Ef útflutningur við stríðandi Evrópulönd stöðvast gæti tapið verið 20 milljarðar á ári

Bein áhrif innrásar Rússa í Úkraínu eru ekki mikil á íslensk viðskiptalíf. Marel gæti orðið fyrir þrýstingi frá lífeyrissjóðum að draga úr starfsemi sinni á svæðinu. Óbeinu áhrifin af stríðinu eru mikil, sérstaklega vegna hækkunar á eldsneyti og hrávöru.

Stríðsrekstri Rússa í Úkraínu er mótmælt daglega víða um heim. Hér sjást mótmæli sem fóru fram í byrjun viku í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu.
Stríðsrekstri Rússa í Úkraínu er mótmælt daglega víða um heim. Hér sjást mótmæli sem fóru fram í byrjun viku í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu.
Auglýsing

Ekki er lík­legt að stríðs­á­tökin í Úkra­ínu hafi mikil bein áhrif á utan­rík­is­við­skipti Íslands þótt þau geti orðið nokkru fyrir ein­staka fyr­ir­tæki og atvinnu­grein­ar. 

Meg­in­uppi­staða útflutn­ings íslenskra fyr­ir­tækja til Rúss­lands hefur verið notuð skip, ýmsar iðn­að­ar­vörur og tæki til mat­væla­fram­leiðslu en sjáv­ar­af­urð­ir, einkum upp­sjáv­ar- og eld­is­fisk­ur, vega þyngst í útflutn­ingi til Úkra­ínu og Hvíta-Rúss­lands. 

Þá vógu komur rúss­neskra ferða­manna þyngst í þjón­ustu­út­flutn­ingi til þess­ara þriggja landa en veru­lega dró úr komum þeirra í kjöl­far far­sótt­ar­inn­ar. Annar þjón­ustu­út­flutn­ingur jókst hins vegar á móti, einkum tækni­þjón­usta og önnur við­skipta­þjón­usta.

Þetta kemur fram í nýjasta riti Pen­inga­mála sem Seðla­banki Íslands birti á mið­viku­dag.

Þar segir að ef öll við­skipti við löndin þrjú stöðvast gæti beint útflutn­ings­tap numið um 15 til 20 millj­örðum króna á ári. Tapið gæti mögu­lega orðið meira þar sem um fimm millj­arðar króna af sjáv­ar- og eld­is­af­urðum hafa verið fluttir árlega frá Íslandi til Úkra­ínu í gegnum Lit­háen und­an­farin ár. „Auk þess höfðu inn­lendir sölu­að­ilar gert ráð fyrir að hluti af auknum loðnu­kvóta í ár myndi fara á Úkra­ínu­mark­að. Á móti vegur þó að lík­lega tæk­ist að koma afurðum á aðra mark­aði þótt það gæti tekið lengri tíma og mögu­lega feng­ist lægra verð fyrir þær“.

Hins vegar sé útlit fyrir að aðrar sjáv­ar­af­urð­ir, einkum botn­fiskaf­urð­ir, hækki í verði vegna auk­innar eft­ir­spurnar eftir íslenskum sjáv­ar­af­urðum í kjöl­far fyr­ir­hug­aðrar hækk­unar inn­flutn­ings­tolla og skerts aðgengis rúss­neskra sjáv­ar­af­urða að alþjóða­mörk­uð­um. „Þá hefur Rússum verið vikið tíma­bundið úr Alþjóða­haf­rann­sókn­ar­stofn­un­inni (ICES). Rússar gætu brugð­ist við með því að loka á aðgengi ann­arra þjóða að rúss­neskri lög­sögu en Ísland hefur verið með tví­hliða samn­ing við Rússa um veiði­heim­ildir í Barents­hafi. Þær vega þó ekki þungt í heild­ar­afla Íslend­inga.“

Marel og Eim­skip þurfa að svara fyrir við­skipti í Rúss­landi

Ekki er úti­lokað að íslensk fyr­ir­tæki verði fyrir ann­ars konar beinum áhrifum vegna stríðs­ins en sam­drætti í við­skipt­um. Á meðal þeirra stóru íslensku fyr­ir­tækja sem eiga hags­muni undir í Rúss­landi eru Marel og Eim­skip, sem bæði eru skráð á hluta­bréfa­markað og eru að stórum hluta í eigu íslenskra líf­eyr­is­sjóða. Kjarn­inn greindi frá því snemma í mars að Eim­skip hefði dregið úr umsvifum sínum í Rúss­landi í ljósi stöð­unnar en Marel hefur ákveðið að setja öll ný verk­efni í Rúss­landi á ís. Fyr­ir­tækið heldur áfram að reka sölu- og þjón­ustu­skrif­stofu í land­inu þar sem starfa um 70 manns. Í upp­gjöri Marel fyrir fyrsta árs­fjórð­ung 2022, sem birt var í síð­ustu viku, segir að fyr­ir­tækið for­dæmi harð­lega hern­að­ar­að­gerðir rúss­neskra stjórn­valda í Úkra­ínu og fyrri afstaða ítrek­uð.

Auglýsing
Umsvif Marel í Rúss­landi og Úkra­ínu, tekjur fyr­ir­tæk­is­ins og pönt­un­ar­bók, eru um fjögur pró­sent af heild­ar­um­svifum þess. Í árs­hluta­reikn­ingnum segir að Marel fylgi öllum efna­hags­legum refsi­að­gerðum sem lagðar hafa verið á vegna stríðs­ins.

Í hluta­bréfa­grein­ingu Jak­obs­son Capi­tal sem send var áskrif­endum í síð­ustu viku var þessi staða til umræðu. Þar sagði að Marel og Eim­skip þyrftu að svara fyrir við­skipti sín í Rúss­landi jafn­vel þótt lítil væru. „Líf­eyr­is­sjóð­irnir eru meðal stærstu eig­enda félag­anna og hafa allir stefnu í sam­fé­lags­legri ábyrgð líkt og félögin sjálf. Eim­skip hefur dregið úr umsvifum í Rúss­landi á meðan Marel hefur aðeins frestað frek­ari fjár­fest­ingu. Málið er aug­ljós­lega við­kvæmt og þögnin neyð­ar­leg. Á meðan þess­ari spurn­ingu er ósvarað er lík­legt að gengi Mar­els verði frekar undir þrýst­ingi til lækk­un­ar. Í það minnsta myndu margir telja að erfitt væri fyrir líf­eyr­is­sjóð­ina að auka vægi sitt í félagi sem hefur ekki einu sinni dregið úr umsvif­um.“ 

Marel gerir athuga­semd við fram­setn­ingu Jak­obs­son Capi­tal og segir að fyr­ir­tækið hafi ekki frestað frek­ari fjár­fest­ingu. Þar séu engar fjár­fest­ingar fyr­ir­hug­að­ar. Um sé að ræða sölu­verk­efni.

Áhrifin á fram­færslu­kostnað minni hér á landi

Í Pen­inga­málum er líka fjallað um óbein áhrif stríðs­átak­anna og sagt að þau séu mik­il. Þar skipta mestu miklar verð­hækk­anir á orku­gjöfum og annarri hrá­vöru. „Kostn­aður fyr­ir­tækja eykst, inn­flutn­ings­verð hækkar og fram­færslu­kostn­aður heim­ila þar með einnig, sem hefur nei­kvæð áhrif á eft­ir­spurn eftir vöru og þjón­ustu. Aukin óvissa um efna­hags­horfur kann jafn­framt að draga enn frekar úr útgjalda- og fjár­fest­ing­ar­vilja inn -lendra heim­ila og fyr­ir­tækja.“

Á móti vegi hins vegar sterk eigna­staða heim­ila og mik­ill upp­safn­aður sparn­aður sem þau geta gengið á til að mæta hækkun verð­lags. „Áhrifin á fram­færslu­kostnað heim­ila verða einnig minni hér á landi en á meg­in­landi Evr­ópu þar sem vatns­afl og jarð­varmi eru notuð hér á landi til hús­hit­unar og raf­magns­fram­leiðslu fremur en olía og jarð­gas. Verð­hækkun mik­il­vægra útflutn­ings­af­urða eins og áls og sjáv­ar­af­urða vegur einnig á móti nei­kvæðum áhrifum mik­illar hækk­unar olíu- og hrá­vöru­verðs á við­skipta­kjör“.

Átökin kunna að draga úr ferða­vilja

Þá megi ætla að hægt verði að nálg­ast aðföng sem keypt hafa verið frá þessum lönd­um, eins og t.d. steypu­styrkt­ar­járn, timbur og kross­við, frá öðrum löndum þótt verðið gæti reynst hærra. „Í ein­hverjum til­vikum gæti þó reynst erfitt að finna sam­bæri­lega vöru ann­ars staðar frá og trufl­anir því varað lengur og verð­hækk­anir orðið meiri.“ 

Seðla­bank­inn segir að erfitt sé að meta hver áhrif átak­anna verði á inn­lenda ferða­þjón­ustu. Ólík­legt sé að beinu áhrifin verði mikil á árinu 2022 þar sem langstærstur hluti þeirra ferða­manna sem heim­sækja landið komi frá Banda­ríkj­unum og Vestur Evr­ópu. Átökin kunni þó að draga úr ferða­vilja ein­hverra þeirra. „Einnig kann aukin verð­bólga, minnk­andi kaup­máttur og hærra far­miða­verð sakir hækk­andi olíu­verðs að draga úr komum til lands­ins þrátt fyrir auk­inn ferða­vilja í kjöl­far aflétt­ingar ferða­tak­mark­ana vegna far­sótt­ar­inn­ar. Ekki er heldur lík­legt að truflun á flug­um­ferð vegna lok­unar loft­helgi Rúss­lands í kjöl­far stríðs­ins hafi víð­tæk áhrif hér á landi enda er ekki gert ráð fyrir miklum fjölda ferða­manna til lands­ins frá Asíu í ár.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar