Vill að dýravelferðarfulltrúi verði í áhöfn hvalskipa sem taki veiðar upp á myndband

Matvælaráðuneytið hefur lagt til breytingu á reglugerð um hvalveiðar sem fela í sér að skipstjórum hvalveiðiskipa verði gert að tilnefna dýravelferðarfulltrúa sem beri ábyrgð á því að rétt verði staðið að velferð hvaða við veiðar.

hvalur langreyður
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir mat­væla­ráð­herra vill að reglu­gerð um hval­veiðar verði breytt þannig að skip­stjórum hval­veiði­skipa verði gert að til­nefna dýra­vel­ferð­ar­full­trúa úr áhöfn sem beri ábyrgð á því að rétt verði staðið að vel­ferð hvala við veið­ar­. ­Dýra­vel­ferð­ar­full­trúi má ekki vera sá sami og beitir skutli við veiðar á hval.

Umræddir full­trúar eiga að sækja nám­skeið sem skal vera sam­þykkt af Mat­væla­stofn­un. Þeir eiga enn fremur að safna gögnum um veið­arnar og mynda þær á mynd­band. Öllum gögnum og myndefni sem tekið er upp á að afhenda eft­ir­lits­dýra­lækn­i. 

Þetta kemur fram í drögum að reglu­gerð um breyt­ingar á gild­andi reglu­gerð um hval­veiðar sem birt hefur verið í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Umsagn­ar­frestur um reglu­gerð­ina er tvær vikur og stendur til 21. júlí. 

Umfangs­mikið fjár­fest­inga­fé­lag sem stundar líka hval­veiðar

Mik­ill styr hefur staðið að und­an­förnu um hval­veið­ar, enda hófust þær að nýju hér­lendis eftir fjög­urra ára hlé. Eitt fyr­ir­tæki veiðir hval hér­lend­is, Hvalur hf. sem stýrt er af Krist­jáni Lofts­syni, stærsta eig­anda þess. Hvalur hf. er ekki bara hval­veiði­fyr­ir­tæki heldur líka umsvifa­mikið fjár­fest­inga­fé­lag. Hvalur hagn­að­ist um 3,5 millj­arða króna á síð­asta rekstr­ar­ári sínu og eigið fé þess var 25,9 millj­arðar króna í lok sept­em­ber 2021, við lok þess rekstr­ar­árs. Hvalur greiddi eig­endum sínum 1,5 millj­arð króna í arð í fyrra. Á meðal félaga sem Hvalur á í eru hlut­deild­ar­fé­lögin Hamp­iðjan og Íslenska gáma­fé­lag­ið. Þá átti félagið til að mynda 2,22 pró­sent hlut í Arion banka sem met­inn var á 6,5 millj­arða króna í sept­em­ber í fyrra og hlut í Alvot­ech sem var þá met­inn á hálfan millj­arð króna. 

Auglýsing
Því má segja að hval­veið­arnar sjálfar séu auka­bú­grein hjá Hval. Þær fela í sér rekstur og eign­ar­hald á nokkrum hval­veiði­skipum og vinnslu­stöð í Hval­firði. Afurð­irnar eru seldar að uppi­stöðu til Jap­an. Í lok sept­em­ber 2021 átti félagið birgðir af frystum hvala­af­urðum sem metnar voru á 338 millj­ónir króna. Auk þess átti félagið birgðir af lýsi og mjöli sem voru ekki metnar til verðs í reikn­ingn­um. 

Hval­veiði­kvót­inn í ár er 190 lang­reyð­ar. Krist­ján Lofts­son sagði við RÚV í byrjun viku að Hvalur hf. muni ekki veiða svo mikið á yfir­stand­andi ver­tíð og kvót­inn verður þar af leið­andi ekki full­nýtt­ur. Hann sagði enn fremur að ver­tíðin ætti að skila um 3,5 millj­örðum króna í tekjur og að áfram sem áður yrði mest selt út til Jap­an.

And­stæð­ingar hval­veiða hafa látið vel í sér heyra vegna þess að veið­arnar hafa verið hafnar að nýju og sömu sögu er að segja af for­víg­is­mönnum í ferða­þjón­ustu, sem telja hval­veið­arnar hafa nei­kvæð áhrif á ímynd Íslands. 

Krist­ján gaf lítið fyrir þetta í áður­nefndu við­tali. ​​„Þetta er bara biss­nes mað­ur. Þeir eru auð­vitað á móti. Þetta er ant­i-everyt­hing lið, þeir eru á móti öllu. Það er ekk­ert skrítið að þeir séu á móti hval­veið­um. Þeir eru á móti virkj­unum og just name it, eins og sagt er. Þetta er eig­in­lega dauð umræða í dag.“

Tveir af hverjum þremur lands­mönnum telja veið­arnar skapa orð­spor

Sama dag sagði Lilja Alfreðs­dótt­ir, ráð­herra ferða­mála, að hún sæi ekki að hval­veiðar valdi því að færri ferða­menn sæki hingað en ella. Hún væri hlynnt hval­veiðum eins og staðan væri nú.

For­svars­menn ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja hafa sagt að engin gögn styðji þessi ummæli ráð­herr­ans. Rann­veig Grét­ars­dótt­ir,  fram­kvæmda­stjóri og eig­andi hvala­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Eld­ing­ar, sagði við RÚV að það væru von­brigði að Lilja stæði ekki með ferða­þjón­ust­unni í þessu máli. „„Mig grunar að með þessu og öðru að Lilja hafi fengið ráðu­neyti sem hún hefur hvorki vit né áhuga á, mér finnst leið­in­legt að segja það, og leið­in­legt að hún skuli ekki standa með okk­ur.“

Í sama streng tók Bjarn­heiður Halls­dótt­ir, for­maður Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, í sam­tali við Túrista. Afstaða ráð­herr­ans væri ill­skilj­an­leg þar sem ára­löng reynsla hefði sýnt að hval­veiðar skaði utan­rík­is­stefnu og utan­rík­is­við­skipti Íslands. Miklum hags­munum væri því stefnt í hættu vegna veiða, sem hafi sára­lít­ið, ef eitt­hvert vægi, í þjóð­ar­bú­skapn­um.

Mask­ína gerði nýverið könnun fyrir Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands þar sem afstaða lands­manna gagn­vart hval­veiðum var mæld. Nið­ur­staða þeirrar könn­unar var sú að 64,3 pró­sent aðspurðra töldu að hval­veiðar sköð­uðu orð­spor ÍSlands, 26,9 pró­sent töldu þær ekki hafa nein áhrif og 6,1 pró­sent töldu að veið­arnar hefðu góð áhrif á orð­spor Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent