Siðrof í skólastofunum

Inga Auðbjörg K. Straumland, formaður Siðmenntar - félags siðrænna húmanista á Íslandi, svarar ummælum biskups um siðrof þjóðarinnar.

Auglýsing

Það er þriðju­dag­ur. Við erum þrjár vin­kon­ur, 12 ára og fullar af ævin­týra­þrá þar sem við tökum ann­ars tóman Álfta­nes­strætó út úr vernd­uðu umhverfi þorps­ins þar sem við þekkjum alla og yfir í nágranna­sveit­ar­fé­lagið Garða­bæ, þar sem fram­boðið af sjoppum og gang­braut­ar­ljósum og öllu því sem ekki fyr­ir­finnst á Álfta­nesi for­tíð­ar­innar virð­ist okkur sem æsispenn­andi borg­ar­um­hverfi. Við hlaupum í rign­ing­unni frá Ásgarði upp á Garða­torg og eyðum öllum vasa­pen­ing­unum í allt of mikið krydd­aðar frönskur á Skalla. Við þurfum hvort sem er að bíða í 70 mín­útur eftir að KFUK-fundur hefj­ist - strætó­sam­göng­urnar eru svo ófull­komn­ar. En í stað þess að reið­ast yfir skörðum hlut Álft­nes­inga í almenn­ings­sam­göngu­kerf­inu finnst okkur þetta full­komið frelsi, þar sem við leikum okkur á Garða­torgi á meðan drop­arnir dynja á plexí­gler­þak­in­u. 

Viku­legu fund­irnir hjá KFUK, Kristi­legu félagi ungra kvenna, í Garðabæ voru líka þess virði. Á meðan skóla­systkin okkar heima á Nes­inu æfðu fót­bolta, höfð­aði söng­ur­inn og fönd­rið meira til okkar þriggja, sem höfðum fengið sköp­un­ar­kraft­inn umfram íþrótta­hneigð­ina í vöggu­gjöf. Og sam­hliða föndri á mósaík-krossum og söngva­stundum þar sem þrjá­tíu stelpur sungu Með Jesús í bátnum get ég brosað í stormi við hæstu raust, átti sér stað örlítil kristi­leg inn­ræt­ing. Við heyrðum dæmisögur og ígrund­uðum lífið og til­ver­una út frá kristi­legum gild­um. Og þetta svín­virk­aði á okk­ur. Við mættum á hverjum ein­asta þriðju­degi í mörg ár, til­búnar að taka við kristi­legum boð­skap. Í ein­feldni barns­hug­ans voru Bibl­íu­sög­urnar sveip­aðar dýrð­ar­ljóma og tengdar við skap­andi verk­efni, vina­lega leið­bein­endur og lykt­ina af gólf­tepp­inu í Kirkju­hvoli.

Auglýsing

En börn vaxa úr grasi og ung­lings­árin færa með sér upp­reisn og gagn­rýna hugs­un. Þá fyrst sett­ist ég niður og las Bibl­í­una. Ekki rit­skoð­aðar Bibl­íu­sögur fyrir börn, heldur Bibl­í­una, beint úr bóka­hillu for­eldra minna. Og það sem blasti við mér voru ekki krútt­legar sögur um vel­mein­andi Palest­ínu­mann sem gerði krafta­verk og sagði sniðuga hluti. Það sem tók við mér voru mót­sagnir á mót­sagnir ofan, afar frum­stæður texti sem var sífellt í and­stöðu við sjálfan sig. Kven­fyr­ir­litn­ing. Hómó­fóbía. Útlend­inga­andúð. Þjóð­ern­is­hreins­an­ir. 

Á skömmum tíma gekk ég í gegnum mín eigin siða­skipt­i. 

Hin kristna þjóð

Traust á Þjóð­kirkj­unni hefur dreg­ist tals­vert saman frá því mæl­ingar hófust. Á meðan 61% Íslend­inga bar mikið eða full­komið traust til stofn­un­ar­innar árið 1999, ber aðeins þriðj­ungur slíkt traust til Þjóð­kirkj­unnar í ár. Jafn­framt hefur stöð­ugur meiri­hluti verið hlynntur aðskiln­aði ríkis og kirkju um ára­bil og aðeins 19% bera traust til starfa bisk­ups­ins sjálfs.

Biskup fjall­aði um orsakir tak­mark­aðs traust á störfum hennar og stofn­un­ar­innar sem hún starfar fyrir í tíu­fréttum RÚV þann 28. októ­ber sl.: „Það hefur orðið sið­rof, held ég. Fólk áttar sig ekki á því hvaðan hlut­irnir koma sem við viljum gjarnan lifa eftir og starfa eft­ir. Það nátt­úru­lega segir sig sjálft að ef að börnin læra ekki heima hjá sér til dæmis bibl­íu­sög­urnar eða í skól­anum þá verður fram­tíðin þannig að þau vita ekki að þetta er til. Ef maður veit ekki að eitt­hvað er til þá skiptir það mann engu máli, -fyrr en kannski allt í einu að eitt­hvað kemur upp á.“

Biskup hefur áhyggjur af því sið­rofi sem skap­ast hefur í sam­fé­lag­inu, að hennar mati, við það að krist­in­fræði­kennslu hafi verið hætt. Þegar fréttir ber­ast af vax­andi van­trausti þjóð­ar­innar á Þjóð­kirkj­unni og störfum bisk­ups er varla litið í eigin barm, heldur býsnast yfir ver­ald­legri þróun mennta­kerf­is­ins og auk­inni notkun sam­fé­lags­miðla. 

Sið­rof­ið 

Ég verð að við­ur­kenna að notkun bisk­ups á orð­inu sið­rof fær á mig. Líkt og margir í kring um mig upp­lifi ég sið­rof frekar sem ein­kenn­is­orð fyrir 2007 hug­ar­far­ið, þar sem kap­ít­al­ism­inn yfir­tók sam­fé­lagið og heið­ar­leiki var sendur lönd og leið. Ég upp­lifi sið­rof sem lýsandi hug­tak fyrir vax­andi hatur vest­an­hafs, þar sem útlend­inga­andúð, kven­hatur og lygar tröll­ríða sam­fé­lag­inu. Ég tel sið­rof ekki vera lýsandi hug­tak fyrir sam­fé­lag sem vex hægt og rólega - jafn­vel aðeins of rólega að mínu mati - í átt að ver­ald­legu sam­fé­lagi þar sem jafn­ræði og trú­frelsi eru í hávegum höfð.

Ég hef ekki verið sú eina sem hef gúglað „sið­rof skil­grein­ing“ síð­ustu klukku­stund­irn­ar. Í það minnsta vissi leit­ar­vélin alveg að hverju ég leit­aði, um leið og ég var búin að slá inn nokkra stafi. Sam­kvæmt Vís­inda­vefnum er oft­ast talað um sið­rof „þegar sið­ferði­leg við­mið og almennt við­ur­kennd gildi í sam­fé­lagi víkja fyrir sið­leysi og upp­lausn eða sem getu­leysi til þess að upp­fylla sið­ferð­is­staðla sam­fé­lags­ins.“ Nú er mögu­legt að biskup telji að kristnin hafi einka­rétt á ákveðnum gildum og að það séu akkúrat þessi gildi og upp­runi þeirra sem móti hina einu réttu sið­ferð­is­staðla sam­fé­lags­ins, en þeim fer fækk­andi sem gera það. Ég hafna því að aukin ver­ald­ar­hyggja leiði af sér „sið­leysi og upp­lausn“. Þvert á móti held ég að gagn­rýnin hugs­un, aukin skoðun á sið­ferði­legum kröfum sem við gerum hvert til ann­ars og krafan um raun­veru­legt trú­frelsi séu und­ir­staða sið­ræns sam­fé­lags.

Kristni á krít­art­öfl­unni

Aðgengi barna að Bibl­íu­sög­unum veldur bisk­upi greini­lega áhyggj­um. Hún og sumt fylg­is­fólk kirkj­unnar agn­ú­ast út í krist­in­fræði­laust skóla­starf og oft sést í athuga­semda­kerfum orða­lag um að búið sé að banna krist­in­fræði í skólum lands­ins. Þetta er hins vegar ekki rétt. Alþingi sam­þykkti ný lög um grunn­skóla árið 2008, þar sem hug­takið „krist­in­fræði“ var tekið úr lögum og náms­efnið fellt undir sam­fé­lags­fræði­grein­ar. Kristni hefur þó síður en svo verið úthýst, hvorki úr lögum né aðal­námskrá. Í 2. grein laga um grunn­skóla kemur skýrt fram að starfs­hættir grunn­skóla skuli mót­ast af m.a. krist­inni arf­leifð íslenskrar menn­ing­ar. Í aðal­námskrá er svo tekið fram að nem­endur í sam­fé­lags­fræði eigi að geta „sýnt fram á læsi á frá­sagn­ir, hefð­ir, kenn­ing­ar, hátíð­ir, siði og tákn kristni og ann­arra helstu trú­ar­bragða heims“ og „greint áhrif Bibl­í­unnar og helgi­rita ann­arra helstu trú­ar­bragða á menn­ingu og sam­fé­lög.“

Kristni hefur því alls­endis ekki verið úthýst úr skóla­stof­un­um, heldur hefur staða hennar rétti­lega verið leið­rétt frá því að vera í for­rétt­inda­sæti sem eina rétta leið­in, grund­vallað á sann­leik og rétt­lætt með stöðu Þjóð­kirkj­unnar í stjórn­ar­skrá og sam­fé­lag­inu, í það að vera hluti af ver­ald­legri fræðslu þar sem afstaða er ekki tekin en nem­endur fræddir um kristni í sögu­legu sam­hengi og áhrif hennar á sam­fé­lagið eru skoðuð með akademísku sjón­ar­horni.

Ályktun bisk­ups um að orsakir meints sið­rofs virð­ist ekki á rökum reist, því sam­kvæmt Gallup er eng­inn mark­tækur munur á afstöðu þeirra sem ólust upp við fyrri grunn­skóla­lög og námskrá og eru því á aldr­inum 30-39 ára og svo þeim sem hafa fengið ver­ald­legri kennslu og eru undir 30 ára. Báðir hópar gefa Þjóð­kirkj­unni fall­ein­kunn þegar kemur að trausti. Hnign­andi traust stafar því varla af breyttum áherslum í sam­fé­lags­fræði. Mínar hug­myndir um orsakir þessa litla trausts eru svo efni í aðra og lengri grein. 

Hvaðan koma hlut­irn­ir? 

Biskup stað­hæfir svo að fólk átti sig ekki á því hvaðan hlut­irnir koma sem við viljum lifa og starfa eft­ir. Þarna slæst hún í hóp þeirra sem hrópa að kristin gildi séu óskoruð gildi sam­fé­lags­ins sem við búum í. En hver ákveður hvaða gildi séu kristin gildi? Er það túlkun full­trúa Þjóð­kirkj­unn­ar? Er það túlkun les­and­ans sem blaðar í frum­heim­ild­inni? Er það kenn­ar­inn sem kennir 3. bekk trú­ar­bragða­fræði? Sum gildi eru nokk­urn­veg­inn sammann­leg. Heið­ar­leiki, mann­virð­ing, mann­rétt­indi, ást og fyr­ir­gefn­ing, til­lits­semi og hjálp­semi. Þessi gildi end­ur­spegl­ast vissu­lega í Bibl­í­unni. En þau end­ur­spegl­ast líka í Kór­an­inum og Torah. Og enn­frem­ur, þau end­ur­spegl­ast í bók­unum um Harry Potter og Net­fl­ix-þætt­inum sem ég hámhorfði á í síð­ustu viku. Þau eru sammann­leg. 

Það var einmitt ung­menni sem kunni Bibl­íu­sög­urnar sem átt­aði sig á því að gildin sem hinn forni leið­ar­vísir að líf­inu end­ur­spegl­aði voru alls ekki gildi sem ung­mennið tengdi við. Þrátt fyrir að kunna allar Bibl­íu­sög­urnar utan­bókar og gít­ar­hljómana við Upp­ris­inn er hann var það gagn­rýnin hugsun við Bibl­íu­lest­ur­inn sem stuðl­aði að því að litla stelpan, sem elskaði þriðju­daga því þá voru KFUK-fund­ir, elskar nú þriðju­daga því þá eru stjórn­ar­fundir í stærsta ver­ald­lega lífs­skoð­un­ar­fé­lagi lands­ins, sem hún stýr­ir.

Höf­undur er for­maður Sið­mennt­ar, félags sið­rænna húman­ista á Íslandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar