Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Albini þekkir hangikjöt, hákarla og sviðahausa

adalamynd.jpg
Auglýsing

Banda­ríski tón­list­ar­mað­ur­inn og hljóð­upp­töku­mað­ur­inn Steve Albini er mörgum íslenskum tón­list­arunn­endum að góðu kunnur enda hefur hann komið að gerð margra merk­ustu hljóm­platna síð­ustu þriggja ára­tuga. Steve spilar á tón­list­ar­há­tíð­inni All Tomor­row‘s Parties ásamt hljóm­sveit sinni Shellac og er það í annað skiptið sem hún spilar á hljóm­leikum hér á landi. Ásamt Steve skipa sveit­ina bassa­leik­ar­inn og söngv­ar­inn Bob Weston og trymb­ill­inn Todd Trainer.

All Tomor­row‘s Parties verður haldin í annað sinn á fyrr­ver­andi varn­ar­svæði NATO við Ásbrú á Reykja­nesi í næstu viku. Hátíðin á Ásbrú er hluti af stærri heild sem nefn­ist ATP‘s Iceland Takeover og hefst á tón­leikum Neil Young & Crazy Horse í Laug­ar­dals­höll næst­kom­andi mánu­dag. Einnig verða tvennir tón­leikar haldnir í Hljóma­höll­inni sem er nýtt fjöl­nota menn­ing­ar­hús í Reykja­nesbæ þriðju­dag­inn 8. júlí og mið­viku­dag­inn 9. júlí. Þar koma fram bresku hljóm­sveit­irnar Fuck Buttons, Eaux og Hebr­onix ásamt íslenska tón­list­ar­mann­inum Ólafi Arn­alds. Meðal þeirra sem koma fram á Ásbrú eru Portis­head, Inter­pol, Mogwai, Liars, Ben Frost, Low, Kurt Vile & The Violators, Swans, Sól­ey, HAM og hin goð­sagna­kennda hljóm­sveit Slowdive sem nýverið kom aftur saman eftir langt hlé.

Á hátíð­inni verður einnig boðið upp á spenn­andi kvik­mynda­dag­skrá sniðna eftir for­skrift Portis­head, plötu­snúða og margt fleira.

Auglýsing

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_03/1[/em­bed]

The Ramo­nes fékk hann til að hlusta á tón­list



Steve Albini fædd­ist í Kali­forníu árið 1962 og bjó á upp­vaxt­ar­árum sínum í Mis­soula í Mont­ana-­fylki. Í byrjun níunda ára­tug­ar­ins flutt­ist hann til Ill­in­ois til þess að nema fjöl­miðla­fræði við Nort­hwestern Uni­versity. Steve hefur verið við­loð­andi tón­list stærstan hluta ævi sinnar og hefur alla tíð haldið sig á jaðr­inum og fyrir utan meg­in­straum­inn. Hann er ein­stak­lega opin­skár, hefur aldrei farið leynt með skoð­anir sínar á tón­list­ar­iðn­að­inum og liggja eftir hann ófáar greinar um mis­mikið ágæti hans. Ein þekktasta grein hans heitir „The Problem With Music“ og fjallar m.a. um hversu auð­veld­lega tón­list­ar­brans­inn getur murkað líf og sköp­un­ar­gleði úr ungum og upp­renn­andi hljóm­sveitum sem eru að reyna að hasla sér völl í hinum stóra tón­list­ar­heimi.

Ungur að aldri smit­að­ist Steve af tón­list­ar­á­huga eldri systk­ina sinna. Þegar hann heyrði fyrst í The Ramo­nes fór hann sjálfur að hlusta á tón­list og pæla í henni. Áhugi hans á pönk­tón­list og öðrum skyldum tón­list­ar­stefnum jókst og höfðu hljóm­sveitir á borð við Pere Ubu, Throbb­ing Grist­le, Kraftwerk, The Birt­hday Party og Chrome mót­andi áhrif á hann til fram­búð­ar. Hann spil­aði í nokkrum skamm­lífum hljóm­sveitum í Mont­ana og Chicago en stofn­aði svo sína fyrstu alvöru hljóm­sveit, hina óhefl­uðu Big Black, árið 1982. Big Black var hluti af senu sem var gletti­lega nefnd „pig­fuck“ og gat af sér sveitir á borð við Sonic Youth, Pussy Galore, Butt­hole Sur­fers og Royal Trux. Tón­list Big Black var ómstríð og sker­andi og voru umfjöll­un­ar­efnin í lögum hennar oftar en ekki samin frá sjón­ar­hóli þeirra sem bjuggu í dap­ur­­legum krumma­skuðum Mið­vest­ur­ríkj­anna og sögð­ust þeir ávallt semja um skugga­hliðar banda­rísks mann­lífs. Hljómsveitin sendi frá sér nokkrar afbragðs breið­skífur á árunum 1982 til 1987 en þar bera af Atomizer og Songs About Fuck­ing og þykja enn í dag með mik­il­væg­ari neð­an­jarð­ar­hljóm­plötum níunda ára­tug­ar­ins. Big Black lagði upp laupana árið 1987 þrátt fyrir að njóta vel­gengni beggja vegna Atl­antsála og varð mörgum inn­blást­ur.

382597112_1280

Leiður yfir því að Rapeman lagði upp laupana



Sama ár og Big Black hætti stofn­aði Steve hina umdeildu en frá­bæru hljóm­sveit Rapeman ásamt fyrr­ver­andi með­limum Scratch Acid. Nafn hljóm­sveit­ar­innar var fengið að láni frá jap­anskri teikni­mynda­bók sem var í miklu upp­á­haldi hjá með­limum Rapem­an. Þeir störf­uðu stutt og var sveit­inni meira að segja mót­mælt dug­lega af hópi kven­rétt­inda­bar­áttu­hópa sem var mikið í nöp við nafn­gift henn­ar. Rapeman gaf út eina þröngskífu, tvær smá­skífur og hina óvið­jafn­an­legu breið­skífu Two Nuns and a Pack Mule árið 1988. Hljóm­sveitin hætti stuttu eftir útgáfu skíf­unn­ar.

Steve var að eigin sögn mjög leiður yfir því að Rapeman lagði upp laupana og kom ekk­ert nálægt því að semja tón­list í nokkur ár á eft­ir. Hann fór á fullt í að taka upp annað tón­list­ar­fólk og hefur að eigin sögn komið að gerð rúm­lega fimmtán hund­ruð hljóm­platna. Snemma á ferl­inum sem upp­töku­maður tók hann þann pól í hæð­ina að hann vildi ekki láta titla sig sem upp­töku­stjóra þar sem hann vildi ekki ráða því hvernig þær hljóm­sveitir og tón­list­ar­fólk sem hann vann með hljóm­uðu á plötum sín­um. Það voru þau sem réðu hann til vinnu og borg­uðu honum laun fyrir vinnu sína og ætti hann þar af leið­andi ekki að segja þeim fyrir verkum eða hvernig plötur þeirra ættu að hljóma. Hans hlut­verk væri ein­fald­lega það að fá það besta frá þeim í upp­töku­ferl­inu og veita þeim eins fag­lega þjón­ustu og kostur væri á.

Rapeman

Með­vit­aðir um að vera ekki í leit að nýjum hlutum



Kjarn­inn setti sig í sam­band við Steve á dög­unum og ræddi við hann um tón­list­ina, tón­list­ar­bransann, íslenskt pönk og íslenska matseld.

Shellac hefur nú starfað í rúma tvo ára­tugi. Finnið þið ykkur enn knúna til þess að ögra hver öðrum sköp­un­ar­lega eftir allan þennan tíma?

Þegar við byrj­uðum höfðum við nokkrar grunn­hug­myndir sem við vildum kanna og við erum enn að kanna þær. Við erum mjög með­vit­aðir um það að við séum ekki í leit að nýjum hlutum til þess að festa við mengið okk­ar. Við treystum hver öðrum og sköp­un­ar­hvöt hvors ann­ars og erum sam­mála um að við séum ekki í stöðugri leit að nýj­ung­um. Við erum ein­göngu að halda áfram að skoða það sem við byrj­uðum á fyrir tutt­ugu árum og komum okkur sjálfum á óvart reglu­lega.

Ég las nýlegt við­tal við þig í Quartz þar sem þú sagðir að streym­is­þjón­ustur á borð við Spotify og Pand­ora væru að leysa vand­ræða­gang­inn í tón­list­ar­brans­anum sem þú skrif­aðir um í grein­inni „The Problem With Music“. Hvaða áhrif telur þú þessar þjón­ustur munu hafa á sjálf­stætt starf­andi plötu­fyr­ir­tæki og tón­list­ar­fólk til lengri tíma lit­ið?

Það er pirr­andi að hafa sagt eitt­hvað án þess að ígrunda það fylli­lega og svo er það fram­sett og túlkað eins og það var gert í þessu við­tali. Það sem ég sagði var að inter­netið sem heild hefði leyst vand­ræða­gang­inn sem hefur verið við­loð­andi tón­list­ar­brans­ann og flest tón­list­ar­fólk alla tíð. Þá meina ég að það hefur auð­veldað tón­list­ar­fólki til muna að koma tón­list sinni til fólks­ins sem vill hlusta. Ég hef nán­ast enga skoðun á Spotify þar sem ég nota hana ekki og mér finnst við­mót Pand­ora frekar óþol­andi þar sem hún notar aug­lýs­ingar og áskriftir til þess að halda sjálfri sér á floti. Ef ég er eitt­hvað að dunda mér heima eða að spila póker eru þessar þjón­ustur skárri val­kostur en útvarp­ið. Til lengri tíma held ég að þessar þjón­ustur munu aldrei skapa miklar tekjur fyrir minni útgáfur og hljóm­sveit­ir, þar sem stærstur hluti fólks notar ókeypis áskrift­ar­leiðir sem boðið er upp á. Það eru ein­fald­lega ekki miklir pen­ingar í því sem er ókeyp­is. Ég held að þau sem eru að kvarta undan of lágum höf­und­ar­­launum séu að nota rangar reikni­að­ferð­ir, en það þýðir þó ekki að streym­is­þjón­ust­urnar séu dýr­ling­ar. Mér er nokk sama um þessar þjón­ustur og þær eru ekki stærsta vanda­málið sem tón­list­ar­fólk stendur frammi fyrir í dag.

Póli­tískar áhyggjur af því hvert pen­ing­arnir fara



Hvað finnst þér um tón­list­ar­veit­una hans Neil Young, Pono Music? Held­urðu að hún sé ein­göngu fyrir hljóm­burð­ar­­unn­endur og hljóðn­örda eða held­urðu að stærri hópur hlust­enda muni aðhyll­ast þessa gerð tón­list­ar­veita?

Hann er að reyna að gera hljóm­gæði að for­gangs­at­riði með þess­ari þjón­ustu sinni og er það í sjálfu sér mjög gott mál. Póli­tískt séð hef ég frekar áhyggjur af því hvert pen­ing­arnir fara því þegar á öllu er á botn­inn hvolft hefur það alltaf áhrif á þau sem semja tón­list­ina.

Síð­ast þegar Shellac spil­aði á Íslandi man ég að þú varst ágæt­lega kunn­ugur íslensku síð­pönki og sagð­ist þekkja hljóm­sveitir á borð við KUKL, Þey, Purrk Pillnikk og HAM. Einnig buðuð þið í Shellac Botn­leðju að spila á All Tomor­row‘s Parties í Englandi árið 2004, sællar minn­ing­ar. Hef­urðu heyrt nýrri íslenska tón­list sem hefur náð að heilla þig?

Ég verð að við­ur­kenna að ég hef verið svo­lítið úr sam­bandi við íslensku sen­una. Þegar fyrsta pönk­tíma­bilið reið yfir voru hljóm­sveitir svo fáar að maður þekkti flestar hljóm­sveit­ir, alveg sama hvað þær komu.

Gef­urðu þér ein­hvern tíma í að hlusta á nýja tón­list þegar þú ert ekki í hljóð­ver­inu þínu að taka upp? Velur þú heldur að hlusta á þögn­ina og hvíla eyrun utan vinn­unn­ar?

Mér dettur í hug gam­all brand­ari sem oft hefur gengið á milli þeirra sem starfa við að taka upp tón­list: „Veistu hvað vænd­is­konan vill ekki gera á frí­vökt­unum sín­um?“ Ég skal alveg við­ur­kenna það að þegar maður vinnur við að hlusta og taka upp tón­list alla daga fyllist maður eins konar tón­list­ar­þreytu. Ég reyni samt að kíkja á tón­leika einu sinni til tvisvar í mán­uði ef ég hef færi á, en flestallar upp­götv­anir á tón­list geri ég í gegnum hljóð­verið mitt.

shellac

Dead Rider er ómót­stæði­leg og töfr­andi



Eru ein­hverjar hljóm­sveitir sem þú fellur í stafi yfir þessa stund­ina og vilt deila með les­endum Kjarn­ans?

Mér finnst hljóm­sveitin Dead Rider frá Chicago ein­fald­lega ómót­stæði­leg og töfr­andi. Ég er einnig mjög hrif­inn af STNNNG frá Minn­ea­polis, franska hur­dy-g­urdy leik­ar­anum Rom­ain Baudoin sem er virki­lega svalur og Scr­eam­ing Fema­les frá New Jersey er alveg frá­bær.

Ertu sam­mála eða ósam­mála því að tón­list­ar­senur þurfi tón­list­ar­elsk­andi hug­sjóna­fólk á borð við Corey Rusk, eig­anda Touch and Go Records, þau Megan Jasper og Jon­athan Poneman hjá Sub Pop, Caleb Braaten, stofn­anda Sacred Bones, Barry Hogan, skipu­leggj­anda ATP, og Ian MacKaye og Jeff Nel­son sem stofn­uðu Dischord og Minor Threat? Held­urðu að tón­list­ar­senur væru fátæk­ari án fólks eins og þeirra?

Mér finnst að það ætti ekki að per­sónu­gera senur eins og oft er gert og mér finnst það líka ekk­ert ósvipað því hvernig stjörnur meg­in­straums­ins eru hylltar trekk í trekk. Öll tón­list­ar­sam­fé­lög inni­halda fólk sem er mik­il­vægt þannig að þau þrí­fist vel og dafni en eng­inn ein­stak­lingur er svo mik­il­vægur að hann yfir­gnæfi sam­eig­in­legan styrk fjöld­ans sem gerir tón­list­ar­senur lif­andi. Ég aðhyllist þá sýn að það ætti að hylla senu fulla af fólki með sam­eig­in­leg áhuga­mál heldur en að hylla nokkra ein­stak­linga.

Shellac hefur gefið út nokkrar skífur sem aðeins örfáir hafa eign­ast og nefni ég þá The Futurist og Live in Tokyo sem dæmi. Hafið þið velt því fyrir ykkur að gera þessar plötur aðgengi­legar fleirum?

Við höfum talað um það nokkrum sinnum en þessar plötur voru gefnar út af sér­stökum ástæðum og við erum enn á því að þær til­heyri enn þeim ástæð­um.

Má ég spyrja þig út í vænt­an­lega plötu ykk­ar, Dude, Incredi­ble? Er hún lík eða ólík fyrri verkum ykk­ar?

Hún er eig­in­lega ekk­ert ólík því sem við höfum áður gert, alla­vega ekki af ásettu ráði. Við erum enn að vinna með þær grunn­hug­myndir sem við lögðum af stað með í byrj­un. Það eru eflaust ein­hver ný smá­at­riði sem fólk sem hefur hlustað á okkur áður tekur eftir en kærir sig ekk­ert endi­lega um að heyra.

Myndi vilja vita meira um íslenska mat­ar­gerð



Margt af sam­ferða­fólki þínu í tón­list í gegnum árin hefur verið að taka upp þráð­inn að nýju á síð­ustu árum. Nýlega sá ég á net­inu end­ur­komu­tón­leika Nir­vana þar sem eft­ir­lif­andi með­limir spil­uðu undir söng frá­bærra söng­kvenna á borð við Kim Gor­don úr Sonic Youth, Annie Clark úr St. Vincent, Lorde og Joan Jett. Hvað finnst þér um svona end­ur­komur og sérðu Rapeman ein­hvern tím­ann fyrir þér spila tón­leika í fram­tíð­inni?

Mér finnst það mjög ólík­legt að við myndum gera það. Í eðl­is­fari mínu hvílir ekki mikil for­tíð­ar­þrá og mér finnst Rapeman ekki hafa skilið eftir sig neina lausa enda. Mér finnst ekki mikil glóra í því að reyna að end­ur­skapa eitt­hvað sem við gerðum fyrir rúm­lega tutt­ugu árum.

Ég hef ein­staka sinnum ratað inn á mat­ar­bloggið þitt og hef séð áhuga­verða hluti sem ég hef ekki séð víða. Sérðu þig í anda kynna þér íslenska matseld og íslenskt hrá­efni á meðan þú dvelur hér?

Ég myndi gjarnan vilja vita meira um íslenska mat­ar­gerð. Ég er kunn­ugur reyktu hangi­kjöti, kæstum hákarli, sviða­hausum, sjó­fugli og öðru í þeim dúr en það er margt sem segir mér að íslensk mat­ar­gerð sé fjöl­breytt­ari en það.

Við­talið við Steve Albini birt­ist fyrst í nýjasta Kjarn­an­um. Lestu hann í heild sinni hér.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal
None