Undirbúa botnrannsóknir vegna nýs fjarskiptasæstrengs milli Íslands og Evrópu

Fjarskiptasjóður og Farice ehf. undirrituðu 21. desember síðastliðinn þjónustusamning vegna ársins 2019 en félagið á og rekur fjarskiptasæstrengina FARICE-1 og DANICE sem tengja Ísland við Evrópu. Kjarninn leit yfir sögu sæstrengjanna tveggja.

Sæstrengur
Sæstrengur
Auglýsing

Fjar­skipta­sjóður og Farice ehf. und­ir­rit­uðu 21. des­em­ber síð­ast­lið­inn þjón­ustu­samn­ing vegna árs­ins 2019 en félagið á og rekur fjar­skipta­sæ­streng­ina FARICE-1 og DAN­ICE sem tengja Ísland við Evr­ópu.

Þetta kemur fram í frétt sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins.

Með samn­ingnum tekur Farice að sér meðal ann­ars und­ir­bún­ing og fram­kvæmd botn­rann­sókna sem eru nauð­syn­legur þáttur í und­ir­bún­ingi lagn­ingar á nýjum fjar­skipta­sæ­streng milli Íslands og Evr­ópu.

Auglýsing

Vinna við und­ir­bún­ing verk­efn­is­ins er þegar haf­in. Gert er ráð fyrir að rann­sókn­ar­skip ljúki kort­lagn­ingu sjáv­ar­botns síðla sum­ars með það fyrir augum að heild­stæð nið­ur­staða rann­sókn­ar­innar liggi fyrir fljót­lega í kjöl­far­ið.

Vinna sér­fræð­inga Farice felst meðal ann­ars í því að leita eft­ir, meta og nýta eftir atvikum fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar og gögn sem flýtt geta fram­kvæmd verk­efn­is­ins og stuðlað að hag­kvæmni.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um næstu skref að botn­rann­sóknum lokn­um, segir í frétt­inni. Þá kemur fram hjá ráðu­neyt­inu að einka­að­ilar hafi um langt ára­bil kynnt áform um lagn­ingu á sæstrengjum hingað til lands án þess að slíkum áformum hafi verið hrint í fram­kvæmd.

Möguleg leið nýs fjarskipta-sæstrengs (IRIS) milli Íslands og Írlands.

FARICE-1 lagður sum­arið 2003

Á vef­síðu Farice ehf. kemur fram að fyr­ir­tækið hafi verið stofnað form­lega í nóv­em­ber 2002 af nokkrum fjar­skipta­fyr­ir­tækjum á Íslandi og í Fær­eyjum en íslenska ríkið tók einnig þátt í stofnun fyr­ir­tæks­ins. Hlutur íslenskra aðila var 80 pró­sent en Fær­ey­inga 20 pró­sent. Til­gangur fyr­ir­tæks­ins var að leggja sæstreng sem síðar fékk nafnið FARICE-1 sem lagður var sum­arið 2003 og fór form­lega í rekstur í jan­úar árið 2004. 

Fimm árum síðar lagði fyr­ir­tækið DAN­ICE sæstreng­inn til Dan­merk­ur. Fyr­ir­tækið sem fær nafn sitt af Fær­eyjum og Íslandi er nú langstærsti aðil­inn í sölu á sam­böndum milli Íslands og útlanda, segir á vef­síðu þeirra. „Við­skipta­vinir eru fjar­skipta­fyr­ir­tæki hvers­konar og stærri við­skipta­vinir gagna­vera. Farice ehf. starfar þannig á heild­sölu­mark­aði þegar kemur að íslenska mark­aðn­um.“

Ísland með einn sæstreng tengdan land­inu 2002

Ísland var ein­ungis með einn sæstreng CANTA­T-3 tengdan land­inu árið 2002 þegar fyr­ir­tækið Farice hf. var stofn­að. Til vara voru gervi­hnatta­sam­bönd sem lá fyrir að réðu ekki lengur við þann gagna­hraða sem lands­menn þurftu né full­nægðu kröfum um flutn­ings­seink­un. CANTA­T-3 fór í rekstur 1994 og var fyrsti og jafn­framt síð­asti atl­ants­hafs­streng­ur­inn sem not­aði SDH tækni og var með raf­mögn­urum á leið­inni í stað ljós­magn­ara sem eru nú alls­ráð­andi og komu fram á sjón­ar­sviðið 1998 til 1999. Sú aðferð er í grund­vall­at­riðum enn notuð á sama hátt og var bylt­ing sem gerði raf­magn­ara úrelta, sam­kvæmt Farice.

Sím­inn hafði hafið und­ir­bún­ings­vinnu að nýjum sæstreng árið 2000 einir og sér. Í því skyni að fá fleiri hags­muna­að­ila að verk­efn­inu var PWC Consulting fengið til að verk­efna­stýra und­ir­bún­ingi. Nýi streng­ur­inn sem fékk nafnið FARICE-1 var lagður frá Seyð­is­firði á Íslandi til Dunnet Bay í Skotlandi með auka­grein til Funn­ings­fjarðar í Fær­eyj­u­m. 

Þetta var fyrsti sæstreng­ur­inn sem var lagður frá Íslandi sem var meiri­hluta­eigu inn­lendra aðila þrátt fyrir að vera fjórði sæstreng­ur­inn frá upp­hafi. FARICE-1 sæstreng­ur­inn var form­lega opn­aður í jan­úar 2004. Upp­haf­leg hönnun gerði ráð fyrir að þetta væri strengur með 2x360 Gb/s hámarks­flutn­ings­getu. Upp­haf­leg virkjuð band­vídd var 2x10G­b/s­frá Íslandi til Dunnet Bay. 

Á vef­síðu Farice kemur enn fremur fram að miklar fram­farir í ljós­leið­ara­enda­bún­aði síðan 2003 hafi hins vegar marg­faldað getu FARICE-1 og lengt líf­tíma strengs­ins um mörg ár í við­bót. Strengur eins og FARICE-1 sé hann­aður til að lifa í 25 ár. 

Lengd FARICE-1 1205 km

Lengd FARICE-1 á beinni leið til Skotlands er 1205 kíló­metr­ar. Frá strengnum liggur 200 kíló­metra leið til Fær­eyja og er unnt að tengj­ast honum í Þórs­höfn. Nafn strengs­ins FARICE-1 bendir til þess að áform hafi verið uppi um að byggja FARICE-2, þ.e. annan streng með við­komu í Fær­eyj­um. Það varð ekki úr og Fær­ey­ingar byggðu árið 2008 eigin streng, sem kall­að­ist SHEFA-2, með við­komu í Hjaltland­sejum og Okn­eyjum til Banff í Skotlandi. Rekstur SHEFA-2 hefur ekki verið áfalla­laus, sam­kvæmt Farice, og ítrekað slitn­að, – einkum vegna fisk­veiða. Hafa Fær­ey­ingar þurft að end­ur­bæta útfærslu hans síð­ar. 

Í jan­úar 2007 hófst form­legur und­ir­bún­ingur að næsta sæstreng Íslend­inga. Skip­aður var stýri­hópur og verk­efn­is­stjóri ráð­inn til verks­ins. Ítrek­aðar bil­anir í CANTA­T-3 og fyr­ir­séður skortur á flutn­ings­getu hans ásamt auknum kröfum íslenska sam­fé­lags­ins til áreið­an­legra gagna­teng­inga kall­aði á úrbæt­ur. 

Eftir að nokkrar til­lögur að leið­ar­vali lágu fyrir í skýrslu í apríl 2007 hófst næsti fasi verk­efn­is­ins á þann hátt að fyr­ir­tækið Farice ehf. tók form­lega yfir verk­efnið eða rétt­ara sagt fyr­ir­tækið E-Farice ehf. sem var eign­ar­halds­fé­lag íslensku eig­end­anna að Farice ehf. Skoð­aðir voru lend­ing­ar­staðir á Írlandi, Bret­landi, Hollandi, þýska­landi og Dan­mörku. 

Nýi streng­ur­inn sem fékk nafnið DAN­ICE tók við af CANTA­T-3 á Íslandi þegar hann fór í rekstur haustið 2009 enda afkasta­geta CANTA­T-3 sem var 2x2,5 Gb/s orðin alltof lít­il.

DAN­ICE næstum því tvö­falt lengri

DAN­ICE liggur frá áður­nefndum stað í Dan­mörku til suð­ur­strandar Íslands, rétt austan við Vest­manna­eyj­ar. Lend­ing­ar­staður var val­inn með til­liti til lág­mörk­unar á áhættu í ljósi þess hvar fyrri strengur nam landi á Aust­fjörð­um. Var stað­setn­ing vand­lega valin í sam­starfi við jarð­vís­inda­menn og útgerða­fé­lög. Það þótti einnig nauð­syn­legt að færa hann nokkuð austan megin við Markár­fljót og einnig má sjá streng­inn taka beygju til vest­urs áður en hann tekur stefn­una í austur átt. Þetta var til að minnka hættu sem að til dæmis Kötlu­gos getur valdið vegna botns­kriða. 

Streng­ur­inn er 2304 kílómatra langur og er því nálægt tvö­falt lengri en FARICE-1. Hann er útbú­inn fjórum ljós­leið­ar­a­pör­um. Upp­haf­leg hámarks­flutn­ings­geta strengs­ins var 5120 Gb/s (5,1 Tb/s) og í upp­hafi voru 10x10G­b/s virkj­uð. Enda­bún­aður sem var frá Subcom hefur verið skipt út fyrir nýrri kyn­slóð bún­aðar frá CIENA. Streng­ur­inn er stækk­aður nú í skref­unum 1x100 Gb/s sem er svokölluð bylgju­lengd sem tekur 50GHz í tíðnirófi ljóss.

Lagn­ing DAN­ICE hófst í ágúst 2008 en ekki náð­ist að klára lagn­ingu vegna erf­iðra haust­veðra. Var því lagn­ingu frestað fram á sum­arið 2009. Um svipað leiti og DAN­ICE var lagður var Green­land Conn­ect streng­ur­inn lagður til Græn­lands og þaðan til Kanada. Hann er í eigu Tele Green­land. DAN­ICE streng­ur­inn er eins­konar fram­leng­ing á Green­land Conn­ect til Evr­ópu og samnýta strengirnir sömu kap­al­lend­ing­ar­stöð við Land­eyja­sand.

Heim­ild­ir: www.farice.is

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar