Mynd: Bára Huld Beck

Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli

Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum. Hinir stjórnarflokkarnir tveir tapa báðir fylgi frá síðustu kosningum en stjórnarandstaðan bætir ekki nægilega miklu við sig til að breyta stöðunni mikið.

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir mæl­ast með sam­an­lagt 47,6 pró­sent fylgi í síð­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar fyrir kom­andi kosn­ing­ar. Hún fékk 52,9 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2017 og er því að tapa 5,3 pró­sentu­stigum milli kosn­inga. Rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur á þrátt fyrir það ágæta mögu­leika á því að lifa af og mynda meiri­hluta að nýju, kjósi for­menn flokk­anna það.

Líkur hennar á því að ná því mark­miði eru nú metnar 54 pró­sent sam­kvæmt loka­kosn­inga­spá Kjarn­ans. Þær juk­ust skarpt undir lok kosn­inga­bar­átt­unnar en í fyrra­dag mæld­ust þær 33 pró­sent. Lík­urnar eru þó enn minni en þær mæld­ust um mið­bik ágúst­mán­aðar þegar um 60 pró­sent líkur voru á að rík­is­stjórn Katrínar myndi geta setið áfram með þing­meiri­hluta á bak­við sig. 

Lokaniðurstöður kosningaspárinnar 25. september 2021

Lík­­­urnar eru fengnar með því að fram­­kvæma 100 þús­und sýnd­­ar­­kosn­­ing­­ar. Í hverri sýnd­­ar­­kosn­­ingu er vegið með­­al­­tal þeirra skoð­ana­kann­ana sem kosn­­inga­­spáin nær yfir hverju sinni lík­­­leg­asta nið­­ur­­staðan en sýnd­­ar­n­ið­­ur­­staðan getur verið hærri eða lægri en þetta með­­al­­tal og hversu mikið byggir á sög­u­­legu frá­­viki skoð­ana­kann­ana frá úrslitum kosn­­inga.

Sjálf­stæð­is­flokkur tapar fylgi en ekki stöðu sinni

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mun sam­kvæmt síð­ustu kosn­inga­spánni fá 22,2 pró­sent atkvæða á morgun og tapa 3,1 pró­sentu­stigi frá kosn­ing­unum 2017. Verði það nið­ur­staðan mun Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fá sína sístu nið­ur­stöðu í kosn­ingum á lands­vísu frá því að hann var stofn­að­ur. Vert er þó að taka fram að stjórn­málaum­hverfið í dag er gjör­breytt frá því sem áður var, þegar íslensk stjórn­mál sam­an­stóðu af fjórum megin flokkum og endrum og sinnum af einum til. Nú stefnir í, sam­kvæmt kosn­inga­spánni, að flokk­arnir á þingi geti orðið níu í fyrsta sinn.

Auglýsing

Þá hefur það oft verið þannig að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fái aðeins meira fylgi en síð­ustu spár bentu til. Árið 2017 fékk flokk­ur­inn til að mynda einu pró­sentu­stigi meira en í síð­ustu kosn­inga­spánni, sem er innan skekkju­marka en skiptir samt máli þegar flokka­kraða­kið er mik­ið. Þar nýtur hann þess að vera stærsta fjölda­hreyf­ingin í íslenskum stjórn­málum og ára­tuga reynslu við að koma sínu fólki á kjör­stað.

Þriðj­ungur fylg­is­ins far­inn hjá Vinstri grænum

Vinstri græn, flokkur for­sæt­is­ráð­herr­ans, virð­ast ætla að verða sá stjórn­ar­flokkur sem fer verst út úr stjórn­ar­sam­starf­inu. Flokk­ur­inn mælist með ell­efu pró­sent fylgi þrátt fyrir að um 42 pró­sent lands­manna vilji Katrínu áfram sem for­sæt­is­ráð­herra. Þær vin­sældir eiga sér enga hlið­stæðu en næstur í röð­inni sam­kvæmt könnun Íslensku kosn­inga­rann­sókn­ar­innar kemur Bjarni Bene­dikts­son með 12,8 pró­sent stuðn­ing í for­sæt­is­ráð­herra­stól­inn. Nýleg könnun MMR sýndi sömu­leiðis yfir­burða­stöðu Katrínar hvað þetta varðar þar sem 55,5 pró­sent lands­manna sögð­ust treysta henni vel en 22,7 pró­sent treysta henni illa. Eng­inn for­maður nýtur meira trausts eða minna van­trausts. Alls sögð­ust 29,1 pró­sent treysta Bjarna en heil 55,5 pró­sent segj­ast treysta honum illa. Eng­inn for­maður flokks sem mælist með um og yfir tíu pró­sent fylgi nýtur við­líka van­trausts. 

Fari sem horfir mun VG tapa rúm­lega þriðj­ungi atkvæða sinna frá síð­ustu kosn­ingum og fyrir vikið má ætla að staða flokks­ins við stjórn­ar­mynd­un­ar­borð­ið, muni veikj­ast.

Fram­sókn enn og aftur í kjör­stöðu

Sama verður ekki sagt um Fram­sókn­ar­flokk­inn og kosn­inga­spáin bendir raunar til þess að þessir tveir flokkar sem ein­kenna sig með græna litnum muni hafa sæta­skipti í íslenskum stjórn­mál­um, Gamli bænda­flokk­ur­inn stefnir í að verða næst stærsti flokkur lands­ins og end­ur­heimta þá stöðu sína að vera límið í íslenskum stjórn­mál­um,

Með Fram­sókn í 14,4 pró­sent fylgi, 3,7 pró­sentu­stigum meira en flokk­ur­inn fékk 2017, er nær ógjörn­ingur að sjá hvernig rík­is­stjórn verði mynduð án flokks­ins. Slag­orðið „Er ekki bara best að kjósa Fram­sókn“ virð­ist hafa skilað þeim árangri að miklu fleiri sögðu „jú“ en mæld­ust á þeim vagni um miðjan ágúst, þegar fylgi flokks­ins var í kringum kjör­fylgi frá síð­ustu kosn­ing­um. 

Of lít­ill ávinn­ingur and­stöðu­flokka til að breyta stöð­unni mikið

Stjórn­ar­and­staðan virð­ist ekki ætla að ríða feitum hesti frá kom­andi kosn­ing­um, þrátt fyrir að hafa fengið það verk­efni að takast á við afar óvenju­lega rík­is­stjórn frá hægri, yfir miðju og til vinstri þar sem allir stjórn­ar­flokk­arnir þurftu að gefa, þó mis­mik­ið, eftir af málum sem segja má að skil­greini þá. Svo virð­ist vera sem að and­stöðu­flokk­unum hafi ekki tek­ist að nýta sér þá stöðu sem neinu nem­ur. 

Auglýsing

Sam­fylk­ingin mælist með 13 pró­sent fylgi, sem er bæt­ing frá síð­ustu kosn­ingum en er langt frá þeim stað sem jafn­að­ar­manna­flokkar á hinum Norð­ur­lönd­unum eru á. Langt er síðan að flokk­ur­inn var það mót­væg­is­afl við Sjálf­stæð­is­flokk­inn á lands­vísu sem hann var stofn­aður til að vera. Síðan í kosn­ing­unum 2009 hefur Sam­fylk­ingin ekki farið yfir 13 pró­sent fylgi í þing­kosn­ing­um. 

Píratar hafa dalað á loka­metr­unum og mæl­ast nú með 10,7 pró­sent stuðn­ing, sem er bæt­ing frá 2017 en ein­ungis um 1,5 pró­sentu­stig. Flokk­ur­inn sækir fylgi sitt að uppi­stöðu til yngri kjós­enda sem skila sér síst á kjör­stað og til­hneig­ingin hjá Pírötum hefur verið sú að fá minna upp úr kjör­köss­unum en síð­ustu spár gerðu ráð fyr­ir. 

Við­reisn mælist með 9,9 pró­sent fylgi sem er í lægri mörkum þess sem flokk­ur­inn hefur fengið í kosn­inga­spánni í aðdrag­anda kosn­inga. Hann end­ur­heimtir þorra þess fylgis sem hann tap­aði í kosn­ing­unum 2017, alls 3,2 pró­sent, en endar samt sem áður rétt undir þeim stað sem Við­reisn var á eftir kosn­ing­arnar 2016, sem voru þær fyrstu í sögu flokks­ins. 

Þróun fylgis framboða í kosningaspánni
Kosningaspáin er unnin í aðdraganda kosninga til Alþingis 2021.
B C D F M P S V Aðrir

Sam­an­lagt fylgi þess­ara þriggja flokka, sem kenna sig við hina frjáls­lyndu miðju, endar í 33,6 pró­sent, eða 5,6 pró­sent yfir því sem þeir fengu fyrir fjórum árum. 

Nokkuð ljóst er þó að íslenskir kjós­endur eru að flykkj­ast inn á miðju stjórn­mál­anna. Ef fylg­is­aukn­ing Fram­sókn­ar­flokks­ins er lögð við ofan­greint þá liggur fyrir að miðju­flokk­arnir fjórir bæta við sig 9,3 pró­sentu­stigum af fylgi á kjör­tíma­bil­inu. Svo er að sjá hvort það skili því að fram­tíðin ráð­ist á miðj­unn­i. 

Þrír í botn­bar­átt­unni

Þrír flokkar eiga á hættu að ná ekki inn á þing, þótt þeir mælist allir inni í síð­ustu kosn­inga­spánni. Sós­í­alista­flokkur Íslands átti sviðið framan af kosn­inga­bar­átt­unni og mæld­ist um tíma með átta pró­sent fylgi. Þá tal­aði for­víg­is­maður flokks­ins um að á loka­sprett­inum væri hægt að auka það fylgi veru­lega og skila honum yfir tveggja stafa tölu. Raunin hefur orðið önnur og síð­ustu vikur hefur Sós­í­alista­flokk­ur­inn dalað skarpt í kosn­inga­spánni. Nú, á kjör­dag, mælist fylgi 5,8 pró­sent og flokk­ur­inn er minnstur þeirra sem mæl­ast inni á þing­i. 

Af þeim flokkum sem berjast í neðsta þriðjungi íslenskra stjórnmála hefur Flokkur fólksins átt besta endasprettinn.
Mynd: Bára Huld Beck

Mið­flokk­ur­inn hefur ekki náð neinu flugi og endar í 6,2 pró­sent í kosn­inga­spánni. Skoð­ana­kann­anir hafa mælt hann mis­mun­andi síð­ustu daga og jafn­vel út af þingi. Nokkuð öruggt verður þó að telj­ast að for­mað­ur­inn, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son nái hið minnsta inn sem kjör­dæma­kjör­inn í Norð­aust­ur­kjör­dæmi og senni­legt að hann dragi með sér ein­hverja jöfn­un­ar­þing­menn. Sú staða sem Mið­flokk­ur­inn hafði eftir síð­ustu kosn­ing­ar, þegar hann var sig­ur­veg­ari þeirra með 10,9 pró­sent atkvæða, er þó horf­inn. Ljóst er að þing­flokk­ur­inn, sem nú telur níu eftir við­bót­ina sem Mið­flokk­ur­inn fékk úr Flokki fólks­ins eftir klaust­ur­mál­ið, mun skerð­ast niður í þrjá eða fjóra. 

Flokkur fólks­ins mælist nú með 6,2 pró­sent fylgi eins og Mið­flokk­ur­inn og loka­sprettur Ingu Sæland virð­ist aftur ætla að skila honum inn á þing, en flokk­ur­inn mæld­ist fyrst yfir fimm pró­sent mark­inu á lands­vísu sem tryggir jöfn­un­ar­þing­menn í byrjun viku.

Fleiri mögu­leikar í boði en áfram­hald­andi stjórn

Nái rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír ekki meiri­hluta, eða ef þeir telja þann meiri­hluta sem kemur upp úr kjör­köss­unum vera og tæpan, þá geta þeir alltaf kippt einum flokki í við­bót inn í sam­starfi. Sá flokkur verða ekki Sam­fylk­ing eða Pírat­ar, sem hafa úti­lokað sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn, en gæti verið Við­reisn eða Flokkur fólks­ins. Lík­urnar á því að núver­andi stjórn­ar­flokkar og Við­reisn nái meiri­hluta eru nær algjör­ir, eða 97 pró­sent. Lík­urnar á meiri­hluta með flokk Ingu Sæland um borð eru 83 pró­sent. Lík­urnar á því að skipta út til dæmis Vinstri grænum og taka Við­reisn um borð í miðju-hægri stjórn eru einnig ágæt­ar, eða 43 pró­sent. 

Ef mynda á fjög­­urra flokka rík­­is­­stjórn án Sjálf­­stæð­is­­flokks eru mestar líkur á því að mynda slíka frá miðju til vinstri, með aðkomu Vinstri grænna, Sam­­fylk­ing­­ar, Pírata og Fram­­sókn­­ar­­flokks. Lík­­­urnar á þeim meiri­hluta eru 54 pró­­sent. Ef Vinstri grænum yrði skipt út fyrir Við­reisn fara lík­­­urnar niður í 48 pró­­sent og ef allir fimm miðju- og hægri flokk­­arnir myndu ákveða að vinna saman eru 97 pró­­sent líkur á því að þeir nái meiri­hluta.

Reykja­vík­­­ur­­mó­d­elið svo­­kall­aða, sem sam­anstendur af Vinstri græn­um, Sam­­fylk­ingu, Pírötum og Við­reisn, mælist með ein­ungis 24 pró­­sent líkur á því að ná meiri­hluta.

Þær kann­anir sem liggja til grund­vallar nýj­ustu kosn­inga­spánni eru eft­ir­far­andi:

  • Net­pan­ell ÍSKOS/­Fé­lags­vís­inda­stofn­unnar 13 – 23. sept­em­ber (12,2 pró­sent)
  • Skoð­ana­könnun Mask­ínu 22. – 24. sept. (29,1%)
  • Skoð­ana­könnun Pró­sent í sam­starfi við Frétta­blaðið 17 – 21. sept­em­ber (11,6 pró­sent)
  • Skoð­ana­könnun MMR í sam­starfi við Morg­un­blaðið 20 – 21. sept­em­ber (vægi 18,3 pró­sent)
  • Þjóð­ar­púls Gallup 20 -24. sept­em­ber (vægi 28,8 pró­sent)
Auglýsing

Sýnd­ar­kosn­ing­arn­arnar sýna að nær engar líkur eru á því að hægt verði að mynda tveggja flokka stjórn miðað við þessa nið­ur­stöðu. Ein­ungis eitt mynstur nær tveggja pró­senta lík­um, stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks.

Hvað er kosn­­inga­­spá­in?

Fyrir hverjar kosn­ingar um allan heim birta fjöl­miðlar gríð­ar­legt magn af upp­lýs­ing­um. Þessar upp­lýs­ingar eru oftar en ekki töl­fræði­leg­ar, byggðar á skoð­ana­könn­unum þar sem fólk hefur verið spurt hvernig það upp­lifir stjórn­málin og hvað það getur ímyndað sér að kjósa. Stjórn­mála­fræð­ingar og fjöl­miðlar kepp­ast svo við að túlka nið­ur­stöð­urnar og veita almenn­ingi enn meiri upp­lýs­ingar um stöð­una í heimi stjórn­mál­anna.

Allar þessar kann­anir og allar mögu­legar túlk­anir á nið­ur­stöðum þeirra kunna að vera rugl­andi fyrir hinn almenna neyt­anda. Einn kannar skoð­anir fólks yfir ákveðið tíma­bil og annar kannar sömu skoð­anir á öðrum tíma og með öðrum aðferð­um. Hvor könn­unin er nákvæm­ari? Hverri skal treysta bet­ur? Svarið er oftar en ekki óljóst því vand­inn er að hinn almenni kjós­andi hefur ekki for­sendur til að meta áreið­an­leika hverrar könn­un­ar.

Þar kemur kosn­inga­spáin til sög­unn­ar.

Kosn­­­inga­­­spálíkan Bald­­­urs Héð­ins­­­sonar miðar að því að setja upp­­­lýs­ing­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­inga. Nið­ur­stöður spálík­ans­ins eru svo birtar hér á Kjarn­anum reglu­lega í aðdrag­anda kosn­inga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar