Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar

Árni Guðmundsson skrifar um frjálsa verslun með áfengi í aðsendri grein. Hann segir þær breytingar sem dómsmálaráðherra berjist fyrir séu „fyrst og fremst í þágu ítrustu viðskiptahagsmuna og yrðu eitt mesta lýðheilsuslys síðustu ára“.

Auglýsing

Um þessar mundir liggja fyrir Alþingi tvö áfeng­is­frum­vörp sem bæði ganga, að sögn, út á að „frelsa“ áfeng­ið, eins og það sé í ein­hverri ánauð. Annað þeirra, frum­varp um að heim­ila „vefsölu“ áfeng­is, er til umfjöll­unar í þessu grein­ar­korni. Ekki hefur sá sem þetta ritar tölu á öllum þeim sam­bæri­legum frum­vörpum sem lögð hafa verið fram á Alþingi síð­ustu ár eða ára­tug en þau eru senni­lega vel á annan tug­inn.

Tíma­setn­ingar í þessu sér­hags­muna­vaf­stri hafa ekki alltaf verið heppi­leg­ar. Fyrr­ver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins ætl­aði að mæla fyrir slíku frum­varpi í upp­hafi hruns­ins þegar að vart heyrð­ist manns­ins mál í þing­sal vegna mót­mæl­anna fyrir utan þing­hús­ið. Þegar að covid far­ald­ur­inn skall á með miklum þunga og sam­fé­lagið var allt á öðrum end­anum þá taldi þáver­andi dóms­mála­ráð­herra ástandið sýna að mikil þörf væri fyrir net­verslun með áfengi? Árangur af þessu vaf­stri er eng­inn, eins og dæmin sanna og tíma þings­ins örugg­lega betur varið í önnur mál og mik­il­væg­ari.

Meintur „vandi“ krist­all­ast senni­lega í þeim fleygu ummælum stjórn­mála­manns eins um að það væri slæmt að geta ekki kippt með sér hvítvíns­flösku/m í stór­mark­að­inum á sunnu­dögum til að hafa með humr­in­um. Það sé frels­is­mál, en ekki minnst einu orði á hum­ar­inn, sem er með öllu ófrjáls eins og mest af okkar sjáv­ar­fangi, sem býr við helsi fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­is­ins? Og svo hinu að áfengi sé lög­lega vara (eins og tóbak) og því eigi fram­leið­endur og selj­endur allan rétt á því að sýsla með áfengið eins þeim og þeirra hags­munum henti best.

Auglýsing

Hags­muna­að­ilar háværir

Hags­muna­að­il­ar, helstu og hávær­ustu tals­menn breyt­inga, eru orðnir óþreyju­full­ir. Ýmsir í þeirra ranni nenna ekki lengur að bíða. Í þágu sinna ítr­ustu sér­hags­muna, aug­lýsa þeir áfengi eins og eng­inn sé morg­un­dag­ur­inn og selja áfengi í smá­sölu þvert á lög, lýð­heilsu- og for­varna­sjón­ar­mið svo ekki sé minnst á almennt vel­sæmi.

Í þessu sam­hengi þá veldur „ákvörð­un“ ÁTVR um að draga til baka, áfrýjun til Lands­rétt­ar, mál vegna ólög­legrar sölu áfeng­is, mik­illi furðu svo ekki sé meira sagt. Fingraförin sjást reyndar langar leið­ir. Full­trúi lög­gjafa- og fram­kvæmda­valds­ins, fjár­mála­ráð­herra, beitir sér af alefli gegn því að dóms­valdið úrskurði efn­is­lega í alger­lega aug­ljósu máli. Tækni­leg frá­vísun byggð á skoðun eins hér­aðs­dóm­ara er látin nægja. Slíkt er alger­lega óboð­legt og fram­ganga fjár­mála­ráð­herra í þessu máli honum lítt sæm­andi. Áfeng­is­brans­inn andar léttar um skeið enda búið að afstýra því að úrskurðað verði efn­is­lega um alger­lega aug­ljósa ólög­lega áfeng­is­sölu. Fyr­ir­liggj­andi frum­varp um að heim­ila vefsölu áfengis er auk þess ekk­ert annað en form­leg við­ur­kenn­ing á því að núver­andi „vefsala“ sé með öllu ólög­leg.

Mark­miðið er klárt. Nú á skal þess freistað með öllum til­tækum ráðum, enn eina ferð­ina, að brjóta á bak aftur fyr­ir­komu­lag sem ríkt hefur nokkuð almenn sátt um í sam­fé­lag­inu.

Dóms­mála­ráð­herra

Dóms­mála­ráð­herra hefur látið þau boð út ganga að hann ætli að fá til liðs við sig, í ráðu­neyt­ið, þrjá eða fjóra lög­fræð­inga, sér­fræð­inga í Evr­ópu­rétti, til þess að kanna hvort við þurfum ekki að taka upp reglur Evr­ópu­sam­bands­ins, sem að hans mati virð­ast ganga út á það að við verðum að selja áfengi út um allt, alltaf. Evr­ópu­sam­bandið vill hann að öðru leyti ekk­ert með hafa, finnur því reyndar flest allt til for­áttu. Skyn­sam­ara væri að nýta þessa fjár­muni í að láta gera lýð­heilsu­mat á afleið­ingum þess­ara frum­varpa, fremur en að eyða stórfé í spurn­ingu sem þegar er búið svara. Eitt sím­tal til Evr­ópu­sam­bands­lands­ins Sví­þjóðar nægir, það þarf enga fjóra lög­fræð­inga í það. Lýð­heilsu- og vel­ferð­ar­mark­mið þjóða ganga ein­fald­lega framar við­skipta­hags­mun­um. Fyr­ir­komu­lag áfeng­is­sölu á aug­ljós­lega við í þeim efn­um, þjóðir geta því haft það fyr­ir­komu­lag sem þær kjósa. Full­komið verk­leysi ráð­herr­ans, sem yfir­manns lög­gæslu­mála, gagn­vart aug­ljósum lög­brot­um, bæði hvað varðar áfeng­is­aug­lýs­ingar og ólög­lega sölu áfeng­is, vekja furðu og spurn­ingu um hvort ráð­herra telji sig hafa rík­ari skyldur gagn­vart áfeng­is­sölum en almenn­ing í land­inu, ekki síst börnum og ung­menn­um?

Vef­sala er almennt sölu­form

Að heim­ila „vefsölu“ áfengis þýðir ekk­ert annað en að leyfa almenna sölu áfeng­is. Á því leikur engin vafi og kemur einkar vel fram í úttekt Rann­sókna­set­urs versl­un­ar­innar á áhrifum staf­rænnar tækni á versl­un­ar­rekst­ur:

„Vegna sam­runa hefð­bund­innar versl­unar við net og staf­rænar tækni­lausnir getur reynst erfitt að aðgreina umfang hefð­bund­innar versl­unar frá umfangi net­versl­unar eða öðrum nýjum versl­un­ar­hátt­um.

Til sam­an­burðar má líkja sam­runa hefð­bund­innar versl­unar við net­verslun við þá breyt­ingu sem varð um miðja síð­ustu öld þegar tekin var upp sjálfs­af­greiðsla í stað afgreiðslu yfir búð­ar­borð. Erfitt reynd­ist að aðgreina magn þess sem selt var í sjálfs­af­greiðslu og vörur sem voru á bak­við búð­ar­borð­ið.

Á sama hátt getur reynst erfitt að aðgreina veltu í hefð­bundnum versl­unum núna og net­versl­un­um, því þessar tvær teg­undir renna sífellt meira sam­an“

(Emil Karls­son, 2018. Íslensk net­versl­un– áhrif staf­rænnar tækni og alþjóð­legrar sam­keppni, bls 9. Rann­sókna­setur versl­un­ar­inn­ar)

Stór­mark­aðir eins og Costco, Hag­kaup, Bón­us, Krón­an, og nán­ast allir þeir sem það kjósa, munu geta hafið sölu áfengis án veru­legra taka­markanna og munu gera verði frum­varp af þessum toga ein­hvern tím­ann að lög­um. Útsölu­stöðum mun fjölga um mörg hund­ruð pró­sent frá því sem nú er. Stór­mark­aðir verða ráð­andi og þessir fáu aðilar sem hæst hafa um þessar mundir verða eins og síli innan um lax­anna, fórna­lömb eigin hug­mynda­fræði.

Allt hefur þetta verið keyrt áfram á for­sendum ítr­ustu við­skipta­hags­muna. Fram­boð af áfengi verður gríð­ar­legt, sölu­stöðum fjölgar marg­falt, opn­un­ar­tímar verða alltaf, áfeng­is­aug­lýs­ingar og alger­lega óheft mark­aðs­sókn verður við­var­andi og mun eins og dæmin sanna ekki síst bitna á og bein­ast að börnum og ung­menn­um.

Vernd barna og ung­menna

Allt gengur þetta þvert á lýð­heilsu- og for­varn­ar­mark­mið sam­fé­lags­ins, sem nokkuð almenn sátt hefur ríkt um. Ágætur árangur okkar Íslend­inga í for­vörnum gagn­vart börnum og ung­mennum er afsprengi margra ára­tuga vinnu. „Ís­lenska mód­el­ið“ er m.a. afrakstur þess og er gagn­reynd aðferð­ar­fræði (Rann­sókn og grein­ing) og er mörgum öðrum löndum fyr­ir­mynd á þessu sviði. Nálgun sem byggir á nokkrum meg­in­stoð­um. Sam­veru for­eldra, barna og ung­menna, virkri þátt­töku í æsku­lýðs- og íþrótta­starfi, for­varn­ar­fræðslu for­eldra, barna og ung­menna, aðgengi og sölu­fyr­ir­komu­lagi áfeng­is, svo dæmi séu nefnd. Árang­ur­inn í for­varn­ar­stafi er ekki sjálf­sprott­inn og varir ekki nema stöðugt sé haldið áfram. For­varnir eru ferskvara. Gott ástand einnar kyn­slóðar er ekki ávísun á að það þurfi ekk­ert að vinna gagn­vart næstu kyn­slóð. Gott ástand er ekki heldur nein skipti­mynt eða rétt­læt­ing fyrir breyt­ingum sem ganga þvert á öll lýðheilsu- og for­varn­ar­mark­mið.

Lýð­heilsu­mat

Í fyrstu frum­vörpum um áfeng­is­mál var smá­vegis um að auka fé til lýð­heilsu- og for­varna­mála til mót­vægis við þær nei­kvæðu afleið­ingar sem svona frum­vörp hafa. Síð­ustu ár er ekki minnst á slíkt svo neinu nemi og þá helst per­són­legum hug­myndum flutn­ings­manna, og eða þeirra lög­fræð­inga sem frum­vörpin semja, um að frum­varpið hafi lítil sem engin áhrif á lýð­heilsu? Eigi ekki við eins og einn ráð­herra orð­aði það. Í síð­ustu tveimur til þremur til­raunum við að koma svona frum­varpi í gegn þá hefur umræðan auk þess verði afar ein­hliða og nán­ast alger­lega á for­sendum hinna ítr­ustu við­skipta­hags­muna. Það sem verra er að fram­lag í Lýð­heilsu­sjóð hefur verið lækkað frá því sem áður var, er nú föst upp­hæð í stað hlut­falls af áfeng­is­gjaldi eins og áður var.

Engum af flutn­ings­mönnum þess­ara frum­varpa, í gegnum árin, virð­ast detta til hugar að leggja til að fram fari lýð­heilsu­mat á afleið­ingum þeirra breyt­inga sem frum­vörpin kunna að hafa í för með sér. Í þeim efnum má nefna rann­sókn sem birt­ist á vef BMC Public Health í des­em­ber 2018. Lýð­heilsu­fræði­leg rann­sókn á áhrifum þess að breyta sölu­fyr­ir­komu­lagi áfengis í Sví­þjóð í þá veru að leggja niður System­bolaget (sænska ÁTVR) Estimat­ing the public health impact of dis­band­ing a govern­ment alcohol monopoly: app­lication of new met­hods to the case of Sweden. Innan Félags Lýð­heilsu­fræð­inga og Land­lækn­is­emb­ætt­is­ins eru sér­fræð­ingar á þessu sviði sem hafa þekk­ingu til þess að gera svona mat með gagn­reyndum vís­inda­legu aðferð­um. Und­ar­legt að ekki hafi verið leitað til við­kom­andi aðila í tengslum við þetta frum­varp?

Fyr­ir­komu­lag áfeng­is­sölu á ekki að lúta for­sendum ítr­ustu sér­hags­muna

Örfá auka­spor, ef ein­hver eru, til þess að versla áfengi er á alla leggj­andi. Þær breyt­ingar sem dóms­mála­ráð­herra berst fyrir eru fyrst og fremst í þágu ítr­ustu við­skipta­hags­muna og yrðu eitt mesta lýð­heilsuslys síð­ustu ára­tuga. Að mati þess sem þetta ritar er grund­vall­ar­at­riði og kjarni þessa máls, auk lýð­heilsu- og vel­ferð­ar­sjón­ar­miða, vernd barna og ung­menna. Ekki bara vernd þeirra gegn áfeng­is­á­róðri eins og áfeng­is­aug­lýs­ingar eru. Ekki síður vernd gagn­vart sölu­fyr­ir­komu­lagi sem er afar ótryggt hvað varðar börn og ung­menni. Sam­fé­lagið getur og setur sér ýmis lög og reglur í þágu almanna­hags­muna sem betur fer. Áfeng­is­mál eru dæmi um slíkt, ákveðin sam­fé­lags­sátt­máli sem flestir virða og von­andi verður það áfram svo. Fyr­ir­komu­lag áfeng­is­sölu, áfeng­is­stefna á ekki að lúta for­sendum ítr­ustu sér­hags­muna, slíkt er ein­stakt óráð.

Höf­undur er félags­upp­eld­is­fræð­ingur

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar