarútvegsráðuneytið hefur ekki talið brottkast vandamál.
6. desember 2021
Nokkrar tillögur um breytt fiskveiðistjórnunarkerfi komnar fram
Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa kynnt frumvörp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða á fyrstu dögum nýs þings. Öll snúa þau að því að endurskilgreina hvað teljist tengdir aðilar.
6. desember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermarsundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
28. nóvember 2021
Gjöfult ár fyrir fisk og ál
Árið hefur verið gjöfult fyrir bæði sjávarútveginn og áliðnaðinn hér á landi, en samanlagður útflutningur þessara greina það sem af er ári hefur ekki verið meiri í áratug. Samkvæmt Seðlabankanum er búist við enn meiri vexti á næsta ári.
19. nóvember 2021
Frændurnir Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson stýra Samherja. Þar til í fyrra voru þeir stærstu eigendur fyrirtækisins en þá framseldu þeir hlutabréf í innlendu starfseminni til barna sinna.
Samherji og mögulega tengdir aðilar halda nú á meira en 22 prósent af öllum kvótanum
Fjórar blokkir eru með yfirráð yfir 60 prósent af öllum kvóta sem úthlutað hefur verið á Íslandi. Sú stærsta, sem hverfist um Samherja, heldur á yfir 22 prósent af öllum kvóta. Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar ekki halda á meira en tólf prósent.
5. nóvember 2021
Brim, Ísfélag Vestmannaeyja, Samherji og Síldarvinnslan eru þau fjögur sjávarútvegsfyrirtæki sem halda á mestum kvóta. Guðmundur Kristjánsson, Guðbjörg Matthíasdóttir, Þorsteinn Már Baldvinsson og Gunnþór Ingvason stýra eða eiga þau fyrirtæki.
Samþjöppun í sjávarútvegi aukist – Tíu stærstu halda á tveimur þriðja hluta kvótans
Á einu ári hefur heildarverðmæti úthlutaðs kvóta sem tíu stærstu útgerðir landsins halda á farið úr því að vera 53 prósent í að vera rúmlega 67 prósent. Auknar heimildir til að veiða loðnu skipta þar umtalsverðu máli.
4. nóvember 2021
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Brim komið yfir lögbundið kvótaþak og heldur á 13,2 prósent úthlutaðs kvóta
Samkvæmt lögum má engin útgerð á Íslandi halda á meira en tólf prósent af verðmæti úthlutaðra aflaheimilda hverju sinni. Brim, eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, er nú komið yfir þau mörk.
3. nóvember 2021
Er í lagi að sjávarútvegur borgi meira í arð en skatta?
None
30. október 2021
Rannsókn á Samherja hófst eftir opinberum á starfsháttum fyrirtækisins í Namibíu síðla árs 2019. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir nokkrum árum síðan með samstarfsaðilum í útgerð fyrirtækisins í Namibíu.
Skattrannsókn á Samherja komin yfir til héraðssaksóknara
Rannsókn embættis skattrannsóknarstjóra, sem var lagt niður í fyrri mynd á þessu ári, á meintum skattalagabrotum Samherja í tengslum við starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, er nú komin yfir til héraðssaksóknara.
20. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
19. október 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Félagið sem erfði tæpan helming í Samherja hagnaðist um 3,2 milljarða króna í fyrra
Börn Þorsteins Más Baldvinssonar eiga 43 prósent í Samherja hf. Þau fengu þann hlut sem fyrirframgreiddan arf og með því að kaupa eignir af foreldrum sínum á árinu 2019. Eignir félags þeirra eru bókfærðar á tæplega 40 milljarða króna.
9. október 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hagnaðist um 7,8 milljarða króna í fyrra og á eigið fé upp á 78,8 milljarða
Annar helmingur Samherjasamstæðunnar, sem heldur utan um þorra innlendrar starfsemi hennar, hagnaðist vel á síðasta ári. Eignarhald á henni var fært að hluta til barna helstu stjórnenda Samherja á árinu 2019.
1. október 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már neitaði að svara spurningum við yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara
Upphæðin sem Samherjasamstæðan er grunuð um að hafa greitt í mútugreiðslur fyrir aðgang að kvóta í Namibíu er komin upp í 1,7 milljarða króna og þeir sem eru komnir með réttarstöðu sakbornings við rannsókn málsins hérlendis eru orðnir átta.
24. september 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Ársreikningur Samherja Holding fyrir árið 2019 tilbúinn „innan tíðar“
Eitt stærsta fyrirtæki á Íslandi segir helstu ástæðu þess að það hafi ekki skilað inn ársreikningi vegna ársins 2019 vera að það hafi skipt um endurskoðendur. Þá hafi ferðatakmarkanir vegna COVID-19 og sumarleyfi einnig tafið fyrir.
10. september 2021
Sigmar Guðmundsson
Hengjum fálkaorðu á forstjóra Persónuverndar
8. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir það ófaglegt hjá Persónuvernd að ásaka ráðuneyti sitt um að leyna upplýsingum
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur boðað fulltrúa Skattsins og Persónuverndar til fundar vegna umræðu um skýrslu um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins. Skýrslan hefur verið harðlega gagnrýnd.
4. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Persónuvernd gerir alvarlegar athugasemdir við skýrslu um eignarhald 20 stærstu útgerða
Persónuvernd segir ýmsar rangfærslur vera í skýrslu sem sjávarútvegsráðherra birti fyrir skemmstu. Skýringar sem gefnar voru fyrir að birta ekki upplýsingar um raunverulega eigendur haldi til að mynda ekki vatni.
3. september 2021
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Lýðræðisleiðin í kvótamálum
2. september 2021
Hvaða flokkar vilja breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu, hverjir verja það og hverjum er alveg sama?
Kannanir sýna skýrt að mikill meirihluti almennings vill breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu. Sá vilji endurspeglast ekki jafn skýrt í afstöðu stjórnmálaflokka þótt flestir þeirra hafi á stefnuskrá sinni að breyta kerfinu umtalsvert eða umbylta því.
2. september 2021
Þorkell Helgason
Skiptir vilji þjóðarinnar máli í komandi kosningum?
31. ágúst 2021
Gunnþór Ingvarsson er forstjóri Síldarvinnslunnar. Hann sést hér hringja inn fyrstu viðskipti með bréf í félaginu eftir skráningu á markað í maí.
Síldarvinnslan greiddi viðbótarskatt eftir að stórfyrirtækjaeftirlið var framkvæmt
Hagnaður af rekstri Síldarvinnslunnar á fyrri hluta árs var 5,8 milljarðar króna. Verðmætasta bókfærða eign félagsins eru aflaheimildir, sem þó eru bókfærðar langt undir markaðsvirði.
30. ágúst 2021
Tæplega 77 prósent þjóðarinnar styður að markaðsgjald sé greitt fyrir aflaheimildir
Kjósendur allra flokka eru fylgjandi því að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu með þeim hætti að greitt verði markaðsgjald fyrir kvóta. Miðað við síðustu gerðu viðskipti er virði aflaheimilda um 1.200 milljarðar króna.
26. ágúst 2021
Skýrsla um umsvif útgerða í ótengdum rekstri sýnir ekki umsvif útgerða í ótengdum rekstri
Skýrsla sem Kristján Þór Júlíusson skilaði til Alþingis í dag, átta mánuðum eftir að beiðni um gerð hennar var samþykkt, átti að fjalla um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaganna í íslensku atvinnulífi.
25. ágúst 2021
Vitni og sakborningar í Samherjamálinu voru yfirheyrð í sumar
Þeir sem eru undir í rannsókn embættis héraðssaksóknara á meintum mútugreiðslum, peningaþvætti og skattasniðgöngu Samherja í tengslum við starfsemi samstæðunnar í Namibíu hafa sumir hverjir verið yfirheyrðir á síðustu vikum.
20. ágúst 2021
Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skera sig úr þegar kemur að afstöðu gagnvart kvótakerfinu. Bjarni Benediktsson er formaður þess fyrrnefnda og Sigurður Ingi Jóhannsson þess síðarnefnda.
Tveir af hverjum þremur landsmönnum telja að kvótakerfið ógni lýðræðinu
Á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er meirihluti fyrir því að telja kvótakerfið ekki ógn gegn lýðræðinu og gegn því að breyta kerfinu með lýðræðislegum aðferðum. Kjósendur allra annarra flokka er á öndverðri skoðun.
9. ágúst 2021
Einungis 14 prósent landsmanna ánægð með núverandi útfærslu kvótakerfisins
Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru þeir einu sem eru ánægðari með núverandi útfærslu kvótakerfisins en óánægðari. Hjá öllum öðrum flokkum er andstaðan við kerfið miklu meiri en stuðningur við það.
9. ágúst 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
24. júlí 2021
Bolli Héðinsson
Sköpum sátt um sjávarútveg
21. júlí 2021
Ásgeir Daníelsson
Enn um villur: Um athugasemdir Ragnars Árnasonar
20. júlí 2021
Ragnar Árnason
Villuráf: Ásgeiri Daníelssyni svarað
15. júlí 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja og Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku handsala samstarfið. Hjá þeim standa Jón Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri Samherja fiskeldis og Jón Ásgeirsson framkvæmdastjóri stefnumótunar og auðlindagarðs HS Orku.
Samherji áformar 45 milljarða króna landeldi við Reykjanesvirkjun
Samherji fiskeldi ætlar sér að framleiða allt að 40 þúsund tonn af laxi í landeldisstöð á Reykjanesi. Fyrirtækið hefur náð samningum við HS Orku um uppbygginguna, en ylsjór frá Reykjanesvirkjun verður nýttur við matvælaframleiðsluna.
15. júní 2021
Loðnubrestur var 2019 og 2020. Hún var veidd á ný í ár og skilaði auknu verðmæti til útgerða.
Loðnuveiðarnar skiluðu útgerðunum átta milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi
Aflaverðmæti við fyrstu sölu í fyrra var það mesta sem útgerðir hafa fengið síðan 2015. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs jókst aflaverðmætið svo um 26 prósent frá síðasta ári, að mestu vegna þess að loðna var veidd á ný.
14. júní 2021
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin segir framgöngu Samherja óafsakanlega og vill raunverulegar aðgerðir
Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar samþykkti í dag ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að binda í lög vernd fyrir fjölmiðlafólk sem verður fyrir árásum af hálfu stórfyrirtækja.
5. júní 2021
Jón Sigurðsson
Fiskveiðistjórnun verður að þróast áfram
5. júní 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór segir Samherja ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyrum
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að það sé ákaflega dapurt að horfa upp á þá stöðu sem byggst hafi upp í kringum Samherja. Hann segist hafa verið samsamaður fyrirtækinu og að það sé slæmt að Samherjamálið veiki tiltrú fólks til sjávarútvegarins.
5. júní 2021
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri SFS.
SFS telja mikilvægt að Samherji axli ábyrgð á eigin ákvörðunum og athöfnum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja það ekki ætlun sína að refsa aðildarfyrirtækjum sem gangi gegn því sem kveðið sé á um í stefnu um samfélagsábyrgð.
2. júní 2021
Árni Finnsson
Valdefling Samherja?
2. júní 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Stígum skrefið
2. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már í yfirlýsingu: „Svona stundum við hjá Samherja einfaldlega ekki viðskipti“
Fjöldi skjala sem Samherji hefur lagt fram vegna málarekstursins í Namibíu var birtur í vefgátt namibískra dómstóla í dag. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri og fleiri varpa allri ábyrgð á meintu ólögmætu athæfi á Jóhannes Stefánsson uppljóstrara.
1. júní 2021
Hlynur Már Vilhjálmsson
Hver á að borga? Samherji á að borga
1. júní 2021
Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri fréttastofu RÚV:
Varafréttastjóri RÚV gerir athugasemdir við afsökunarbeiðni Samherja
Heiðar Örn Sigurfinnsson segir það ekki vera mjög skýrt hver innan Samherja hafi verið að biðjast afsökunar né á hverju. Þá liggi ekki fyrir hvern sé verið að biðja afsökunar.
31. maí 2021
Tugir fyrirtækja hafa undirritað samfélagsstefnu SFS. Íslandsdeild Transparency International vill að þau taki afstöðu til þess framferðis Samherja sem hefur opinberast á undanförnum dögum.
Krefur önnur sjávarútvegsfyrirtæki um afstöðu til framferðis Samherja
Íslandsdeild Transparency International sendi erindi á stjórnarformann og framkvæmdastjóra SFS í gær. Þar var skorað á fyrirtæki sem hafa undirritað samfélagsstefnu SFS um að taka afstöðu til þess hvort framferði Samherja væri í anda þeirrar stefnu.
30. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen er sjávarútvegsráðherra Noregs.
Ekki ljóst hvort kaup Samherja á útgerð í Noregi verði skoðuð á grundvelli nýrra reglna
Sjávarútvegsráðherra Noregs segir Kjarnanum að ekki sé búið að ákveða hvort nýjar reglur sem hann setti norsku Fiskistofunni um umsvif útlendinga í norskum sjávarútvegi verði látnar gilda afturvirkt — og þá um kaup dótturfélags Samherja í Eskøy.
27. maí 2021
Atli Þór Fanndal er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International.
Vilja breiðfylkingu gegn tilraunum Samherja til að grafa undan samfélagssáttmálanum
Íslandsdeild Transparency International segir að fyrirtæki og einstaklingar sem sanna vilja sakleysi sitt stundi ekki ofsóknir gagnvart þeim sem rannsaka og upplýsa um meintar misgjörðir. Það geri Samherji hins vegar.
24. maí 2021
Fyrirspurn Kjarnans var meðal annars send til Björgólfs Jóhannssonar og Þorsteins Más Baldvinssonar.
Samherji vill ekki svara spurningum um starfsemi „skæruliðadeildarinnar“
Kjarninn sendi ítarlega fyrirspurn til stjórnenda Samherja vegna gagna sem sýna fram á baktjaldamakk starfsmanna og ráðgjafa fyrirtækisins, í samstarfi við stjórnendur. Samherji vill ekki svara spurningunum.
24. maí 2021
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.
„Ég lít á þetta sem alvarlega aðför að kjöri formanns í fag- og stéttarfélagi“
Formaður Blaðamannafélags Íslands telur að aðgerðir starfsmanna og ráðgjafa Samherja um að hafa áhrif á formannskjör í félaginu í síðasta mánuði hafi ekki einungis beinst gegn henni heldur líka gegn mótframbjóðanda hennar.
22. maí 2021
Samherji reyndi að hafa áhrif á niðurstöðu í formannskjöri í stéttarfélagi blaðamanna
„Það þarf samt að fara mjög fínt í þetta því við viljum heldur ekki að það spyrjist út að Samherji eða ráðgjafar Samherja séu uggandi yfir stöðunni og séu að hjálpa til í smölun gegn fulltrúa RÚV.“
22. maí 2021
Skæruliðadeild Samherja sem vill stinga, snúa og strá svo salti í sárið
Hluti þess hóps sem rekur áróðursstríð Samherja gegn blaðamönnum og ákveðnum fjölmiðlum sem fjallað hafa um fyrirtækið lýsir sér í samtölum sem „skæruliðadeild Samherja“. Einn þeirra segist bara vera „eitt tannhjól í góðri vél“.
21. maí 2021
Síldarvinnslan verður eina skráða félagið á Íslandi sem er með höfuðstöðvar á landsbyggðinni.
Nýir hluthafar keyptu fyrir 29,7 milljarða króna í Síldarvinnslunni
Miðað við það sem fékkst fyrir 29,3 prósent hlut í Síldarvinnslunni er markaðsvirði félagsins 101,3 milljarðar króna. Samherji og Kjálkanes fá yfir tólf milljarða króna hvort fyrir hluti sem þau seldu.
13. maí 2021
Sveinn Agnarsson, ritstjóri skýrslunnar, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við kynningu á henni í dag.
Spá því að útflutningsverðmæti sjávarútvegs og fiskeldis nánast tvöfaldist til 2030
Árið 2019 var útflutningsverðmæti sjávarútvegs, fiskeldis og öðrum tengdum greinum 332 milljarðar króna. Virði þessara greina gæti aukist í 615 milljarða króna innan áratugar, eða um 85 prósent.
12. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
9. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
8. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
7. maí 2021
Samherji og Kjálkanes ætla að selja fyrir allt að tólf milljarða hvort í Síldarvinnslunni
Félag í eigu þriggja stjórnenda Síldarvinnslunnar keypti hlut í fyrirtækinu í lok síðasta árs á verði sem er meira en helmingi lægra en það sem þeir geta búist við að fá fyrir hann eftir skráningu.
4. maí 2021
Síldarvinnslan borgaði 4,9 milljarða króna fyrir útgerðina Berg og kvótann hennar
Síldarvinnslan verður skráð á markað síðar í þessum mánuði. Þeir sem selja, aðallega Samherji og Kjálkanes, munu að óbreyttu fá nálægt 30 milljörðum króna fyrir það sem selt verður. Verðmætasta bókfærða eign Síldarvinnslunnar er kvóti upp á 29 milljarða.
1. maí 2021
Gunnþór Ingvarsson er forstjóri Síldarvinnslunnar.
Síldarvinnslan hagnaðist um 5,3 milljarða í fyrra og er metin á næstum 100 milljarða
Síldarvinnslan verður skráð á markað í næsta mánuði. Hún er metin á allt að 99 milljarða króna og hluthafar sem munu selja fá allt að 29 milljarða króna. Stærstu eigendur hennar, Samherji og Kjálkanes, eru taldir líklegastir til að selja.
28. apríl 2021
Þegar rétta fólkið bendir á stærstu vandamálin
None
27. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Enn bólar ekkert á ársreikningi félagsins sem hélt utan um Namibíustarfsemina
Átta mánuðum eftir að Samherji Holding átti að skila inn ársreikningi til íslenskra yfirvalda þá hefur hann ekki borist. Félagið heldur utan um erlenda starfsemi samstæðunnar, meðal annars þann hluta sem er til rannsóknar í Namibíu.
25. apríl 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ekki hægt að kortleggja umsvif útgerða í íslensku atvinnulífi tíu ár aftur í tímann
Afmarka þarf skýrslu um umsvif 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi við árin 2016 til 2019. Samkvæmt þingskapalögum átti skýrslan að vera tilbúin í síðustu viku.
16. apríl 2021
Samkeppniseftirlitið telur vísbendingar um yfirráð Samherja yfir Síldarvinnslunni
Að mati Samkeppniseftirlitsins eru veruleg tengsl milli stórra hluthafa í Síldarvinnslunni. Þrír af fimm stjórnarmönnum í Síldarvinnslunni eru skipaðir af eða tengdir þeim eigendum. Um er að ræða Samherja og Kjálkanes.
1. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Stefán Eiríksson: Helgi Seljan hefur búið við „fordæmalausar árásir“ af hálfu Samherja
Útvarpsstjóri hefur kallað eftir því að fulltrúar starfsfólks RÚV verði tilnefndir í hóp til að endurskoða siðareglur fyrirtækisins. Hann segir starfsfólk RÚV hafa sett gildandi siðareglur.
31. mars 2021
Þorsteinn Sigurðsson hefur verið skipaður forstjóri Hafrannsóknastofnunar.
Þorsteinn Sigurðsson skipaður nýr forstjóri Hafró
Kristján Þór Júlíusson hefur skipað Þorstein Sigurðsson í embætti forstjóra Hafrannsóknastofnunar. Sigurður Guðjónsson, sem stýrt hefur stofnuninni frá 2016, var á meðal umsækjenda um stöðuna en hlaut ekki skipan að nýju.
31. mars 2021
Félag í eigu Síldarvinnslunnar er stærsti einstaki eigandi Sjóvár.
Ætla að færa hlutinn í Sjóvá út úr Síldarvinnslunni fyrir skráningu
Eignarhlutur Síldarvinnslunnar í SVN eignafélagi, stærsta eiganda Sjóvá, verður greiddur út sem arður til eigenda hennar áður en Síldarvinnslan verður skráð á markað síðar á þessu ári. Stærstu eigendurnir eru Samherji og fjölskylda Björgólfs Jóhannssonar.
22. mars 2021
Sighvatur Björgvinsson
Hvað er eðlilegt gjald?
19. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Útgerðarfyrirtækin þurfi að svara kalli tímans um gagnsæi, traust og réttlæti
Þingmaður Viðreisnar segir það hagsmunamál, bæði fyrir sjómenn og þjóðina alla, að sjómenn séu ekki hlunnfarnir af útgerðum. Sjávarútvegsráðherra vill takast á við þetta vandamál en segir verðlagningu vera á forræði sjávarútvegsfyrirtækjanna og sjómanna.
18. mars 2021
Benedikta Guðrún Svavarsdóttir
Eins og að byggja Kodak filmuverksmiðju þegar snjallsíminn er að hefja innreið sína
16. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
8. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
7. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
5. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
3. mars 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
27. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Sjö af tíu hafa verra álit á Samherja og 92 prósent telja að mútur hafi verið greiddar
Íbúar á Akureyri og Dalvík trúa því síður að Samherji hafi greitt mútur fyrir aðgang að kvóta en aðrir landsmenn. Samherji hefur líka látið kanna viðhorf almennings en ekki birt þær niðurstöður.
19. febrúar 2021
Arnar Atlason
Hafsvæðið við Ísland, hin stórkostlega auðlind og tækifæri henni tengd
18. febrúar 2021
Álögð veiðigjöld námu tæpum 4,8 milljörðum króna í fyrra
Stærstu sextán gjaldendurnir í íslenskum sjávarútvegi greiddu alls þrjá milljarða af þeim tæpu 4,8 millljörðum sem greidd voru í veiðigjöld vegna nýtingar sjávarauðlindanna á síðasta ári.
9. febrúar 2021
Gunnþór Ingvarsson er forstjóri Síldarvinnslunnar.
Síldarvinnslan stefnir á skráningu í Kauphöll Íslands
Síldarvinnslan ætlar að verða annað útgerðarfyrirtækið sem skráð verður í Kauphöll Íslands. Samherji á tæplega helminginn í Síldarvinnslunni.
4. febrúar 2021
ESB keypti grænlenskan kvóta á háu verði.
ESB borgar mun meira fyrir fiskveiðar heldur en íslenskar útgerðir
ESB mun greiða grænlenska ríkinu tæpa þrjá milljarða króna á ári fyrir fiskveiðar í grænlenskri lögsögu. Ef miðað er við hvert veitt kíló er verðið líklega fjórfalt meira en það sem íslenska ríkið fær frá útgerðunum í gegnum veiðigjöld og tekjuskatt.
2. febrúar 2021
Guðmundur Kristjánsson.
Guðmundur aftur ráðinn forstjóri Brims
Tæpum níu mánuðum eftir að hafa hætt sem forstjóri Brims hefur aðaleigandi félagsins, Guðmundur Kristjánsson, sest aftur í forstjórastólinn.
28. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
27. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
26. janúar 2021
Magnús Jónsson
Vísindalegt traust og vantraust
6. janúar 2021
Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og stjórnarmaður í Brimi. Hann var auk þess forstjóri Brims þar til í lok apríl 2020.
Brim áminnt opinberlega af Kauphöll fyrir að upplýsa ekki um viðskipti tengdra aðila
Brim upplýsti ekki um að félagið hefði keypt eignarhlut í grænlenskri útgerð af stærsta eiganda sínum. Viðurlaganefnd Kauphallar Íslands hefur áminnt félagið fyrir það og telur brotið alvarlegt.
5. janúar 2021
Hvar stendur Samherjamálið?
Meintar mútugreiðslur, skattasniðganga og peningaþvætti Samherja og tengdra aðila eru til rannsóknar víða. Rannsóknirnar eru mismunandi að umfangi og komnar mislangt, rúmu ári eftir að Samherjamálið var fyrst opinberað.
29. desember 2020
2020 - árið sem sjávarútvegurinn hefði átt að skila sínu
Arnar Atlason skrifar um vendingar í sjávarútveginum á árinu sem er að líða.
28. desember 2020
Varnarsigur á veirutímum
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar um áskoranir í sjávarútveginum á árinu sem er að líða og framtíðarmöguleikum innan greinarinnar.
27. desember 2020
Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni ákærður fyrir brot á sjómannalögum
Alls smituðust 22 af 25 áhafnarmeðlimum á togaranum af COVID-19. Þeir voru ekki sendir í land heldur skikkaðir til að vinna veikir. Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákært skipstjórann.
23. desember 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Gréta María Grétarsdóttir, formaður stjórnar Matvælasjóðs.
Matís og Síldarvinnslan fengu um 30 prósent styrkja úr Matvælasjóði
Verkefni sem Síldarvinnslan, sem átti um 46 milljarða króna í eigin fé um síðustu áramót, kemur að með beinum eða óbeinum hætti fengu 13,2 prósent þess fjármagns sem Matvælasjóður úthlutaði. Matís, opinbert hlutafélag, fékk yfir 100 milljónir króna.
19. desember 2020
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður málsins.
Þingmenn úr fimm flokkum vilja að umsvif útgerða í íslensku atvinnulífi verði kortlögð
Útgerðarfyrirtæki hafa notað þann mikla arð sem verið hefur af nýtingu þjóðarauðlindarinnar á undanförnum árum til að fjárfesta víða í atvinnulífinu. Nú vilja 20 þingmenn láta gera skýrslu þar sem þau umsvif eru kortlögð.
18. desember 2020
Benedikt Jóhannesson
Vér óskum oss meiri kvóta
10. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
3. desember 2020
Frumvarp Páls breytir litlu um samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp takmarkanir á úthlutaðri aflahlutdeild. Það gengur mun skemur en aðrar tillögur sem lagðar hafa verið fram til að draga úr samþjöppun í sjávarútvegi.
1. desember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
26. nóvember 2020
Tristan da Cunha-eyjaklasinn er á hjara veraldar.
Stofna stærsta verndarsvæði Atlantshafsins
Á eyjum í miðju sunnanverðu Atlantshafi, mitt á milli Suður-Ameríku og Suður-Afríku, er dýralífið svo einstakt að ákveðið var að friða hafsvæðið umhverfis þær. Innan þess eru veiðar og hvers konar vinnsla náttúruauðlinda bönnuð.
13. nóvember 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Úttekt FAO mun skiptast í fjóra áfanga og Ísland greiðir fyrir þann fyrsta
Ekki er enn búið að skrifa formlega undir samning við Alþjóðamatvælastofnunina FAO um úttekt sem íslensk stjórnvöld eiga frumkvæði að og varðar viðskiptahætti útgerða. Vinnunni var hrundið af stað eftir að Samherjamálið kom upp fyrir ári síðan.
12. nóvember 2020
Arnar Atlason
Af hverju þarf að ljúga? Störf vegna íslensks sjávarútvegs eru flutt úr landi í stórum stíl
4. nóvember 2020
Rannsókn á mögulegu broti norska bankans DNB tengdum Samherja-málinu hefur verið vísað til saksóknaraembættisins í Ósló.
Rannsakaði fyrrverandi dótturfélag Samherja í starfi sínu fyrir PwC
Æðsti yfirmaður efnahagbrotadeildar norsku lögreglunnar segist vanhæfur til að skoða möguleg peningaþvættisbrot DNB, af því að hann var áður ráðinn til að rannsaka starfsemi fyrrverandi dótturfélags Samherja, fyrir nýja eigendur þess.
3. nóvember 2020
Röngum aðila stefnt, skaðabótakröfum Samherja hafnað en Þorsteinn Már var beittur órétti
Samherji vildi að Seðlabanki Íslands yrði látinn greiða sér um 316 milljónir króna í bætur vegna rannsóknar á sér. Héraðsdómur hefur hafnað þessari kröfu, segir röngum aðila stefnt og gefur lítið fyrir rökstuðning á mörg hundruð milljón króna kröfu.
2. nóvember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
31. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
29. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
26. október 2020
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
None
26. október 2020
Kolbeinn Árnason var framkvæmdastjóri LÍU og síðar SFS, eftir að hafa leitt sameiningu LÍU og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF).
Fyrrverandi framkvæmdastjóri LÍU og SFS á meðal nýrra skrifstofustjóra
Kolbeinn Árnason, Ása Þórhildur Þórðardóttir og Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir hafa verið skipuð skrifstofustjórar í atvinnuvegaráðuneytinu. Kolbeinn var framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka útgerðarmanna á árunum 2013-2016.
18. október 2020
Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og var forstjóri Brims þar til fyrr á þessu ári.
Útgerðarfélag Reykjavíkur gjaldfærði milljarðagreiðslu sem á að fara í ríkissjóð
Stærsti eigandi Brim, í eigu Guðmundar Kristjánssonar, hagnaðist um 4,4 milljarða króna í fyrra. Mestu munaði um sölu á ákveðnum eigum til Brim. Hagnaðurinn hefði verið mun hærri ef félagið hefði ekki þurft að gjaldfæra 3,1 milljarð króna vegna dóms.
16. október 2020
Skóflustunga að því sem átti að verða álver Norðuráls í Helguvík var tekin árið 2008 en framkvæmdin varð aldrei að veruleika.
Samherji staðfestir að vera að skoða laxeldi í Helguvík
Samherji fiskeldi og Norðurál hafa undirritað viljayfirlýsingu í tengslum við kaup Samherja á eignum Norðuráls í Helguvík. Þar var skóflustunga tekin að álveri árið 2008, en sá draumur varð aldrei að veruleika. Nú kannar Samherji aðstæður til laxeldis.
14. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Búið að móta úttekt FAO sem ríkisstjórnin ákvað að kosta í kjölfar Samherjamálsins
Atvinnuvegaráðuneytið er enn að ganga frá samningum við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) um úttekt á viðskiptaháttum útgerða, sem ríkisstjórnin boðaði í kjölfar Samherjamálsins í nóvember í fyrra.
12. október 2020
Þorsteinn Már sestur aftur í stól stjórnarformanns Síldarvinnslunnar
Forstjóri Samherja steig til hliðar sem formaður stjórnar Síldarvinnslunnar, sem Samherjasamstæðan á 49,9 prósent hlut í, eftir að Samherjamálið var opinberað í nóvember 2019. Hann er nú tekinn aftur við því starfi.
9. október 2020
Ólína segir forstjóra Samherja hafa beitt sér fyrir því að hún fengi ekki háskólastöðu
Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar segir í nýrri bók að Þorsteinn Már Baldvinsson hafi hindrað ráðningu sína sem forseta hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri árið 2013. Hana grunar að andstaðan við sig hafi verið af pólitískum toga.
7. október 2020
Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu.
Uppboð á aflaheimildum í Namibíu mistókst og skilaði sáralitlum tekjum
Stjórnvöld í Namibíu náðu einungis að innheimta 1,3 prósent af þeirri upphæð sem þau ætluðu sér að ná í með uppboði á aflaheimildum til að veiða meðal annars hrossamakríl.
7. október 2020
Útflutningur sjávarafurða ekki verið meiri í fimm ár
Samhliða mikilli gengisveikingu hefur útflutningsverðmæti sjávarafurða aukist töluvert á síðustu mánuðum. Nýliðinn ársfjórðungur hefur verið sá gjöfulasti í fimm ár í greininni.
6. október 2020
Höfuðstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um tíu milljarða á tveimur árum
Afkoma Kaupfélags Skagfirðinga á árunum 2018 og 2019 var sú besta í rúmlega 130 ára sögu þess. Í fyrra hagnaðist félagið um 1,4 milljarð króna á nokkrum vikum á fléttu með bréf í Brimi.
4. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóri Samherja.
Samherji hf. hagnaðist um níu milljarða og á eigið fé upp á 63 milljarða
Annar helmingur Samherjasamstæðunnar, sem heldur utan um þorra innlendrar starfsemi hennar, hagnaðist vel á síðasta ári. Eignarhald á henni var fært að hluta til barna helstu stjórnenda Samherja á síðasta ári.
2. október 2020
Sjávarútvegurinn sterk stoð þegar aðrar bresta
Rækja selst illa þegar Bretum er sagt að vinna heima og fáir borða þorskhnakka á Zoom-fundum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS segir í ítarlegu viðtali við Kjarnann að áskoranir séu í sjávarútvegi vegna óvissunnar sem fylgir faraldrinum.
26. september 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Félags Þorsteins Más ekki lengur á meðal stærstu eigenda Sýnar
Í lok júlí var greint frá því að félag í eigu forstjóra Samherja væri á meðal stærstu eigenda fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar. Samkvæmt nýbirtum hluthafalista hefur það breyst.
19. september 2020
Eigendur sjávarútvegsfyrirtækja hafa fengið rúmlega 100 milljarða í arð á innan við áratug
Á tíu ára tímabili vænkaðist hagur sjávarútvegsfyrirtækja um tæplega 500 milljarða króna. Á sama tímabili hafa þau greitt um 70 milljarða króna í veiðigjöld. Eigið fé geirans var 297 milljarðar króna í lok árs 2018.
16. september 2020
Björgólfur Jóhannsson
Fréttamenn Kveiks koma af fjöllum
11. september 2020
Arnar Atlason
Grásleppan og kvótakerfið
9. september 2020
Úr dyragættinni í dómsalnum í morgun, en þar hafa blaðamenn setið í hnapp og fylgst með því sem fór fram.
Seðlabankinn hafi sakað Samherja um að skila ekki 85 milljarða gjaldeyri
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir að Seðlabankinn hafi sakað Samherja um að standa ekki í skil á 85 milljörðum í gjaldeyri til landsins. Seðlabankinn virðist telja að dótturfélögum Samherja hafi verið stjórnað frá Íslandi í reynd.
9. september 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í dómsal í dag.
Yfir 130 milljónir af skaðabótakröfu Samherja vegna vinnu Jóns Óttars Ólafssonar
Alls eru yfir 130 milljónir króna af 306 milljón króna skaðabótakröfu Samherja á hendur Seðlabanka Íslands vegna greiðslna sem fóru til félaga tengdum rannsóknarlögreglumanninum fyrrverandi Jóni Óttari Ólafssyni.
9. september 2020
Meintar ásakanir Kveiks, samkvæmt myndbandi Samherja. Ekkert af þessu þrennu er fullyrt í þætti Kveiks.
Samherji leiðréttir „ásakanir“ Kveiks sem aldrei voru settar fram
Samherji hefur birt nýtt myndband á YouTube, þar sem fyrirtækið hafnar þremur ásökunum sem það segir hafa verið settar fram af hálfu Kveiks í nóvember í fyrra. Kveikur fullyrti þó ekkert af því sem Samherji svarar fyrir.
8. september 2020
Inga Sæland formaður Flokks fólksins
Inga Sæland óskar svara um vísindalegt framlag Hafrannsóknastofnunar
Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur sent Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra tíu skriflegar fyrirspurnir um rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á mismunandi nytjastofnum.
1. september 2020
Skjáskot af skjalinu í Kastljósþættinum
Verðlagsstofa skiptaverðs finnur annað skjal
Verðlagsstofa skiptaverðs segist í dag hafa fundið, við frekari leit, þriggja blaðsíðna vinnuskjal um karfaútflutning. Þetta er skjalið sem sýnt var í Kastljósi á RÚV árið 2012. Samherji hefur fengið skjalið og birt það á vef fyrirtækisins.
25. ágúst 2020
Samherji greiddi hærra hlutfall af virði afla í veiðigjöld í Namibíu árið 2018 en á Íslandi
Veiðigjöld hækkuðu umtalsvert í Namibíu árið 2018. Fram að þeim tíma hafði Samherji einungis greitt í kringum eitt prósent af söluandvirði afla í veiðigjöld. Á Íslandi hefur þróunin hins vegar verið að mestu öfug.
18. ágúst 2020
Upplýsingarnar um karfaverðið sem Verðlagsstofa skiptaverðs tók saman árið 2012 voru í Excel-skjali og birtust svona í Kastljósi í mars árið 2012.
Verðlagsstofa skiptaverðs staðfestir tilvist karfagagna
Verðlagsstofa skiptaverðs hefur staðfest tilvist gagna um karfaútflutning sem voru til umfjöllunar í Kastljósþætti árið 2012. Um var að ræða trúnaðargögn sem stofnunin vann og sendi á nefndarmenn í úrskurðarnefnd, en ekki „sérstaka skýrslu“.
12. ágúst 2020
Klakksvík íFæreyjum.
Hópsmit um borð í rússneskum togara sem lagði að bryggju í Færeyjum
Virk smit af kórónuveirunni í Færeyjum urðu skyndilega 26 um helgina eftir að 23 skipverjar á rússneskum togara greindust með veiruna.
27. júlí 2020
Heinaste heitir enn Heinaste, en tvö önnur skip sem tengdust umsvifum Samherja í Namibíu eru komin með ný nöfn án allra Íslandstenginga.
Namibíuskip Samherjasamstæðunnar komin með ný nöfn og belíska fána
Togararnir Saga og Geysir, sem sigldu frá Namibíu fyrr á árinu, heita nú Vasiliy Filippov og Galleon. Þessi skip og einnig togarinn Heinaste, sem liggur kyrrsettur í Namibíu, eru skráð með heimahöfn í mið-ameríska smáríkinu Belís.
25. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
11. júlí 2020
Leggja fram tillögu um að innkalla kvótann á 20 árum og bjóða hann síðan upp
Allir þingmenn Pírata standa að þingsályktunartillögu um að íslenska ríkið innkalli allar úthlutaðar aflaheimildir á 20 árum og bjóði þær svo upp gegn hæsta gjaldi „sem nokkur er fús til að greiða“.
25. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson situr nú í forstjórastóli Samherja ásamt Brynjólfi Jóhannssyni.
Niðurstöður rannsóknar Wikborg Rein brátt kynntar stjórn Samherja
Samherji segir að búist sé við því að stjórn fyrirtækisins fái kynningu á niðurstöðum rannsóknar norsku lögfræðistofunnar Wikborg Rein innan skamms. Í kjölfarið verði skoðað hvað úr rannsókninni verði hægt að birta og hvernig.
25. júní 2020
Tilkynnt um erlenda fjárfestingu í Samherja nokkrum dögum fyrir Kveiksþáttinn
Samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu eru miklar hömlur á því hvað erlendir aðilar mega kaupa í íslenskum sjávarútvegi. Allar slíkar fjárfestingar þarf að tilkynna sérstaklega til atvinnuvegaráðuneytisins. Ein slík tilkynnt barst 4. nóvember 2019.
18. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
1. júní 2020
Gjörið svo vel, fáið ykkur þjóðareign
None
28. maí 2020
Úlfar Þormóðsson
Hvurs er hvað?
27. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
25. maí 2020
Tugmilljarða framsal á hlutum í Samherja er fyrirframgreiddur arfur og sala
Stærstu eigendur Samherja greindu frá því í síðustu viku að þeir hefðu framselt hlutabréf í innlendri starfsemi sjávarútvegsrisans til barna sinna. Um er að ræða fyrirtæki sem heldur, beint og óbeint, á 16,5 prósent af úthlutuðum kvóta á Íslandi.
19. maí 2020
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og hafa verið helstu eigendur Samherja.
Eigendur Samherja færa eignarhaldið til barna sinna
Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson fara að mestu út úr eigendahópi Samherja. Þeir hafa, ásamt fyrrverandi eiginkonu Þorsteins, gefið börnunum sínum þorra samstæðunnar.
15. maí 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Samherji endurgreiðir hlutabótagreiðslur í ríkissjóð
Samherji ákvað að setja starfsmenn í tveimur félögum í eigu samstæðunnar á hlutabætur. Nú hefur hún ákveðið að skila þeim fjármunum í ríkissjóð vegna þess að „veiðar, vinnsla og sala hafa gengið betur en menn þorðu að vona“.
13. maí 2020
Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og var forstjóri Brims þar til í síðustu viku.
Telja að yfirráð yfir Brimi hafi getað skapast í síðasta lagi í september í fyrra
Samkeppniseftirlitið telur ekkert benda til þess að „vatnskil hefðu orðið í viðskiptatengslum og sameiginlegum hagsmunum bræðranna Guðmundar og Hjálmars Þór Kristjánssona, enda þótt gripið hefði verið til ráðstafana til að breyta ásýnd tengslanna.“
7. maí 2020