Skuldir stærsta eiganda DV fjórfölduðust á árinu 2014

Pressan ehf., eigandi DV ehf., hefur skilað ársreikningi. Á árinu sem það keypti DV jukust skuldir þess úr 69 í 272 milljón króna. Hagnaður var af rekstri félagsins.

Björn Ingi Hrafnsson stýrir fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni.
Björn Ingi Hrafnsson stýrir fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni.
Auglýsing

Skuldir Pressunnar ehf., sem á 70 pró­sent hlut í DV, juk­ust úr tæpum 69 millj­ónum króna í 271,7 millj­ónir króna á árinu 2014. Félag­ið, sem er að stærstum hluta í eigu Björns Inga Hrafns­sonar og Arn­ars Ægis­son­ar, eign­að­ist ráð­andi hlut í DV seint á því ári. Sam­hliða auk­inni skulda­söfnun jókst bók­fært virði eigna félags­ins umtals­vert. Það þre­fald­að­ist á árinu 2014. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Pressunnar sem birtur var í vik­unni. Þar kemur ekki fram hverjir lán­veit­endur félags­ins eru né hvenær lán þess eru á gjald­daga.

Keyptu DV haustið 2014

Haustið 2014 áttu sér stað mikil átök um yfir­ráð yfir DV. ­Feðgarnir Reynir Trausta­son og Jón Trausti Reyn­is­son, ásamt sam­starfs­mönn­um sín­um, höfðu þá átt og stýrt DV um nokk­urt skeið en fengið fjár­hags­lega ­fyr­ir­greiðslu víða til að standa undir þeim rekstri, meðal ann­ars hjá Gísla Guð­munds­syni, fyrrum eig­anda B&L. Þeim kröfum var síðan breytt í hluta­fé ­sem dugði til að taka yfir DV. Í átök­unum kom maður að nafni Þor­steinn Guðna­son fram fyrir hönd þeirra krafna. Ólafur M. Magn­ús­son, fyrrum stjórn­ar­maður í DV, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í októ­ber 2014 að menn tengdir Fram­sókn­ar­flokknum hefðu viljað kaupa DV. Fram­kvæmda­stjóri flokks­ins hafn­aði því í kjöl­farið í yfir­lýs­ingu.

Auglýsing

DV var skömmu síðar selt til hóps undir for­yst­u ­Björns Inga Hrafns­son­ar. Kaupin voru gerð í nafni félags sem heitir Pressan ehf. Kaup­verðið hefur ekki verið gert opin­bert.

Eig­endur Pressunnar ehf. eru að stærstu leyti félög í eig­u ­Björns Inga Hrafns­sonar og Arn­ars Ægis­son­ar, sam­starfs­manns hans í fjöl­miðla­rekstri til margra ára. Þeir eiga sam­tals tæp­lega 40 pró­sent í fé­lag­inu. Auk þess á áður­nefndur Þor­steinn Guðna­son 18 pró­sent hlut, Sig­urð­ur­ G. Guð­jóns­son lög­maður á tíu pró­sent, Jón Óttar Ragn­ars­son á ell­efu pró­sent, ­Steinn Kári Ragn­ars­son á tíu pró­sent og Jakob Hrafns­son, bróðir Björns Inga, á átta pró­sent.

Félagið skil­aði árs­reikn­ingi fyrir árið 2014 fyrr í þess­ari viku, eða í byrjun árs 2016. Sam­kvæmt reglum um árs­reikn­inga ber að skila árs­reikn­ing­um í síð­asta lagi átta mán­uðum eftir lok reikn­ings­árs. Hann hefði því átt að ber­ast fyrir lok ágúst­mán­að­ar. Við­ur­lög við slíkum drætti eru þó ekki mik­il. Árs­reikn­inga­skrá skorar á félög að bæta úr van­skilum sínum og gefur þeim frest til að gera það. Ef félagið van­rækir að skila innan þess frests leggur árs­reikn­inga­skrá 250 þús­und króna sekt á. Sam­kvæmt ummælum stjórn­enda Pressunnar þá skil­uðu þeir sínum árs­reikn­ingum áður en til álagn­ingar sektar kom. 

Eignir þre­fald­ast - skuldir fjór­fald­ast

Sam­kvæmt árs­reikn­ingi juk­ust eignir Pressunnar mjög á árin­u 2014. Þær nær þre­föld­uð­ust, fóru úr 110 millj­ónum króna í 322 millj­ónir króna. ­Eignir Pressunnar eru nán­ast að öllu leyti óefn­is­leg­ar.  

Þorri aukn­ingar í eignum Pressunnar er í formi á­hættu­fjár­muna, sem er óefn­is­leg eign. Þeir juk­ust úr 0 í 144,4 millj­ónir króna á árinu 2014. Áhættu­fjár­munir geta meðal ann­ars verið eign­ar­hlutar og lán tengdra félaga, eign­ar­hlutir í öðrum félög­um, önnur lán eða lán til eig­enda, hlut­hafa og stjórn­enda. Þessi liður sýnir því að minnsta kosti bók­fært virð­i DV, sem Pressan keypti á árinu 2014, og mögu­lega ein­hver lán.

Skuldir félags­ins hækk­uðu einnig umtals­vert á árinu 2014. Lang­tíma­skuldir sem voru engar í árs­lok 2013 voru orðnar 148 millj­ónir króna í lok árs 2014. Auk þess tvö­föld­uð­ust skamm­tíma­skuldir Pressunnar og voru orðn­ar 124 millj­ónir króna í lok árs. Því skuld­aði félagið sam­tals 272 millj­ónir króna í lok árs 2014, sem er fjórum sinnum meira en þær 68 millj­ónir króna sem félagið skuld­aði í lok árs árið áður. Ekki kemur fram í árs­reikn­ingnum hvenær þessi lán eru á gjald­daga.

Að hluta til selj­enda­lán

Engar opin­berar upp­lýs­ingar eru til um hvaðan umrædd lán komu að öðru leyti en það að Björn Ingi Hrafns­son hefur upp­lýst um að hluti af ­kaup­verð­inu á DV hafi verið greitt með selj­enda­láni frá þeim sem breyttu kröf­um sínum í hlutafé í miðl­inum þegar hann var tek­inn yfir haustið 2014. 

Þá stað­fest­i ­Arnar Ægis­son, sem er fram­kvæmda­stjóri Pressunn­ar, við Vísi í fyrra­sumar að þær ­skamm­tíma­skuldir sem Pressan var með í lok árs 2013, rúm­lega 60 millj­ón­ir króna, hafi verið yfir­dráttur frá MP banka, sem í dag heitir Kvika. 

Það gerð­i hann í kjöl­far þess að syst­urnar Malín Brand og Hlín Ein­ars­dóttir vor­u hand­teknar fyrir að hafa reynt að fjár­kúga Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son ­for­sæt­is­ráð­herra. Í fjár­kúg­un­ar­bréfi þeirra hót­uðu þær að gera opin­ber­ar ­upp­lýs­ingar sem áttu að koma ráð­herr­anum illa. Þær snér­ust um að Sig­mundur Davíð eða aðilar tengdir honum hafi haft aðkomu að því að Pressan ehf. hafi fengið lána­fyr­ir­greiðslu hjá MP banka þegar félagið keypti DV. Sig­mundur Davíð hefur hafnað því að hann hafi fjár­hags­leg tengsl við Björn Inga Hrafns­son og að hann hafi komið að kaupum á DV á nokkurn hátt. Björn Ingi hefur sagt að for­sæt­is­ráð­herra hafi ekki fjár­magnað kaup Pressunnar á DV og að hann eigi ekki hlut í blað­inu.

Skil­aði hagn­aði á árinu 2014

Pressan skil­að­i hagn­aði árið 2014 upp á 11,5 millj­ónir króna. Engar upp­lýs­ingar eru í árs­reikn­ingnum um hverjar rekstr­ar­tekjur félags­ins voru á árinu 2014. ­Uppi­staðan í auknu veltufé frá rekstri virð­ist vera til­komin vegna nýrra lána ­sem Pressan fékk á árinu 2014 og gerir það að verkum að hand­bært fé frá rekstri er 184 millj­ónir króna. 

Pressan greiddi sam­tals um 32 millj­ónir króna í laun og ­launa­tengd gjöld á árinu 2014. Miðað við að átta árs­verk voru unnin hjá ­fé­lag­inu á umræddu ári er kostn­aður vegna launa og launa­tengdra gjalda hjá þeim um 332 þús­und krónur fyrir hvert þeirra á mán­uði.

Annað félag innan fjöl­miðla­sam­steypunn­ar, Vef­pressan ehf., skil­aði einnig árs­reikn­ingi í vik­unn­i. Vef­pressan er það félag sem skráð er hjá fjöl­miðla­nefnd sem ­eig­andi flestra vef­miðla fjöl­miðla­veld­is­ins. Þar segir að Vef­pressan sé móð­ur­fé­lag Pressunn­ar.is og Bleikt.­is. Auk þess á Vef­pressan, sam­kvæmt fyr­ir­tækja­skrá, fyrrum móð­ur­fé­lag net­mið­ils­ins Eyj­unn­ar, ­sem heitir Eyjan media. Nýtt móð­ur­fé­lag hans, Eyjan miðl­ar, var sett á fót árið 2014 og hefur aldrei skilað árs­reikn­ingi. Það félag er í eigu Press­unar ehf., ­sama félags og á 70,73 pró­sent hlut í DV ehf., útgáfu­fé­lagi DV. 

Vef­pressan hagn­að­ist um 27,8 millj­ónir króna á árinu 2014 og eignir þess voru metnar á 224 millj­ónir króna í lok þess árs. Þær juk­ust um 53 millj­ónir króna á árinu. Skuldir félags­ins juk­ust um 25 millj­ónir króna á árinu 2014 og stóðu í 193 millj­ónum króna í lok þess.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None