Mynd: Pexels

Bensínverð á Íslandi aldrei verið hærra í krónum talið

Í apríl 2012 var sett met þegar viðmiðunarverð á lítra af bensíni á Íslandi fór í 268,1 krónur. Verðið hefur hækkað hratt á þessu ári samhliða því að efnahagskerfi heimsins hafa tekið við sér eftir kórónuveiruna. Og nú hefur metið verið slegið, viðmiðunarverð á bensínlítra er 268,9 krónur.

Við­mið­un­ar­verð á bens­ín­verði hér­lendis er nú 268,9 krónur á lítra. Það hefur hækkað um 28 pró­sent frá miðjum des­em­ber 2020 og um heil 38,6 pró­sent frá því í maí í fyrra, þegar það var 194 krónur á lítra. 

Alls renna 139,3 krónur af hverjum seldum lítra, 51,8 pró­sent, til íslenska rík­is­ins vegna virð­is­auka­skatts, almenns bens­ín­gjalds, sér­staks bens­íns­gjalds og kolefn­is­gjalds. Hlutur olíu­fé­laga í hverju seldum lítra er 43,9 krón­ur, en hann lækkar rúm­lega níu pró­sent í krónum talið frá því í októ­ver. Það sem eftir stendur er svo lík­legt inn­kaupa­verð sem í dag nemur 85,8 krónur á lítra, en það hækkar um næstum tíu pró­sent milli mán­aða.

Þetta má sjá í nýj­ustu Bens­ín­vakt Kjarn­ans sem unnin er í sam­vinnu við hug­bún­að­ar­fyr­ir­tækið Seið. Við­mið­un­ar­verðið miðar við næst­lægstu verð­­tölu í yfir­­lit­i síð­unnar Bens­ín­verð.is, sem Seiður heldur úti, til að forð­­ast að ein­hverju leyti áhrif tíma­bund­innar verð­­sam­keppni á allra lægsta verð. Við­mið­un­­ar­verðið er þó ætið með lægstu verð­um.

Verðið hefur aldrei áður verið hærra í krónum talið. Fyrra met var sett í apríl 2012 þegar það fór upp í 268,1 krónur á lítra. Þá hafði um nokk­urt skeið verið mik­ill órói í Mið­aust­ur­löndum í kjöl­far arab­íska vors­ins sem leitt hafði til hækk­ana á heims­mark­aðs­verði á olíu. Þegar við bætt­ust miklir kuldar í Evr­ópu þá rauk verðið á jarð­efna­elds­neyti fyrir bíla upp um allan heim, þar með talið hér­lend­is. 

Þá þóttu hækk­an­irnar svo miklar að þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins lagði fram frum­varp til laga um ráð­staf­anir til að lækka elds­neyt­is­verð. Þær ráð­staf­anir fólu í sér að lækka ýmis gjöld sem ríkið leggur á elds­neyti. Málið náði ekki fram að ganga.

Miklar hækk­anir á heims­mark­aði

Ísland fram­leiðir vit­an­lega ekk­ert jarð­efna­elds­neyti heldur flytur það allt inn. Þótt fjöldi bíla sem ganga fyrir raf­magni hafi rúm­lega tífald­ast frá árs­lokum 2016 og til síð­ustu ára­móta – þegar bílar sem gengu fyrir raf­magni voru 14.680 – þá eru bíl­arnir sem nota jarð­efna­elds­neyti þó enn í miklum meiri­hluta. Sam­kvæmt tölum Hag­stofu Íslands voru bensín og dísel­bíl­arnir um 320 þús­und í lok árs 2020. 

Hækk­andi heims­mark­aðs­verð á olíu hefur því bein áhrif á veskið hjá lands­mönnum þegar það kemur fram í smá­sölu­verð­inu hér­lendis og hækkar auk þess verð­bólgu, sem er nú 4,5 pró­sent. Há verð­bólga hefur leitt til þess að Seðla­banki Íslands hefur hækkað vexti um alls 0,75 pró­sentu­stig í 1,5 pró­sent á nokkrum mán­uð­um. Næsti vaxta­á­kvörð­un­ar­dagur er á morg­un, mið­viku­dag, og búast flestir grein­endur við að vextir verði hækk­aðir enn á ný. Það þýðir að láns­fjár­magn lands­manna verður dýr­ara.

Sveifl­urnar á heims­mark­aðs­verði hafa verið gríð­ar­leg­ar. Verðið fór niður í 20 dali á tunnu í apríl í fyrra, fór yfir 86 dali á tunnu í síð­asta mán­uði og er nú um 83 dal­ir. Grein­ing­ar­að­ilar spá því að það fari yfir 90 dali fyrir árs­lok.

Ástæð­urnar fyrir hærra olíu­verði eru að mestu tvær. Í fyrsta lagi hefur eft­ir­spurn eftir olíu hefur stór­auk­ist eftir að hag­kerfi heims­ins fóru að taka aftur við sér eftir að hafa dor­mað í eitt og hálft ár vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Aðild­ar­ríki Sam­taka olíu­fram­leið­enda (OPEC) hafa hins vegar átt í erf­ið­leikum með að auka fram­leiðslu sína vegna van­fjár­fest­inga og töfum á við­haldi vegna far­ald­urs­ins. 

Í öðru lagi er mik­ill skortur á jarð­gasi og kol­um, sem hafa valdið miklum hækk­unum á raf­orku, og ýtt fleirum í að nota olíu, sem hefur enn aukið á eft­ir­spurn­ina.

Gögn og aðferða­fræði

Hér að ofan er birt nið­ur­staða útreikn­inga og áætl­unar á því hvernig verð á lítra af bens­íni skipt­ist milli aðila í fram­setn­ingu GRID.

  • Við­mið­un­ar­verð er fengið frá hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­inu Seið ehf. sem meðal ann­ars heldur úti síð­unni Bens­ín­verð.is og fylgst hefur með bens­ín­verði á flestum bens­ín­stöðum lands­ins dag­lega síðan 2007. Miðað er við næst­lægstu verð­tölu í yfir­lit­inu til að forð­ast að ein­hverju leyti áhrif tíma­bund­innar verð­sam­keppni á allra lægsta verð. Við­mið­un­ar­verðið er þó með lægstu verðum og sýnir þar með lægri hlut olíu­fé­lags­ins en reikna má með að raunin sé með­al­talið af öllu seldu bens­íni á land­inu.
  • Hlutur rík­is­ins liggur ljós fyrir út frá sköttum sem eru ýmist fastir og hlut­falls­leg­ir. Upp­lýs­ingar um breyt­ingar á skatta­lögum eru fengnar frá Við­skipta­ráði sem fylgst hefur með slíkum breyt­ingum um ára­bil.
  • Lík­legt inn­kaupa­verð er reiknað útfrá verði á bens­íni til afhend­ingar í New York-höfn í upp­hafi mán­aðar frá banda­rísku orku­stofn­un­inni EIA og mið­gengi doll­ars gagn­vart íslenskri krónu í yfir­stand­andi mán­uði frá Seðla­banka Íslands. Í þessum útreikn­ingum kann að skeika nokkru á hverjum tíma­punkti vegna lag­er­stöðu, skamm­tíma­sveiflna á mark­aði o.s.frv. Nákvæmara væri að miða við verð á bens­íni til afhend­ingar í Rott­er­dam, en verð­upp­lýs­ingar þaðan liggja ekki fyrir á opnum gagna­veit­um. Mis­munur á verði í New York og Rott­er­dam er þó yfir­leitt mjög lít­ill.
  • Hlutur olíu­fé­lags er loks reikn­aður sem afgangs­stærð enda hald­góðar upp­lýs­ingar um ein­staka kostn­að­ar­liði olíu­fé­lag­anna ekki opin­ber­ar. Hafa ber í huga að þar sem við­mið­un­ar­verð er með lægstu verðum á hverjum tíma er þessi liður ef til vill ein­hverju hærri sé litið til heild­ar­við­skipta með bensín á Íslandi.

Verð­upp­lýs­ingar mið­ast við verð­lag hvers tíma. Gögnin eru upp­færð mán­að­ar­lega í kringum 15. hvers mán­að­ar. Fyr­ir­vari er gerður um skekkju­mörk sem þó ættu í mesta lagi að nema fáeinum krónum á útreikn­aða liði. Ábend­ingar um vill­ur, lag­fær­ingar og betrumbætur skal senda á gogn@kjarn­inn.is og er tekið fagn­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar