Vilja að ríkið borgi niður 500 milljarða lífeyrisskuld

Meirihluti fjárlaganefndar vill að íslenska ríkið stórauki greiðslur vegna ófjármagnaðra lífeyrisskulda á næstu árum. B-deild LSR tæmist 2030 og greiðslur út úr henni falla þá á ríkið. Búið var að lofa að hefja greiðslur aftur í ár, en af því varð ekki.

EKKI NOTA ÞESSA MYND!!!
Auglýsing

Meiri­hluti fjár­laga­nefndar vill að greiðslur vegna ófjár­magn­aðra líf­eyr­is­skuld­bind­inga hins opin­bera verði stór­auknar á næstu árum. Hann vill að inn­borg­arnir til B-deildar Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins (LSR) og Líf­eyr­is­sjóðs hjúkr­un­ar­fræð­inga (LH) verði að minnsta kosti tíu millj­arðar króna á ári til að draga úr því höggi sem verður á rík­is­sjóð þegar sjóður deild­ar­innar tæm­ist árið 2030. Þá vill meiri­hlut­inn að fram­vegis verði líf­eyr­is­skuld­bind­ingar hluti af ramma hvers mál­efna­sviðs við samn­ingu fjár­laga­frum­varps. 

Hann vill líka flýta því veru­lega að hækka eft­ir­launa­aldur úr 67 árum í 70, en sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi til­lögum á að taka 24 ár fyrir hækk­un­ina að taka gildi að fullu. Þetta kemur fram í áliti meiri­hluta fjár­laga­nefndar um fimm ára fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem á að gilda frá 2017-2021.

Greiðslum hætt eftir hrunið

Ófjár­­­magn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar hins opin­bera hafa verið risa­stórt vanda­­mál í lengri tíma. Árið 1997 var A-deild LSR stofn­uð. Hún byggir á stiga­­kerfi þar sem sjóðs­­fé­lagi ávinnur sér rétt­indi miðað við greidd iðgjöld. Kerfið byggir á sjóðs­­söfn­un. Þ.e. LSR safnar iðgjöld­um, ávaxtar þau og greiðir út í sam­ræmi við áunnin rétt­indi. Ef sjóð­­ur­inn á ekki fyrir þeim hleypur ríkið undir bagga.

Auglýsing

Á sama tíma var eldra kerfi sjóðs­ins, hin svo­­kall­aða B-deild, LSR sér tvö pró­­sent rétt­indi á ári miðað við fullt starf. Reglur LH eru áþekkar B-deild­inn­i.  Þetta kerfi byggir að mestu á gegn­um­­streymi fjár­­­magns, og ein­ungis að hLHenni blæðir enn mik­ið. Það var alltaf morg­un­­ljóst að ríkið myndi þurfa að greiða háar fjár­­hæðir með þessu gamla kerfi.

Geir H. Haarde bað einu sinni Guð að blessa Ísland. Hann tók líka ákvörðun um að borga niður ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkisins.Þess vegna ákvað Geir H. Haar­de, þáver­andi fjár­­­mála­ráð­herra, árið 1999 að rík­­is­­sjóður skyldi hefja greiðslur til B-deildar LSR og LH umfram laga­­skyldu. Mark­miðið var að milda höggið sem fram­­tíð­­ar­kyn­­slóðir skatt­greið­enda myndu þurfa að þola vegna þess og koma í veg fyrir að sjóð­irnir tæmd­ust.

Árið 2008, eftir hrun­ið, var þessum við­­bót­­ar­greiðslum hins vegar hætt. Þá hafði rík­­is­­sjóð­­ur, frá árinu 1999, alls greitt 90,5 millj­­arða króna inn á útistand­andi skuld sína við B-deild LSR og LH. Í lok árs 2014 var sú fjár­­hæð, upp­­­færð með ávöxtun sjóð­anna, orðin 231,8 millj­­arðar króna. Því er ljóst að greiðsl­­urnar skiptu veru­­legu máli. Ef ekki hefði komið til þess­­ara greiðslna væru sjóð­irnir tómir og allar greiðslur féllu nú þegar á rík­­is­­sjóð.

509 millj­arða hít

Sam­tals voru skuld­bind­ingar umfram eignir hjá B-deild LSR og LH 509 millj­­arðar króna um síð­ustu ára­mót. Allir fjár­­munir sjóð­anna munu verða upp­­­urnir árið 2030 og eftir það falla greiðslur til sjóð­fé­laga beint á rík­­is­­sjóð. Til við­bótar er heild­ar­staða A-deildar LSR einnig nei­kvæð þótt staða hennar hafi ekki versnað á síð­ustu árum. Greiðslur vegna þeirra ófjár­mögn­uðu skuld­bind­inga falla líka að óbreyttu á rík­is­sjóð.

Í áliti meiri­hlut­ans, sem sam­anstendur af stjórn­ar­þing­mönnum fjár­laga­nefnd­ar, segir að lítil umfjöllun sé um líf­eyr­is­skuld­bind­ingar rík­is­sjóðs í fjár­mála­á­ætl­un­inni. Getið sé um áform um að hefja að nýju inn­borg­anir til LSR, sem hefur ekki verið gert frá því fyrir banka­hrun. Það sé bráð­nauð­syn­legt enda hafi skuld­bind­ingar umfram eignir B-deildar sjóðs­ins auk­ist um 166 millj­arða króna frá árinu 2008 og standi nú í 509 millj­örðum króna. „Það er nálægt 50% hækkun á sama tíma og vísi­tala neyslu­verðs hefur hækkað um 40%. [...]­Meiri hlut­inn leggur til að í næsta fjár­laga­frum­varpi verði að finna grein­ar­gott yfir­lit um stöðu þess­ara mála og að fram­vegis verði líf­eyr­is­skuld­bind­ingar hluti af ramma hvers mál­efna­sviðs. Áætl­ana­gerð verði bætt þannig að auð­veld­ara verði að bregð­ast við aðstæðum og nýta þarf jákvæða stöðu rík­is­fjár­mála til þess að auka inn­borg­anir vegna B-deild­ar­innar þannig að þær verði a.m.k. 10 millj­arðar kr. árlega. Það er nauð­syn­legt til þess að draga úr því höggi sem rík­is­sjóður verður fyrir árið 2030 þegar sjóður deild­ar­innar tæm­ist og rík­is­sjóður þarf þá að fjár­magna sjóð­inn með 13 millj­arða kr. árlegum greiðslum vegna bak- ábyrgðar til að byrja með, til við­bótar öðrum 13 millj­örðum kr. vegna líf­eyr­is­hækk­ana eft­ir­launa­þega.“

Ríkið sleppur við greiðslur og fær skatt­­tekjur á móti

Þegar verið er að meta skuld­bind­ingar rík­­is­­sjóðs vegna opin­berra starfs­­manna verður að hafa í huga að ríkið „slepp­­ur“ við að greiða líf­eyr­is­­sjóðs­greiðslur úr almanna­­trygg­inga­­kerf­inu með því að borga þessar skuldir og hefur auk þess nokkuð háar skatt­­tekjur af líf­eyr­is­greiðsl­­um.

Stjórn LSR fékk í fyrra­vor Bene­dikt Jóhann­es­­son trygg­inga­­stærð­fræð­ing til að meta þetta sam­­spil. Nið­­ur­­staða hans er sú að ríkið spari sér umtals­verðar fjár­hæð­ir, á annað hund­rað millj­arða króna, í líf­eyr­is­greiðslur og fái auk þess á þriðja hund­rað millj­­arða króna í skatt­­tekjur þegar það er búið að greiða upp skuld­ina.

Þá stendur samt sem áður eftir baká­­byrgð rík­­is­­sjóðs. Þ.e. bein­harðir pen­ingar sem þarf að greiða í skulda­hít­ina og fást ekki aftur með sparn­aði í almanna­­trygg­inga­­kerf­inu eða með skatt­greiðsl­­um. Á rík­­is­­stjórn­­­ar­fund­i í ágúst 2015 kom fram að þessi upp­­hæð er áætl­­uð, fyrir B-deild LSR og LH sam­an, 104,8 millj­­arðar króna. Hún hefur hækkað síð­an. Inn á þessa skuld þarf að hefja greiðsl­­ur, ann­­ars sitja fram­­tíð­­ar­kyn­­slóðir uppi með tug millj­arða króna kostnað á ári frá 2030.

Bjarni sagð­ist ætla að byrja að borga en hætti við

Ljóst er að málið hefur verið á borði rík­is­stjórn­ar­innar í nokkuð langan tíma. Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, var mjög afdrátt­­ar­­laus í við­tali við Morg­un­­blaðið þann 11. mars 2015. Fyr­ir­­sögn for­­síð­u­fréttar blaðs­ins, sem vís­aði í við­talið, var „Fyr­ir­fram­greiða líf­eyr­inn“. 

For­síða Morg­un­blaðs­ins 11. mars 2015. Í for­síðu­frétt­inni er haft eftir Bjarna Bene­dikts­syni að greiðslur inn á ófjár­magn­aðar skuld­bind­ingar opin­berra líf­eyr­is­sjóða muni hefj­ast árið 2016.Í við­tal­inu sagði Bjarni að rík­­is­­sjóður myndi árið 2016 byrja að greiða inn á upp­­safn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar opin­berra starfs­­manna í fyrsta sinn frá efna­hags­hruni. Jafn­­framt væri áformað að gera það árlega á næstu árum og að bætt staða rík­­is­­sjóðs gerði þetta mög­u­­legt. „Verði þetta ekki gert mun falla á rík­­is­­sjóð árleg gjald­­færsla upp á um 20 millj­­arða eftir tíu ár. Með þess­­ari greiðslu og frek­­ari greiðslum á næstu árum er ætl­­unin að forða þessu og ýta því lengra inn í fram­­tíð­ina,“ sagði Bjarni.

Það vakti því athygli þegar þessi greiðsla inn á baká­­byrgð­ina var ekki  sýn­i­­leg í síð­ustu fjár­­lögum rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar. Kjarn­inn beindi fyr­ir­­spurn til fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is­ins og spurði hvort það væri réttur skiln­ingur að ekki væri gert ráð fyrir greiðslum inn á skuld­bind­ingar rík­­is­­sjóðs vegna B-deildar LSR og LH í fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2016. Í svari ráðu­­neyt­is­ins sagði að svo væri.

Vantar 57 millj­arða í A-deild­ina

Þetta er ekki eina málið sem snýr að opin­bera líf­eyr­is­­sjóða­­kerf­inu sem þarf að taka á í nán­­ustu fram­­tíð. Það þarf einnig að grípa til aðgerða gagn­vart A-deild LSR. Heild­­ar­­staða hans, að teknu til­­liti til fram­­tíð­­ar­ið­gjalda og skuld­bind­inga vegna þeirra, var nei­­kvæð um 57,2 millj­­arða króna, eða um 8,8 pró­­sent af heild­­ar­­eign hans, um síð­ustu ára­mót. Í gildi er bráða­birgð­­ar­á­­kvæði sem heim­ilar sjóðnum að virði eigna hans megi vera allt að 15 pró­­sent minna virði en fram­­tíð­­ar­skuld­bind­ingar hans.

Þetta bráða­birgða­á­­kvæði, sem sett var í kjöl­far hruns­ins, fellur úr gildi á þessu ári, nánar til­tekið fyrir 1. októ­ber næst­kom­andi. Þá verður mun­­ur­inn að vera innan fimm pró­­senta. Í árs­skýrslu LSR seg­ir: „Stjórn sjóðs­ins hefur tekið til skoð­unar mögu­legar leiðir til að bregð­ast við nei­kvæðri trygg­inga­fræði­legri stöðu A-deild­ar.“

Til að ná þessu marki er stjórn LSR skylt, sam­­kvæmt lög­­um, að hækka iðgjald launa­greið­enda, sem er íslenska rík­ið. Auk þess hefur verið unnið að til­lögum um að hækka almennan eft­ir­launa­aldur úr 67 árum í 70 ár til að laga stöðu líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins í ljósi þess að Íslend­ingar eru að eld­ast hratt og lifa nú mun lengur en áður. Sam­kvæmt þeim til­lögum er gert ráð fyrir að hækk­unin standi yfir í 24 ár áður en að hún taki að fullu gildi.

Þetta telur meiri­hluti fjár­laga­nefndar vera allt of langan tíma og vill flýta hækk­un­ar­ferl­inu. Í áliti hans segir að „þetta sé allt of langur tími og full ástæða sé til að ná þess­ari óhjá­kvæmi­legu og nauð­syn­legu breyt­ingu á mun skemmri tíma.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None