Færri Íslendingar telja innflytjendur vera ógn en áður

Hlutfall þeirra Íslendinga sem telja innflytjendur vera ógn við þjóðareinkenni okkar hefur helmingast á tæpum áratug. Kjósendur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks telja ógnina meiri en kjósendur annarra flokka.

ruv-31_15377256743_o.jpg
Auglýsing

Útlend­ingum hefur fjölgað mikið á Íslandi á und­an­förnum árum. Um síð­ustu ára­mót voru þeir 10,6 pró­sent mann­fjöld­ans og 12,4 pró­sent þeirra sem töldu fram skatt hér­lendis á árinu 2016 voru erlendir rík­is­borg­ar­ar. Þeir hafa aldrei verið fleiri og þeim fjölgar ár frá ári.

Í nýj­ustu Tíund, tíma­riti rík­is­skatt­stjóra, kemur fram að ef erlendum rík­is­borg­ur­unum sem borga skatta á Íslandi heldur áfram að fjölga á sama hraða og þeim gerði á árinu 2016 verða þeir orðnir fleiri en Íslend­ingar eftir átta ár.

Það eru þó ekki bara þeir sem koma hingað til lands til að vinna sem hefur fjölgað hér­lend­is. Kvótaflótta­menn, sem Íslend­ingar hafa verið að taka við frá árinu 1956, eru orðnir sam­tals 645 tals­ins og búið er að ákveða að taka við 50 til við­bótar á næsta ári. Þá eru ótaldir hæl­is­leit­end­urnir en þeim fjölgar ár frá ári. Í fyrra sóttu 1.130 manns um vernd hér­lendis og búist er við því að þeir verði um 1.300 í ár, sam­kvæmt nýjum tölum frá Útlend­inga­stofn­un. Tæp­lega níu af hverjum tíu sem sækja hér um hæli fá það hins vegar ekki.

Auglýsing

Ýmsir stjórn­mála­menn hafa valið að not­færa sér þessa breyt­ingu til að ala á hræðslu og nota fjölgun útlend­inga á Íslandi til að tefla hópum sam­an. Þannig er kostn­aður vegna t.d. mót­töku hæl­is­leit­enda og flótta­manna not­aður sem ástæða fyrir því að aðrir við­kvæmir hópar hafi það ekki betra. 

Fyrir um ára­tug átti sé stað sam­bæri­leg umræða á vett­vangi stjórn­mál­anna en þá var verið að hnýta í útlend­inga sem komu hingað til lands til að vinna, og þeir sagðir hafa atvinnu af Íslend­ingum eða verða þess vald­andi að lækka laun þeirra. Þá var einnig talað um, í pontu Alþing­is, að nauð­syn­legt væri að „verja íslensk gildi og menn­ing­ar­arf og tak­marka inn­flutn­ing fólks við félags­lega og fjár­hags­lega getu þjóð­ar­innar til að halda uppi því vel­ferð­ar­kerfi sem hefur verið byggt upp af miklum dugn­aði und­an­farna ára­tugi þótt alltaf megi gera bet­ur. Yfir­völd í okkar litla landi verða að hafa stjórn á því hverjir og hvað margir inn­flytj­endur koma til lands­ins. Öllum sem sækja hér um dval­ar­leyfi ber að skuld­binda sig til að hlíta íslenskum lögum og stjórn­ar­skrá og nema íslensku.“

Ein­ungis 17,8 pró­sent telja inn­flytj­endur vera ógn

Sökum þess að sumir stjórn­mála­menn, og jafn­vel heilir stjórn­mála­flokkar á borð við Íslensku þjóð­fylk­ing­una, hafa gert stórt vanda­mál úr inn­flytj­end­um, flótta­mönnum eða hæl­is­leit­endum árum saman að útlend­inga­andúð hér­lendis væri að aukast. En svo virð­ist alls ekki vera. Þvert á móti.

Hulda Þór­is­dótt­ir, lektor í stjórn­mála­fræði við Háskóla Íslands og sál­fræð­ing­ur, hélt fyr­ir­lestur á mál­þingi Sið­menntar sem hét „Hættan af þjóð­ern­is­hyggju“ og var haldið 14. októ­ber síð­ast­lið­inn. Þar fór hún meðal ann­ars yfir nið­ur­stöður úr Íslenska kosn­inga­rann­sókn­inni  sem var fyrst fram­kvæmd í kjöl­far kosn­inga til Alþingis árið 1983 og hefur verið end­ur­tekin eftir hverjar Alþing­is­kosn­ingar síðan þá. Síð­asta rann­sókn var því fram­kvæmd í fyrra­haust.

Ein þeirra spurn­inga sem spurt hefur verið í rann­sókn­inni síð­ast­lið­inn ára­tug er hvort að inn­flytj­endur séu alvar­leg ógn við þjóð­ar­ein­kenni okk­ar.

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum kosn­inga­rann­sókn­ar­innar töldu 34,6 pró­sent Íslend­inga að inn­flytj­endur væru alvar­leg ógn við þjóð­ar­ein­kenni okkar árið 2007. Síðan þá hefur hlut­fall þjóð­ar­innar sem það heldur farið hratt lækk­andi.

Árið 2009 sögð­ust 25 pró­sent hennar vera annað hvort alveg eða frekar sam­mála því að inn­flytj­endur væru ógn við íslensk þjóð­ar­ein­kenni. Fjórum árum síðar var hlut­fallið komið niður í 20,2 pró­sent og í fyrra voru 17,8 pró­sent sam­mála því að inn­flytj­endur væru alvar­leg ógn við þjóð­ar­ein­kenni okk­ar. Á tíma­bil­inu hefur hlut­fall þeirra sem telja inn­flytj­endur ekki skipta máli í þessu sam­hengi auk­ist úr tveimur pró­sentum í sex pró­sent.

Það þýðir að árið 2016 voru 76,2 pró­sent Íslend­inga þeirrar skoð­unar að inn­flytj­endur ógni ekki þjóð­ar­ein­kennum okkar alvar­lega.

Sjálf­stæð­is­menn lík­leg­astir til að telja inn­flytj­endur ógn

Það hversu alvar­leg ógn við þjóð­ar­ein­kenni okkar kjós­endur telja inn­flytj­endur vera er mælt á skal­anum 1-5. Því hærri sem talan er því meiri ógn telja kjós­endur til­tek­inna flokka að inn­flytj­endur séu. Hér að neðan má sjá hvernig sú afstaða rað­ast niður á lands­menn eftir því hvaða flokka þeir kjósa.



Flokkur 2007 2009 2013 2016
Sam­fylk­ing 2,31 1,92 1,64 1,71
Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 2,38 2,28 2,41 2,37
Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn 2,62 2,56 2,32 2,48
Vinstri græn 1,93 1,95 1,69 1,43
Borg­ara­hreyf­ingin 1,90
Björt fram­tíð 1,56 1,34
Píratar 1,59 1,58
Frjáls­lyndi flokk­ur­inn 3,18 2,17 2,38
Dögun (T) 2,30
Við­reisn (C) 1,90



Þar kemur fram að kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru lík­leg­astir allra til að telja inn­flytj­endur ógna þjóð­ar­ein­kennum Íslend­inga í dag. Þannig var það árið 2007 og hlut­fall þeirra sem eru með þá skoðun hefur mjög lítið breyst þegar svör frá því í fyrra eru skoð­uð. Sömu sögu er að segja um kjós­endur Fram­sókn­ar­flokks­ins. Þeir eru næst lík­leg­astir til að vera með þá skoðun að ógn stafi af inn­flytj­endum og hlut­fall þeirra sem telja svo vera var nán­ast það sama í fyrra og það var árið 2007. Fyrir tíu árum var reyndar hræðslan við áhrif inn­flytj­enda hjá kjós­endum Frjáls­lynda flokks­ins, en hann er ekki lengur til og því engir kjós­endur hans í dag.

Árið 2007 höfðu kjós­endur Sam­fylk­ing­ar­innar og Fram­sókn­ar­flokks­ins svip­aða afstöðu til hvort að inn­flytj­endur væru alvar­leg ógn við þjóð­ar­ein­kenni okk­ar. Afstaða þeirra sem kjósa Sam­fylk­ing­una gagn­vart inn­flytj­endum hefur mild­ast umtals­vert síðan þá. Sömu sögu er að segja af kjós­endum Vinstri grænna, þar hefur hræðslan við áhrif inn­flytj­enda dreg­ist mikið sam­an. Raunar eru kjós­endur Vinstri grænna þeir sem mæl­ast næst minnst hræddir við áhrif inn­flytj­enda. Ein­ungis kjós­endur Bjartrar fram­tíðar sjá þá sem minni ógn. Þriðja minnsta hræðslan er síðan á meðal kjós­enda Pírata, þar á eftir koma áður­nefndir kjós­endur Sam­fylk­ingar og svo kjós­endur Við­reisn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar