Stórfelldar samfélagsbreytingar eru framundan

Einar Gunnar Guðmundsson skrifar um miklar tækniframfarir á ýmsum sviðum sem munu hafa mikil áhrif í samfélagi okkar.

Auglýsing

Ég er ekki fyrsti mað­ur­inn í sög­unni til að velta því fyrir sér hvað fram­tíðin ber í skauti sér. Og ég ætla ekki heldur að segja að það séu blikur á lofti. Heimur versn­andi fer og allt það. Í raun fer hann batn­andi eins og gögn* sýna. Við getum hins vegar alltaf gert bet­ur. En það er ekki pæl­ing dags­ins hjá mér. Ég velti fyrir mér hvaða hæfi­leika íslenskt sam­fé­lag þarf að búa yfir á næstu ára­tugum til að halda áfram að vera í hæsta gæða­flokki á alþjóð­legan mæli­kvarða.

* a) Singula­rityhub-grein, b) ­Grein Hans Ros­l­ing á bbc.com og c) Hans Ros­l­ing á TED Talk.

Auglýsing

Hvert tíma­bili í sög­unni felur í sér breyt­ing­ar. Fram­þróun og tækni­breyt­ingar hafa áhrif á líf okkar allra. Iðn­bylt­ingin breytti heim­inum var­an­lega, fram­leiðslu­bylt­ingin í upp­hafi 20. aldar gerði það líka. Þessi stóru kraftar hafa áhrif á sam­fé­lög, gerð starfa og hvernig venju­legt fólk fram­fleytir sér. Inter­netið hefur umbreytt því hvernig við nýtum og neytum upp­lýs­inga. Snjall­símar, þessi stór­kost­legu tæki eru órjúf­an­legur hluti af veru­leika fólks um allan heim. Það er satt best að segja erfitt að ímynda sér heim­inn án þeirra. Og tækn­inni mun halda áfram að fleyja fram. Flest­um, ef ekki öll­um, til góða.

Áhrifin verða marg­vís­leg. Ný störf verða til og önnur munu heyra sög­unni til. Ég vel fjög­ur ­at­riði til sög­unnar sem munu lík­lega keyra þessa þróun áfram.

IoT (Inter­net of Things)

Staða og fram­tíð­ar­horfur: Æ meiri fjöldi tækja verður tengdur við inter­netið og verður sá fjöldi tal­inn í millj­örðum innan fárra ára. Við þekkjum sögu síma, spjald­tal­va, úra og ann­arra smá­tækja. Fyr­ir­tæki sem fremst eru í fram­leiðslu tækja (General Elect­ric, Sam­sung, App­le, o.s.frv) kepp­ast um að tengja tæki í þeim til­gangi að veita betri þjón­ustu og auð­velda fólki og fyr­ir­tækjum líf­ið, allt frá heim­il­is­tækjum til fatn­að­ar. Allir nýir bílar frá og með árinu 2018 í Evr­ópu verða með inn­byggt SIM-kort. Í dag er hægt að stýra ein­földum heim­il­is­tækjum í gegnum snjall­síma úr fjar­lægð.

Áhrif:  Upp­lýs­ingar um hegðun og neyslu ein­stak­linga og fyr­ir­tækja munu gera fyr­ir­tækjum auð­veld­ara að þróa lausnir sem neyt­endur kjósa. Æ betri skynjara­tækni mun auka gæði upp­lýs­inga um notkun og hegð­un, hvort heldur eru hreyfl­ar, vélar eða hug­bún­að­ur. Fyr­ir­tæki sem áður byggðu rekstur sinn á t.d. vél­bún­aði geta og munu sér­hæfa sig í gagna­upp­lýs­ing­um. Þessi þróun mun þannig hafa áhrif á við­skipta­módel margra starf­andi fyr­ir­tækja í dag og enn önnur munu spretta upp með gögn og með­höndlun þeirra sem sér­stöðu.

Sjálf­keyr­andi bílar

Staða og fram­tíð­ar­horfur: Flestir hafa heyrt um til­raunir Google og Tesla um sjálf­keyr­andi bíla. Fyrir um tíu (jafn­vel bara fimm) árum virt­ist þessi hug­mynd fjar­stæðu­kennd. Miðað við fréttir úr þessum heimi virð­ist ekki langt þar til að fyrstu sjálf­keyr­andi bíl­arnir koma á mark­að. Tæknin er í prófun og lofar góðu. Far­ar­tækin eru sínettengd, hafa allar helstu upp­lýs­ingar um umferð og næmir skynjarar stjórna ferð­inni.

autonomous-driving-2-1200x0

Áhrif: Það þarf vart að lýsa áhrif­un­um. Akstur leigu­bíla, vöru- og far­þega­flutn­inga er risa­stór atvinnu­grein um allan heim. Á næstu 20 árum mun þessi atvinnu­grein verða fyrir stór­felldum breyt­ingum þar sem minni þörf verður fyrir mann­lega þátt­inn í umferð­inni. Umhverf­is­á­hrifin eru jafn­framt lík­leg til að verða þó nokkrar þar sem t.d. vöru­flutn­inga­bif­reiðar geta ferð­ast saman og sparað orku vegna minni loft­mót­stöðu. Þeir bílar geta verið í notkun allan sól­ar­hring­inn sem minnkar umferð fyrir aðra bíla. Kostn­aður fyr­ir­tækja og ein­stak­linga við vöru­flutn­inga mun jafn­framt minnka enda er stærsti kostn­aður geirans fjár­fest­ing í tækjum sem nú verða betur nýtt og launa­kostn­aður bíl­stjóra. Ein­stak­lingar sem eiga slíka bíla geta enn­fremur nýtt þau betur með þvi að leigja bíl­ana út á dag­inn. Með­al­bíll­inn er ein­ungis í notkun 5% af deg­in­um. Hinn tím­ann stendur hann kyrr á bíla­stæði. Deili­hag­kerfið mun að öllum lík­indum sjá til þess að ein­stak­lingar munu geta bæði nýtt fjár­fest­ingu sína betur og minnkað umferð­ina á göt­unum og fengið sam­tímis greitt fyrir að eiga bíl­inn. Stjórn­völdum er fyrst og fremst umhugað um öryggi og það er næsta víst að engin leyfi verða gefin út fyrir sjálf­keyr­andi far­ar­tækjum fyrr en ásætt­an­legum örygg­is­kröfum verður mætt

Vél­menni

Staða og fram­tíð­ar­horfur: Fram­leiðsla og land­bún­aður eru mann­frekur iðn­að­ur. Á heims­vísu eru þetta að jafn­aði lág­launa­störf. Einn stærsti kostn­að­ar­liður þess­ara geira er þó manns­hönd­in. Sjálf­virkni­væð­ing ýmiss konar hefur verið í sam­felldri þróun frá upp­hafi iðn­bylt­ing­ar­inn­ar. Færi­bandið (Henry Ford) gerði það að verkum að kostn­aður við fram­leiðslu bif­reiða lækk­aði það mikið að venju­legt fólk hafði efni á því að kaupa bíl. Við stöndum frammi fyrir sam­bæri­legri þró­un. Hátækni­fyr­ir­tæki hafa náð góðum árangri í sam­setn­ingu og lækkað þannig kostnað sinn. Vél­menni sem búin eru skynj­urum og keyrð áfram af gervi­greind munu koma í stað fyrir manns­hönd­ina, ekki bara í dýrri fram­leiðslu, heldur líka í þeim atvinnu­greinum sem krefj­ast tak­mark­aðrar sér­þekk­ing­ar.

robots

claas_field_automation

Áhrif: Flokkun af ýmsum toga, nið­ur­setn­ing, upp­taka, sam­setn­ing, pökkun og dreif­ing verða ekki óhult fyrir þess­ari þró­un. Dæmi um störf eru áður­nefnd hefð­bundin lág­launa­störf í fram­leiðslu og land­bún­aði.

Gagna­grein­ing og gervi­greind

Ein afleið­ing af þess­ari þróun er að gríð­ar­legt gagna­magn verður til.  Fyr­ir­tæki eru að verða til sem sér­hæfa sig í að greina not­enda­hegðun út frá notkun tækj­anna, stað­setn­ingu not­enda, hegðun á inter­net­inu. Net­verks­á­hrifin af því að neyt­endur tengi saman þjón­ustur við hverja aðra og jafn­vel við sam­fé­lags­miðla gerir það að verkum að fyr­ir­tækin sem búa yfir upp­lýs­ingum um notkun og hegðun læra að þekkja okk­ur, jafn­vel betur en við sjálf. Við nálg­umst heim þar sem við sem ein­stak­lingar höfum val um að veita þessum þjón­ustu­að­ilum upp­lýs­ingar um flesta hegðun okkar í raun­heim­um. Ekki einum eða fáum aðil­um, heldur mörg­um. Ein­hverjum kann að finn­ast þetta svört fram­tíð­ar­sýn, aðrir horfa á þessa þróun sem jákvæða og leið til að nýta betur tækn­ina og fá betri þjón­ustu, jafn­vel að ein­falda líf­ið.

Það er ein­falt að grípa í svart­sýn­is­spána og segja: „Hvað á þá þetta fólk sem starfar innan ört minnk­andi atvinnu­greina að gera? Hvers eiga lág­launa­hópar að gjalda?“ Í sögu­legu til­liti leyfi ég mér að full­yrða að þessi þróun mun leiða af sér nýjar atvinnu­greinar sem hentar öllum þjóð­fé­lags­hóp­um, bæði sér­hæfðum og minna sér­hæfð­um. Ég veigra mér við að spá fyrir um hvaða og hvernig störf verða til á næstu 15-30 árum. Það eina sem víst er að fjöl­mörg störf sem við þekkjum í dag munu hverfa en önnur koma í stað­inn.

Tækni- og fram­farasinnuð hag­kerfi óska eftir tölv­un­ar­fræð­ing­um, verk­fræð­ingum og ­gagna­grein­endum

Síli­kon dalur í Kali­forníu er það svæði í heim­inum sem er hvað fram­fara­sinn­að­ast í heim­inum í dag. Hvaða störfum er einna helst óskað þar eftir í dag? Það kemur ekki á óvart að tækni­t­engd störf eru þar efst á lista. Atvinnu­aug­lýs­inga­síðan Mon­ster gerði grein­ingu á þeim störfum sem eru mest eft­ir­sótt af atvinnu­veit­endum árið 2016:

  1. Software Developers, App­lications
  2. Mar­ket­ing Mana­gers
  3. Web Developers
  4. Network and Computer Systems Administrators
  5. Reg­istered Nur­ses, RNs

Sam­bæri­lega ráðn­ing­ar­síð­a, hired.com, setur „Data Sci­ent­ist“ í eitt af fimm efstu sæt­un­um.  Það kemur ekki á óvart miðað við þörf­ina á því að setja greind á bak við þær upp­lýs­ingar sem tölvu­kerfi safna saman um neyt­end­ur.

Að lokum

Ég vísa svo í tækni­spá Hjálm­ars Gísla­sonar (Qlik) um hvað verði heitt á árinu 2016.

Áhrifa ofan­greindra atriða í þess­ari færslu mun gæta á allra næstu árum, ekki bara á árinu 2016. Nútíma­sam­fé­lag mun þannig taka gríð­ar­legum breyt­ingum á næstu miss­er­um.

Það er jafn­framt áhuga­vert að velta fyrir sér hver áhrifin verða á sam­fé­lög út frá tekj­um, menntun og sam­fé­lags­gerð. Ég læt mér nægja að vísa í athygl­is­verða grein Jef­frey Sachs, pró­fessor í hag­fræði við Col­umbia háskól­ann í NY, um efn­ið.

Við búum á afar áhuga­verðum tímum þar sem tækni og sam­fé­lag munu þró­ast hönd í hönd. Það er okkar að fara vel með þá þró­un, mann­kyni og jörð til heilla. Hvaða hlut­verki Ísland gegnir og mögu­leikar okkar sem þjóð kallar á aðra færslu. Nánar um það ­síð­ar.

Höf­undur for­svars­maður nýsköp­unar hjá Arion banka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None