Banksy málaði mynd af Steve Jobs í Calais

Steve Jobs Banksy
Auglýsing

Í bænum Cala­is er stærstu flótta­manna­búðir Frakk­lands. Þar haf­ast við um 4.500 flótta­menn í tjald­búðum og freista þess að kom­ast yfir Erma­sundið til Bret­lands. Flest­ir þeirra eru frá Sýr­landi. Á þessu svæði, sem er kallað frum­skóg­ur­inn, hefur mynd­ast neyð­ar­á­stand und­an­farna mán­uði: kuld­i, hungur og mikil örvænt­ing  hefur grip­ið um sig þegar fólk hefur reynt að ryðj­ast inn í Erma­sunds­göng­in.

Borg­ar­yf­ir­völd og ýmis félaga­sam­tök hafa reynt sitt besta til þess að veita flótta­mönnum ein­hverja lág­marks­þjón­ustu og hjálp­. Margir hafa fært þeim föt, teppi, mat og lyf í vetr­ar­kuld­an­um. Einn þeirra sem nú ­leggur þeim lið er lista­mað­ur­inn og huldu­mað­ur­inn Ban­sky. Hann hefur málað fjór­ar ­mynd á veggi í Cala­is; ein af þeim sýnir sýr­lenska flótta­mann­inn Steve Jobs.  

Arf­leið flótta­manna

Með þess­ari mynd vill Ban­sky minna á að flótta­menn eru ekki vanda­mál heldur auð­lind. Flótta­mað­ur­inn Steve Jobs stofn­aði eitt verð­mætasta fyr­ir­tæki heims, App­le,  sem skilar meira en sjö millj­örðum doll­ara árlega í banda­ríska rík­is­kass­ann. Lista­verkið er því áminn­ing til Don­ald Trump, Mar­ine le Pen og því­líkra ­stjórn­mála­manna sem vilja herða inn­flytj­enda­lög­gjöf og landamæra­eft­ir­lit..

Auglýsing

Ban­sky er einn þekkt­asti lista­maður heims þótt hann fari ávalt huldu höfði, þekktur fyr­ir­ póli­tísk og rót­tæk götu­lista­verk Flótta­menn í Calais hafa séð sér leik á borð­i við þetta upp­á­tæki hans og eru farnir að rukka inn aðgangs­eyri.  

Verk Ban­sky eru millj­óna virði þótt hann skilji þau eftir úti á götu. Borg­ar­yf­ir­völd ætl­uð­u ­sér því að skella plast­ramma eða ein­hverju yfir þessi mál­verk til þess að vernda þau, en flótta­menn­irn­ir, sem hafa tek­ið­miklu ást­fóstri við þau, hafa al­veg séð um að gæta þeirra og rukka nú inn sjö pund til þess að fá að berja þau augum með góð­fús­legu leyfi lista­manns­ins. Verkið er þeirra. Hann hef­ur ­söm­leiðis til­kynnt að allt það efni sem notað var í sýn­ing­unni Dismaland, sem var eins­konar stíl­fær­ing á Dis­neylandi, verði flutt til Calais og end­ur­unn­ið til þess að byggja skýli.Mynd af ungri stúlka horfir yfir hafið í átt til Englands.  

Grafal­var­legt ástand 

Stöð­ug­ur ­straumur flótta­manna til Calais hefur skapað mörg vanda­mál. Þeir telja grasið grænna hinum megin við sund­ið. Kannski ekki að ósekju. Margir franskir ­stjórn­mála­menn, eins og Mar­ine le Pen, hafa lýst yfir mik­illi andúð sinni á flótta­mönn­um. Flótta­menn finna sig ekki, af ein­hverjum ástæð­um, vel­komna í Frakk­landi leng­ur.

Margir íbú­ar Calais eru orðnir lang­þreyttir á ástand­inu. Upp­þot eru tíð, fólk hefur kastað ­grjóti og öðru laus­legu í átt að bíl­um. Gremja og spenna hefur verið vax­and­i. Bíla­um­ferð og lest­ar­sam­göngur hafa margoft taf­ist vegna ýmissa vanda­mála sem ­fylgja flótta­manna­búð­un­um. Fólk hefur lát­ist í átroðn­ingi þegar það hefur ruð­st inn í Erma­sunds­göngin þar sem gang­andi far­þegum er ávalt mein­aður aðgang­ur. Þeir hafa rutt niður girð­ingum og oft hefur komið til átaka við landamæra­verð­i.  

Hér má sjá endurgerð Bansky af Medúsufleka Garicault, sem er eitt frægasta málverk Louvre-safnsins í París og sýnir örvæntingarfulla skipbrotsmenn. Hér­aðs­kosn­ing­arn­ar í norð­ur­hluta lands­ins sner­ust að mestu leyti um flótta­menn­ina í Cala­is. Mar­ine le Pen var sjálf í fram­boði sem hér­aðs­stjóri og boð­aði harða stefnu í garð inn­flytj­enda. Hún hik­aði ekki við að tengja saman hryðju­verkin í París við flótta­menn og hlaut ríf­lega 40% atvæða í fyrri umferð kosn­ing­anna. Skugga­leg­ar ­nið­ur­stöður sem sýna að stór hluti almenn­ings á þessu svæði vill flótta­menn­ina burt. Í seinni umferð kosn­ing­anna drógu Sós­í­alistar sig frá og hvöttu alla til­ þess að kjósa frekar hægri banda­lag Sar­kozy og halda þar með Þjóð­fylk­ing­unn­i frá völd­um. Það tókst og Mar­ine le Pen hafði ekki erindi sem erf­iði.

En ­vanda­málið er enn óleyst. Hvað á að gera við alla þessa flótta­menn í Cala­is. ­Sem vilja ekki búa í Frakk­landi en fá heldur ekki fara til Bret­lands? Ráða­leysi ­yf­ir­valda er algjört. 

Hér er einföld en sláandi áletrun: „Peut-être que tout ceci se résoudra tout seul“ - „Kannski leysir þetta vandmál sig bara sjálft“. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnFreyr Eyjólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None