Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Kynslóðin sem er ekki mætt

arni-helgason.jpg
Auglýsing

Ég til­heyri kyn­slóð sem er nán­ast ósýni­leg í stjórn­málum í dag. Þó að þjóð­mála­um­ræðan bjóði upp á stöðugt fram­boð af sama fólk­inu og sama karp­inu og fyrir hrun bólar lítið á fólki í kringum þrí­tugt, sem þó fór einna verst út úr hremm­ingum síð­ustu ára.

Áhrif þess­arar kyn­slóðar eru reyndar svo lítil að það er nán­ast vand­ræða­legt. Mörg af þeim nöfnum sem við heyrum ennþá dag­lega í umræð­unni voru komin í áhrifa­stöður um og upp úr þrí­tugu – Davíð Odds­son varð borg­ar­stjóri 34 ára, Ólafur Ragnar Gríms­son varð pró­fessor í stjórn­mála­fræði 30 ára og var kom­inn á þing 35 ára, Þor­steinn Páls­son varð for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins 36 ára, Styrmir Gunn­ars­son varð rit­stjóri Mogg­ans 34 ára og Stein­grímur J. var kom­inn á þing 27 ára og orð­inn ráð­herra 32 ára. Ekki málið í þá daga.

Auglýsing

Örfáir undir fer­tugu

Í Sjálf­stæð­is­flokknum í dag er einn þing­maður undir fer­tugu, í Sam­fylk­ing­unni er yngsti þing­mað­ur­inn 39 ára og í Vinstri grænum er for­maður flokks­ins í leið­inni lang­yngsti þing­mað­ur­inn, 38 ára og eini þing­maður flokks­ins sem er yngri en 45 ára.



Tveir þing­menn á öllu þing­inu eru undir 35 ára aldri og búsettir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Á þessu svæði búa samt um 106 þús­und manns undir 35 ára aldri, þar af rúm­lega helm­ingur á kosn­inga­aldri. Í sex stórum sveit­ar­­fé­lögum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu voru í vor kjörnir fjórir bæj­ar-/­borg­ar­full­trúar af alls 64 (rúm 6 pró­sent) sem voru undir 35 ára aldri (tveir þeirra verða 35 ára á árinu) og alls níu full­trúar undir fer­tugu. Samt er meiri­hluti Íslend­inga undir fer­tugu.



Það er kannski til að fanga tíð­ar­and­ann ágæt­lega að við erum með for­sæt­is­ráð­herra sem er enn á fer­tugs­aldri í þeim skiln­ingi að það eru innan við fjöru­tíu ár frá því að hann fædd­ist. Ekk­ert annað við hann er á fer­tugs­aldri og hann er ein­arður tals­maður gömlu gild­anna. Spyrjið bara eitr­uðu stera­nautin sem Costco selur Banda­ríkja­mönn­un­um.



[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_17/66[/em­bed]

Íslenski draum­ur­inn

Hvernig stendur á því að heil kyn­slóð er nán­ast ekki með? Kannski vand­ist hún því bara að Davíð og sam­tíma­menn hans sæju um póli­tík­ina en senni­lega hafa atburðir síð­ustu ára og karpið í kringum þá gert það að verkum að stór hópur fólks er orð­inn alger­lega ónæmur fyrir stjórn­málum og stjórn­mála­þátt­töku.



Íslend­ingar hafa átt sína eigin útgáfu af banda­ríska draumn­um, eins konar íslenskan draum. Kyn­slóðin sem var um þrí­tugt á níunda og tíunda ára­tugnum lifði eftir ákveðnum gild­um; að eign­ast rúm­gott sér­býli, ein­hvers konar útgáfu af jeppa/l­ing og sum­ar­bú­stað með heitum potti ásamt því að kom­ast reglu­lega á sól­ar­strönd. Til þess þurfti að virkja, fram­leiða ál og kaupa hluta­bréf. Mark­miðið var kaup­máttur og nóg af honum og hún kaus til áhrifa stjórn­mála­menn í sam­ræmi við þetta.



Það var ein­hver ein­fald­leiki við þetta sem er ekki til staðar í dag. Til­veran hjá kyn­slóð­inni sem er núna um þrí­tugt er orðin miklu flókn­ari og óskýr­ari. Prógram­mið sem þessi kyn­slóð átti að ganga inn í að námi loknu gekk ekki upp – 90% hús­næð­is­lánið frá bank­anum og geng­is­tryggða bíla­lánið frá Lýs­ingu reynd­ist ekki vera mjög rausn­ar­legur heiman­mund­ur, heldur nokk­urra millj­óna króna myllu­steinn um háls­inn sem fólk neydd­ist í mörgum til­fellum til að taka á sig. Sparn­að­ur­inn og/eða fyr­ir­fram­greiddi arf­ur­inn hvarf og við tóku erfið ár í að berj­ast í gegnum hrun­ið. Þessi kyn­slóð þurfti að sætta sig við miklu hærra atvinnu­leysi en þekkst hefur hér á landi, en atvinnu­leysi bitnar oftar en ekki verst á þeim yngstu á vinnu­mark­aði. Enn er dýrt að lifa og hjá mörgum duga launin ekki fyrir öðru en því allra nauð­syn­leg­asta.

Refresh?

Það er svo­lítið erfitt að vita hverju á að treysta núna. Eigum við að ýta á refres­h-takk­ann og taka annan snún­ing á þessu hjóli, þ.e. steypa okkur í skuldir sem nán­ast öll mannsævin fer í að borga af með til­heyr­andi áhættu á skakka­föllum síðar meir sem lendir öll hjá lán­tak­an­um? Svo bara virkjum við til þess að það sé nóg atvinna þannig að allir eigi fyrir afborg­un­un­um? Skilj­an­lega eru ekki margir til­búnir að stökkva fram og boða þessa fram­tíð. Kannski á bara að prófa að gera eitt­hvað allt annað en hvað það á að vera hefur ekki enn komið í ljós.

Að bjarga heim­in­um... eða bara sleppa því

Heims­myndin er líka orðin flókn­ari og það er ekki jafn­skýrt og áður hverjir eru góðu kall­arn­ir. Við erum orðin miklu með­vit­aðri um vanda­mál heims­ins, sem eru aldrei lengra frá okkur en sem nemur einum netrúnt í ágræddum snjall­sím­an­um. Þar fáum við stöðugar upp­lýs­ingar um allar hörm­ungar heims­ins.



Og jafn­vel þótt maður taki sig til og reyni að gera eitt­hvað í öllum þessum vanda­málum er allt svo snú­ið. Þú getur skráð þig í UNICEF, mætt á fund og byrjað að borga mán­að­ar­lega til þess eins að lesa skömmu síðar í ein­hverri gáfu­manna­bók að þró­un­ar­að­stoð geri í raun og veru ekki neitt og það sé betra að sleppa henni. Eftir stendur kyn­slóð sem er umkringd af fleiri spurn­ingum en svör­um. Fyrir hvert fram­tak eru miklu fleiri vanda­mál. Sá sem ætlar að stofna verk­smiðju í dag fær ekki klapp á bakið fyrir að reyna heldur fyr­ir­spurn um hvort hann hati umhverf­ið.



Kannski er bara ein­fald­ast að gera ekki neitt?

Hið eilífa upp­gjör

Kyn­slóðir feta yfir­leitt sama ferlið – á ein­hverjum tíma­punkti gerir nýja kyn­slóðin upp við þá sem fyrir er, færir til­tekin við­horf til nútím­ans þannig að þau verða að nýjum við­miðum alveg þar til næsta kyn­slóð á eftir tekur yfir. Kyn­slóðin sem er núna um þrí­tugt er enn óskrifað blað. Henni finnst sjálf­sagt margt þurfa að breyt­ast en þrátt fyrir að vera best mennt­aða og upp­lýsta kyn­slóðin virð­ist hún ætla að gera lítið annað en að halla sér aftur og hrista haus­inn yfir þessum heimi sem henni er ætlað að taka við. Nema kannski skrifa einn kald­hæð­inn status um mál­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPistlar
None