Gagnamagnsnotkun í farsímum jókst um 80 prósent milli ára

Viðskiptavinir Nova í sérflokki þegar kemur að notkun gagnamagns í farsímakerfi. 4G-væðingin að gjörbreyta neysluhegðun.

simar.jpg
Auglýsing

Gagna­magns­notkun Íslend­inga á far­síma­neti jókst um 79 ­pró­sent frá miðju ári í fyrra og fram til júníloka 2015. Á fyrri hluta síð­asta árs not­uðu Íslend­ingar um 2,5 millj­ónir giga­bæta en á fyrstu sex mán­uðum þessa árs nam notk­unin um 4,5 millj­ónum gíga­bæta. Gagna­mags­notkun Íslend­inga í gegn­um far­síma­net hefur tæp­lega ell­efu­fald­ast frá árinu 2010 og rúm­lega fjór­faldast frá miðju ári 2012. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri töl­fræði­skýrslu Póst- og fjar­skipta­stofn­unar um íslenska fjar­skipta­mark­að­inn á fyrri hluta árs­ins 2015 sem birt var í gær. 

Í sam­an­dregnu máli þá þýðir þetta að not­enda­hegðun umbylst. Litlu ­snjall­tækin sem nán­ast allir eru með í vas­anum eru orðin lyk­il­gátt að afþr­ey­ing­u, fréttum og öðru fjöl­miðla­efni óháð því hvort það sé sett fram með texta, sem ­sjón­varp eða hljóð­varp.

Auglýsing

Símar eru fyrir nokkuð löngu síðan hættir að vera tól sem t­veir ein­stak­lingar nota til að tala sam­an, og orðnir eitt­hvað allt annað og ­miklu meira.



4G-væð­ingin breytir öllu

Ástæðan fyr­ir­ þess­ari miklu breyt­ingu er sú að far­síma­tíma­bil fjar­skipta­geirans er að líða undir lok og gagna­flutn­inga­tíma­bilið að taka við. Tíðni­heim­ildir fyrir 3G, ­fyrsta háhraða­kyn­slóð far­síma­nets­kerf­ið, voru boðnar út á Íslandi í lok árs 2006. Kerfið er í raun mun frekar net­kerfi en far­síma­kerfi og gerð­i ­gagna­flutn­ing mögu­leg­an.

Næsti fasi stend­ur nú yfir, skrefið yfir í 4G-­kerf­ið. Skrefið sem verður tekið upp á við með henn­i er stærra en margir átta sig á. Hrað­inn á 4G-teng­ingu er tíu sinnum hrað­ari en í 3G og um þrisvar sinnum hrað­ari en hröð­ustu ADS­L-teng­ing­ar.

4G-væð­ingin á Ísland­i hófst af alvöru á árinu 2014 þegar fjöldi 4G-korta í símum fimm­fald­að­ist. Um mitt ár 2015 hafði fjöldi þeirra síðan tvölfald­ast á einu ári og nú eru um 151 ­þús­und virk 4G-kort í íslenskum far­sím­um. Þau eru enn færri en 3G-kortin (230 ­þús­und) en með þessu áfram­hald­andi mun 4G vera orðið ráð­andi á Íslandi inn­an­ árs.

Nova veðj­aði á réttan hest

Nova nýtur þess­arra breyt­inga umfram önnur fjar­skipta­fyr­ir­tæki, svo vægt sé til orða tek­ið. Við­skipta­vin­ir Nova eru nefni­lega í algjörum sér­flokki þegar kemur að notkun gagna­magns. Við­skipta­vin­ir þess fyr­ir­tæk­is, sem hóf starf­semi í des­em­ber 2007, og verður því átta ára um næstu mán­að­ar­mót, not­uðu um 74 pró­sent af öllu gagna­magni sem notað var á far­síma­net­inu á fyrri hluta árs­ins 2015. Það er svipað hlut­fall og við­skipta­vinir Nova voru með af heild­ar­gagna­magnskök­unni árið 2014.



Það má því segja að Nova sé að upp­skera eins og fyr­ir­tæk­ið sáði á upp­hafs­árum sín­um. Þá lagði það áherslu á að ná í gríð­ar­legan fjölda ungra not­enda gegn því að lofa þeim fríum sím­tölum og sms-­skeytum innan kerf­is. Þetta var áður en gagna­magns­bylt­ingin reið yfir. Þegar það svo gerð­ist voru það ungu við­skipta­vin­irnir sem Nova hafði sankað að sér – nú ekki lengur ung­ling­ar heldur ungt fólk með kaup­mátt – sem umföðm­uðu þá bylt­ingu fyrstir allra.

Sím­inn enn stærstur á far­síma­mark­aði

Sím­inn, stærsta fjar­skipta­fyr­ir­tæki lands­ins, er enn með­ ­for­ystu á far­síma­mark­að­in­um. Þ.e. hann er enn með flesta við­skipta­vini í far­síma­þjón­ustu, eða alls 149.558 tals­ins og 35,3 pró­sent mark­aðs­hlut­deild. Við­skipta­vina­fjöldi Sím­ans hefur hald­ist nokkuð stöð­ugur und­an­farið ár. Frá­ lokum árs 2012 hefur við­skipta­vinum Sím­ans í far­síma­þjón­ustu til að mynda fjölg­að um 600. Á sama tíma hafa tug­þús­undir nýir not­endur bæst við.

Það er skilj­an­legt að Sím­inn hafi tapað mark­aðs­hlut­deild á und­an­förnum árum sam­hliða stór­auk­inni sam­keppni. Auk þess er fyr­ir­tækið í þeirri eft­ir­sókn­ar­verðu stöðu að tveir af hverjum þremur við­skipta­vinum þess í far­síma­þjón­ustu er með fasta áskrift. Það tryggir mik­inn stöð­ug­leika í notk­un og tekj­um.



Nova, sem sótt hefur hart að Sím­anum á und­an­förnum árum, er nú komið með 33,4 pró­sent mark­aðs­hlut­deild. Þótt föstum áskriftum hjá Nova fjölg­i alltaf ár frá ári er það enn svo að tæp­lega þrír af hverjum fjórum við­skipta­vinum fyr­ir­tæk­is­ins eru með fyr­ir­fram­greidda þjón­ustu, svo­kall­að frelsi. Nova er samt sem áður það fyr­ir­tæki á fjar­skipta­mark­aði sem tekur til­ sín nán­ast alla við­bót­arnot­endur sem bæt­ast við far­síma­mark­að­inn á ári hverju. Frá árs­lokum 2012 hefur við­skipta­vinum Nova til að mynda fjölgað um tæp­lega 30 ­þús­und.

Þriðji ris­inn á fjar­skipta­mark­aði er síðan Voda­fo­ne. Því hefur tek­ist að halda vel á áskrift­ar­fjölda sínum á far­síma­mark­aði og sam­tals ­nemur mark­aðs­hlut­deild fyr­ir­tæk­is­ins 26,8 pró­sent­um.

365 sam­ein­að­ist Tali í des­em­ber 2014 og tók þar með yfir far­síma­við­skipti síð­ar­nefnda ­fyr­ir­tæk­is­ins. Alls eru við­skipta­vinir 365 í far­síma­þjón­ustu nú um 15.500 tals­ins. Það er umtals­vert færri við­skipta­vinir en Tal var með í árs­lok 2012, þegar þeir voru um 20 þús­und.

SMS á und­an­haldi

Þótt fjöl­margir nýir sam­skipta­miðlar hafi bæst við flór­una á und­an­förnum árum þá senda Íslend­ingar enn nokkuð mikið af SMS-skila­boð­um. Árið 2012 voru send tæp­lega 216 millj­ónir slíkra skila­boða en þeim hafði fækkað í um 204 millj­ónir í fyrra. Á fyrri hluta árs­ins í ár voru send um 100 milljón SMS og ef sú notkun helst stöðug út árið mun notk­unin drag­ast saman um tvö pró­sent milli ára.

Lík­legt verður að telj­ast að SMS-ið mun áfram eiga und­ir­ högg að sækja, enda bjóða sam­skipta­for­rit á vegum Face­book, Apple og fleiri slíkra upp á mun fleiri mögu­leika í sam­skiptum en SMS-in. 

Þetta er fyrri hluti umfjöll­unar Kjarn­ans um nýja skýrslu Póst- og fjar­skipta­stofn­unar um fjar­skipta­mark­að­inn. Seinni hlut­inn birt­ist síðar í dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None