Mynd: 123rf.com Inngrip domino 123rf.com
Mynd: 123rf.com

Gripið inn í

Seðlabanki Íslands hefur að undanförnu ítrekað gripið inn í viðskipti á gjaldeyrismarkaði með það að markmiði að vinna á móti veikingu krónunnar. Miklar sveiflur hafa einkennt gengi krónunnar undanfarna mánuði. Hvað veldur? Hvers er að vænta? Hinn endanlegi lokahnykkur á endurskipulagningunni í kjölfar hrunsins er framundan.

Hinn 14. des­em­ber var lagt fram frum­varp á Alþingi, sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra mælti fyr­ir. Þegar það er orðið að lög­um, sem hefur ekki gerst enn, þá munu eig­endur aflandskróna geta farið með fjár­muni úr landi.

Segja má að þetta sé loka­hnykk­ur­inn í þeirri for­dæma­lausu fjár­hags­legu end­ur­skipu­lagn­ingu sem Ísland hefur farið í gegnum frá því að neyð­ar­lögum var beitt í októ­ber 2008 og fjár­ma­gagns­höftum komið á mán­uði síð­ar.

Frelsi aflandskróna

Aflandskrón­ur, það er kvikar krónu­eignir í eigu erlendrar fjár­festa, eru nú rúm­lega 80 millj­arðar króna en á und­an­förnum árum hefur með mark­vissum hætti verið unnið að því að minnka þessa kviku krónu­eign. Már Guð­munds­son, seðla­banka­stjóri, lét hafa eftir sér í des­em­ber síð­ast­liðn­um, þegar frum­varpið var kynnt, að brátt yrði aflandskrónu­vand­inn úr sög­unni og það væri stórt og mikið skref.

Svo virð­ist sem þessi tíma­mót hafi hreyft við erlendum fjár­festum sem hafa verið nokkuð umsvifa­miklir hér á landi í við­skipt­um. Þeir hafa verið að selja eignir á Íslandi og fara með þær úr landi, sem hefur sett þrýst­ing á krón­una til veik­ing­ar. Seðla­bank­inn hefur brugð­ist við þessu með inn­gripum í við­skipti, þar sem hann hefur keypt gjald­eyri og þannig unnið á móti veik­ingu krón­unn­ar. Fjóra við­skipta­daga í röð - föstu­dag­inn fyrir viku, mánu­dag­inn 8. jan­ú­ar, þriðju­dag­inn 9. jan­úar og mið­viku­dag­inn 10. jan­úar greip hann að minnsta kosti sjö sinnum inn í við­skipti, þar af þrí­vegis á þriðju­dag­inn og í það minnsta tví­vegis á mið­viku­dag. Sam­an­lagt hafa við­skipti seðla­bank­ans verið upp á rúm­lega fjóra millj­arða króna.

Inn­grip vekja undrun

Við­mæl­endur Kjarn­ans sögðu þetta óvenju­lega tíð inn­grip, og svo virt­ist sem ákveðið stefnu­leysi réði ríkj­um, hvað þetta varð­aði. Már hefur sjálfur nefnt, að inn­gripa­stefnu bank­ans þurfi að skýra bet­ur, og það sé vinna sem sé í gangi. Inn­gripin á gjald­eyr­is­mark­aði eru öðru fremur til að koma meiri stöð­ug­leika á mark­að­inn og draga úr óeðli­legum sveifl­um. Inn­gripin virð­ast einnig skýr­ast af því, að það sé mat bank­ans að und­ir­liggj­andi stærðir í hag­kerf­inu bendi til þess að krónan hafi veikst óhóf­lega, meðal ann­ars þegar áhyggjur komu fram vegna slæmr­ar­stöðu flug­fé­laga.

Geng­is­sveiflur krón­unnar hafa verið hluti af íslenskum veru­leika alla tíð og seðla­bank­inn vill draga úr þeim, meðal ann­ars til að koma í veg fyrir of skað­leg áhrif á verð­bólgu. Innan fjár­magnas­hafta tókst að halda verð­bólg­unni í skefj­um, en í um fjögur ár fór verð­bólgan ekki yfir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­mið­ið. Á meðan gjald­eyr­is­tekj­urnar juk­ust jafnt og þétt, ekki síst vegna mik­ils vaxtar í ferða­þjón­ustu, þá styrk­ist gengi krón­unn­ar, sem svo dró úr verð­bólgu­þrýst­ingi.

Önnur tíð er nú á mörk­uð­um, en segja má að það hafi verið tölu­verð tíma­mót þegar fjár­magns­höftum var aflétt. Á þeim tíma, á vor­mán­uðum 2017, var eft­ir­hruns­góð­ærið í hámarki. Árleg hækkun fast­eigna­verðs mæld­ist þá 23,5 pró­sent, hluta­bréf höfðu hækkað umtals­vert árin á und­an, ferða­menn heim­sóttu landið sem aldrei fyrr, og end­ur­skipu­lagn­ing fjár­mála­kerf­is­ins hafði skapað alveg nýjan grund­völl til fram­tíðar lit­ið, eins og rakið var í ítar­legri frétta­skýr­ingu á þessum vett­vangi í síð­ustu viku.

Frá þessum tíma hefur aðeins kólnað í hag­kerf­inu. Fjár­fest­ing hefur í meira mæli færst úr landi enda má segja að mikil upp­söfnuð þörf hafi verið fyrir hendi, þegar kemur að erlendri fjár­fest­ingu. Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafa ekki síst verið dug­legir við að fjár­festa utan land­stein­ana.

Eignir líf­eyr­is­sjóða námu 4.324 millj­örðum króna í lok nóv­em­ber og hækk­uðu um 57 millj­arða króna, eða 1,4 pró­sent, frá síð­asta mán­uði. Þar af voru eignir sam­trygg­inga­deilda 3.894 millj­arðar króna og sér­eigna­deilda 431 millj­arðar króna. Í lok nóv­em­ber námu inn­lendar eignir líf­eyr­is­sjóða 3.151 millj­örðum króna. Þar af voru inn­lán í inn­lendum inn­láns­stofn­unum 171 millj­arðar króna og inn­lend útlán og mark­aðs­verð­bréf 2.851 millj­arðar króna. Erlendar eignir líf­eyr­is­sjóða voru komnar upp í 1.173 millj­arða króna í lok nóv­em­ber en það er 31 millj­arða króna hækkun frá októ­ber. Hlut­fall erlendra eigna af heild hjá líf­eyr­is­sjóð­un­um, hefur sjaldan verið hærra en nú, eða í kringum 26 pró­sent að með­al­tali. Þeir hafa þó sett sér mark­mið um að hækka það veru­lega á næstu árum, eða upp í á bil­inu 30 til 40 pró­sent.

Titr­ingur

Frá því í sept­em­ber hefur verið umtals­verður titr­ingur á gjald­eyr­is­mark­aði. Þar spilar inn í óvissan um fram­tíð WOW air. Ekki eru öll kurl komin til grafar enn þar sem samn­inga­við­ræðum banda­ríska félags­ins Indigo Partners, sem er með höf­uð­stöðvar í Arizona, og Skúla Mog­en­sen, for­stjóra og eig­anda WOW air, er ekki lok­ið. Hinn 14. des­em­ber var til­kynnt að Indigo gæti fjár­fest í félag­inu upp á allt að 75 millj­ónir dala, um 9,4 millj­arða króna.

Ekki liggur fyrir enn hvort samn­ingar náist, en óhætt er að segja að vonir standi til þess. Ragn­hildur Geirs­dótt­ir, sem verið hefur aðstoð­ar­for­stjóri WOW air frá því í ágúst í fyrra, er hætt störfum hjá félag­inu en hún tók við sem for­stjóri Reikni­stofu bank­anna á dög­un­um.

Margir við­mæl­enda Kjarn­ans túlk­uðu þetta sem nei­kvæð tíð­indi fyrir WOW air, enda liggur fyrir að við­ræðum við Indigo er ekki lok­ið. Skyndi­legar breyt­ingar eins og þess­ar, á for­ystu félags­ins, geti varla verið til­vilj­un. En Skúli er þekktur fyrir allt annað en upp­gjöf og nei­kvæðni. Hann hefur tjáð sig öðru hvoru á sam­fé­lags­miðl­um, í gegnum mik­inn rús­sí­bana sem hann og félagið hafa verið í und­an­farna mán­uði, vegna mik­illa fjár­hags­erf­ið­leika, og hefur hann sagt að upp­gjöf komi ekki til greina.

Miklar sveiflur hafa verið á gengi krón­unnar sam­hliða þessum tíð­indum og hafa aug­ljós­lega komið fram vænt­ingar á mark­aði um að mögu­lega geti WOW air fall­ið, með til­heyr­andi vand­ræðum fyrir hag­kerf­ið. Þannig hefur mark­aðsvirði Icelanda­ir, helsta keppi­nautar WOW air, sveifl­ast fram og til baka sam­hliða jákvæðum eða nei­kvæðum tíð­indum af WOW air.

Seðla­bank­inn hefur látið til sín taka á gjald­eyr­is­mark­aði að und­an­förnu, en þó eru við­skipti Seðla­bank­ans óveru­legur hluti af heild­ar­velt­unni, sé miðað við töl­urnar í des­em­ber. Bank­inn hefur þó verið virk­ari í inn­gripum sín­um, nú í byrjun árs­ins, eins og áður seg­ir.

Sam­kvæmt tölum sem Seðla­bank­inn birti fyrr í vik­unni, þá nam heild­ar­velta á milli­banka­mark­aði með gjald­eyri 145 millj­ónum evra, jafn­virði 20,1 millj­örðum króna, í des­em­ber 2018. Hlutur Seðla­bank­ans var 2 pró­sent af veltu mán­að­ar. Með­al­gengi evru veikt­ist um 1,1 pró­sent milli mán­aða gagn­vart krónu, sam­kvæmt tölum seðla­bank­ans.

Í byrjun árs­ins hefur það helst verið tölu­vert sala erlendra aðila á eign­um, sem sett hefur þrýst­ing á krón­una til veik­ing­ar. Meðal ann­ars Eaton Vance, sem fjallað er um hér að neð­an, sem á mik­illa hags­muna að gæta hér á land­i. 

Eaton Vance: Umsvifamesti erlendi fjárfestirinn að selja sig niður

Sjóðir í stýringu bandaríska sjóðsstýringafyrirtækisins Eaton Vance hafa verið að kaupa íslensk hlutabréf frá því seint á árinu 2015. Í fyrrasumar áttu sjóðir þess um 67 milljarða króna, aðallega í hlutabréfum og óverðtryggðum ríkisskuldabréfum. Auk þess höfðu sjóðirnir veitt tveimur stærstu hagnaðardrifnu leigufélögum landsins, Almenna leigufélaginu og Heimavöllum, lán upp á samtals tæplega átta milljarða króna.

Heimildir Kjarnans herma að Eaton Vance hafi verið að losa um íslenskar eignir sínar að undanförnu og í kjölfarið skipt íslenskum krónum í erlenda gjaldmiðla. Það hafi, sökum umfangs viðskipta Eaton Vance hérlendis, haft mikið áhrif á gengisjöfnuð og meðal annars verið ástæða þess að Seðlabanki Íslands þurfti að grípa inn í gjaldeyrismarkað með ítrekuðum hætti á undanförnum dögum.

Staðan á alþjóðamörkuðum hefur verið krefjandi undanfarin misseri og mörg alþjóðleg eignastýringafyrirtæki á borð við Eaton Vance hafa verið að endurskipuleggja eignasöfn sín vegna hennar.

Samkvæmt yfirliti yfir fjárfestingar sjóða Eaton Vance, sem var birt á vef bandaríska verðbréfaeftirlitsins í lok síðasta árs, áttu sjóðirnir hlutabréf í 15 skráðum íslenskum félögum í lok júlí. Sjóðirnir heita Global Opportunities Portfolio, Global Macro Portfolio, Global Macro Absolute Return Advantage Portfolio, Global Macro Capital Opportunities Portfolio, JNL/​Eaton Vance Global Macro Absolute Return Advantage Fund, Pacific: IGPACSEL/​Pacific Select Fund Global Absolute Return Fund og PF Global Absolute Return Fund.

Til að setja umfangið í samhengi þá eru 18 félög skráð á Aðalmarkað íslensku Kauphallarinnar. Sjóðir Eaton Vance hafa því verið að fjárfesta í þeim nær öllum. Sem dæmi um umfangið áttu tveir sjóðir Eaton Vance 9,22 prósent í Símanum í upphafi árs sem gerði þá að þriðja stærsta hluthafa félagsins. Ekki er útilokað að sjóðir fyrirtækisins eigi enn meira í félaginu en það sem greint er frá á yfirliti yfir 20 stærstu hluthafa þess. Sjóðir Eaton Vance voru líka á meðal stærstu 20 hluthafa í öllum þremur skráðu fasteignafélögunum: Eik, Reitum og Reginn. Þeir áttu sömuleiðis hluti í öllum skráðu tryggingafélögum landsins: Sjóvá, TM, og VÍS.

Þeir áttu 6,39 prósent í smásölurisanum Högum samkvæmt síðustu uppgefnu hluthafaupplýsingum þess félags og 3,3 prósent í helsta samkeppnisaðila þess Festi. Þá hafa sjóðir Eaton Vance einnig átt hluti í HB Granda, Eimskip, Marel og Icelandair að ógleymdu Heimavöllum, þar sem eignarhluturinn nemur um 1,3 prósentum. Frá því að Eaton Vance hóf að fjárfesta í íslenskum hlutabréfum hafa sjóðir fyrirtækisins ekki einungis getað hagnast á hækkandi virði þeirra bréfa sem hafa hækkað, heldur einnig á sveiflum á íslensku krónunni, sem er mun sterkari í dag en hún var þegar þeir hófu uppkaup á bréfunum á árinu 2015.

Sjóðir Eaton Vance á meðal stærstu aflandskrónueigenda hérlendis. Um mitt ár 2016 áttu þeir, ásamt sjóðum fyrirtækisins Autonomy Capital LP, um 30 prósent af eftirstandandi aflandskrónuhengju, sem hefur minnkað umtalsvert síðan þá. Eaton Vance var einnig mjög umfangsmikið í vaxtamunaviðskiptum hérlendis um tíma. Sumarið 2016 gerði Seðlabanki Íslands vogunarsjóðunum sem áttu uppistöðu eftirstandandi aflandskróna tilboð sem hljóðaði upp á það að þeir gætu fengið hverja evru á 190 krónur. Eaton Vance var á meðal þeirra sem höfnuðu því tilboði.

Í dag er skráð gengi evru tæplega 136 krónur sem þýðir að þeir fá um 40 prósent fleiri evrur fyrir krónurnar sínar en þeir hefðu fengið í júní 2016, hefðu þeir gengist við tilboði Seðlabanka Íslands. Eaton Vance og Autonomy Capital kvörtuðu til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og héldu því fram að aðgerðir íslenskra stjórnvalda til að losa fjármagnshöft hafi falið í sér ólögmæta eignaupptöku og brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Í nóvember 2016 komst ESA að þeirri niðurstöðu að lagasetning Íslands um meðferð aflandskrónueigna væri í samræmi við skuldbindingar Íslands gagnvart EES-samningnum.

Annað sem hefur sett þrýst­ing á gengi krón­unn­ar, sam­kvæmt við­mæl­endum Kjarn­ans, eru vænt­ingar um að kjara­við­ræður fari mögu­lega á versta veg, og endi með verk­föll­um. Eins og mál standa nú þá bendir fátt til þess að atvinnu­rek­endur og stétt­ar­fé­lög nái saman um kaup og kjör, en samn­ingar losn­uðu um ára­mót. Him­inn og haf er á milli krafna stétt­ar­fé­laga og síðan mats atvinnu­rek­enda á því hversu mikið er hægt að hækka laun.

Könnun meðal atvinnu­rek­enda sýnir að þeir telja að laun geti hækkað um 1,9 pró­sent, en ekki meira en það. Kröfur stétt­ar­fé­lag­anna eru að laun hækki um 20 til 30 pró­sent, og að lægstu laun hækki úr 300 þús­und í 425 þús­und. Hættan er sú að þessar við­ræður sigli í strand, með þeim áhrifum að gengi krón­unnar falli. Það getur svo hleypt meira lífi í verð­bólgu­draug­inn.

Erfitt er þó að spá fyrir um hvernig málum mun lykta. Stundum koma lausn­irnar hratt og óvænt fram, þó langt virð­ist í land. Aug­ljóst er að reyna mun á Bryn­dísi Hlöðvers­dótt­ur, rík­is­sátta­semj­ara, við að brúa bilið og ná aðilum vinnu­mark­að­ar­ins saman um nýja þjóð­ar­sátt. Deil­urnar eru nú þegar komnar inn á hennar borð að hluta til.

Seðla­banki Íslands er, þrátt fyrir allt, í góðri stöðu til að takast á við geng­is­sveiflur og óvænt áföll. Hreinn gjald­eyr­is­forði, þ.e. erlendar eignir að frá­dregnum erlendum skamm­tíma skuld­um, nam um 769,1 millj­örðum króna í lok nóv­em­ber sam­an­borið við um 760,6 millj­arða í lok októ­ber. Mik­ill forði hefur safn­ast upp í góð­æri síð­ustu ára, sem gefur seðla­bank­anum færi á því að reyna að halda stöð­ug­leika á gengi krón­unn­ar. Ekki er þó á vísan að róa í þeim efn­um, eins og sagan sýn­ir.



Lífeyrissjóðirnir ýttu upp eignaverði

Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um umsvif lífeyrissjóða í íslensku efnahagslífi sem skilað var til forsætisráðuneytisins 24. október 2017 og var birt opinberlega í janúar 2018, kom fram að í lok árs 2016 hafi íslenskir lífeyrissjóðir átt um þriðjung af heildarfjármunum á Íslandi. Þar var því spáð að ef lífeyrissjóðirnir skili 3,5 prósent raunávöxtun á ári mun hlutur þeirra í heildarfjármunaeign á Íslandi fara í 35 prósent árið 2030. 30 árum síðar, árið 2060, er reiknað með að sjóðirnir muni eiga 40 prósent af heildarfjármunum á Íslandi.

Það sem hefur flýtt fyrir eignamyndun íslenskra lífeyrissjóða innanlands voru auðvitað fjármagnshöft, sem voru í gildi á Íslandi frá því í nóvember 2008 og fram á vormánuði 2017. Árið 2006 áttu íslensku lífeyrissjóðirnir til að mynda um sex prósent allra skráðra hlutabréfa á Íslandi. Áratug síðar áttu þeir 41 prósent þeirra. Árið 2006 áttu lífeyrissjóðirnir 41 prósent allra markaðsskuldabréfa og víxla á Íslandi. Tíu árum síðar hafði hlutfallið hækkað í tæp 70 prósent. Ástæðan þessarar miklu samþjöppunar var einföld: inn í lífeyrissjóðina streymdu sífellt meira nýtt fjármagn frá sjóðsfélögum sem þurfti að ávaxta og þeir máttu ekki nota það til að fjárfesta annars staðar en á Íslandi.

Hagfræðistofnun komst að þeirri niðurstöðu að miklar fjárfestingar lífeyrissjóða á innlendum markaði geti þrýst eignaverði upp á við. „Af þeirri ástæðu gæti verið ráðlegt að halda fjárfestingum hér á landi í hófi. Rök mæla ekki einungis gegn því að sjóðirnir setji stóran hluta af eignum sínum undir í einu landi - og því litlu - heldur getur líka verið óvarlegt að hætta stórum hluta eigna á sama stað og tekna er aflað. Þá eru í skýrslunni færð rök fyrir því að sérlega áhættusamt sé fyrir lífeyrissjóðina að leggja mikið undir á íslenskum hlutabréfamarkaði. Undanfarinn aldarfjórðung hefur gengi íslenskra hlutabréfa sveiflast meira en heimsvísitala hlutabréfa í krónum talið.“ Það var því mat stofnunarinnar að hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða eigi á næstu 25 árum að hækka úr 22 prósent, líkt og þær eru nú, í 42 prósent. Þá fjallaði Hagfræðistofnun um þær raddir sem hefðu heyrst um að stórfelld eignakaup lífeyrissjóða erlendis geti veikt gengi krónunnar. Niðurstaða stofnunarinnar var sú að það geti hugsanlega gerst, en að þau áhrif yrðu sennilega ekki mikil.

Nú hefur það hins vegar raungerst, að lífeyrissjóðirnir hafa stóraukið erlenda fjárfestingu sína. Samhliða hefur gengi krónunnar veikst, þótt að það sé ekki hægt að skýra þá veikingu, eða sveiflurnar sem krónan hefur upplifað undanfarin misseri, einvörðungu með því. Minni fjárfestingar lífeyrissjóða innan lands leiddu meðal annars til þess að velta á íslenska hlutabréfamarkaðinum dróst saman um 19 prósent á síðasta ári. Samanlagt markaðsvirði allra þeirra félaga sem skráð voru á markað í árslok 2017 dróst saman á síðasta ári.

Þetta eru skýrar vísbendingar um að þvinguð uppkaup lífeyrissjóða á innlendum eignum, vegna þess að þeir gátu ekki keypt neitt annað, séu ekki lengur vandamál og því eru lífeyrissjóðirnir hættir að ýta eignaverði upp á við að ósekju. Samhliða hefur borið á því að erlendir vogunarsjóðir, sem hafa verið umsvifamiklir í stórum veðmálum hérlendis, séu farnir að skipta spilapeningunum sínum út fyrir alþjóðlegar myntir, og færa fjárfestingu sínu að hluta úr landi. Með tilheyrandi áhrifum á gengi íslensku krónunnar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar