Root

Kaninn kann þetta: Nýliðavalið í NFL 2018

Liðin í ameríska fótboltanum völdu sér nýja leikmenn um síðustu helgi. Mörgum liðum tókst vel til við að styrkja leikmannahóp sinn. Venju samkvæmt var nokkuð um dramatík og tveggja klúta sögur einstakra leikmanna. Kjarninn fór yfir valið, helstu hetjusögur og hitar upp fyrir komandi tímabil.

Árlega er haldið draft (ný­liða­val) í NFL deild­inni í amer­íska fót­bolt­an­um. Þar gefst liðum deild­ar­innar tæki­færi til að bæta nýjum hæfi­leik­a­ríkum leik­mönnum við liðs­heild sína.



Draft day er kannski ekki alveg á pari við Ofur­skál­ina eða Super­bowl í alþjóð­legum vin­sældum en samt sem áður afar vin­sæll hjá aðdá­endum íþrótt­ar­innar og kær­komin afþrey­ing meðan beðið er eftir að deildin hefj­ist að nýju að hausti.



NFL draftið hefur breyst í tím­anna rás, eftir því sem deildin hefur stækkað bæði að umfangi og vin­sæld­um. Nýjar reglur og við­mið eru iðu­lega tekin upp til að sjá til þess að valið sé sem sann­gjarn­ast og stuðli að heil­brigðri sam­keppni innan deild­ar­inn­ar.

Hvernig gengur þetta fyrir sig?

Hvert lið í deild­inni, alls 32 tals­ins, fá einn val­rétt í hverri umferð en umferð­irnar eru sjö í nýliða­val­inu. Liðið sem end­aði í neðsta sæti á síð­asta tíma­bili byrjar valið og þannig rað­ast þau þar til sig­ur­veg­ari Ofur­skálar­innar á síð­ata val­rétt.

Draftið er haldið að vori til á ári hverju, frá fimmtu­degi til laug­ar­dags. Aðeins ein umferð fer fram á fimmtu­dags­kvöldi og hefur hvert lið tíu mín­útur til að velja sinn leik­mann. Önnur og þriðja umferð fer fram á föstu­degi og umferðir fjögur til sjö á laug­ar­degi. Tím­inn sem liðin hafa til að velja sér leik­mann minnkar frá hverri umferð til þeirrar næstu. Fari liðin fram yfir tím­ann geta þau áfram valið sér leik­mann, en eiga það á hættu liðin á eftir því í röð­inni velji leik­mann sem þau hafa auga­stað á.

Liðin geta skipt á val­rétti sín á milli, allt eftir því hversu mikla þörf þeir hafa á nýjum og sterkum leik­mönn­um. Þó að lítið sjá­ist af samn­inga­við­ræðum milli lið­anna bak við tjöldin liggur fyrir að þessar örfáu mín­útur sem hvert lið hefur til umráða til að velja leik­menn­ina geta verið afar dramat­ískar, enda erfitt fyrir liðin að sjá fyrir hvaða leik­menn verða á lausu þegar kemur að þeim í röð­inni að velja.



Hvert lið er með full­trúa á staðnum þar sem valið fer fram sem er í stans­lausu sam­bandi við stjórn­endur lið­anna í höf­uð­stöðvum þeirra. Þegar stjórend­urnir hafa ákveðið hvað skal velja skrifa full­trú­arnir nafn­ið, leik­vall­ar­stöðu og skóla leik­manns­ins niður á blað og afhenda NFL starfs­manni val­ið. Um leið og starfs­mað­ur­inn fær blaðið í hend­urnar er valið orðið form­legt og klukkan fer að telja niður fyrir val næsta liðs. Strax í kjöl­farið eru aðrir látnir vita af val­inu sem að lokum og mjög fljót­lega eftir þetta er gert opin­bert af for­seta NFL deild­ar­inn­ar.

Hverjir eiga mögu­leika á því að vera draft­aðir eða vald­ir?

Til að eiga mögu­leika á því að kom­ast í hóp þeirra sem koma til greina í nýliða­val­inu þurfa leik­menn að hafa lokið grunn­skóla eða high school fyrir minnst þremur árum og upp­fylla akademísk og önnur skil­yrði, eins og til dæmis að hafa ekki þegið greiðslu fyrir íþrótta­iðkun sína.

Full­trúar deild­ar­innar kanna og stað­festa hvort leik­menn eigi séns á að koma til greina í val­inu, og skoðar þannig bak­grunn um það til 3.000 háskóla­leik­manna á ári hverju.

Valið er nokkuð ein­falt á að líta fyrir áhuga­menn. Að baki því eru þó ótrú­legar rann­sóknir lið­anna á getu nýlið­anna, umfangs­miklar próf­anir á kast­getu þeirra, styrk, snerpu og öllu því sem til þarf til að skara fram úr í NFL deild­inni. Að auki eru sér reglur um svo­kall­aða free agenta sem losna frá lið­un­um.

Vel heppnað val á einum ein­stökum leik­manni getur og hefur breytt stefnu liða bæði þegar kemur að árangri þeirra og vin­sæld­um. Liðin gera sitt besta til að meta leik­menn til fram­tíðar og hvaða val sem er getur orðið að næstu NFL stór­stjörnu. Ein­stak­lingur sem val­inn er í sjöttu umferð gæti allt eins orðið að næsta Tom Brady.

Valið í ár - dramat­ísku hápunkt­arnir

Roger Goodell forseti NFL. Mynd: EPANýliða­valið í ár fór fram á heima­velli Kúrek­anna frá Dallas á AT&T Stadium í Texas. For­seti NFL deild­ar­innar Roger Good­ell er ávallt kynnir og þrátt fyrir að það sé fastur liður eins og venju­lega að hlusta á alla áhorf­endur hvar sem í liði þeir standa í deild­inni sam­ein­ast í hatri á mann­in­um, þá venst það aldrei að fylgj­ast með múgæs­ingnum sem fer af stað þegar hann gengur á svið í nýliða­val­inu á ári hverju. Þús­undir aðdá­enda íþrótt­ar­innar og ein­stakra liða öskra og baula  á Good­ell, sem er sam­tímis hatað­asti maður NFL íþrótt­ar­innar og sá valda­mesti.

Ár hvert eru ávallt nokkrum tugum leik­manna raðað á mis­mun­andi lista álits­gjafa og kunn­áttu­manna eftir getu, það er að segja þeir sem skora hæst í sínum stöðum og búist er við að verði þeir fyrstu til að vera vald­ir. Það á það til að vera bæði ein­stak­lega dramat­ískt og pín­legt þegar leik­menn sem búist er við að fari fljótt sitja eftir án liðs í gegnum val eftir val.

Oft­ast eru leik­menn­irnir við­staddir og fá afhenta treyju síns liðs um leið og þeir eru vald­ir. Stuðn­ings­menn hvers liðs fjöl­menna alltaf, sér­stak­lega á fimmtu­dags­kvöld­inu og því er mikið um dýrðir og lófa­klapp þegar bestu leik­menn­irnir eru valdir hver á fætur öðr­um.

En sumt er merki­legra í draft­inu en annað fyrir ýmsar sak­ir.

Ryan Shazi­er: Don't call it a comeback!

Stærsta stund nýliða­vals­ins í ár var hreint ekki neinn þeirra ekki nýliða­val heldur ein­fald­lega einn þeirra ein­stak­linga sem kom upp á svið í val­inu.

Ryan Shazi­er, leik­maður Pitts­burg Steel­ers, slas­að­ist eft­ir­minni­lega illa í leik liðs­ins gegn Cincinnati Bengals í des­em­ber síð­ast­liðn­um. Svo virt­ist sem Shazier gæti ekki hreyft fæt­urnar eftir tæk­lingu og var færður strax á spít­ala. Leik­mað­ur­inn hafði hlotið áverka á mænu og lam­ast fyrir neðan mitti. Hann gekkst síðar undir aðgerðir og hefur verið á bata­vegi en mun ekki spila á þess­ari leik­tíð.



Shazier mætti hins vegar gang­andi upp á svið í fyrstu umferð til að kynna val sinna manna í Steel­ers. Hann fór ekki hratt yfir né var hann stöð­ugur en gekk þó ákveðnum skrefum að með unn­ustu sína sér til halds og trausts að púlt­inu. Aðeins fjórum mán­uðum eftir meiðsli sem orsök­uðu mænu­skaða, krefj­andi aðgerðir sem end­uðu í hjóla­stól stóð Shazier uppi á sviði og kynnti þann leik­mann sem fyrstur bætt­ist við lið Pitts­burg Steel­ers,  varn­ar­mað­ur­inn Terrell Edmunds. Áhorf­end­ur, eðli máls­ins sam­kvæmt, fögn­uðu honum ákaft og ekki var þurrt auga í saln­um. Þeir eru ekki margir sem hafa trú á því að Shazier spili nokkurn tím­ann framar en hann seg­ist stefna ótrauður á end­ur­komu.



Shaquem Griffin: Hetju­sagan

Seattle Sea­hawks völdu í fimmtu umferð tví­bu­r­ann og varn­ar­mann­inn Shaquem Griffin, sem ekki væri í frá­sögur fær­andi nema fyrir þær sakir að Shaquem er ein­hent­ur.



Shaquem missti vinstri hönd­ina þegar hann var fjög­urra ára gam­all. Í móð­ur­kviði flækt­ist vefur um hönd­ina sem gerði það að verkum að blóð­flæðið skert­ist. Fyrstu ár ævi hans ein­kennd­ust af gríð­ar­legum sárs­auka, sem meðal ann­ars urðu til þess að barn­ungur Griffin ætl­aði að skera af sér hönd­ina til að lina þján­ing­arn­ar. Fjög­urra ára fékk hann nóg og var höndin fjar­lægð af skurð­lækn­um.

Sea­hawks hafði nælt sér í bróður hans, Shaquill, í þriðju umferð í nýliða­val­inu í fyrra. Tví­bura­bræð­urnir spil­uðu saman á skóla­styrk fyrir UCF háskól­ann í Flór­ída og gengu til liðs við skól­ann á þeim for­sendum að þeir vildu vera saman í liði.  Tíma­bilið í fyrra, eftir að Shaquill hafði verið draft­aður í nýliða­val­inu en ekki Shaquem var því það fyrsta sem þeir eyddu ekki saman á vell­in­um. Shaquem fór aftur til UCF og kláraði skóla­árið með háskóla­lið­inu án taps á leik­tíð­inni. Í pruf­unum sem NFL heldur fyrir nýlið­ana fyrir draft­ið, þar sem þeir sýna hvað í þeim býr með sprett­um, lyft­ing­um, köstum og öðru sem til þarf í sport­ið, sýndi Shaquem sínar bestu hliðar og vakti feiknar mikla athygli.

Shaquem hafði eytt bæði föstu­dags og laug­ar­dags­kvöld­inu í nýliða­val­inu á vall­ar­svæð­inu þar sem valið fór fram, gang­andi um á rauða tepp­inu og horf­andi á yfir 100 leik­menn verða fyrir val­inu hjá mis­mund­andi lið­um, án þess að heyra eigið nafn lesið upp. Fjöl­skyldan ákvað því á síð­asta degi vals­ins að eyða kvöld­inu heima á hót­eli.

Ég get ekki andað!

Sím­talið kom rétt eftir hádegi á laug­ar­dag. Seattle Sea­hawks, lið bróður hans, höfðu valið hann í fimmtu umferð, 141 val þessa drafts. Einu svörin sem Shaquem gat gefið verð­andi þjálf­ara sínum og og fram­kvæmda­stjóra Sea­hawks voru: „Ég get ekki and­að!“



David Akers og Vince Young: Höfum gaman að þessu

David Akers er ekki nýliði sem var val­inn um síð­ustu helgi. Hann er fyrr­ver­andi spark­ari hjá Phila­delphia Eag­les (sem unnu deild­ina í vor fyrir þá sem voru búnir að gleyma því, sem eru lík­leg­ast flest­ir) og tók að sér að kynna val liðs­ins í annarri umferð. Svona líka.

Akers nýtti tím­ann uppi á sviði í Dallas vel og náði öllum að óvörum að verða óvin­sælli og upp­skera meira baul og öskur frá Texas­búum heldur en Roger Good­ell.

Hey Dallas, síðast þegar þið komust í Ofurskálina voru þessir nýliðar ekki einu sinni fæddir!

„What’s up Dalla­s?,“ öskr­aði Akers og sagð­ist hafa heyrt í Dallas­búum í Phila­delp­hiu í fyrra og taldi upp hvaða titla Eag­les hefði unnið á síð­asta tíma­bili. Hann tók svo til við að sá salti í sár­in. „Hey Dallas, síð­ast þegar þið komust í Ofur­skál­ina voru þessir nýliðar ekki einu sinni fædd­ir!“

Akers kynnti síðan val sinna manna í Eag­les sem völdu sókn­ar­mann­inn Dallas Goedert og gekk svo af svið­inu eftir að ljúka atriði sínu með góðu „Go Birds“!

Vince Young stal einnig sen­unni uppi á sviði, en það með nokkuð öðrum hætti en David Akers.

Young var gert að til­kynna val síns liðs, Tenn­essee Titans, í annarri umferð en liðið valdi varn­ar­mann­inn Harold Land­ry. Young var í meiri­háttar vand­ræðum með að bera fram hið ein­falda nafn Harold sem kom út eins og Honor eða Arnold. Twitter lét sitt ekki eftir liggja og hafði væg­ast sagt gaman að.



Hverjir unnu nýliða­val­ið?

Flestir sér­fræð­ingar virð­ast vera á einu máli um að Den­ver Broncos hafi komið mjög vel undan nýliða­val­inu. Mörg lið vant­aði leik­stjórn­anda sem gerði það að verkum að sá leik­maður sem tal­inn var bestur þeirra sem voru í boði, varn­ar­mað­ur­inn Bradley Chubb, stóð þeim til boða í fimmta vali í fyrstu umferð. Broncos náðu að bæta við sig nokkrum fleiri góðum leik­mönnum síðar í val­inu, sem nokkrir eiga mögu­leika á byrj­un­ar­liðs­sætum í vet­ur. Stjórn­endur Den­ver geta hið minnsta verið nokkuð sáttir við helg­ina.

Tampa Bay Buccaneers gerðu ef til vill engar glor­íur en það er ljóst eftir valið að varn­ar­lína liðs­ins verður ofboðs­lega erfið að eiga við fyrir and­stæð­inga þeirra í NFC deild­inni. Hinn lit­ríki stærð­ar­innar varn­ar­maður Vita Vea (Tevita Tuli’aki’ono Tulpu­lotu Mosese Va’hae Fehoko Faletau Vea), ásamt tveimur öðrum minni spá­mönnum í vörn­ina, ætti að styrkja nú þegar feiknar sterka vörn liðs­ins. Hvort það verði nóg skal ósagt lát­ið.

Lið New York Giants hefur einnig verið nefnt sem lið sem gerði vel um helg­ina. Liðið átti annan val­rétt í fyrstu umferð og nældi sér þar í sókn­ar­mann­inn Saquon Barkley og að auki Will Hern­andez en báðir voru þeir taldir meðal þeirra 15 bestu sem í boði voru. Báðir ættu að geta orðið byrj­un­ar­liðs­menn strax. Leik­menn­irnir bæt­ast í sókn­ar­línu sem inni­heldur nú þegar Odell Beck­ham, Sterl­ing Shepard og Evan Engram, auk leik­stjórn­and­ans Eli Mann­ing, verður erfið fyrir hvaða vörn sem er að takast á við.

Alls voru fimm leik­stjórendur í val­inu teknir í fyrstu umferð. Af fyrstu tíu nýlið­unum sem voru valdir voru fjórir leik­stjórn­end­ur. Cleveland Browns tóku Baker Mayfi­eld frá Okla­homa í fyrsta vali fyrstu umferð­ar­inn­ar. New York Giants tóku eins og áður sagði Saquon Barkley en í þriðja vali tóku grannar þeirra í New York Jets leik­stjórn­and­ann Sam Darnold og Cleveland bættu við sig bak­verð­inum Denzel Ward í fjórða vali. Leik­stjórn­and­inn Lamar Jackson var síðan val­inn af Baltimore Raven í síð­asta vali fyrstu umferð­ar.

Svo langt í að þetta byrji!

Áður en við vitum af verður grill- og ferða­sum­arið búið, börnin byrjuð aftur í skól­an­um, trampólínið komið í bíl­skúr­inn, brjál­æðið um versl­un­ar­manna­helg­ina og á menn­ing­arnótt bless­un­ar­lega liðið hjá og rútínan hafin að nýju.

Þá verður loks­ins hægt að setj­ast niður á nota­legu haust­kvöldi, reyndar nótt á okkar tíma, opna Budlight, leyfa sér osta­snakk eftir mið­nætti án sam­visku­bits og horfa á upp­haf­s­leik næsta tíma­bils þann 7. sept­em­ber milli ríkj­andi meist­ara Phila­delphia Eag­les og Atl­anta Falcons í Phila­delphia í þess­ari íþrótt allra íþrótta.

Þangað til er hægt að fylgj­ast með æfinga­leikjum lið­anna á und­ir­bún­ings­tíma­bil­inu en þeir leikir hefj­ast í byrjun ágúst.

Ef það er ekki nóg má benda á að þegar hefur verið opnað fyrir deil­ar­skrán­ingar í Fanta­sy!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar