Þurfa að borga fyrir að losna við hlut sinn í Klakka

Hluthafar sem eiga lítinn hlut í Klakka, áður Exista, þurfa að greiða bandarísku fyrirtæki 2.000 evrur í umsýslugjald fyrir að framselja hluti sína í félaginu. Taki þeir fyrirliggjandi yfirtökutilboði munu þeir þurfa að borga með sölunni.

viðskipti
Auglýsing

Smærri hlut­hafar Klakka (áð­ur Exista), sem eiga hlut sem er verð­met­inn á undir 2.000 evr­ur, munu skulda banda­ríska fyr­ir­tæk­inu Wilm­ington Trust fé ef þeir ganga að yfir­tökutil­boði vog­un­ar­sjóðs­ins Burlington Loan Mana­gement í hluti þeirra. Ástæðan er sú að Wilm­ington Trust, sem sér um umsýslu á kröfum og hluta­bréfum fyrir Klakka, rukkar 2000 evr­ur, um 248 þús­und krón­ur, í umsýslu­gjald fyrir að sjá um fram­sal á eign­ar­hlut­un­um. Magn­ús Schev­ing Thor­steins­son, for­stjóri Klakka, stað­festi í sam­tali við Kjarn­ann að umsýslu­gjaldið væri ófrá­víkj­an­legt og það yrðu allir að greiða sem tækju yfir­tökutil­boð­inu. Um er að ræða upp­hæð sem ákveðin var árið 2010 og hafi hald­ist óbreytt síð­an.

For­svars­maður eins lít­ils hlut­hafa, sem hafði sam­band við Kjarn­ann, sagði að sá myndi vera í um 160 þús­und króna skuld við Wilm­ington Trust ef hann myndi taka yfir­tökutil­boði Burlington Loan Mana­gement í hlut hans í Klakka. Fjöl­margir aðrir litlir hlut­hafar eru í sömu stöðu.

Klakki er móð­­­ur­­­fé­lag fjár­­­­­mögn­un­­­ar­­­fyr­ir­tæk­is­ins Lýs­ing­­­ar, sem sér­­­hæfir sig í að fjár­­­­­magna atvinn­u­tæki, atvinn­u­hús­næði og bif­­­reiðar fyrir fyr­ir­tæki og ein­stak­l­inga.

Auglýsing

Burlington einn stærsti kröfu­hafi Íslands

Burlington Loan Mana­gement, sem er fjár­magn­aður og stýrt af ­banda­ríska sjóðs­­­stýr­ing­­­ar­­­fyr­ir­tæk­inu Dav­id­son Kempner, hefur verið stærsti erlendi kröf­u­hafi íslensks atvinn­u­lífs á eft­ir­hrunsár­un­­um. Á árinu 2013 jók sjóð­­­ur­inn til að mynda eignir sínar á Íslandi um 70 pró­­­sent og í lok þess árs voru 18 pró­­­sent af fjár­­­­­fest­inga­­­eignum hans á Íslandi. Í lok árs 2014 voru íslensku eign­­­irnar tíu pró­­­sent af fjár­fest­inga­eignum hans, en sjóð­­­ur­inn jók mjög umsvif sín á því ári.

Stærsta ein­staka eign hans lengi vel voru kröfur í þrotabú Glitn­is, en Burlington var einn stærsti kröf­u­hafi bús­ins. Nafn­virði krafna Burlington í bú bank­ans var að minnsta kosti vel á þriðja hund­rað millj­­­arð krónaBurlington fékk rúm­­­lega 30 pró­­­sent af nafn­virði þeirra krafna í kjöl­far þess nauða­­­samn­ingur Glitnis var stað­­­festur af dóm­stólum í des­em­ber 2015.

Sjóð­­­ur­inn var einnig einn stærsti kröf­u­hafi slita­bús Kaup­­­þings. Í nóv­­­em­ber 2012 átti hann kröfur í búið að nafn­virði 109 millj­­­arðar króna. Til við­­­bótar hef­ur Burlington átt fullt af öðrum eignum hér­­­­­lend­­­is. Sjóð­­­ur­inn átti umtals­verðar kröfu í bú Lands­­­bank­ans og er á meðal eig­anda ALMC (áður Straumur fjár­­­­­fest­inga­­­banki).

Þá hefur sjóð­­ur­inn átt hlut í Klakka um nokk­­urt skeið. Mikla athygli vakti þegar hann keypti 26 millj­­­arða króna skuldir Lýs­ing­ar, helstu eignar Klakka, skömmu fyrir ára­­­mót 2013.

Keypti hlut rikis­ins á hálfan millj­arð

Í upp­hafi árs var hlutur sjóðs­ins í Klakka 13,2 pró­sent. Í jan­úar keypti hann 31,8 pró­­­sent hlut Arion banka í félag­inu. Kaupin voru gerð í nafni BLM Fjár­­­­­fest­inga ehf., íslensks dótt­­­ur­­­fé­lags Burlington. Nýverið keypti Burlington svo hlut eign­­ar­halds­­­fé­lags utan um eft­ir­stand­andi eign­ir slita­bús Glitnis og átti eftir það 57 pró­sent hlut. Sam­þykktir Klakka eru þannig að ef ein­hver fer yfir 50 pró­sent eign­ar­hlut í félag­inu þá þarf hann að gera öðrum hlut­höfum yfir­tökutil­boð. Á meðal þeirra sem fengu slíkt til­boð var Lind­ar­hvoll, eign­ar­halds­fé­lag í íslenska rík­is­ins sem heldur á stöð­ug­leika­eignum sem það fékk afhent sam­kvæmt sam­komu­lagi um slit gömlu bank­anna. Stjórn Lind­ar­hvols hefur þegar sam­þykkt að selja hlut sinn, 17,7 pró­sent, til Burlington.

Á meðal ann­arra eig­enda eru félög í eigu bræðr­anna Ágúst­ar og Lýðs Guð­­munds­­sona, sem oft­­ast eru kenndir við Bakka­vör.  Fé­lög­in BBR ehf. og Rask ehf., sem eru í eigu Bakka­vara­bræðra, áttu sam­tals tæp­­lega þrjú pró­­sent hlut í Klakka í árs­­lok 2015 sam­­kvæmt hlut­haf­a­lista í árs­­reikn­ingi. Bræð­urn­ir, sem voru stærstu eig­end­ur Exista fyrir hrun, reyndu sjálfir að eign­ast stóran hlut í Klakka í þeirri lotu sem nú stendur yfir og buðu m.a. 501 milljón króna í hlut rík­is­ins. Það dugði þó ekki til því að Burlington bauð 505 millj­ónir króna og hreppti hlut­inn. Eftir við­skiptin átti Burlington 75 pró­sent hlut í Klakka.

Magir litlir hlut­hafar

Þótt að nokkrir stórir aðilar hafi átt bróð­ur­part hluta­fjár í Klakka eftir að félagið lauk nauða­samn­ings­ferli þá áttu líka margir minni aðilar hlut. Alls voru hlut­hafar í Klakka 178 tals­ins um síð­ustu ára­mót. Þar á meðal ein­stak­lingar sem áttu skulda­bréf útgefin af Existu fyrir hrun sem feng­ust aldrei greidd. Þeir fengu þess í stað hluta­bréf og skulda­bréf í Klakka. Allir þessir aðilar fengu einnig yfir­tökutil­boð frá Burlington sem rann út í gær.

Í bréfi þar sem til­boðið er sett fram, og Kjarn­inn hefur undir hönd­um, er sér­stak­lega vakin athygli á því að þeir sem sam­þykki til­boð Burlington um sölu á hlutum þeirra í félag­inu þurfi að greið­ast 2.000 evr­ur, um 248 þús­und krón­ur, í umsýslu­kostnað vegna fram­sals hlut­anna. Þar segir einnig að sá kostn­aður verði dregin frá kaup­verð­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None