Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Ég á þetta - ég má þetta

pall-asgeir.jpg
Auglýsing

Þegar man­íukast íslensku þjóð­ar­innar var um það bil að ná hámarki í aðdrag­anda hruns­ins 2008 fædd­ist orða­lag­ið: Ég á þetta- ég má þetta. Nú man ég ekki lengur hver var umgerð þess­arar sögu – sjálf­sagt átti hún að hafa gerst um borð í flug­vél eins og flestar svona sög­ur.

Þegar nýríkir Íslend­ingar voru að fljúga um heim­inn í einka­þotum örvita af kaupæði með troðnar töskur af ódýru lánsfé var ekk­ert fót­boltalið of dýrt, engin snekkja nógu glæsi­leg og ekk­ert vöru­hús of lít­ið. Fyr­ir­bærið drukk­inn Íslend­ingur í útlöndum hefur fyrir löngu öðl­ast goð­sagna­kenndan status og útlandið byrjar um borð í flug­vél­inni.

„Til þess að draga úr aðsókn var reynt að halda fund­inn afsíðis fjarri leiðum stræt­is­vagna á vinnu­tíma og aug­lýsa hann ekki.“

Auglýsing

Hinn ölv­aði Íslend­ingur í rúsi vel­gengni var lítt frá­brugð­inn ver­tíð­ar­garp­inum sem gekk ber­serks­gang á erlendum sól­ar­ströndum með sjéni­verpel­ann í vas­anum 40 árum fyrr. Hann átti þetta og mátti þetta. Kjarni sög­unnar er altsvo mað­ur­inn sem hefur náð því nir­vana auð­söfn­unar og valda að hann getur gert hvað sem honum sýn­ist þegar honum sýn­ist án sam­ráðs og sam­visku.

Hann á þetta og má þetta.

Kynn­ing­ar­fund­ur ­sem átti ekki að fara hátt



Á dög­unum voru tvær stein­runnar rík­is­stofn­an­ir, Vega­gerðin og Lands­net neyddar til þess að halda eins­konar kynn­ing­ar­fund vegna áforma sinna um að leggja upp­byggðan veg og háspennu­línu yfir Sprengisand. Til þess að draga úr aðsókn var reynt að halda fund­inn afsíðis fjarri leiðum stræt­is­vagna á vinnu­tíma og aug­lýsa hann ekki.

Allt kom fyrir ekki því argir nátt­úru­vernd­ar­menn mættu nokkuð fjöl­mennir á fund­inn og vildu fá svör. Hver leyfði þetta? Viljum við raun­veru­lega skera hálendi Íslands um þvert og raða háspennu­möstrum eins og keðju 30 silf­ur­pen­inga um háls Fjall­kon­unn­ar? Hvenær megum við ræða í alvöru hvað á að vernda og hverju á að fórna?

Þessar og fleiri spurn­ingar sem ein­ungis fjalla­grasaét­andi, hug­leið­andi og lopa­peysu­klæddu nátt­úru­vernd­ar­hjól­reiða­pakki getur dottið í hug að bera upp, dundu á illa und­ir­búnum kynn­ing­ar­full­trúum og lágt settum verk­fræð­ingum sem stóðu í raf­veitu­heim­il­inu með nokkrar glærur og loft­myndir í hend­inni líkt og börn með vota bleyju.

Loks­ins kall­aði aldr­aður vega­gerð­ar­vega­vinnu­skrif­stofu­manns­að­stoð­ar­maður yfir kyn­slóða­bilið að Vega­gerðin hefði allan laga­legan rétt í þessum efnum og mætti skipu­leggja og hanna vegi eins og henni sýnd­ist og einkum og sér­ílagi ef þjóð­þrifa­fyr­ir­tæki eins og Lands­net bæðu hana að gera það. Hann tin­aði ofur­lítið þegar hann sagði þetta og mér sýnd­ist vera þunn dreif af flösu á kraga og herðum köflótta jakk­ans ættuð úr drif­hvítum hár­krag­an­um.

Við höfum ræst allt Ísland fram svo engin mýri finnst lengur og eng­inn fugla­söngur rýfur þögn­ina lengur þegar slökkt er á skurð­gröf­unni en menn­ina á vél­unum vantar verk­efni eins og skot.


Ekki rífa kjaft



Þeir nefni­lega eiga þetta og mega þetta. Rétt eins og Fram­sókn­ar­menn eiga sveit­irn­ar, þorpin og bændur alla og ef þú ert eitt­hvað að rífa kjaft þá ertu minntur á að það voru sko haldnar kosn­ingar og nú er röðin komin að okk­ur. Hvert atkvæði okkar er 2.5 sinnum þyngra en þitt. Kópa­sker toppar Norð­ur­mýr­ina hvenær sem er.

Við höfum ræst allt Ísland fram svo engin mýri finnst lengur og eng­inn fugla­söngur rýfur þögn­ina lengur þegar slökkt er á skurð­gröf­unni en menn­ina á vél­unum vantar verk­efni eins og skot. Það þarf að bora göng, leggja vegi og reisa háspennu­línur í einum log­andi hvelli. Umhverf­is­ráðu­neytið er lokað ofan í skúffu í land­bún­að­ar­ráðu­neyt­inu og best að drífa sig og koma þessu í ferli svo þegar nátt­úru­hipp­arnir með latté­boll­ann átta sig þá verður ekki verj­andi að hætta við því frest­ur­inn til athuga­semda er útrunn­inn og búið að setja geysi­legt fé í rann­sóknir og teikn­ingar og til­lög­ur.

Koma­so.

Við eigum þetta og megum þetta.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPistlar
None