Tíu staðreyndir um Tyrkland

Tyrkland hefur verið miðpunktur átaka og erfiðleika á undanförnum misserum og mikið í heimsfréttunum, eftir misheppnaða valdaránstilraun í júlí.

tyrkland_9952987556_o.jpg
Auglýsing

Tyrk­land er mið­punktur póli­tískrar ólgu þessi miss­er­in, og hefur auk þess verið vett­vangur tíðra hryðju­verka á þessu ári. Um helg­ina dóu yfir 50 manns þegar barn sprengdi sig í loft upp í brúð­kaups­veislu kúrda í borg­inni Gazi­an­tep, skammt frá landa­mær­unum við Sýr­land. Í sumar hafa ­yfir 100 manns dáið í tveimur mann­skæðum hryðju­verk­um. 

Erdogan for­seti hef­ur ­tekið póli­tíska and­stæð­inga sína úr umferð, einn af öðrum, eftir mis­heppn­aða ­valda­ránstil­raun í júlí.

Hvað ein­kennir þetta stóra land á mörkum Evr­ópu og Asíu? Kjarn­inn tók saman tíu stað­reyndir um Tyrk­land.

Auglýsing

1.       Tyrk­land er eitt af fjöl­menn­ustu ríkjum Evr­ópu en í lok árs 2015 bjuggu þar tæp­lega 76 millj­ónir manna. Til sam­an­burðar vor­u í­búar Bret­land 65 millj­ónir á sama tíma og Þýska­lands 81 millj­ón. Tyrk­land liggur á mörkum Evr­ópu og Asíu.

2.       Tyrk­land á landa­mæri að Sýr­landi, Írak, Íran, ­Ar­men­íu, Azer­badjan, Georg­íu, Búlgaríu og Grikk­landi. Land­fræði­leg staða lands­ins hefur gert landið að mið­punkti áhrifa­svæðis átaka fyrir botn­i Mið­jarð­ar­hafs. Borg­ara­styrj­öldin í Sýr­landi hefur sér­stak­lega haft mikil áhrif í Tyrk­landi, þar sem straumur flótta­fólks til lands­ins hefur verið nær ó­stöðv­andi.

3.       Ekk­ert land í Evr­ópu hefur tekið á móti fleiri flótta­mönnum frá stríðs­hrjáðum svæðum í Sýr­landi, Írak, Afganistan og norð­ur­hluta Afr­íku en Tyrk­land. Sam­tals eru 2,7 millj­ónir flótta­manna í Tyrk­landi sem hafa komið frá Sýr­landi, en heild­ar­fjöld­inn er yfir þrjár millj­ón­ir. Til sam­an­burðar er fjöld­inn mun lægri í öðrum Evr­ópu­lönd­um. Mið­jarð­ar­hafs­löndin Grikk­land og Ítala, sem hafa tekið á móti miklum fjölda flótta­manna og verið mikið til umræðu sökum þessa, eru þar með­tal­in.

Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Mynd: EPA.

4.       Recep Tayyip Erdoğan er for­seti Tyrk­lands. Hann hefur gegnt því emb­ætt­i frá árinu 2014. Hann var for­sæt­is­ráð­herra frá árinu 2003 og fram að emb­ætt­is­töku sinni sem for­seti, og hefur því verið í með póli­tíska valda­þræði í höndum sínum lengi. Hann er fæddur 26. febr­úar 1954.



5.       Í júlí var valda­ránstil­raun kæfð svo til í fæð­ingu, og hafa stjórn­völd beint spjót­unum að and­stæð­ingum Erdog­ans síð­an. Yfir 20 þús­und ein­stak­ling­ar hafa verið hand­teknir í tengslum við valda­ránstil­raun­ina. Þá hafa yfir 10 ­þús­und kenn­arar í háskól­um, dóm­ara við dóm­stóla og yfir­menn í hern­um, mis­st ­störf sín og á stóri hluti þess hóps yfir höfði sér máls­höfðun vegna meintr­ar­ að­ildar að valda­ránstil­raun­inni.

6.       Helsti and­stæð­ingur Erdog­ans, sem hann hefur alfarið kennt um ­valda­ránstil­raun­ina, er klerk­ur­inn Fet­hullah Gulen. Hann býr í borg­inn­i Sa­ylors­burgh í Penn­syl­vaníu ríki. Erdogan hefur farið fram á það form­lega, að Gu­len verði fram­seldur en við því hafa banda­rísk yfir­völd ekki orð­ið. Gulen er 75 ára, fyrr­ver­andi sam­herji Erdog­ans, og hefur verið í sjálf­skip­aðri útlegð und­an­farin ár.

7.       Gulen hefur harð­neitað því að hafa komið að valda­ránstil­raun­inni, og ­segir að allt bendi til þess að hún hafi verið svið­sett. Hann og hans ­stuðn­ings­menn hafi ávallt for­dæmt beit­ingu her­valds í Tyrk­landi og vopn­uð ­valda­ránstil­raun sé eins víðs­fjarri hug­myndum hans og hugs­ast get­ur. Hann seg­ir Er­dogan ekki verið í takt við raun­veru­leik­ann.

8.       Atvinnu­leysi mælist nú 10,1 pró­sent, sem er svip­að og nemur með­al­tal­inu hjá Evr­ópu­sam­bands­ríkj­un­um. Sé horft sér­stak­lega til­ ­sam­an­burðar við önnur ríki við Mið­jarð­ar­haf­ið, þá er atvinnu­leysi fremur lág­t. Í Grikk­landi hefur það verið yfir 20 pró­sent, frá árinu 2010, og sömu sögu eru að segja um Spán. Á Ítalíu er atvinnu­leysið nú rúm­lega tólf pró­sent.

9.       Í fyrra var hag­vöxt­ur­inn í land­inu um fjög­ur ­pró­sent miðað við árið á und­an. Verð­bólgan mæld­ist að með­al­tali 7,7 pró­sent í fyrra og voru stýri­vextir í kringum 7,5 pró­sent.

10.   Miklar sveiflur hafa ein­kennt verð­bréfa­markað í Tyrk­landi, sem er bæði líf­legur og stór. Til marks um það þá lækk­uðu hluta­bréf um 16,3 pró­sent í fyrra eftir að hafa hækkað um 26,4 pró­sent árið á und­an. Árið 2012 var gríð­ar­lega sókn­arár á verð­bréfa­mörk­uðum í Tyrk­landi, en á því ári hækk­uðu hluta­bréf um 52,6 pró­sent.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None