MYND:EPA

Brexit áhættan magnast

Allra augu eru nú á Bretlandi. Hvernig mun útgangan úr Evrópusambandinu teiknast upp? Eða verður hætt við hana? Óvissan ein og sér er álitin mikil efnahagsleg áhætta þessi misserin. Verulegir hagsmunir eru í húfi fyrir Ísland. Vandi er hins vegar um það að spá, hverju breskir stjórnmálamenn taka upp á í tengslum við Brexit. Hvaða áhrif hefur Brexit á Ísland? Kemur enn eitt höggið á íslenska útflutning á þessu ári?

Í fyrstu setti Ther­esa May, frá­far­andi for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands og leið­togi Íhalds­flokks­ins, það sem skil­yrði fyrir samn­inga­við­ræður við Evr­ópu­sam­bandið (ESB) að útgangan úr ESB yrði 29. mars. Eftir nær for­dæma­laus átök, þar sem ekki tókst að ná sam­komu­lagi um for­sendur útgöngu, var dag­setn­ing­unni seinkað til 12. apr­íl. Aftur fóru í gang mikil átök sem leiddu til þess að frest­ur­inn til að ná nið­ur­stöðu um for­sendur útgöngu var fram­lengdur fram í októ­ber.

Póli­tískir dagar May verða brátt tald­ir, en hún til­kynnti um að hún myndi hætta sem for­sæt­is­ráð­herra, tár­vot, fyrir framan Down­ingstræti 10, og lætur svo form­lega af emb­ætti í dag. Síð­ustu dagar hennar hafa ein­kennst af því að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hefur verið að hvetja til þess að Bret­land haldi sig við það, að yfir­gefa ESB og á þeim grunni geti Bret­land og Banda­ríkin eflt sam­starf sitt á sviði utan­rík­is­mála og við­skipta. “Það getur orðið stór­kost­legt sam­band” sagði Trump á blaða­manna­fundi.

Glund­roði

Ef það er eitt­hvað orð sem lýsir því sem gerst hefur í breskum stjórn­málum eftir þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una um Brex­it, í júní 2016, þá er það glund­roði. Mjótt var á munum í kosn­ing­un­um, 52 pró­sent með útgöngu, en 48 pró­sent á móti. Áber­andi meiri stuðn­ingur var við útgöngu meðal eldra fólks á meðan ungt fólk studdi mun frekar áfram­hald­andi veru í ESB.

Nið­ur­staðan leiddi til sundr­ungar og glund­roða, sem ekki sér fyrir end­ann á enn­þá. Hvaða við­horf sem fólk hefur til Brexit - þessa stóra hug­taks sem hefur snúið breskum stjórn­málum á hvolf - þá er ekki hægt að neita því að efna­hags­leg óvissa hefur auk­ist umtals­vert eftir kosn­ing­arnar 2016. Og sú áhætta nær til Íslands.

Í nýju Pen­inga­málum Seðla­banka Íslands er fjallað um stöðu Íslands í alþjóð­legu sam­hengi og er þar ekki síst vikið að Brex­it. Mikil kúvend­ing hefur orðið í íslensku efna­hags­lífi til hins verra und­an­farin miss­eri, en spá Seðla­bank­ans gerir ráð fyrir að 0,4 pró­sent sam­dráttur verði í lands­fram­leiðslu á þessu ári. Til sam­an­burðar benda bráða­birgða­tölur Hag­stofu Íslands til þess að hag­vöxtur í fyrra hafi verið 4,6 pró­sent og að 6.500 ný störf hafi orðið til frá upp­hafi árs til loka árs­ins. Sveifl­una á þennan mæli­kvarða má því mæla í um 7 þús­und störf­um.

Óvissan um Brexit er umtals­verð, jafn­vel þó íslensk stjórn­völd hafi nú þegar samið um að við­skipta­kjör Íslands gagn­vart Bret­landi haldi sér. Áhættan er fólgin í því, hvað muni taka við þegar Bret­land yfir­gefur ESB og hvaða for­sendur verði þá fyrir hendi, þegar kemur að við­skipta­sam­bandi við EES-­svæð­ið.

Óvissan í kringum ferlið sem hófst með þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni hefur þegar dregið úr bjart­sýni og fjár­fest­ing­ar­vilja breskra fyr­ir­tækja og valdið því að bresk heim­ili halda í vax­andi mæli að sér höndum varð­andi hús­næð­is­kaup, að því er segir í Pen­inga­málum Seðla­banka Íslands, þar sem fjallað er ítar­lega um stöðu efna­hags­mála í heim­in­um.

„Fjöldi fyr­ir­tækja hefur fært starf­semi sína til meg­in­lands­ins eða íhuga að gera það og farið er að bera á því að fyr­ir­tæki, sér­stak­lega í þjón­ustu­iðn­aði, séu farin að halda að sér höndum varð­andi ráðn­ing­ar. Nokkuð hefur því hægt á hag­vexti í Bret­landi og hag­vaxt­ar­horfur eru lak­ari en þær voru áður,” segir meðal ann­ars í Pen­inga­mál­um. Á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins var hag­vöxt­ur­inn í Bret­landi 1,8 pró­sent, en síðan þá hafa mæl­ingar á gangi efna­hags­mála sýnt að hallað hefur hratt undan fæti - svipað og gerst hefur á Íslandi.

Í Pen­inga­málum Seðla­bank­ans segir að nær allar grein­ingar sem unnar hafi verið á Brex­it, bendi til þess að útganga án samn­ings geti haft veru­lega miklar afleið­ing­ar, ekki aðeins fyrir Bret­land heldur efna­hag heims­ins.

Fram­leiðslu­keðjur slitna

Þó flestir spái því, að það verði ekki látið ger­ast, að Bret­landi gangi úr ESB án samn­ings eða ítar­legrar áætl­unar um hvernig eigi að takast á við það, þá er heldur ekk­ert sem segir að það geti ekki gerst. Sé litið yfir atburði síð­ustu mán­aða, þá liggur fyrir að engin áætl­un, sem hefur nægi­lega mik­inn stuðn­ing stjórn­mála­manna, getur orðið leið­ar­vísir út úr stöð­unni.

Afleið­ingar útgöngu án samn­ings eru taldar veru­lega alvar­leg­ar.

„Lík­legt er að við­skipti milli Bret­lands og ESB yrðu erf­ið­ari og dýr­ari og fram­leiðslu­keðjur þvert á landa­mæri yrðu í upp­námi. Þetta, ásamt hindr­unum á för vinn­andi fólks yfir landa­mæri, er lík­legt til að hafa nei­kvæð áhrif á fram­leiðni­vöxt og hag­vaxt­ar­getu þjóð­ar­bús­ins. Við bæt­ist aukin óvissa og hækk­andi áhættu­á­lag á fjár­skuld­bind­ingar sem lík­lega hægir enn frekar á inn­lendri eft­ir­spurn. Gengi punds­ins myndi að öllum lík­indum lækka sem myndi leiða til hækk­unar inn­flutn­ings­verðs og haldi kjöl­festa verð­bólgu­vænt­inga ekki gæti Eng­lands­banki þurft að hækka vexti til að halda verð­bólgu í skefjum sem myndi dýpka efna­hags­sam­drátt­inn enn frek­ar. Breska þjóð­hags­stofn­un­in, NIESR, hefur birt mat á þjóð­hags­legum áhrifum útgöngu Breta án samn­ings á breskan efna­hag. Sam­kvæmt nið­ur­stöðum þeirra gæti breska pundið lækkað um u.þ.b. 10% og lands­fram­leiðslan í Bret­landi minnkað um lið­lega 3% fram til árs­ins 2022 í sam­an­burði við útgöngu sem fæli í sér að meg­in­hluta núver­andi sam­bands Bret­lands og ESB yrði við­haldið næstu ár,” segir í Pen­inga­mál­um.

Versnandi horfur í efnahagsmálum heimsins

Leiðandi vísbendingar og hagvaxtarspár gefa til kynna að hagvöxtur í þróuðum ríkjum verði einnig hægari á þessu ári en áður var talið, einkum á fyrri hluta ársins. Fyrir Ísland er þetta ákveðið áhyggjuefni, ekki síst eftir áföllin í ferðaþjónustu, en mikilvægt er að útflutningur frá Íslandi, bæði á vörum og þjónustu, nái að vaxa og hagkerfið þannig að styrkjast á nýjan leik.

Þrátt fyrir sterka stöðu ríkissjóðs, um 700 milljarða óskuldsettan gjaldeyrisforða Seðlabankans og trausta stöðu fjármálakerfisins - miðað við áður fyrr - þá eru engu að síður blikur á lofti á Íslandi, ekki síst vegna þessara vendinga í efnahagsmálum heimsins sem nú sjást í kortunum.

Hagvöxtur á evrusvæðinu á fyrsta ársfjórðungi var minni en búist var við í febrúar og hafa horfurnar fyrir árið í heild versnað, að því er segir í Peningamálum Seðlabankans. Þótt aðstæður á vinnumarkaði hafi áfram þokast til betri vegar hefur svartsýni neytenda og fyrirtækja aukist, hagvísar reynst lakari en vænst var og PMI-vísitölur gefið eftir. Þetta á einkum við um Þýskaland, Ítalíu og Frakkland. Talið er að hagvöxtur á evrusvæðinu verði einungis 1,2% og minnki úr 1,8% í fyrra. Yrði það minnsti hagvöxtur á evrusvæðinu síðan árið 2013, gangi spárnar eftir.

Hagvöxtur í Bretlandi var 1,8% á fyrsta ársfjórðungi sem er heldur meira en gert var ráð fyrir í febrúar, en vöxturinn endurspeglar þó að hluta tímabundin áhrif af aukinni birgðasöfnun breskra fyrirtækja. Hagvaxtarhorfur hafa hins vegar versnað fyrir árið í heild enda hefur PMI-vísitalan fyrir Bretland lækkað mikið og ekki verið lægri í þrjú ár.

„Samkvæmt henni eru líkur á að breskur þjóðarbúskapur dragist saman á öðrum ársfjórðungi. Þrátt fyrir lækkun PMI-vísitölu, minnkandi bjartsýni heimila og fyrirtækja og áhrif tímabundinnar lokunar alríkisstjórnarinnar reyndist hagvöxtur í Bandaríkjunum kröftugri á fyrsta fjórðungi ársins en áður hafði verið spáð. Þó er búist við að hann gefi eftir er líður á árið og verði 2,4% á árinu öllu sem er lítillega minni vöxtur en gert var ráð fyrir í febrúar,” segir í Peningamálum Seðlabankans, þar sem fjallað er um horfur á alþjóðamörkuðum.

Í nýrri spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er gert ráð fyrir að heimshagvöxtur verði 3,3 prósent í ár sem er 0,2 prósentum minni vöxtur en sjóðurinn spáði í janúar og 0,4 prósentum minni en hann gerði ráð fyrir í október.

Minni hagvöxt í heiminum má einkum rekja til verri horfa í þróuðum ríkjum, einkum á evrusvæðinu, en einnig í hluta þróunar- og nýmarkaðsríkja. Verulega dró úr vexti alþjóðaviðskipta í fyrra eftir kröftugan vöxt árið 2017. Endurspeglar það einkum neikvæð áhrif af viðskiptadeilum og tollastríði, einkum milli Bandaríkjanna og Kína, á fjárfestingarútgjöld fjölda fyrirtækja víða um heim en viðskipti með fjárfestingarvörur eru almennt mikil milli landa.

Hægari vöxtur skýrist þó einnig af almennt veikari heimsframleiðslu og er útlit fyrir að hægja muni enn frekar á vextinum í ár. Í spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er gert ráð fyrir að alþjóðaviðskipti aukist um 3,4% í ár en ekki um 4% eins og áður hafði verið spáð. Óvissa er þó enn mikil, m.a. um hagvaxtarhorfur og niðurstöðu viðræðna milli Bandaríkjanna og Kína um lausn viðskiptadeilunnar, að því er segir í Peningamálum.

Eins og hér sést, þá hefur heildarverðmæti dregist nokkuð saman, á undanförnum árum, samhliða styrkingu krónunnar og mikill sókn ferðamanna til landsins. Sveiflan frá 2013 til 2017 er 75 milljarðar niður á við. Nú hefur gengið krónunnar hins vegar veikst nokkuð, gagnvart Bandaríkjadal og evru, en aðstæður á mörkuðum hafa hins vegar sjaldan verið meira krefjandi en nú.
Mynd: Hagstofa Íslands

Bret­land hefur í gegnum tíð­ina verið eitt stærsta við­skipta­land Íslands. Sé miðað við töl­urnar í fyrra var Bret­lands­mark­aður með um 10 pró­sent hlut­deild í útflutn­ingi, en þar vega við­skipti með sjáv­ar­af­urðir þungt. Evru­svæðið allt er með 45 pró­sent hlut­deild í útflutn­ingi. Sam­kvæmt því sem fram kemur í Pen­inga­málum er áhættan vegna Brexit því veru­lega mik­il, þar sem við­skipta­sam­band Bret­lands við Evr­ópu er mik­il­vægt okkar hags­mun­um.

Verið að hræra í stoðum ESB?

Í Bret­landi búa 66 millj­ónir en evru­svæðið er með 340 millj­ónir íbúa.

Áhrifin af útgöngu Breta úr ESB án samn­ings á útflutn­ing héðan gætu orðið nokkur og versta sviðs­myndin veru­lega dökk.

Þar fara saman minnk­andi umsvif - þar sem veru­lega myndi draga úr eft­ir­spurn með til­heyr­andi áhrifum á verð­lag, t.d. sjáv­ar­af­urða - og síðan upp­brot á við­skipta­sam­böndum milli ríkja. Seinna atriðið er talið sér­stak­lega mik­il­vægt mál fyrir ESB, enda byggir efna­hags­legt sam­starf á víð­tæku við­skipta­sam­bandi allra ríkja ESB og síðan sam­bandi svæð­is­ins við önnur mark­aðs­svæði.  

Í umfjöllun í Pen­inga­málum Seðla­bank­ans segir að lækkun á gengi punds­ins, geti enn fremur dregið úr sam­keppn­is­hæfni útflutn­ings­fyr­ir­tækja á Íslandi, þegar kemur að breska mark­aðn­um, en flestar spár gera ráð fyrir að tölu­verð lækkun verði á gengi punds­ins komi til þess að Bret­land fari úr ESB án samn­ings. Sam­kvæmt mati NIESR, þjóð­hags­stofnun Bret­lands, gæti sam­dráttur í lands­fram­leiðslu orðið á evru­svæð­inu um 0,8 pró­sent, bara vegna Brex­it. Þessi áhrif eru mæld í tug­þús­undum starfa og fara ein­staka geirar verr út úr þessum áhrifum en aðr­ir.

Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra Íslands.
Mynd: Bára Huld Beck

Útganga Breta án samn­ings myndi einnig hafa áhrif á önnur lönd, þ.á m. Ísland. Í Pen­inga­málum seg­ir: „Miðað við mat NIESR á hag­vaxt­ar­á­hrifum útgöngu Breta án samn­ings á efna­hags­um­svif í Bret­landi og á evru­svæð­in­u má áætla að lands­fram­leiðsla á evru­svæð­in­u ­gæti minnkað um 0,6% fram til árs­ins 2022 og um 0,8% meðal helstu við­skipta­landa Íslands. Áhrifin af útgöngu Breta úr ESB án samn­ings á útflutn­ing héðan gætu því orðið nokk­ur. Við bæt­ist tæp­lega 1% hækkun raun­gengis vegna geng­is­lækk­unar punds­ins, aukin alþjóð­leg óvissa og mögu­leg smitá­hrif hækk­andi vaxta­á­lags á fjár­mála­leg skil­yrði hér á land­i,” segir í Pen­inga­mál­um.

Ekk­ert van­mat

Þrátt fyrir að ýmsar áhyggju­raddir hafi lengi heyrst, vegna þró­unar mála þegar kemur að Brex­it og hvernig málið hefur þró­ast í breskum stjórn­mál­um, þá eru mörg íslensk fyr­ir­tæki búin að greina vel hver áhrifin gætu orðið á rekstur á Íslandi. Þetta á meðal ann­ars við um íslenskan sjáv­ar­út­veg, sem á mikið undir því að halda áfram góðu við­skipta­sam­bandi við Bret­lands­mark­að, hvað sem Brex­it líð­ur.

Við­mæl­endur Kjarn­ans í íslenskum sjáv­ar­út­vegi sögðu einnig að toll­ar, við­skipta­bönn og óvissa vegna stjórn­mála­legrar áhættu, væru núna ein mesta óvissan þegar kæmi að rekstri íslenskra fyr­ir­tækja.

T.d. hefur lokun Rúss­lands­mark­að­ar, með við­skipta­banni sem nær til Íslands, haft mikil nei­kvæð áhrif á sölu mak­ríls, tolla­stríð Banda­ríkj­anna og Kína hefur valdið því að margir fjár­festar og fyr­ir­tæki halda að sér hönd­um, og Brex­it-­málið í Bret­landi hefur verið eins og olía á eld þegar kemur að stjórn­mála­legri áhættu. Í slíkum aðstæðum er erfitt að gera lang­tíma­á­ætl­anir og við­halda fjár­fest­ingu í nýjum tæki­færum og við­skipta­þró­un.

Veru­leg þörf er á því að náið sé fylgst með því, hvernig fram­vinda Brexit verð­ur, á næstu mán­uð­um. Ekki er nóg að hafa gert jákvætt sam­komu­lag við stjórn­völd í Bret­landi, því það eitt og sér er algjört auka­at­riði við hlið­ina á mögu­legum miklum nei­kvæðum afleið­ingum af upp­broti á gang­verki alþjóða­við­skipta í Evr­ópu, eins og margir telja að geti gerst ef Bret­land gengur úr ESB án þess að for­send­urnar verði traustar og gagn­sæj­ar.



Það sem helst getur unnið með íslenskum sjáv­ar­út­vegi er að hann er tækni­vædd­ari en víða ann­ars staðar í heim­in­um, og mikil reynsla er innan grein­ar­innar hér á landi að takast við sveiflur og erf­ið­leika. Þörf gæti hins vegar verið á mun meiri og sam­stillt­ari mark­aðs­sókn, heldur en til þessa hefur verið stund­uð. Ef dyrnar lok­ast að hluta að einum mark­aði verður að reyna að opna nýj­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar