Verstu mistök Obama voru í Líbíu

Stríðið í Sýrlandi, Írak, Afganistan og í Líbýa má rekja til margra ólíkra þátta, sem erfitt er að greina til fulls. Barack Obama segir að Bandaríkin og bandalagsþjóðir hafi gert mikil mistök eftir hernaðaraðgerðir í Líbýu 2011.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Auglýsing

Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, lét hafa eftir sér í við­tali í apríl að mestu mis­tök sem hann bæri ábyrgð á, í for­seta­tíð hans, fælust í því að hafa ekki und­ir­búið og skipu­lagt hern­að­ar­að­gerðir betur í Líb­íu, í kjöl­far þess að Gaddafí var steypt af stóli, árið 2011. „Við – banda­lags­þjóð­irnar sem stóðum fyrir nauð­syn­legum hern­að­ar­að­gerðum – vorum ekki nægi­lega til­búin fyr­ir­ dag­inn eftir Gadda­fí,“ sagði Obama. Í kjöl­farið á því að Gaddafí var drep­inn, 20. októ­ber 2011, log­aði landið í átökum og póli­tískur glund­roði var algjör. Þetta var ekki aðeins við­kvæmt út frá því að stríð væri að brjót­ast út, sem ­gæti smit­ast út í nágranna­ríki, heldur einnig fyrir efn­hagas­legt og póli­tískt ­jafn­vægi á svæð­inu til lengri tíma.

Til ein­föld­un­ar, þá ótt­ast Obama að langan tíma til við­bót­ar – mörg ár – muni taka að koma efna­hags­legum innviðum Líbíu í samt lag

Frakkar og Bret­ar bera mikla ábyrgð

Hern­að­ar­að­gerð­irnar í land­inu, í kringum 20. októ­ber, vor­u ­fjöl­þjóð­legar en sér­sveitir franska og breska hers­ins báru ábyrgð á kort­lagn­ingu aðgerða í kjöl­far þess að Gaddafí var drep­inn.

Auglýsing

Þær áttu að miða að því að lág­marka stjórn­leysið og koma í veg fyrir að öfga­hópar gætu var­an­lega skotið rót­um. Aðgerð­irnar byggð­ust á til­lögu Obama, sem örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna sam­þykkti 17. mars 2011. Alþjóða­sam­fé­lag­ið ber því sam­eig­in­lega ábyrgð á þessum aðgerð­um, þó Obama við­ur­kenni sjálfur að ­Banda­ríkin beri mikla for­ystu­á­byrgð í aðgerðum sem þess­um. „Að­gerðin var ­nauð­syn­leg, til að bjarga manns­líf­um, og það tók­st, en það tókst ekki nægi­lega vel upp með fram­hald­ið,“ sagði Obama.

Faldir sjóðir og ófriður

Faldir sjóðir Gaddafí upp á millj­arða Banda­ríkja­dala, vor­u eitt helsta áhyggju­efn­ið. Þrátt fyrir að stór hluti þeirra hafi verið gerð­ur­ ­upp­tækur með fryst­ingu á banka­reikn­ing­um, meðal ann­ars í Sviss, London og Hong ­Kong, þá er talið að miklar fjár­hæðir hafi kom­ist undan til trún­að­ar­manna ­Gadda­fí, og þaðan flætt til öfga­hópa, sem síðan hafa alið á ófriði og átök­um, ­með mis­kunn­ar­lausu ofbeldi. Meðal ann­ars undir merkum íslamska rík­is­ins.

Glund­roði í Líb­íu, sem býr yfir olíu­auð­lind­um, hefur átt s­inn þátt í að magna upp átökin í Sýr­landi og einnig grafa undan gangi efna­hags­mála á ákveðnum svæðum í Egypta­landi. Alsír, Túnis og Egypta­land eiga landa­mæri að Líbíu sem er stað­sett á áhrifa­miklu svæði, með til­liti til hern­að­ar­að­gerða. Þó að­eins 6,2 millj­ónir manna búi í Líbýu, þá var stjórn á aðgerðum í Líbíu tal­in lyk­ill­inn að því að skipu­leggja hern­að­ar­að­gerðir vel í nágranna­ríkj­um, með­al­ ann­ars í Sýr­landi.

Arabíska vorið svokallaða, sem er samheiti yfir borgarastríð, uppreinir og ófrið á árunum 2010 og 2011, teygði sig yfir gríðarlega stórt svæði í Norður-Afríkur og Miðausturlöndum. Uppsprettan var meðal annars í Líbýu, þar sem einræðisherranum Gaddafí var steypt af stóli og hann síðan myrtur.

Við­var­andi átök

Við­var­andi átök hafa verið í Írak, Sýr­landi, Afganistan og einnig í Norð­ur­-Afr­íku, þar sem Líbía er með­tal­in. Í umfjöllun For­eign Policy, um aðgerðir í Líb­íu, eftir að Gaddafí féll, segir að Banda­ríkja­her hafi frestað því að þjálfa upp sex til átta þús­und manna her­lið, árið 2014, skipað af heima­mönn­um. Þetta hafi ekki verið talið nauð­syn­legt, en eftir því sem tím­inn ­leið þá hafði komið í ljós að þetta hafi verið mikil mis­tök. Staðan hefði hratt breyst til hins verra í fyrra, og mik­il­vægi þess að ná stjórn á til­teknum svæðum í land­inu, einkum nærri olíu­auð­lind­um, flug­völlum og öðrum mik­il­vægum svæð­um, hafi gert slæma stöðu hættu­lega og enn verri.

Þá hafi straumur flótta­fólks í gegnum Líb­íu, og þaðan yfir­ Mið­jarð­ar­haf­ið, verið mik­ill alveg síðan borg­ar­styrj­öld í land­inu braust út í Ar­ab­íska vor­inu 2011. Þrátt fyrir allt, hafi ekki tek­ist að koma í veg fyrir að illa útbúnir bát­ar, með alltof marga inn­an­borðs, leggi upp í för yfir haf­ið, oft með þeim skelfi­legu afleið­ingum að far­þegar hafa drukkn­að, í þús­unda­tali ­yfir margra ára tíma­bil.

Þrátt fyrir að við­ur­kenna mis­tök í Líb­íu, þá segir Obama að hern­að­ar­í­hlut­un í land­inu hafi verið nauð­syn­leg, og gert mikið gagn. En eft­ir­fylgni í hern­að­i er flókin og erfið í fram­kvæmd, eins og dæmin sanna úr sög­unn­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None