Mynd: Samsett ríkisstjórnin2021.jpg
Mynd: Samsett

Gengið út frá því að Katrín verði áfram forsætisráðherra en erfiðar málamiðlanir framundan

Stjórnarflokkarnir hafa rætt óformlega um verkaskiptingu, fjölgun ráðuneyta og hvaða málefni eigi að vera fyrirferðamest í stjórnarsáttmála næstu ríkisstjórnar, náist samkomulag um áframhaldandi samstarf. Krefjandi verkefni eru framundan og málamiðlana er þörf til að ná saman um málefnaáherslur, sérstaklega í skatta- orku- og heilbrigðismálum.

For­menn flokk­anna þriggja sem ræða nú um áfram­hald­andi rík­is­stjórn­ar­sam­starf hafa þegar rætt að hluta um verka­skipt­ingu sín á milli, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Þær óform­legu hug­myndir hafa síðan verið mát­aðar í þröngum hópum í kringum þá.

Gengið er út frá því að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, verði áfram for­sæt­is­ráð­herra. Hún nýtur mik­illar hylli í það emb­ætti og í könnun sem Íslenska kosn­inga­rann­sóknin vann í sam­starfi við félags­vís­inda­stofnun í aðdrag­anda kosn­inga kom fram að um 42 pró­sent lands­manna vildu að Katrín yrði áfram for­sæt­is­ráð­herra, sem er langt umfram það fylgi sem flokkur hennar hef­ur. Í öðru sæti á þeim lista var Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, með 12,8 pró­sent stuðn­ing í emb­ættið og Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks, kom þar á eftir með 10,7 pró­sent. Báðir eru með minni stuðn­ing í emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra en fylgi flokks þeirra enda sýndu tölur ÍSKOS að fleiri kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks vildu Katrínu frekar sem for­sæt­is­ráð­herra en Bjarna og að 41 pró­sent kjós­enda Fram­sóknar teldu að hún ætti að sitja áfram í stjórn­ar­ráð­in­u. 

Auglýsing

Þá skiptir ekki síður máli að Katrín er sá flokks­leið­togi sem fæstir lands­menn van­treysta, en í nið­ur­stöðum könn­unar sem MMR birti tveimur dögum fyrir kosn­ingar kom fram að 22,7 pró­sent lands­manna bera frekar eða mjög lítið traust til henn­ar. Sig­urður Ingi kemur næstur en 26,9 pró­sent van­treysta hon­um. Van­traust á Bjarna er mun meira en á hina tvö flokks­for­menn­ina, en 55,5 pró­sent svar­enda í könn­un­inni segj­ast treysta honum frekar eða mjög illa. 

Sig­urður Ingi horfir til fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins

Sig­urður Ingi sæk­ist sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans eftir því að fá fjár­mála­ráðu­neytið á grund­velli auk­ins styrks Fram­sókn­ar­flokks­ins eftir kosn­ing­ar, en þing­mönnum flokks­ins fjölg­aði um fimm og eru nú 13, eða þremur færri en sá fjöldi sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hef­ur. Það þykir næst valda­mesta ráðu­neytið og þaðan er hægt að stýra fjár­magni í þau stóru verk­efni sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn lof­aði að ráð­ast í í aðdrag­anda kosn­ing­anna, til að mynda kerf­is­breyt­inga í fram­færslu­kerfum eldri borg­ara og öryrkja. 

Forysta Framsóknarflokksins, sem vann kosningasigur í þingkosningunum um liðna helgi og er nú í færum til að gera meiri kröfur um áhrif en áður.
Mynd: Bárá Huld Beck.

Við­mæl­endur Kjarn­ans hafa sagt að Bjarni sé ekki afhuga þess­ari nið­ur­stöðu fái Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fleiri ráðu­neyti í sinn hlut í stað­inn. Sjálfur myndi hann þá senni­leg­ast setj­ast í stól utan­rík­is­ráð­herra. 

Hvernig skipt­ing ráðu­neyta verður á milli flokk­anna að öðru leyti liggur enn ekki fyr­ir, en búast má við að ráðu­neytum verði fjölgað til að höggva á þá hnúta sem gætu komið upp í þeim samn­inga­við­ræðum og til að leggja áherslu á helstu stefnu­mál nýrrar rík­is­stjórn­ar. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur þegar kallað eftir því að sér­stakt inn­við­a­ráðu­neyti verði að veru­leika með því að hús­næð­is­mál verði flutt yfir til sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráðu­neytið og jafn­vel ein­hver verk­efni sem verið hafa inni í atvinnu­vega­ráðu­neyt­inu. Þá er vilji innan þess flokks að skipta aftur upp sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neyt­inu í tvennt þannig að land­bún­aði verði gert hærra undir höfði í sér­stöku ráðu­neyti sem kennt verði við land­búnað og mat­væli. Sér­stakt lofts­lags­ráðu­neyti kemur einnig til greina. Því gætu ráðu­neytin orðið allt að tólf.

Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur áhuga á að taka yfir heil­brigð­is­ráðu­neytið og gæti mögu­lega líka fengið mennta­mála­ráðu­neyt­ið, færi Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sig um set. Það gæti orðið erfitt fyrir Vinstri græn enda stefna flokk­anna tveggja þegar kemur að auk­inni aðkomu einka­rekst­urs í þessum mála­flokkum eins ólík og hægt er að vera. Það flækir málið að í kosn­inga­á­herslum Fram­sókn­ar­flokks í aðdrag­anda kosn­inga kom fram að flokk­ur­inn vilji skoða „hvort frek­ari til­efni sé til auk­ins einka­rekst­urs innan heil­brigð­is­geirans.“

Stór verk­efni framundan

Flokk­arnir eiga eft­ir, í við­ræðum næstu daga, að koma sér saman um hvaða mál­efna­á­herslur verði efst á blaði hjá nýrri rík­is­stjórn nái þeir lend­ingu í við­ræð­ur, sem flestir við­mæl­endur eru sam­mála um að sé senni­leg­t. Það eru stór og krefj­andi verk­efni framund­an. End­ur­reisn efna­hags­lífs­ins eftir kór­ónu­veiru­far­aldur og næsta stóra lota kjara­samn­inga­við­ræðna eru þau sem eru mest aðkallandi auk lofts­lags­mála og sam­spili þeirra við efna­hags­stefnu næstu rík­is­stjórn­ar.

Efna­hags­mála­stefna rík­is­stjórn­ar­innar heild­rænt mun þar skipta máli og það að finna jafn­vægi milli rík­is­út­gjalda í þau verk­efni sem flokk­arnir vilja ráð­ast í og þess að við­halda aga og stöð­ug­leika í rík­is­fjár­málum sem leiði af sér minni verð­bólgu, minni halla á rík­is­sjóði og geti stutt við áfram­hald­andi vöxt. Þá þarf að taka ákvarð­anir um hvort og hvernig eigi að styðja við þær atvinnu­greinar sem hafa farið illa út úr kór­ónu­veiru­far­aldr­inum og vinna frekar á atvinnu­leysi. 

Þótt atvinnu­leysi hafi minnkað skarpt er það enn 5,5 pró­sent og yfir fimm þús­und manns hafa verið atvinnu­lausir í meira en eitt ár. Sem stendur eru enn í gildi svo­kall­aðir ráðn­inga­styrkir, þar sem rík­is­sjóður greiðir þorra launa nýrra starfs­manna fyr­ir­tækja tíma­bund­ið, en þeir renna flestir út á næstu vik­um. Í síð­asta mán­uði voru 73 pró­sent aug­lýstra starfa átaks­verk­efni eða reynslu­ráðn­ingar og mörg þús­und manns eru ráðin á þessum ráðn­ing­ar­styrkj­u­m. 

Á að halda áfram stuðn­ingi við fyr­ir­tæki með pen­ingum úr rík­is­sjóði?

Þá hefur ferða­þjón­ustan kallað eftir frek­ari aðgerðum fyrir sig, sér­stak­lega þegar nú liggur fyrir að ferða­menn í ár verða ein­ungis um 600 þús­und í ár, eða rétt um 100 þús­und fleiri en í fyrra, sem er svip­aður fjöldi og heim­sótti Ísland árið 2011. Nýleg spá Íslands­banka gerir ráð fyrir að þeir verði ein milljón á næsta ári, sem er svip­aður fjöldi og kom hingað árið 2014. Þegar best lét árið 2019 voru ferða­menn­irnir yfir 2,3 millj­ón­ir. 

Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, sagði í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag að nið­ur­staðan í ár sé „hörmu­leg nið­ur­staða“. Framundan sé afar erf­iður vetur fjöl­margra fyr­ir­tækja í grein­inni. „Það er því ljóst að tvenns konar aðgerðir þarf til að vinna úr þess­ari erf­iðu stöðu sem er nú að lengj­ast veru­lega í umfram það sem við von­uð­umst til. Ann­ars vegar þarf að fram­lenga ráðn­ing­ar­styrki vinnu­mála­stofn­unar til að þeir taki yfir vet­ur­inn allan en ekki bara fram að ára­mót­um. Það mun minnka óviss­una sem starfs­fólk í ferða­þjón­ustu stendur frammi fyrir inn í vet­ur­inn. Hins vegar þarf ný rík­is­stjórn að taka skýrt frum­kvæði um úrlausn skulda­vanda lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja. Til­lögur um það sem byggja á vel reyndri leið Beinu braut­ar­innar frá því eftir banka­hrunið hafa legið inni hjá stjórn­völdum mán­uðum sam­an.“

Hnút­arnir og mála­miðl­anir

Ótalin eru mál sem röt­uðu inn í síð­asta stjórn­ar­sátt­mála en end­uðu í deilum og náðu sum hver ekki afgreiðslu. Þar má nefna hálend­is­þjóð­garð, breyt­ingar á stjórn­ar­skrá og frek­ari styrk­ing á rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla, en þar eru áherslur flokk­anna æði ólík­ar. Mikið púður fór í átök, jafnt opin­ber­lega og bak­við tjöld­in, um þessi mál á síð­asta kjör­tíma­bili og for­menn flokk­anna vilja forð­ast þá stöðu nái þeir saman um áfram­hald­andi sam­starf.

Auglýsing

Þegar horft er á mál sem flokk­arnir settu á odd­inn í aðdrag­anda kosn­inga, og eru ósam­mála um, er ljóst að mála­miðl­ana verður þörf. Á meðal kosn­inga­lof­orða Fram­sókn­ar­flokks­ins voru að auka end­ur­greiðslur til kvik­mynda­gerðar upp í 35 pró­sent, greiða vaxta­styrk til barna­fjöl­skyldna upp á 60 þús­und krónur á hvert barn óháð tekj­um, taka upp þrepa­skipt trygg­inga­gjald og fleiri þrep í tekju­skatti fyr­ir­tækja þar sem hreinn hagn­aður fyr­ir­tækja umfram 200 millj­ónir króna verður skatt­lagður hætta á móti lækkun til lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja. 

Vinstri græn vilja taka upp þrepa­skiptan fjár­magnstekju­skatt, nota skatt­kerfið frekar til að jafna kjör og nýta það til að styðja við mark­mið í loft­lags­mál­um. Flokk­ur­inn vill fjölga íbúðum í almenna íbúða­kerf­inu og auka enn frekar við stuðn­ing rík­is­sjóðs við félags­legt hús­næði. Og Vinstri græn vilja auka fjár­fest­ingu í innviðum heil­brigð­is­kerf­is­ins og auka geta opin­bera hluta þess, í stað þess að auka hluta einka­geirans. Þá kemur fram í stefnu­skrá Vinstri grænna að flokk­ur­inn vili að þeir sem nýti auð­lindir í eigu þjóð­ar, þar á meðal sjáv­ar­auð­lind­ina, greiði sann­gjarnt gjald af þeirri nýt­ing­u. 

Áherslur Sjálf­stæð­is­flokks ólíkar í ýmsum mála­flokkum

Bjarni Bene­dikts­son gagn­rýndi hluta þess­ara áherslna sam­starfs­flokk­anna í aðdrag­anda kosn­inga. Í við­tali við Dag­mál Morg­un­blaðs­ins sem birt var í vik­unni fyrir kosn­ingar sagði hann lítil rök hníga að því að auka skatt­byrði fyr­ir­tækja og að það væri óraun­hæft að end­ur­greiða kostnað vegna kvik­mynda­gerðar hér­lendis upp á millj­arða­tugi.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er enda með ólíkar áherslur en ofan­greindar í flestum þessum mála­flokk­um. Hann vill lækka skatta, hefur það sem meg­in­mark­mið að rekstur rík­is­sjóðs verði orð­inn jákvæður fyrir lok kjör­tíma­bils­ins, meðal ann­ars með „um­bótum í opin­berum rekstri“ sem felur til dæmis í sér að fækka rík­is­stofn­un­um. Þá er sér­stak­lega til­tekið í stjórn­mála­á­lyktun Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem sam­þykkt var í aðdrag­anda kosn­inga að nauð­syn­legt væri að „gjald­heimta í sjáv­ar­út­vegi dragi ekki úr sam­keppn­is­hæfni á alþjóða­mark­aði og fjár­fest­ingu í grein­inn­i.“ Áhersla Sjálf­stæð­is­flokks­ins í lofts­lags­málum snýst fyrst og síð­ast um orku­skipti, sem hinir rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir styðja. 

Leiðin að þeim skiptum er þó ekki sú sama í huga þeirra allra. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn telur að græna orku­bylt­ingin kalli „á aukna notkun á bæði raf­orku og raf­elds­neyti sem Ísland er í kjör­stöðu til að fram­leiða.“ Fram­sókn er lík­leg til að styðja það að virkjað verði meira en það verður erfið pilla fyrir Vinstri græn að kyngja, enda skil­greinir flokk­ur­inn sig út frá umhverf­is­vernd. 

Í hús­næð­is­málum leggur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn áherslu á að fjölga mögu­leikum fólks til að eign­ast hús­næði en minn­ist ekk­ert á frek­ari upp­bygg­ingu á opin­beru hús­næð­is­kerfi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar