Mynd: Birgir Þór Harðarson

Árið á fasteignamarkaðnum

Hærra verð, minni sölutími og aukin aðsókn í fasta vexti. Hvað gerðist á fasteignamarkaðnum á árinu sem er að líða?

Aukin spenna ein­kenndi fast­eigna­mark­að­inn á árinu, þar sem verð hækk­aði og íbúðum á sölu fækk­aði hratt. Seðla­bank­inn reyndi að bregð­ast við þess­ari þróun með vaxta­hækk­unum og þrengri lána­skil­yrð­um, en hags­muna­sam­tök skelltu skuld­inni á skipu­lags­yf­ir­völd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Á sama tíma hefur orðið við­snún­ingur í sam­setn­ingu nýrra hús­næð­is­lána, þar sem almenn­ingur hefur sótt í örugg­ari lán til að verja sig fyrir vaxta­hækk­unum fram­tíð­ar.

Selj­enda­mark­aður

Þegar árið hófst var fast­eigna­mark­að­ur­inn á mik­illi sigl­ingu, þar sem íbúðir seld­ust hratt og margar hverjar yfir ásettu verði. Hús­næð­is- og mann­virkja­stofnun (HMS) sagði mark­að­inn vera „sann­kall­aðan selj­enda­markað“, sér­stak­lega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Líkt og myndin hér að neðan sýnir voru verð­hækk­anir á milli mán­aða þó enn nokkuð hóf­leg­ar, en þær höfðu þá nær aldrei náð yfir einu pró­senti frá byrjun heims­far­ald­urs­ins í maí í fyrra. Á milli mars og og októ­ber tók fast­eigna­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hins vegar stökk, en þá hækk­aði það að með­al­tali um 1,7 pró­sent á milli mán­aða.

Verðhækkanirnar voru hóflegar í byrjun ársins, en tóku svo kipp í mars. Heimild: Þjóðskrá
Mynd: Kjarninn.

Sam­hliða þessum miklu verð­hækk­unum fækk­aði íbúðum á sölu, auk þess sem þær seld­ust hrað­ar. Í jan­úar voru þær að með­al­tali um þús­und tals­ins hverju sinni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en þeim hafði fækkað niður í 626 í des­em­ber­byrj­un. Hlut­fall íbúða sem seld­ist yfir ásettu verði á svæð­inu stórjókst á sama tíma, úr tíundu hverju íbúð í þriðju hverja íbúð. Sömu­leiðis minnk­aði með­al­sölu­tími hverrar íbúðar um tæpan fimmt­ung, eða úr 45 dögum í 37 daga. Sam­kvæmt HMS má telj­ast ólík­legt að sölu­tím­inn geti mælst mikið styttri en það.

Þessar miklu verð­hækk­anir á hús­næð­is­mark­aði var meg­in­á­stæða þess að verð­bólgan jókst á árinu úr rúmum fjórum pró­sentum í tæp fimm pró­sent. Á sama tíma minnk­aði verð­bólgan án hús­næð­is­verðs, úr tæpum fimm pró­sentum niður í rúm þrjú pró­sent.

Lóða­skortur ekki talin ástæða verð­hækk­ana

Sam­tök iðn­að­ar­ins (SI) lýstu því yfir oft á árinu að verð­hækk­an­irnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu væru fyrst og fremst vegna fram­boðs­skorts, sem væri við­haldið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem of fáum lóðum hafi verið úthlutað þar á síð­ustu árum. Aðal­hag­fræð­ingur sam­tak­anna sagði í við­tali við RÚV í sept­em­ber að þessi meinti lóða­skortur væri helsti flösku­háls­inn í íbúða­upp­bygg­ingu á svæð­inu í haust. Þessi flösku­háls er þó ekki sjá­an­legur ef litið er til fjölda ónýttra bygg­ing­ar­heim­ilda í Reykja­vík á síð­ustu árum, sem nema hund­ruð­um.

Gylfi Zoega, hag­fræð­ingur og nefnd­ar­maður í pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans, þvertók einnig fyrir kenn­ingu SI í grein sinni í tíma­rit­inu Vís­bend­ingu í haust, en þar sagði hann hús­næð­is­verð fyrst og fremst hafa hækkað vegna vaxta­lækk­ana Seðla­bank­ans. Því til stuðn­ings benti Gylfi á að vaxta­lækk­anir í nágranna­löndum Íslands í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins hafi einnig leitt til mikla verð­hækk­ana á fast­eigna­mark­aði.

Seðla­bank­inn stígur á brems­una

Líkt og Gylfi benti á í grein sinni hækk­aði Seðla­bank­inn meg­in­vexti sína á árinu þar sem teikn væru á lofti um að hag­kerfið væri að ná sér á strik eftir efna­hags­sam­drátt­inn í kjöl­far COVID-19 far­ald­urs­ins. Því væri ekki jafn­mikil þörf á lágum vöxtum til að örva hag­kerf­ið, en sam­kvæmt honum gæti of mikil örvun leitt til vax­andi verð­bólgu.

Hækk­un­ar­hrinan byrj­aði í maí, þegar meg­in­vextir Seðla­bank­ans fóru úr 0,75 pró­sentum í 1 pró­sent. Bank­inn hækk­aði svo vext­ina sína þrisvar sinnum í við­bót í haust og eru þeir nú í tveimur pró­sent­um.

Fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd Seðla­bank­ans taldi einnig ástæðu til að bregð­ast við verð­hækk­unum á hús­næði með inn­gripum á lána­mark­aði. Í lok síð­asta árs sagð­ist nefndin hafa augun opin fyrir óhóf­legri skulda­söfn­un, eigna­bólu og hús­næð­is­skorti, en taldi þá ekki rétt að grípa inn strax.

Tónn­inn hafði þó breyst þegar nefndin kom saman í sept­em­ber, en þá lækk­aði nefndin hámark veð­setn­ing­ar­hlut­falls hús­næð­is­lána úr 85 pró­sentum í 80 pró­sent, auk þess sem greiðslu­byrði hús­næð­is­lána ætti almennt að tak­markast við 35 pró­sent. Þar að auki hækk­aði nefndin svo­kall­aðan sveiflu­jöfn­un­ar­auka á fjár­mála­fyr­ir­tæki, sem dregur úr skuld­setn­ingu þeirra.

Kristín Arna Björg­vins­dótt­ir, hag­fræð­ingur á fjár­mála­stöð­ug­leika­sviði Seðla­bank­ans, sagði að slíkum úrræðum væri almennt beitt ef talið er að ójafn­vægi á fast­eigna­mark­aði geti ógnað fjár­mála­stöð­ug­leika í grein sinni í Vís­bend­ingu í byrjun októ­ber.

Í kjöl­far vaxta­hækk­ana Seðla­bank­ans og inn­gripa fjár­mála­stöð­ug­leika­nefndar hefur dregið nokkuð úr verð­hækk­unum á milli mán­aða á hús­næð­is­mark­aði, líkt og sjá má á mynd hér að neð­an. Nú hækkar hús­næð­is­verð á svip­uðum hraða á milli mán­aða og fyrir ári síð­an.

Úr breyti­legum í fasta vexti

Smekkur heim­ila fyrir hús­næð­is­lánum einnig tekið miklum breyt­ingum á árinu. Í byrjun árs­ins voru rúm­lega tvö af hverjum þremur nýjum hús­næð­is­lánum heim­ila á breyti­legum vöxt­um, sem voru á þeim tíma í kringum 3,3 pró­sent fyrir óverð­tryggð lán en rétt rúm­lega tvö pró­sent fyrir verð­tryggð lán.

Líkt og sést á mynd hér að neðan hélst þetta hlut­fall nokkuð stöðugt út fyrri hluta árs­ins alveg þar til í júní, en tók svo miklum breyt­ingum í júni, þar sem það hríð­féll niður í 39 pró­sent. Síðan þá hefur það lækkað enn frekar, á meðan hlut­fall hús­næð­is­lána heim­ila með föstum vöxtum hefur auk­ist. Í nóv­em­ber voru ein­ungis fimm pró­sent nýrra hús­næð­is­lána á breyti­legum vöxt­um, á meðan 95 pró­sent þeirra voru á föstum vöxt­um.

Viðsnúningur varð í tegundum íbúðalána í sumar. Heimild: Seðlabankinn.
Mynd: Kjarninn

Seðla­banka­stjóri mælir með föstum vöxtum

Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri var­aði við því að vextir væru að fara að hækka í hlað­varps­við­tali hjá Snorra Björns­syni í lok júní, auk þess sem hann hvatti fólk til þess að festa vexti á hús­næð­is­lán­unum sín­um. „Mögu­lega ætti ég að vera skýr­ari með það að ég mæli með að fólk fest­i,“ sagði Ásgeir í við­tal­inu, sem sjá má hér að neð­an.

Með auk­inni aðsókn í hús­næð­is­lán með föstum vöxtum hefur vaxta­byrði heim­ila hækk­að, en fastir vextir á slíkum lánum eru nú tæpu pró­sentu­stigi hærri en breyti­legir vext­ir, þar sem búist er við enn frek­ari vaxta­hækk­unum frá Seðla­bank­an­um. Heim­ilin hafa því kosið að taka dýr­ari lán til þess að tryggja sig gegn væntri vaxta­hækk­un.

Kon­ráð S. Guð­jóns­son, hag­fræð­ingur og aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, segir vin­sældir hús­næð­is­lána á föstum vöxtum þessa stund­ina vera full­komið skóla­bók­ar­dæmi um trú­verð­ug­leika pen­inga­stefnu. Sam­kvæmt honum þýðir þessi þróun að áhrif væntra vaxta­hækk­ana Seðla­bank­ans séu komin upp á yfir­borðið strax og gæti hún því leitt til þess að bank­inn þurfi ekki að hækka vext­ina sína jafn­mikið og hann hefði ann­ars þurft.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar