Söguleg stund, mótmæli og jákvæð framtíðarsýn á flokksráðstefnu Demókrata

Flokksþing demókrata fór fram í Fíladelfíu í síðustu viku. Ráðstefnan spannaði fjóra daga og fjöldi gesta var á bilinu 30 til 50 þúsund. Að auki komu um 20.000 blaðamenn, 10.000 sjálfboðaliðar og mikill fjöldi mótmælenda. Kjarninn var á staðnum.

Demókratar
Auglýsing

Mjótt er á munum milli for­seta­fram­bjóð­end­anna tveggja, Hill­ary Clinton og Don­ald Trump, ef marka má skoð­ana­kann­an­ir. Fram­boð Hill­ary og stuðn­ings­menn hennar hafa safnað tæp­lega 400 millj­ónum banda­ríkja­dala en Trump rétt tæp­lega 100 millj­ón­um, en í vest­an­hafs eru fjár­hæðir sem safn­ast taldar vera góð vís­bend­ing um hversu lík­leg fram­boð eru til árang­urs.  

„Skýr fram­tíð­ar­sýn“ voru skila­boðin frá flokks­ráð­stefnu demókrata; jákvæð hvatn­ing til að bæta sam­fé­lagið og sam­staða þjóð­ar, óháð kyn­þætti, kyn­hneigð, kyni, trú eða upp­runa. Þetta end­ur­spegl­að­ist í fjölda kvenna og fólks af öðrum kyn­þáttum en hvítum á ráð­stefn­unum tveim. Um helm­ingur full­trúa á flokks­ráð­stefnu demókrata voru konur og 1.182 full­trúar af 4.766 voru af öðrum kyn­þætti en hvít­um, en aðeins 18 full­trúar flokks­þings repúblik­ana voru svartir og þar voru konur mun færri en helm­ingur full­trúa.  

Flokks­ráð­stefn­urnar tvær sýndu tvær ólíkar fylk­ing­ar. Svart­sýni ein­kenndi repúblikana­flokk­inn þar sem drunga­legum raun­veru­leika var varpað fram; því versta sem hrjáir banda­rískt sam­fé­lag var dregið fram, ýkt á köfl­um, og alið var á ótta. Demókratar voru aftur á móti bjart­sýnir og von­góð­ir, þó að þeir við­ur­kenndu marg­vís­legan vanda sam­fé­lags­ins, en horfðu til fram­tíð­ar, hvöttu fólk til að taka þátt í að byggja upp og bæta sam­fé­lagið og að takast í sam­ein­ingu á við þær ógnir sem steðja að. 

Auglýsing

Dagur 1 : Bernie Sand­ers út um allt, Booker elskar Trump og Michelle Obama stelur sen­unni 

Það var ríf­lega 30 stiga hiti og sól þegar ég mætti í mið­borg Fíla­delfíu eldsnemma á mánu­dags­morg­un. Ekki fór á milli mála að borgin væri öll und­ir­lögð af við­burð­in­um, en borga­stjórnin hafði staðið í ströngu við að sann­færa Demókra­ta­flokk­inn um að borgin væri í stakk búin til að halda ráð­stefnu af þess­ari stærð­argráðu. Sam­keppnin milli borga um að halda svona við­burði er mik­il, en gert er ráð fyrir að aukin inn­koma hlaupi á um 300 millj­ónum banda­ríkja­dala. 

Strax við kom­una blöstu fánar ráð­stefn­unnar við og heim­il­is­laust fólk voru meira að segja sum hver búin að skrifa ný pappa­skilti: „Hels að fellow Democrat, ple­a­se“ stóð til að mynda á einu þeirra. Kaffi­húsin buðu upp á kældan „Hill­ary with cream“ og götu­salar seldu nælur merktar Sand­ers í öllum regn­bog­ans lit­um. Inni í ráð­stefnu­höll­inni var að finna nælur sem á stóð „I’m With Her” og „Hip­sters for Hill­ar­y“. 

Tölu­verð óreiða var á svæð­inu fyrsta dag­inn og kvört­uðu fjöl­miðla­menn sáran yfir skipu­lags­leys­inu. Eftir klukku­tíma bið fengu fjöl­miðla­menn loks að labba að stóru höll­inni af bílaplan­inu og þar þurftum við að þræða langa króka­leið, sumir með þungar græjur. Þrátt fyrir fram­kom­una máttu ráð­stefnu­hald­arar eiga það að ekki var farið í mann­grein­ing­ar­á­lit í þessu puði því helsta stjarna CNN, And­er­son Cooper, mátti þola langa bið í steikj­andi sól­inni með okkur minni spá­mönn­um.

En það var stemn­ing í höll­inni og athygli vakti hversu áber­andi stuðn­ings­menn Bernie Sand­ers voru þennan dag­inn. Ef ég hefði ekki vitað betur hefði ég haldið að þessi ráð­stefna væri að fara að krýna Sand­ers sem for­seta­fram­bjóð­anda, en ekki Clint­on. Síðar kom í ljós að Sand­ers var að fara að hitta stuðn­ings­menn sína. Á fund­inum bað hann þá um að sýna still­ingu og mót­mæla ekki þegar hann myndi lýsa yfir stuðn­ingi við Hill­ary síðar um dag­inn. En þegar Sand­ers steig á svið um kvöldið mátti greina mjög háværar óánægju­raddir þegar hann lýsti kostum Clint­on. Þó að þau væru ósam­mála um sum mál­efni, hafði þeirra bar­átta mikil áhrif á áherslur hennar og flokks­ins. 

Um er að ræða helst þrjú mál: 

Að hækka lág­mark­laun á lands­vísu í 15 doll­ara en ekki tólf og svo 15 eins og Hill­ary hafði lagt til. 

Að leggja af skóla­gjöld fyrir alla, en ekki bara þá sem eiga efna­minni for­eldra eins og Hill­ary hafði lagt til fyrst. 

Að vera á móti TPP, eða Trans Pacific Partners­hip  , sem eru samn­ings­drög á milli tólf ríkja um afnám tolla og sam­ræm­ingu reglna með það að mark­miði að auka við­skipti milli ríkj­anna og hag­sæld. Að sumu leiti svipar samn­ingnum til EES-­samn­ings­ins. Clinton hafði lýst því yfir að hún styddi samn­ing­inn en henni hefur nú snú­ist hug­ur. Löndin sem áttu að verða hluti af TPP, auk Banda­ríkj­anna, eru Jap­an, Malasía, Víetnam, Singapúr, Brú­nei, Ástr­alía Nýja Sjá­land, Kana­da, Mexíkó, Chile og Perú.

Margar merki­legar ræður voru haldnar þetta mánu­dags­kvöld. Öld­unga­deild­ar­þing­maður frá New Jersey, Cory Booker, var einn ræðu­hald­ara og hreif hann stút­fulla höll­ina með sér. Í ræðu sinni fjall­aði Booker meðal ann­ars um mik­il­vægi sam­taka­mátts þjóð­ar­innar í að leysa áskor­an­ir, sem og mik­il­vægi þess að sýna hina marg­um­ræddu föð­ur­lands­ást í verki gagn­vart náung­an­um, því það væri hin raun­veru­lega ást á land­in­u. 

Look, I respect and value the ideals of indi­vi­du­al­ism and self- reli­ance. But rug­ged indi­vi­du­al­ism didn’t defeat the Brit­ish. It didn’t get us to the moon. It didn’t build our nation’s hig­hwa­ys. Rug­ged indi­vi­du­al­ism didn’t map the human gen­ome. We did that together.

Let me tell you, we cannot devolve into our — to a nation where our hig­hest aspirations are that we just tolerate each other. We are not called to be a nation of toler­ance. We are called to be a nation of love.

Eftir að ræðu hans lauk, hjólaði Trump í hann á Twitt­er:  



Booker svar­aði Trump með óvenju­legum hætti í við­tali CNN: 

„Don­ald I love you, but I don’t want you to be my pres­ident“. Hann und­ir­strik­aði síðan mik­il­vægi þess að að svara ekki hatri með hatri. Þessi upp­hafs­tónn Booker við upp­haf ráð­stefn­unnar átti eftir að heyr­ast í fleiri ræðum og var tölu­vert önnur stemm­ing upp á ten­ingnum en sú sem repúblikanar nutu við í Cleveland vik­unni áður.   

En það var for­seta­frúin Michelle Obama sem stal sen­unni þetta kvöld. Í ræðu sinni tal­aði hún um hvernig það hefði verið að takast á við nýtt hlut­verk fyrir átta árum og hvernig þau hjónin ólu upp börnin sín, sem þurftu að þola stöðugar árásir og níð um for­eldra þeirra og þau sjálf. 

Michelle Obama stal senunni á flokksþinginu.

That is what Barack and I think about every day as we try to guide and prot­ect our girls through the chal­lenges of this unusual life in the spotlight, how we urge them to ign­ore those who question their father’s cit­izens­hip or faith. How we ins­ist that the hateful langu­age they hear from public figures on TV does not repres­ent the true spi­rit of this country. How we explain that when some­one is cruel or acts like a bully, you don’t stoop to their level. No, our motto is, when they go low, we go high.

En for­seta­frúin tók líka fyrir mál sem brenna á fólki og hafa sundrað þjóð­inni. Hún minnti á að hún vakn­aði á hverjum morgni í húsi sem hefði verið byggt af þræl­um. Af miklum eld­móði færði hún rök fyrir því að Hill­ary Clinton yrði góður for­seti og minnti á að hún yrði sama fyr­ir­mynd fyrir stelpur og Barack Obama hafi verið fyrir svarta krakka.  

And look, there were plenty of moments when Hill­ary could have decided that this work was too hard, that the price of public service was too high, that she was tired of being picked apart for how she looks or how she talks or even how she laughs. But her­e’s the thing. What I admire most about Hill­ary is that she never buckles under pressure. She never takes the easy way out. And Hill­ary Clinton has never quit on anyt­hing in her life.

For­seta­frúin lét líka nokkur vel valin orð falla um Don­ald Trump án þess þó að nefna hann á nafn. En það fór ekk­ert á milli mála um hvern hún var að ræða. Hún beindi orðum sínum meðal ann­ars að heift­inni og bráð­læt­inu sem Trump hefur sýnt á Twitter síð­ustu mán­uð­i. 

I want some­one with the proven strength to per­severe, some­one who knows this job and takes it ser­iously, some­one who und­er­stands that the issues a pres­ident faces are not black and white and cannot be boiled down to 140 charact­ers. Because when you have the nuclear codes at your fingertips and the milit­ary in your comm­and, you can’t make snap decisions. You can’t have a thin skin or a tendency to lash out. You need to be steady and mea­sured and well-in­for­med.

Flestir voru sam­mála um að ræða Michelle hefði skyggt á aðrar ræður kvölds­ins. Cory Booker lýsti þessu vel þegar hann sagð­ist hafa hitt móður sína eftir að ræðu­höldum var lokið og hún hafi hlaupið til hans án þess að minn­ast á ræð­una hans, heldur spurt í öngum sínum hvort hann hefði nokkuð misst af mögn­uðu ræð­unni hennar Michelle.

Bernie Sanders ávarpaði flokksmenn.

Bernie Sand­ers hélt líka þrumu­ræðu um kvöldið við mik­inn fögnuð við­staddra. Þegar hann hafði lokið sér af mátti skynja mikla örvænt­ingu í hópi stuðn­ings­manna hans og greini­legt að þeir voru ekki allir á því að gef­ast upp. Það var þó ekki fyrr en dag­inn eftir sem lætin byrj­uðu fyrir alvöru. 

Dagur 2:  Bernie or BUST, umsát­urs­á­stand, form­leg kosn­ing - og gamlar sögur frá Bill

Morg­un­inn eftir sat ég í ókunn­ugu húsi í borg­inni og gerði mig klára fyrir dag­inn. Allt í einu komu þrjú ung­menni frá Kali­forníu komu inn í eld­hús­ið, en við höfðum öll leigt her­bergi í sama húsi.  Þau voru hress og kát og sögð­ust vera mætt til að mót­mæla því að Sand­ers væri ekki næsti for­seta­fram­bjóð­andi demókrata. Þau spurðu mig afhverju ég væri þarna og ég útskýrði að ég væri útlenskur fjöl­miðla­maður að fylgj­ast með. Ég náði ekki lengra, því um leið og ég hafði sleppt orð­inu ruku þau öll á fætur og jusu yfir mig sví­virð­ing­um. Að þeirra mati var það fjöl­miðla­mönnum eins og mér um að kenna að Bernie Sand­ers hafði fengið jafn mikla nei­kvæða umfjöllun í fjöl­miðl­um. Þegar ég reyndi að koma því að, að ég væri bara frá litlu landi sem hefði ekki mikil áhrif á kjós­endur í Banda­ríkj­unum og að Sand­ers væri þar fremur vin­sæll, bættu þau við að við ríka fólkið værum öll við eina fjöl­ina felld, elít­una. Að því búnu veif­uðu þau löngu­töng framan í mig um leið og þau bökk­uðu út úr eld­hús­inu og skelltu harka­lega á eftir sér. Eftir sat ég í þögn­inni, dálítið átta­vilt, en glað­vöknuð og sann­færð um að þetta yrðu ekki einu Sand­ers stuðn­ings­menn­irnir sem áttu eftir að láta heyra í sér þann dag­inn.

Ég lagði leið mína í mið­borg Fíla­delfíu til að vera við­stödd mót­mæla­fund kjós­enda sem kenndi sig við slag­orðið „Bernie or BUST“.  Þar hitti ég fyrir stóran hóp gall­harðra stuðn­ings­manna Sand­ers, sem voru ákaf­lega reiðir út í flokk­inn fyrir að hafa, að þeirra sögn, haft áhrif á nið­ur­stöðu kosn­ing­anna með því að gera kjós­endum Sand­ers erf­ið­ara fyrir að kjósa með marg­vís­legum hætti. Auk þess þótti algjör­lega ótækt að for­maður flokks­stjórn­ar­inn­ar, Debbie Wass­erman Schultz, sem sagði af sér í upp­haf vik­unn­ar, hafi verið gerð að for­manni kosn­inga­stjórnar Clinton eftir afsögn­ina. Wiki­leaks-­leki hafði sýnt fram á að Schultz og starfs­menn hennar á flokks­skrif­stof­unni töl­uðu illa um Sand­ers og reyndu að hafa áhrif á fjöl­miðlaum­fjöllun til að hjálpa Clint­on. 

Stuðningsmenn Bernie Sanders mótmæltu í miðborg Fíladelfíu

Seinna um dag­inn var kom­inn tími til að hitta gamla félaga mína sem ég vann með í kosn­inga­bar­áttu borg­ar­stjóra New York árið 2013. Sú hefð hefur skap­ast á flokks­ráð­stefnum að full­trúar á þing­inu, sem mæta sem fyrir hvorn fram­bjóð­anda í réttu hlut­falli við það hvernig atkvæða­magnið féll, séu allir á sama hót­eli þar sem er plottað og skemmt sér sam­an. Á Lowes hót­el­inu var margt um mann­inn. Rætt var um hversu lélegum tíma borg­ar­stjór­anum í New York hafði verið úthlutað fyrir ræðu sína og hvað myndi ger­ast um kvöldið með stuðn­ings­menn Sand­ers. Eftir stutt kurt­eis­is­hjal og vanga­veltur var kom­inn tími til að renna upp í höll­ina. Í þetta skipti hafði ég orðið mér úti um gólf­passa en bara ákveð­inn fjöldi blaða­manna mátti vera á gólf­inu í einu. Fjöldi blaða­manna hljóp á þús­undum og barist var hart um gólf­pass­ana. Framundan var mik­il­væg­asta kvöldið fyrir full­trúa beggja fram­bjóð­enda, sjálf atkvæða­greiðslan.

Fulltrúar kjósenda frá hverju ríki gerðu grein fyrir atkvæðamagni hvors forseta frambjóðandans með því að kalla fram atkvæðin.

Þegar atkvæðagreiðslu lauk fögnuðu stuðningsmenn Clinton ákaft.

Sumir grétu fyrir ósigri Sanders.

Höllin var þétt­setin og hvert ríki kyrfi­lega merkt með háum borða. Tals­maður hvers ríkis var oft­ast nær kjör­inn full­trúi sem stóð við merkið og beið þess að sá sem stýrði atkvæða­taln­ingu kall­aði nafn rík­is­ins. Helst minnti þetta á stiga­taln­ingu í Eurovision en hver ein­asti kynnir reyndi að troða inn örlít­illi kynn­ingu á sínu ríki áður við­kom­andi gaf upp hvernig atkvæð­unum hafði verið ráð­staf­að. Miklar til­finn­ingar voru í ráð­stefnu­gest­um, enda mark­aði hún sögu­legan við­burð þar sem þetta var í fyrsta sinn sem kona var kjörin sem for­seta­fram­bjóð­andi fyrir stjórn­mála­flokk af þess­ari stærð­argráðu í Banda­ríkj­un­um. En á sama tíma voru þetta enda­lok kosn­inga­bar­áttu Bernie Sand­ers. Bróðir Sand­ers, sem búsettur er í Bret­landi, las upp atkvæði greidd af kjós­endum búsettum erlendis og það mátti sjá Bernie tár­ast þar sem hann sat með sínum full­trúum frá heima­ríki sínu Vermont. Sjálfur tók hann til máls þegar atkvæða­magn Vermont ríkis var til­kynnt og lýsti Hill­ary Clinton sem rétt kjörnum full­trúa demókrata til for­seta. Þegar atkvæða­greiðsl­unni lauk var klapp­að, hlegið og grátið - sumir felldu tár af fögn­uði aðrir voru tapsár­ir.

Sanders stuðningsmenn mótmæla niðurstöðu kosninganna með því að loka vinnutjaldi fjölmiðla.

Fljót­lega fóru að ber­ast fréttir af látum fyrir utan höll­ina. Þegar ég kom af gólf­inu inn á gang hall­ar­innar gekk ég í flasið á hóp af lög­reglu­mönnum sem þustu út. Í ljós kom að hópur stuðn­ings­manna Sand­ers hafði lagt undir sig vinnu­tjald þar sem flestir erlendu fjöl­miðla­menn­irnir höfðu vinnu­að­stöðu. Stuðn­ings­menn­irnir sett­ust á gólfið og lögð­ust á glugg­ana, margir með límt fyrir munn­inn á sér sem tákn um þögg­un­ar­til­burði sem mót­mæl­endur sök­uðu flokks­ráðið fyrir að hafa sýnt. Hálf­gert umsát­urs­á­stand ríkti um stund þar til lög­reglan kom og lok­aði tjald­inu. Sumir fjöl­miðla­menn kvört­uðu yfir að kom­ast ekki inn í tjaldið til að geta sent frá sér efni um mót­mælin en eftir skamma stund færðu mót­mæl­endur sig aftur inn í höll­ina til að sýna mæðrum fórna­lamba lög­reglu­of­beldis stuðn­ing sinn - en þær voru vænt­an­legar á svið­ið.  

Hörðustu stuðningsmenn Bernie Sanders mótmæltu með því að láta heyra í sér í salnum þar til ráðstefnunni lauk.

Svo var komið að vara­for­seta­efn­inu, Tim Kaine. Hann er öld­unga­deild­ar­þing­mað­ur, fyrr­ver­andi rík­is­stjóri Virg­in­íu­ríkis og fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri Richmond. Þrátt fyrir að vera mjög þekktur í sínu eigin ríki er Kaine lítið þekktur á lands­vísu. Trump átti meira að segja í erfi­leikum með að stað­setja hann. Hann hélt því fram að Kaine hafi verið ómögu­legur rík­is­stjóri í New Jersey en lík­lega átti hann við mann að nafni Tom Kean sem eitt sinn gengdi því hlut­verki.  

Kaine er fremur íhald­samur í skoð­unum sínum en þykir ein­lægur og vinnu­samur og var hann val­inn án efa til að höfða til þess hóps kjós­enda sem eru hægra megin við miðju, sér­stak­lega þá sem búa mið- og suð­ur­ríkjum Banda­ríkj­anna. Ræða Kaine var ágæt, en hann eyddi tölu­verðum tíma í að kynna sig og sín sjón­ar­mið sem og að dásama Clint­on. Hann sló á létta strengi og hjólaði líka í Trump. Einn helsti styrkur Kaine er að hann talar lýta­lausa spænsku. Hluti ræðu hans fór fram á spænsku, en stór hópur nýrra kjós­enda er af rómönsk-am­er­ískum ættum og það þykir því ákaf­lega mik­il­vægt að talað til þeirra á sínu eigin tungu­máli. 

Fljót­lega var svo komið að Bill Clinton og hélt hann afar per­sónu­lega og hjart­næma ræðu um konu sína. Ræðan þótti ágæt, en fyrir þá sem hafa lesið ævi­sögur þeirra hjóna, þá voru sög­urnar mjög kunn­ug­legar og dálítið eins og verið væri að lesa upp úr gömlu hand­riti. Clinton lagði mikla áherslu á að Hill­ary væri stöðugt að reyna að bæta hlut­ina og hennar helsti kostur væri að hún gæti knúið fram breyt­ing­ar, væri úrræða­góð og gæf­ist aldrei upp.  

Um þetta leiti bár­ust fréttir af könn­unum sem sýndu að um 90 pró­sent stuðn­ings­manna Sand­ers í for­val­inu sögð­ust ætla að kjósa Clinton í nóv­em­ber. Hin tíu pró­sentin voru lík­legt til að kjósa Jill Stein, for­seta­fram­bjóð­anda græn­ingja, sem var mætt á flokkráð­stefnu demókrata á þriðju­dags­kvöld eins og ekk­ert væri sjálf­sagð­ara. Ég náði að taka upp hluta af ræðu sem hún hélt á miðjum gang­inum í höll­inni, en að henni lok­inni sagði Stein mér að hún væri ein­lægur aðdá­andi Íslands í ljósi þess hvernig tekið er á málum þar. En hún var hlaupin áður en ég fékk frek­ari skýr­ingar á hvaða mál þetta væru.  

Leik­konan Meryl Streep ávarp­aði hóp­inn síðar um kvöld­ið. Að því loknu var tákn­rænt mynd­band sýnt þar sem farið var yfir feril Banda­ríkja­for­seta síð­ustu 240 ára voru sýnd­ir. Allir voru þeir hvítir karlar á miðjum aldri eða eldri, að und­an­skildum þeim síð­asta sem var bæði ungur og svart­ur. Í kjöl­farið „brotn­aði gler­þak­ið“ og Clinton þakk­aði fyrir kosn­ing­una. Hún minnti á að hún yrði mögu­lega fyrsta konan til að verða for­seti Banda­ríkj­anna en úti væru allar þær sem kæmu í kjöl­far­ið. Það var svo­lítið sér­stakt fyrr mig að horfa á mynd­band­ið, sem setti málin í sögu­legt sam­hengi, en var kunn­ug­legt fyrir mig. Ég hafði sjálf unnið svipað mynd­band fyrir kvenna­sam­tök sem stóðu þétt við bakið á Clinton og unnu við kosn­inga­bar­áttu henn­ar. Ég sótti inn­blástur í mynd­bandið mitt í aug­lýs­ingu sem Sam­fylk­ingin gerði þegar Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir var lík­leg til að verða fyrsti kven­kyns for­sæt­is­ráð­herra Íslands. Útfærslan hjá Hill­ary kosn­inga­bar­átt­unni á mynd­band­inu var mjög góð, í það minnsta má segja að Inspired by Iceland her­ferðin hafi náð nýjum vídd­um. Dæmi nú hver fyrir sig.



Dagur 3:  Grátið með Obama og sungið með Lenny Kravitz

Næsta morgun sat ég með enn öðrum stuðn­ings­mönnum Sand­ers við morg­un­verð­ar­borð­ið. Þegar þau spurðu mig í sak­leysi sínu hvað ég væri að vasast í Fíla­delfíu velti ég fyrir mér hvort ég ætti að segj­ast vera selja snáka­olíu af ótta við við­brögðin ef ég segði satt. Þau tóku fremur vel í sann­leik­ann og sögðu mér frá hug­myndum sínum um að hjálpa hópi sem vildi beina öllum kraft­inum sem væri í fylg­is­mönnum Sand­ers í að kjósa sós­íal­íska þing­menn í full­trúa­ráðið og öld­unga­deild­ina í nóv­em­ber. Þau lýstu fyrir mér hvernig þau hefðu loks­ins fundið sig í stjórn­málum síð­ustu mán­uði þar sem þau voru meðal fólks sem tryði á algjöra bylt­ingu á kerf­inu. Þeim þótti mik­il­vægt að sjá til þess að þeirra raddir myndu ekki þagna nú þegar Clinton hefði unn­ið, heldur yrði að sjá til þess að þrýst­ingnum á breyt­ingar yrði beint í aðrar átt­ir. 

Það mátti skynja sömu breyt­ingu á þeim ráð­stefnu­gestum sem höfðu mætt sem full­trúar Sand­ers: Nú skyldi orkunni beint í þann far­veg sem mestum breyt­ingum myndi skila. Hörð­ustu stuðn­ings­menn Sand­ers, sem á þessum degi var orð­inn mun fámenn­ari en við upp­haf ráð­stefn­unn­ar, héldu sínu striki, hróp­uðu ítrekað og trufl­uðu ræðu­menn það sem eftir lifði ráð­stefn­unn­ar.  

Þegar þarna var komið voru þó flestir ráð­stefnu­gestir komnir með „Strong Together“- skilti eða „I’m With Her“ og farnir að veifa. 

Joe Biden heilsar upp á ráðstefnugesti ásamt eiginkonu sinni Jill Biden.

Dag­skrá dags­ins var þétt og nú voru vænta­legir bæði Barack Obama og Joe Biden. Í þetta sinn var ég mætt tíma­lega í höll­ina því ég vildi ekki eiga á hættu að fá ekki sæti eins og sumir höfðu lent í dag­inn áður. Á leið­inni inn í sal­inn mætti ég bæði Donnu Brazil, fyrr­ver­andi kosn­inga­stjóra Al Gore, og Fran Luntz, einum helsta ráð­gjafa repúblikana­flokks­ins. Á meðan ég beið eftir for­set­anum steig hver stjarnan á fætur annarri á stokk og söng eða hélt inn­blásna ræðu. Þetta minnti dálítið á sam­bland af Þjóð­há­tíð í Eyj­um, 17. júní kvöld­dag­skrá og Mor­fís-keppni á sterum: Gleði, sög­ur, þjóð­leg stef, föð­ur­lands­ást, slag­orð, mælskir menn og konur og svo­lítið af sorg og sigr­um. Svo steig Lenny Kravitz á sviðið og þá rank­aði ég við mér. Þegar ljósin voru myrkvuð og diskóið dun­aði, otaði ein­hver að mér spjaldi sem á stóð „Thank you“.  Það var mættur hópur af fólki sem stóð í ströngu að dreifa spjöldum til að veifa þegar nýr merkur ræðu­maður mætti voru mætt með þrjár teg­und­ir, JOE stóð á einu fyrir vara­for­set­ann, THANK YOU á öðru og á öðru löngu og mjóu á priki stóð OBAMA. Allt myndi þetta skila sér heim í stofu til lands­manna í gegnum þús­undir sjón­varps­véla sem mændu á fólkið í saln­um. 

Joe Biden mætti glað­beitt­ur. Hann tók sér góðan tíma til að veifa til ráð­stefnu­gesta sem nú stút­fylltu höll­ina. Í ræðu sinni sló hann á létta strengi og gagn­rýndi Trump lít­il­lega. Hann fór líka yfir árin í Hvíta hús­inu líkt og for­set­inn átti eftir að gera með nákvæm­ari hætti síðar um kvöld­ið.  Hann tal­aði um fjöl­skyld­una sína og son sinn sem lést nýver­ið.  Biden hefur ein­stakt lag á því að tala til fólks. Hann ræddi um alla þá sem ganga í gengum hvers konar erf­ið­leika og hvernig fólk færi fram úr á hverjum morgni og héldi áfram með líf­ið, þó það væri á stundum óbæri­legt. Það væri einmitt í þessum anda sem hið amer­íska við­horf væri, og það væri það sem gerði landið ósigr­andi.  Ræðan var í heild sinni afar efn­is­mikil og góð. Biden mærði Hill­ary og lýsti því hvernig þau hefðu borðað saman viku­lega þegar hún var utan­rík­is­ráð­herra og hann hefði kynnst því hversu mikið hörku­tól hún væri. 

Obama var ákaft fagnað af flokksráðstefnu gestum.

Loks var komið að sjálfum for­set­an­um. Það mátti heyra saum­nál detta þegar sal­ur­inn var búinn að hrópa sig hásan af hrifn­ingu þegar Barack Obama steig á svið og hóf upp raust sína. Obama fór vel yfir síð­ustu ár í emb­ætti með afar ein­lægum hætti. Hann lýsti stórum sigrum, svo sem því að koma á lagg­irnar heil­brigð­is­trygg­ingu sem tryggir nú yfir 20 millj­ónir sem áður voru án trygg­inga, sem og því að takast á við efna­hag­skrepp­una sem skall á sama tíma og hann var kos­inn í emb­ætti. Hann tal­aði um hvernig Osama Bin Laden var komið fyrir katta­nef og fleira sem tókst vel. Obama tal­aði líka um erf­iðu tím­ana, og þegar hann tal­aði um atvik þegar hann þurfti að mæta for­eldrum barna sem höfðu verið drepin í skotárás í Sandy Hook barna­skól­anum í Newtown í Conn­et­icut grét hann - og þá skældi maður með. Hann sagði að von­leysið hefði verið mest þegar repúblikanar neit­uðu að hleypa lög­gjöf í gegnum þingið sem myndi koma í veg fyrir að fólk sem væri veikt á geði eða hefði saka­skrá fengi að kaupa vopn. 

Hann minnt­ist líka á Trump og hversu óhæfur hann yrði sem for­seti og þegar fólkið fór að púa til að und­ir­strika óánægju sína með Trump, sagði Obama: „Don’t boo - vot­e.“ Þessi stutta setn­ing fór eins og eldur í sinu um sam­fé­lags­miðla. Hann bætti við að það væri mik­il­vægt að fólk tæki þátt í öllum kosn­ing­um, ekki bara for­seta­kosn­ing­um, en aðeins um fjórð­ungur Banda­ríkja­manna kýs að jafn­aði í kosn­ingum til þings og enn færri í borg­ar- og bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Þegar mikil spenna er í for­seta­kosn­ingum kýs um helm­ingur kosn­inga­bærra manna. 

Obama lýsti mann­kostum Hill­ary eins og aðrir ræðu­menn og sagði að án efa væri hún sú mann­eskja sem yrði best und­ir­búin fyrir það að vera for­seti og yrði betri en for­verar henn­ar, þar með taldir hann sjálfur og Bill, eig­in­maður henn­ar.  Ræðan var ein af þeim betri sem Obama hefur flutt. Hann sótti enn og aftur í smiðju Martin Luther King og fór fim­lega á milli þess að vera að tala beint til fólks og þess  að flétta inn sterkri og upp­örvandi fram­tíð­ar­sýn sinni fyrir land og þjóð. Þegar ræð­unni lauk kom Hill­ary á sviðið og þau féllust í faðma og veif­uðu fólk­inu glað­lega. 

Hillary kemur á sviðið eftir að Obama lýkur ræðu sinni.

Þegar Obama hafði lokið máli sínu og fólkið týnd­ist út úr höll­inni rakst ég á sendi­herra Íslands í  Banda­ríkj­un­um, Geir H. Haar­de, en hann var, eins og fjöldi ann­arra erlendra boðs­gesta, mættur til að fylgj­ast með. 

Í höll­inni dundi nýtt lag kosn­inga­bar­átt­unn­ar, Our Fight Song, sem skartar fjölda stór­stjarna á borð við Jane Fonda og Evu Longoria. Það var erfitt að hríf­ast ekki með stemn­ing­unni sem hafði mynd­ast í höll­inn­i. 

Dagur 4: Kona verður for­seta­fram­bjóð­andi Demókrata 

Á fimmtu­dags­morgn­inum sat ég ein yfir kaffi­boll­anum mínum í borg­inni, þar sem vinir mínir frá Kali­forníu voru á bak og burt. Leigu­bíls­stjór­inn sem keyrði mig í ráð­stefnu­höll­ina sagði mér að hann ætl­aði að hlusta vel á ræðu Hill­ary og ákveða svo hvort hann myndi kjósa hana eða Trump. Þegar ég spurði hvað það væri sem honum lík­aði við Trump var hann fljótur að svara: „Mað­ur­inn er kannski asni, en hann segir þó satt. Hinir ljúga all­ir.“ 

Áður en ég hélt inn í höll­ina á fjórða degi fór ég á „pop-up-­blaða­manna­fund“ með helsta ráð­gjafa Clinton í utan­rík­is­mál­um. Fund­ur­inn var hald­inn sér­stak­lega fyrir erlendu press­una. Greini­legt var að hann var þarna kom­inn til að sýna hversu hættu­legur Trump væri fyrir sam­starf Banda­ríkj­anna við aðrar þjóð­ir, ekki síst NATO-­þjóð­irn­ar. Fjöl­margar góðar spurn­ingar brunnu á fjöl­miðla­mönnum en svörin voru inni­halds­lítil og ráð­gjaf­inn fór stöðugt aftur í punkt­ana sína.  Blaða­maður frá Tyrk­landi spurði um við­brögð kosn­inga­bar­áttu Hill­ary við þeim atburðum sem væru að ger­ast þar eftir mis­heppn­aða valda­ránstil­raun. Tyrk­land þjónar afar mik­il­vægri stöðu í sam­starfi þjóð­anna gegn ISIS hryðju­verka­sam­tök­unum og lík­legt er að fáar þjóðir fari harka­lega fram gegn Erdogan á meðan svo er. Svör ráð­gjafans voru loðin og svör­uðu litlu sem engu, sem er í takt við við­brögð Obama-­stjórn­ar­inn­ar. Þetta er gott dæmi um það sem koma skal: Hill­ary mun spila fram mjög raun­særri utan­rík­is­stefnu þar sem hags­munir er vegnir og metnir með lang­tíma­sjón­ar­mið að mark­miði. Fyrir þetta hefur hún verið gagn­rýnd harka­lega, en líka mærð. 

Upp­takt­ur­inn fyrir for­seta­fram­bjóð­and­ann á fjórða degi var ekki af verri end­anum og ræðu­menn­irnir voru hver öðrum mælskari: Kareem Abdul - Jabb­ar, fyrr­ver­andi körfu­bolta­stjarna, átti án efa fynd­ustu setn­ingu kvölds­ins. Hann sagð­ist heita Mich­ael Jor­dan og væri í liði með Clint­on, og bætti við að hann væri að kynna sig með þeim hætti þar sem hann vissi að Trump myndi ekki þekkja þá í sund­ur. 

For­eldrar múslim­sks her­manns sem lést í Afganistan mættu síðan á svið­ið. Fað­ir­inn, Khizr Khan, hélt til­finn­inga­þrungna ræðu þar sem hann réðst að Trump í ljósi þess að hann sagð­ist ætla að banna múslimum að ferð­ast til Banda­ríkj­anna og halda lista yfir alla múslima í land­inu.  Khan dásam­aði Banda­ríkin og minnti á að múslimar væru stór hluti þjóð­ar­inn­ar, sem margir, þar á meðal sonur hans, væru til­búnir að láta lífið fyr­ir. Við lok ræð­unnar tók Khan upp stjórn­ar­skrá lands­ins og tal­aði beint til Trumps og spurði hvort hann hefði lesið hana. Næstu daga hjólaði Trump í Khan á Twitter og hefur enn önnur alda af hneykslan riðið yfir fjöl­miðla í kjöl­far­ið.  

Einka­dóttir þeirra Clint­on-hjóna, Chel­sea Clint­on, hélt ræðu um móður sína og kynnti hana síðan á svið. Ræðan var ein­læg og fal­leg, hún var líka lýsandi fyrir þann karakter sem Hill­ary hefur að geyma ef marka má alla þá ræðu­menn sem undan komu. Svo var komið að for­seta­fram­bjóð­and­anum sjálf­um: Hill­ary Rod­ham Clint­on. Hún var klædd í hvíta buxna­dragt,  sem þótti tákn­rænt þar sem suffra­gett­urnar í Banda­ríkj­unum klædd­ust hvítu í sinni bar­áttu.  Óstað­festar fréttir herma að það sé engin önnur en Vogu­e-drottn­ingin Anna Win­tour sem á  heið­ur­inn af því að velja klæðnað fyrir Hill­ar­y. 

Hillary Clinton tekur formlega við útnefningu demókrataflokksins sem fyrsti kvenkyns forsetaframbjóandi í stórum flokki í sögu Bandaríkjanna

Ræða Hill­ary var lík þeim ræðum sem hún hefur flutt á kosn­inga­fundum síð­ast­liðið ár. Hún var þó dýpri og að mörgu leiti vinstri­s­inn­að­ari. En það sem var ólíkt með þess­ari ræðu og ræðum ann­arra for­seta­fram­bjóð­enda hingað til í stóru flokk­un­um, var að hún var um konu sem hefur upp­lifað lífið á ólíkan hátt en for­verar henn­ar. Clinton tal­aði um líf móður sinnar sem barn en hún var van­rækt af for­eldrum sínum frá unga aldri, og hvernig það mót­aði móður hennar og hvernig hún hafi stappað í hana stál­inu. Móðir Clinton hvatti hana til að gef­ast ekki upp fyrir þeim sem leggja aðra í ein­elti heldur standa upp gegn þeim. Clinton vís­aði þar óbeint í næstu mán­uði kosn­inga­bar­áttu hennar þar sem hún mun fást við Don­ald Trump, sem demókratar hafa óhikað kallað ein­elt­is­s­egg.

Hill­ary ræddi líka hvernig það hefði mótað sig að vera í Hvíta Hús­inu við hlið eig­in­manns síns og hvað það væri sem drifi hana á fætur á morgn­ana. Engar stórar póli­tískar sprengjur mátti finna í ræðu henn­ar, en ef ræðan er borin saman við upp­hafs­ræður hennar í kosn­inga­bar­átt­unni má finna tölu­verðar breyt­ing­ar. Þær breyt­ingar má rekja til þrýst­ings frá sam­keppn­inni sem hún hlaut frá Bernie Sand­ers og þeim samn­inga­við­ræðum sem hans fólk hefur átt við Clinton síð­ustu vikur um að breyta stefn­unni. En það mátti líka skynja sterka og  ákveðna stefnu í öryggis og varn­ar­mál­um. Clinton tal­aði um mik­il­vægi þess að herða vopna­lög­gjöf­ina en sagð­ist þó ekki ætla að taka vopnin af þjóð­inni heldur aðeins koma í veg fyrir að þeir sem ekki ættu að hafa vopn -sem gætu skaðað aðra - fengi þau ekki. Í ræð­unni voru líka hin klass­ísku trú­ar­stef eins er mik­il­vægt að hafa með í ræðum sem þessum til að höfða til þess stóra hóps kjós­enda sem er mjög trú­aður í Banda­ríkj­un­um.  Hún sagð­ist lifa eftir þeim gildum sem Meþódista­trúin hefði kennt henni: „Do all the good you can, for all the people you can, in all the ways you can, as long as you ever can.“  

Ræðan var öllu jákvæð­ari en þær sem fluttar voru hjá repúblikönum í vik­unni áður. New York Times bar ræð­urnar saman og hægt er að sjá svart á hvítu hversu ólík stefin í ræð­unum voru.  

Þegar Clinton þakk­aði full­trúum á þing­inu fyrir útnefn­ing­una og sagð­ist þiggja hana með þökk­um, var til­finn­inga­hit­inn í höll­inni mik­ill og eins og Banda­ríkja­mönnum einum er lag­ið. Eng­inn var feim­inn við að sýna til­finn­ingar sín­ar. Það var svo við lok ræð­unnar sem allt ætl­aði um koll að keyra þeg­ar, flug­eldar sprungu við svið­ið, kon­fettí rigndi niður í tonna­tali og hund­rað þús­und blöðrum var sleppt yfir ráð­stefnu­gesti. Undir þetta dundi svo kosn­inga­lagið í botni. Nýr kafli í kvenna­sögu Banda­ríkj­anna var skrif­aður - fyrsti kven­kyns for­seta­fram­bjóð­and­inn í stórum flokki var kom­inn fram og það er sann­ar­lega til­efni til að sleppa nokkrum blöðr­um. 

Skemmtu sér í blöðrunum.

Eftir stendur stóra spurn­ing­in: Mun Hill­ary sigra Trump? Verða frek­ari lekar af hálfu Wiki­leaks, sem þeir hafa boðað og sem FBI hefur rakið til rúss­neskra hakk­ara, til þess fallnir að eyði­leggja kosn­inga­bar­áttu henn­ar?  Mun hún þrátt fyrir þá halda velli? Eða verður Banda­ríkj­unum stjórnað af Don­ald Trump næstu fjögur árin? Hvað í ósköp­unum mun þá ger­ast? 

Tím­inn einn mun leiða það í ljós.  Eftir rús­sí­ban­areið síð­ustu tveggja vikna þótti mér skyn­sam­leg­ast að skella mér í Frank Und­erwood stutt­erma­bol­inn minn og leggj­ast til hvílu. 

I'm with Her

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None