Hvað er þetta Brexit? Sex lykilatriði fyrir Íslendinga

Brexit er um þessar mundir lykilhugtak í fréttum af erlendum vettvangi. En hvað er Brexit og hvað hefur það í för með sér?

Bretar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu á fimmtudaginn um hvort Bretland verði áfram aðili að Evrópusambandinu.
Bretar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu á fimmtudaginn um hvort Bretland verði áfram aðili að Evrópusambandinu.
Auglýsing

David Camer­on, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, hefur boðað til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um áfram­hald­andi veru Bret­lands í Evr­ópu­sam­band­inu (ES­B). Kosið verður fimmtu­dag­inn 23. júní, eftir tvo daga. Í fjöl­miðlum og í dag­legu tali hefur þessi þjóð­ar­at­kvæða­greiðsa og mögu­leik­inn á því að Bretar hætti hrein­lega í ESB verið kall­aður „Brex­it“. Það er ein­hvers­konar sam­suða af orð­unum Bret­land og „ex­it“.

Útganga Breta úr ESB gæti haft gríð­ar­legar afleið­ingar í för með sér. Sumir telja jafn­vel að umræðan þar í landi hafi þegar smitað svo mjög til ann­arra landa þar sem þreytu gagn­vart skri­fræð­inu í Brus­sel er farið að gæta. Þess vegna er þegar farið að tala um Frexit (um hugs­an­lega úrsögn Frakka) og Nexit (um hugs­an­lega úrsögn Hol­lend­inga).

En hvað er eig­in­lega að ger­ast? Hér að neðan er stiklað á stóru um Brex­it.

Auglýsing

Hvað er þetta Brex­it?

Brexit er hug­tak sem fundið var upp um þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una sem fram fer fimmtu­dag­inn 23. júní í Bret­landi. Þar verður breska þjóðin spurð hvort hún vilji að Bret­land taki áfram þátt í Evr­ópu­sam­band­inu eða gangi út. Um svörin tvö hafa orðið til þverpóli­tískar fylk­ingar með og á móti. Fylk­ing­arnar eru yfir­leitt kall­aðar „Rema­in“ og „Lea­ve“ í víð­lesn­ustu fjöl­miðlum á Bret­landseyj­um.

Hvers vegna vilja Bretar hætta í ESB?

Þegar kosið var til þings í Bret­landi í maí í fyrra lof­aði David Camer­on, for­maður Íhalds­flokks­ins, að haldin yrði þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um aðild Bret­lands að ESB ef flokkur hans myndi vinna kosn­ing­arn­ar. Gaf hann þetta lof­orð vegna auk­ins þrýst­ings frá þing­mönnum Íhalds­flokks­ins, og ekki síst frá UKIP (Sjálf­stæð­is­flokks Bret­lands sem vill ekk­ert með ESB hafa), og hugs­an­legs flótta atkvæða frá íhald­inu til UKIP.

Bretar gengu form­lega í ESB árið 1975 eftir þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Þing­menn­irnir og UKIP færðu rök fyrir því að Bretar hefðu ekk­ert fengið að segja um aðild lands­ins að sam­band­inu síðan þá, nú væru liðin 40 ár og sam­bandið orðið mun stærra og gjör­ó­líkt því sem það var.

Íhalds­menn hlutu á end­anum stærstan hluta atkvæða og flesta þing­menn. Cameron þurfti þá að standa við sitt. „Það er kom­inn tími á að breska þjóðin fái að ráða. Það er kom­inn tími til að svara Evr­ópu­spurn­ing­unum í Bret­land­i,“ sagði Camer­on, sem sjálfur er stuðn­ings­maður áfram­hald­andi aðildar að sam­band­inu.

Spurt verður í atkvæða­greiðsl­unni: „Á Bret­land að vera áfram aðili að Evr­ópu­sam­band­inu eða yfir­gefa Evr­ópu­sam­band­ið?“ (e. Should the United Kingdom remain a mem­ber of the European Union or leave the European Union?)

Nigel Farage, formaður UKIP, afhjúpar skilti.

Hver er að vinna?

Und­an­farnar vikur hafa skoð­ana­kann­anir bent til þess að hnífjafnt sé milli þess­ara fylk­inga. Eftir morðið á þing­kon­unni Jo Cox síð­ast­lð­inn fimmtu­dag virð­ast sam­bands­sinnar hafa fengið byr í seglin á kostnað þeirra sem vilja ganga út. Flestar skoð­ana­kann­an­irnar sem Sky­News-­sjón­varps­stöðin fjallar um benda til þess að um 10 pró­sent kjós­enda séu enn óákveðn­ir.

Hvað hefur úrsögn í för með sér?

Úrsögn Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu gæti haft miklar afleið­ingar í för með sér. Það er erfitt að ráða fram­tíð­ina þó það megi leiða líkur að því hvað muni ger­ast. Ekki verður gerð til­raun til að gera tæm­andi lista hér heldur aðeins stiklað á stóru.

Fyrir það fyrsta verður staða Bret­lands óljós í hinum alþjóða­póli­tíska heimi. Skyndi­lega verður Bret­land, eitt stærsta hag­kerfi í heimi, utan við sam­eig­in­lega markað Evr­ópu og þarf að gera við­skipta­samn­inga við sín helstu við­skipta­lönd á ný.

Þeir sem telja Breta betur borgið utan ESB segja að Bret­land geti ein­fald­lega fengið sams­konar samn­ing og Ísland eða Nor­egur hefur við ESB og þannig aðild að evr­ópska efna­hags­svæð­inu. Óvíst er hversu samn­ings­fúsir eft­ir­stand­andi leið­togar ESB verða í kjöl­far atkvæða­greiðsl­unn­ar.

Þá hafa verið leiddar að því líkur að aðrar Evr­ópu­þjóðir muni vilja fara sömu leið og Bretar ef þeir kjósa sig úr ESB. Vax­andi sjálf­stæð­is­hreyf­ing í Frakk­landi undir for­ystu Marie Le Pen hefur orðið til þess að Frakk­land gæti hugsað sér til hreyf­ings. Þá er allt eins búist við að Hol­lend­ingar sjái sér leik á borði og óski eftir úrsögn.

Úrsögn Breta mun einnig setja stöðu Írlands í of kunn­ug­lega stöðu, fyrir bresk stjórn­völd. Ferða­frelsi milli Írlands og Norð­ur­-Ír­lands verður skert því Írar verða áfram í ESB en Norð­ur­-Ír­land, undir breskri stjórn, fylgja Bretum út. Sam­eig­in­lega svæði þess­ara landa – auk Man­ar, Jersey og Guernsey – mun skerð­ast í fyrsta sinn síðan því var komið á árið 1925.

Þá hafa Bretar nefnt styrki Evr­ópu­sam­bands­ins til ýmissa mála­flokka sem dæmi um hluti sem breska stjórnin mun að öllum lík­indum ekki geta veitt í sama mæli. Þar eru meðal ann­ars land­bún­að­ar­styrkir og styrir til rann­sókna og fræða­starfa.

David Cameron

Hvað ef Bretar vilja vera áfram?

Ef breska þjóðin kýs að vera áfram aðili að ESB mun upp­fært aðild­ar­sam­komu­lag milli Bret­lands og sam­bands­ins taka gildi. David Cameron samdi um þessa skil­mála í jan­úar og febr­úar og segir hann nýja skil­mála veita Bretum sér­staka stöðu innan Evr­ópu­sam­bands­ins.

Nýju skil­mál­arnir munu, að sögn Camer­ons, koma til móts við þá sem vildu úrsögn úr sam­band­inu. Aðal­at­riði skil­mál­anna eru:

Pen­inga­að­stoð heim - Aðfluttir munu áfram geta sent launin sín til heima­lands­ins en þó aðeins í takti við kostn­að­inn í heima­land­inu.

Minni vel­ferð­ar­greiðslur til far­and­verka­manna - Cameron segir að með því að minnka vel­ferð­ar­greiðslur til illra laun­aðra far­and­verka­manna muni það draga úr hvötum fyrir þessa verka­menn til að starfa í Bret­landi.

Engin evra, bara pund - Cameron segir Bret­land aldrei ætla að taka upp evr­una. Evru­lönd muni hins vegar ekki lá Bretum það. Allar fjár­veit­ingar Breta í sam­eig­in­lega björg­un­ar­sjóði til evru­landa verða end­ur­greiddar að fullu.

Fjár­mála­hverfið í London (City of London) fær náð frá reglu­verki evr­un­ar.

Stöðvun Evr­ópu­sam­run­ans - Bretar munu ekki, í fyrsta sinn, taka þátt í eða styðja við aukin Evr­ópu­sam­runa milli Evr­ópu­ríkja. Þetta er raun­veru­lega í and­stöðu við eitt af mark­miðum Evr­ópu­sam­starfs­ins. Þá munu rík­is­stjórnir geta gefið rauða spjaldið á nýjar reglu­gerð­ir. Ef að minnsta kosti 55 pró­sent allra þjóð­þinga innan ESB mæla gegn Evr­ópu­lög­gjöf verður hún send aftur til Brus­sel.

Hvaða áhrif hefur þetta á Ísland?

Áhrif Brexit hér á Íslandi geta orðið marg­vís­leg. Eiríkur Berg­mann Ein­ars­son, pró­fessor stjórn­mála­fræði, sagði í sam­tali við Kjarn­ann að áhrifin gætu orðið „feyki­mik­il“ enda er Bret­land ein af okkar helstu við­skipta­þjóð­um; ekki síst með sjáv­ar­af­urð­ir.

„Grund­völlur íslensks efna­hags­lífs hefur meðal ann­ars verið að selja Bretum þorsk í Fish and chips – sjálfan þjóð­ar­rétt­inn. Við útgöngu fer eflaust af stað umræða um stöðu Bret­lands og ann­arra nágranna­ríkja ESB. Bret­land, við [Ís­land], Norð­menn, Sviss og slíkríki þurfa öll aðkomu að innri mark­aði ESB og við útgöngu Breta hljóta menn að ræða hvernig sú teng­ing sé best fyrir komið fyrir öll þessi ríki. Þar með gæti orðið til eins­konar ytra Evr­ópu­sam­band með Íslandi, Bret­landi, Nor­egi, Sviss og ef til vill litlu örríkj­un­um, And­orra, San Mar­ino og Ema­sunds­eyj­un­um,“ segir Eiríkur Berg­mann.

Hér að neðan má sjá breska grínistan John Oli­ver útskýra Brexit fyrir Banda­ríkja­mönnum í þætti sínum á HBO.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None