Af hverju er konan nakin
Auglýsing

Við erum enn jafn furðu­lostin yfir þessu mál­verki eins og þegar fólk sá það fyrst í París 1863. Hvað er eig­in­lega að ger­ast á þess­ari mynd? Af hverju er konan nak­in? Ef þú átt leið um París skaltu gera þér ferð á Orsa­y-safnið og ­upp­lifa und­rið, eitt­hvert áhrifa­mesta og umdeildasta lista­verk sög­unn­ar: Le Déjeuner sur l´herbe eftir Manet. Mál­verk sem markar upp­haf nútíma­list­ar­inn­ar.

Édou­ard Manet

Édourad Manet (1832-1883) vildi róta upp og ögra sam­tíma sínum með­ þessu verki og tókst það. For­svars­menn Paris Salon sýn­ing­ar­inn­ar, sem þá réðu öllu lista­lífi borg­ar­inn­ar, höfn­uðu mynd­inni. Gagn­rýnendum fannst hún­ rudda­leg, skrít­in, óskilj­an­leg, jafn­vel klunna­leg, illa máluð og ókláruð. Fjar­vídd­inn ­gengur alls ekki upp, konan í bak­grunni er of stór og virð­ist svífa um í lausu ­lofti, skóg­ur­inn og skuggar er óraun­veru­legir og pens­il­strok­urnar gróf­ar. En hún er heill­andi og hún fékk fólk til að hugsa, sem var einmitt meg­in­til­gang­ur­inn. ­Mál­verk sem veldur heila­brotum og örvar ímynd­un­ar­aflið. Manet vildi fá fólk til­ að hugsa – ekki bara horfa.  

Þrátt fyrir að vera brodd­borg­ari var Manet upp­reisn­ar­seggur sem sagð­i ­sig frá hinu prúð­búna yfir­stétt­ar­lífi og gerð­ist leið­togi, lærifaðir og ­stofn­andi hinnar rót­tæku impressjónista-hreyf­ingar sem skorði sam­tíma sinn á hólm með nýjum og fram­úr­stefnu­legum verk­um. Manet fór samt alltaf sínar eig­in ­leiðir og fór því á skjön við sína eigin hreyf­ingu; vildi aldrei til­heyra ein­um eða nein­um.   

Auglýsing

Heill­andi , fag­ur, mælsk­ur. Hann átti sviðið þegar hann gekk inn á Café Gu­er­bois við Clichy breið­göt­una í Par­ís, þar sem ungt og rót­tækt fólk safn­að­ist saman í kringum hann og hlust­aði á hvatn­inga­ræður hans um að koll­varpa þyrfti öllu í lista­líf­inu og fara nýjar leið­ir.Sveitakonsertinn (1519) eftir ítalska málarann Titian er talinn vera fyrirmyndin að Hádegisverði Manet. Hér sjást naktar konur og fullklæddir menn í sérkennilegri lautarferð.

Nektin

Tveir full­klæddir og nakin kona sem horfir á okkur dul­ar­fullum aug­um. ­Fötin hennar liggja í gras­in­u.  Var hún­ ­synda, baða sig eða er hún nýbúin að njóta ásta? Nest­i­skarfan er dottin um koll, ávextir og brauð hafa dreifst um jörð­ina. Og þessi dul­ar­fulla kona í bak­grunn­inum – er hún raun­veru­leg? Eng­ill? Hlut­föllin og lit­irnir stang­ast á við heilda­mynd­ina. Það er eins og þetta sé alls engin skóg­ur, miklu frekar ­leik­mynd eða þá ein­hvers konar draum­ur. Annar mað­ur­inn er með vefja­hött sem ­fólk gekk með inn­an­dyra á þessum árum, en aldrei úti. 

Þetta er stór mynd – 208 x 264 sm – og hún er til­komu­mik­il, með miklar ­sögu­leg­ar, goð­sögu­legar og trú­ar­legar til­vís­an­ir. 

Og af hverju er konan nak­in?

Margir voru hneyksl­aðir en rit­höf­und­ur­inn Émile Zola kom vini sínum til­ ­bjargar og benti á að Lou­vre safnið væri upp­fullt af slíkum mynd­um, þar sem ­fólk væri ýmist klætt eða nak­ið. Nekt væri ekki eitt­hvað nýtt í lista­sög­unn­i. En hér var samt eitt­hvað nýtt á ferð – sam­hengið var ann­ars­kon­ar. Eitt­hvað dá­sam­legt blygð­un­ar­leysi í gangi; myndin fyndin og ögrandi, upp­full af frelsi og fjöri.

Impressjónist­arnir vildi mála og lof­sama líf­ið. Í stað þessa að mála guði og kónga mál­uðu þeir venju­legt fólk að skemmta sér, á barn­um, að dansa. Verk­in áttu að gera eitt­hvað annað og meira en varpa fram mynd – þau áttu að miðla hug­hrif­um, stemn­ingu, veðri, lykt, hljóð­um, birtu. Listin átti að hrista upp í koll­in­um. Og þess vegna er konan nak­in. Manet gaf aldrei neitt upp varð­and­i þessa mynd. Hún er skilin eftir handa áhof­and­an­um. Monet, félagi og vinur Manet, málaði sína útgáfu  af Le Déjeuner sur l'herbe 1865. Hér eru þó allir í fötum.

Goð­sögur og raun­veru­leik­inn

Það er ýmis­legt við þessa mynd sem bendir til þess að hún hafi skipt höf­und­inn veru­legu  máli. Lands­lag­ið minni á Ile Sain­t-Oeuen við Genn­evilli­er, æsku­stöðvar Manet. Per­són­urnar á mynd­inni eiga sér aug­ljósar fyr­ir­mynd­ir. Manet not­aði gjarnan módel þegar hann ­gerði myndir sínar og nakta konan er greini­lega Vict­or­ine Meurent sem var í sér­legu upp­á­haldi hjá honum og bregður líka fyrir í Olymp­íu, sem varð ekki síður umdeilt og frægt mál­verk. Mað­ur­inn sem situr hægra meg­inn er Egué­ne Ma­net, bróðir mál­ar­ans og vinstra meg­inn situr síðan mágur hans, Ferdin­and ­Leen­hoff. Þetta er því fjöl­skyldu­mynd.

En hún sýnir ýmis­legt fleira. Kon­una gagn­vart mann­in­um, nekt og klæðn­að, hið ljósa og bjarta gangvart hinu dökka og svarta (svarti lit­ur­inn var eft­ir­læt­is litur Manet, þótt hann hefði verið á bann­lista impressjónist­anna), staða ­konunna er ekki hin sama og mann­anna. Ásjóna hennar og augntillit er óljóst: er hún að horfa á okk­ur, fram­hjá okkur eða í gegnum okk­ur? 

Hádeg­is­verð­ur­inn í gras­inu ruddi nýjar braut­ir, spengdi upp göm­ul við­mið. Myndin er upp­slátt­ur­inn að nútíma­list­inni. Listin var farin að slíta ­sig frá yfir­vald­inu, kirkj­unni, rík­inu, yfir­stétt­inni og hætt að þjóna nein­um, nema þá list­inni sjálfri. Art pour la art. Verkið er samt með miklar rætur í for­tíð­inni. Manet sótti mikið í gömlu meist­ar­ana og var heill­að­iur af ítölsku end­ur­reisn­inni. Á þeim tíma öðl­uð­ust mál­arar frelsi til þess að mála eitt­hvað annað og meira en bara ein­tómar bibl­íu­myndir og sóttu mikið í gríska ­goð­sagna­heim­inn. Þeir fóru að mála nátt­úr­una, nekt­ina, gróf­leik­ann og ­feg­urð­ina, dauð­ann og líf­ið, fylltu mál­verkin sín af dul­ar­fullum til­vís­un­um. Dómur Parísar (1515) eftir Raphael er eflaust ein fyrirmyndin hjá Manet. 

Manet til­eink­aði sér tækni og hug­myndir gömlu, ítölsku meist­ar­ana, sér í lagi Rap­h­ael og Tit­i­an. Sem nem­andi í École des Beaux-­Arts var hann vanur að teikna og mála verk þess­ara mál­ara og kunni því verk og þeirra hand­bragð ut­an­bók­ar.

Skóg­ur­inn, nekt­in, hádeg­is­verð­ur­inn – aug­ljósar til­vís­anir í þessa ­meist­ara: Dóm Par­ísar eftir Rap­hael, Sveita­konsert­inn eft­ir ­Tit­ian og Freist­ing­una eftir Giorgione. Verk sem öll voru til sýnis í Lou­vr­e-safn­inu.Paul Cézanne gerði líka sína útgáfu af Hádegisverðinum í grasinu.

Áhrif og við­tökur

Það er enn verið að þrasa og fjasa um Hádeg­is­verð­inn. Sum­um finnst það nið­ur­lægj­andi fyrir kon­ur. Finnst nakta konan vera vænd­is­kona, ­leik­fang þess­ara drukknu sprelli­gosa sem sitja hjá henni og gefa sig ekk­ert að henni. Hádeg­is­verð­ur­inn gæti vel verið sóða­legur fundur í Bois de Bou­logne ­skóg­inum sem liggur vestan megin við París og hefur alla tíð verið þekkt­ur ­fyrir vænd­is­starf­sem­i. 

Aðrir tala hins vegar um að mál­verkið upp­hefji kon­una, feg­urð­ina og frels­ið. Það sé ein­hver gegnum gang­andi gleði í þessu mál­verki. Gagn­rýnend­ur voru furðu lostnir og klór­uðu sér í koll­in­um, ýmist yfir sig hrifnir eða hneyksl­að­ir. Allir glímdu við gát­una miklu í verk­inu: Af hverju eru kon­an nak­in?

Það er hver í sínum heimi á þess­ari mynd. Mönn­unum virð­ist standa á sama um nekt kon­unn­ar. Hvert og eitt þeirra horfir í sína átt, engin tengsl eða ­sam­skipti. Engin ástæða, bara eitt­hvert kæru­leys­is­legt flipp eins og málar­inn vilji koma þessum einu, ein­földu skila­boðum áleið­is: Það er gaman að vera til­! ­Mað­ur­inn að leika sér í nátt­úr­unni. Að borða, baða sig, elskast, leika sér­. ­Myndin á samt ekki að boða eða vísa í neitt – hún er bara það sem hún er. Og ekk­ert ann­að. Það voru boð­orð Manet sem smit­uðu síðan næstu kyn­slóðir sem eft­ir komu. Les Demoiselles d´Avignon eftir Picasso. Málverk sem spengdi upp listalífið í París með miklum látum. Einhver mesta bylting listasögunnar. Picasso var undir miklum áhrifum frá Manet og vísar hér óbeint í Hádegisverðinn í grasinu.

Pablo Picasso. Le déjeuner sur l'herbe d'après Manet.

  Hádegisverðurinn í nýju ljósi

Og í enn öðru ljósi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnFreyr Eyjólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None